Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975.
GRÆNLAND
—
Frá Kulusuk — Flugfélagið býður upp á skoðunarferðir þangað i sumar sem endranær.
DAGUR í KULUSUK
Ætli menn að fljúga
innanlands eða til útlanda
á næstunni, er vert að
gefa gaum að hinum
ýmsu fargjöldum, sem
Flugleiðir bjóða uppá — í
verðbólgutíð dugir ekki
annað en að spara.
Flugfélagið veitir ýmiss
konar afslátt frá fullu verði. Það
má t.d. benda á „menningar-
neyslu-afsláttinn”, sem talsvert
er notaður.
Sá afsláttur gildir fyrir hópa
utan Reykjavikur, fólk sem
ætlar að heimsækja höfuðstað-
inn, fara i leikhús, á málverka-
svningar og fleira af bvi taginu.
;,Menningarneysluafsláttur”
gildir fyrir 10 manna hópa, eða
fjölmennari, og fær hver ein-
stakur 70% afslátt af farinu
aðra leiðina, þ.e. greiðir 130%
fargjald báðar leiðir.
Flugfélagið útvegar mönnum
lika leikhúsmiða ef þeir vilja,
,,og þjónusta þessi er talsvert
mikið notuð”, sagði Sveinn
Sæmundsson, blaðafulltrúi, ,,og
aldrei misnotuð”.
Svo er rétt að minna á annars
konar afslátt, t.d. fjölskylduaf-
sláttinn. Hjón, sem fljúga sam-
an og hafa börn með, fá þannig
50% afslátt á einu fullorðinsfari.
12—18 ára börn fá fargjöldin
ódýrari en fullorðnir og sömu-
leiðis þeir sem eru 67 ára og
eldri — þeir fá sérstakan
gamalmenna-afslátt.
En þrátt fyrir afslátt, er far-
gjaldið víst nógu dýrt — dýrasta
fargjaldið sem við heyrðum
Svein Sæmundsson nefna var i
Grænlandsferð Flugleiða.
I sumar eins og fvrri ár verða
farnar útsýnisferðir til Kulusuk,
en þar er sögð vera frumstæð-
asta byggð manna á norðurslóð-
um. Eins dags ferð til Kulusuk
kostar 19.448 krónur. Hægt er að
lengja Kulusuk-ferðina um tvo
daga, fara þá með þyrlu i aðra
byggð og biða næstu ferðar.
Þessar Grænlandsferðir eru
einkum vinsælar af frökkum,
itölum og amerikönum, svoköll-
uðum „stop-over”- farþegum
Loftleiða.
1 Kulusuk gefst mönnum að
lita frumbyggja dansa fornan
trumbudans, farið er með fólk i
bátsferð út i mynni Angmaksa-
likfjarðar, hægt er að fara i
gönguferð upp á jökul og kanna
umhverfið.
Flugfélagið heldur einnig uppi
þriggja til fjögurra daga ferðum
á slóðir islendinga i Grænlandi,
þ.e. til Brattahliðar, Garða og
Narsarsúak við Isafjörð.
Þessar ferðir eru farnar i
samvinnu við SAS yfir hásum-
arið, þe. frá 1. júli fram i
september . — GG
Skíðaparadís
í Austurríki
Flugleiöir hafa i vetur staðið
fyrir hópferðum á skfði i Austur-
riki og Frakklandi. Flugleiðir
bjóða upp á tvo eða þrjá staði að
heimsækja, en reyndin hefur
orðin sú, að einn staðurinn er vin-
sæiastur, en þaö er Kitzbúhel i
Austurriki.
Þar hafa margir islendingar
spókað sig i stórfenglegu skiða-
landi i vetur, og væntanlega
verða einhverjir þar nú um pásk-
ana. Flugleiðir selja fólki far i
þessar skiðaferðir á söluskrifstof-
unni i Lækjargötu.en einnig selja
hinar ýmsu ferðaskrifstofur i
landinu farmiða til Kitzbuhel. Ein
vika kostar 34.700 kr. og tvær vik-
ur kosta 42.900 kr.
Frá Kitsbúhel — sklðalyftur eru margar, flestar iokaðar og flytja fólk
2000 metra upp eftir ölpunum.
Ferðatilhögun er þannig, að
héðan er flogið með Flugleiðum
til Luxembourgar, en þaðan er
ekið um fagrar sveitir i áætlunar-
bil til Kitsb'úheí, en aksturinn
þangað tekur um 10 klukkustund-
ir.
A þeim góða stað, Kitzbuhel er
flest eðá allt hægt að veita sér
sem gefst á slikum skiðastöðum.
Skiðalyftur draga menn i 2000
metra hæð, hægt er að renna sér á
skiðum og ferðast með lyftum
tugi km, og hvarvetna verða veit-
ingahús á leið skiðamannsins,
jafnt i hliðum sem á fjallstoppum,
og þótt i 2000 metra hæð sé komið,
er lafhægt að svipta sig klæðum
og leggjast i sólbað, þvi veðrið er
jafnan heitt og kyrrt á þessum
árstima.
Þeir Flugleiðamenn sem heim-
sótt hafa Kitsbúhel eru harð-
ánægðir með þann stað, segja að
þar þurfi menn ekki endilega að
stunda skiðarennsli allan sólar-
hringinn.ferðamannastaðurinn er
alþjóðlegur, þar er að finna sund-
laugar og saunur, næturklúbba og
bjórkrár, stórverslanir og
markaði af ýmsu tagi.