Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 16. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Samkeppni um bestu kisumynd Sm, lÍJpilufíilQB » Akut« Þórný Snædal, 8 ára, Espilundi 13 B, Akureyri, sendi þessa mynd. Það er gaman að fá loksins bréf frá Akureyri. Það er skritið eins og mörg börn hljóta að vera dugleg að skrifa og teikna þar, að þau skuli ekki hafa skrifað Kompunni fyrr. Vonandi fáum við mörg bréf þaðan á næstunni. Sagan um hana Gunnu og dúkkurn- ar hennar Einu sinni var lítil stúlka sem hét Gunna og átti heima í stóru og fallegu landi. Hún átti litla dúkku. Ef maður trekkti hana upp þá gat hún labbað. Einu sinni labbaði hún með henni út í skóg. Þá allt í einu sá hún hús. Húsið var stórt tré. Hún fór með dúkkuna inní húsið. Þá sá hún gamla konu og konan sagði: ,,Hvaðan komið þið?" Þá sögðu þær: ,,Við komum frá stóru borg- inni, megum við fá að drekka?" Þá náði gamla konan í kakó og brauð og svo fóru þær að drekka. Þegar þær voru búnar að drekka fóru þær út og ætluðu að fara heim, en Gunna fór svo langt út í skóginn að hún viIItist, og þá vissi hún ekki hvora leiðina hún átti að fara. Þá fór hún vinstri leiðina og það var vitlaus leið. Hún hitti mörg skrítin dýr. Fyrst hitti hún skjaldböku og þá allt í einu vissi hún að hún var komin vitlausa leið, hún var komin svo langt að hún settist niður og fór að gráta. Þá heyrði einn páfa- gaukur í henni. Hann kunni að tala, hann flaug Þessa mynd teiknaði Helga Lilja af Gunnu og dúkkunni hennar. Þær eru að labba út i skóg. Mörg börn eru svo heppin að eiga kisu. Þau geta áreiðanlega sagt okkur margar skemmti- legar sögur af kisunum sinum og látið fallegar myndir fylgja, annað hvort Ijósmyndir eða teikningar. Þess vegna ætlum við að efna til samkeppni um: 1. Bestu Ijósmyndina af kisu. 2. Bestu teikninguna af kisu. 3. Bestu frásögnina af kisu 4. Bestu visuna um kisu. Samkeppninni lýkur 20. apríl. Þá getum við haft Kisublað. Þeir krakkar, sem ekki eiga kisu hafa kannski einhvern tima þekkt kisu, sem þau geta sagt f rá og teiknað mynd- ir af. Þessa mynd teiknaði litill strákur, sem las söguna um Gunnu og dúkk- una hennar. Á myndinni situr Gunna og grætur. Þá kom páfa- gaukur og sagði ,,Hvers vegna grætur þú?” til hennar og spurði, ,,Hvers vegna grætur þú?" ,,Af því að ég hef villst: „ Ég skal f ara með þig til ranafílsins vinar mins". Svo flaug hann með hana á baki sinu til filsins og flaug með hana á bakið á fílnum, og hon- um brá þá og sagði. : ,,Hver er á bakinu minu?". Þá sagði hún að þetta væri bara hún Gunna. Þá tók hann til fótanna og hljóp með hana af stað og fuglinn flaug á eftir. Svo komu þau loksins heim þar sem Gunna átti heima. Helga Lilja Bergmann 7 ára Miðbraut 23, Seltjn. GÁTA Tveir menn voru á leið til borgarinnar ríðandi þegar þeim kom í hug að veðja um það hvors hest- ur gæti orðið seinni inn um borgarhl iðið. Nú nálguðust þeir stöðugt borgarhliðið og eftir því sem nær dró hægðu þeir á ferðinni.og loks voru þeir komnir alveg að hliðinu stönsuðu þeir og fóru af baki og slepptu hestunum á beit. Þeir húktu nú þarna við hliðið og hvorugur vildi verða á undan inn fyrir. Þá bar þar að mann, sem spurði hverju háttalag þeirra sætti. Þegar mennirnir höfðu skýrt honum frá mála- vöxtum, sagði hann eitt- hvað við þá, sem hafði þau áhrif, að þeir þustu til hestanna og þeystu eins hratt og þeir gátu inn um hliðið. Hvað sagði maðurinn? Svör viö gátum 1. Gröfin 2- Egg 3. Koddinn 4. Hestskóngalinn 5. Hann lyftir upp hinum fætinum Ráðning á krossgátunni yvd 'dv'do 'Vdoa 'o 'an±va 'oa 'vdoi 'v "yaa '-'naa Nioao nv±vosso«>i KROSSGATAN HP mm sí i§§i fy |4 /-V 1 §§j © Wím Z i f i\ ■ wm rnm, 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.