Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975.
MAGNÚS KJARTANSSON:
Hvernig á að nýta orkuna
frá Sigöldu og Kröflu?
Nýlega endursamþykkti alþingi
lög sem vinstristjórnin setti
snemma árs 1974 um ráðstafanir
til þess að draga úr áhrifum oliu-
verðhækkana á hitunarkostnað i-
búða. Hér er sem kunnugt er um
bráðabirgðaráðstafanir að ræða
til þess að jafna að hluta til þau
stórfelldu áföll sem nær helming-
ur landsmanna hefur orðið fyrir
vegna margföldunar á oliuverði.
Innheimt er upphæð sem jafn-
gildir einu söluskattsstigi og sú
upphæð siðan notuð til þess að
greiða tilteknar bætur, og náðu
þær til nær 95.000 einstaklinga á
siðasta ári eða nærfellt helmings
þjóðarinnar. Fjarri fer þó þvi að
þessi upphæð jafni metin, og er
það fólk sem býr við húshitun
með oliu margfalt verr sett en
hinir sem njóta hitaveitu, þrátt
fyrir milligreiðsluna.
Þegar þetta frumvarp var til
umræðu i neðrideild vakti ég at-
hygli á þvi að slikar bráðabirgða-
ráðstafanir hrykkju skammt, is-
lendingum bæri að einbeita sér að
þvi á næstunni að gera varanleg-
ar ráðstafanir til þess að jafna
þennan aðstöðumun, þar sem við
ættum næga orku til húshitunar
og annarra hliðstæðra þarfa i
landinu sjálfu og gætum sparað
miljarðafúlgur i gjaldeyri ár
hvert. Ég lagði þvi til að jafnhliða
þessum bráðabirgðaaðgerðum
yrði rikisstjórninni falið að láta
semja framkvæmda- og fjár-
mögnunaráætlun um nýtingu inn-
lendra orkugjafa i stað innfluttr-
ar oliu. Skyldi áætlunin við það
miðuð að hitaveituframkvæmd-
um yrði lokið árið 1977, hvarvetna
þar sem þær væru taldar hag-
kvæmar, og að landsmenn allir
ættu kost á raforku til húshitunar
og annarra þarfa i lok þessa ára-
tugs. Var gert ráð fyrir að áætl-
unin fæli i sér virkjanir, samteng-
ingu orkuveitusvæða og styrkingu
dreifikerfa til þess að ná þessum
markmiðum, og að tilgreindir
yrðu árlegir áfangar að þvi er
varðar framkvæmdir og fjár-
mögnun.
Sá furðulegi og lærdómsriki at-
burður gerðist i neðri deild al-
þingis að þessi breytingartillaga
var feild af stjórnarliðinu öllu,
þingmönnum Sjáifstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Þrátt fyrir
fögur orð úti f kjördæmum hefur
núverandi rfkisstjórn ekki áhuga
á að hraða nýtingu innlendra
orkugjafa. Þótti mér afstaða
þingmanna Framsóknarflokksins
ekki sfst athyglisverð, þvf vorið
1974 höfðu þeir staðið að sams-
konar tillögu sem ég flutti þá fyrir
hönd rfkisstjórnarinnar. En það
er á æði mörgum sviðum sem
ráðamenn Framsóknar hafa
skipt um afstöðu siðan núverandi
stjórn var mynduð.
Þannig er hægt
að spara olíu
Stefnumið þau sem ég gerði til-
lögu um voru ekki út i bláinn.
Þegar oliuverðhækkunin skall yf-
ir haustiö 1973 fól iðnaðarráðu-
neyti vinstristjórnarinnar Verk-
fræðiskrifstofu Sigurðar Thor-
oddsens f samráði við Orkustofn-
un, Framkvæmdastofnun rikis-
ins, Hitaveitu Reykjavikur og
aðra opinbera aðila að kanna
hvernig unnt væri með sem skjót-
ustum hætti að nýta innlenda
orkugjafa i stað oliu til húshitun-
ar og annarra þarfa. Jafnframt
varSeðlabankanum falið að hefja
gerð fjármögnunaráætlunar i
sama skyni. 1 fyrravor lagði ég
svo fyrir alþingi framvindu-
skýrslu um þessar athuganir, og
voru þar raktar hinar fróðlegustu
staðreyndir.
Þar var greint frá þvi að i árs-
byrjun 1973 hafi hitaveita náð til
46% þjóðarinnar, 7% hafi notið
rafmagnshitunar, en um 47%
landsmanna hafi hitað hibýli sin
með oliu. Þegar innlendir orku-
gjafar hefðu verið nýttir að fullu
til þessara þarfa mundu um 66%
landsmanna njóta hitunar með
jarðvarma en um 34% með raf-
orku. Rakið var i skýrslunni að
rafhitun yrði 20—30% ódýrari en
upphitun með oiiu eftir þvi hvort
um gömul eða ný hús væri að
ræða, en upphitun meö jarð-
varma yrði 30—40% ódýrari.Tal-
ið var miðað við verðlag þá að
fjárfesting i hitaveitufram-
kvæmdum á árunum 1974—1976
yrði 3.750 miljónir króna, og siðan
segir svo i skýrslunni:
,,Á þessu árabili er áætlað, að
lokið veröi við þær veitur, sem nú
eru taldar hagkvæmar, þ.e.a.s.
nágrannabyggðir Reykjavikur,
Suðurnes, Akranes, Borgarnes,
Blönduós, Siglufjörður, Eyrar-
bakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn.
Einnig má búast við, að áfram-
haldandi rannsóknir á hitasvæð-
um i nánd við þéttbýli leiði i ljós
hagkvæmni á hitaveitu þar sem
vafi leikur á um hagkvæmni nú.
Mikil nauðsyn er þvi á, að jarð-
hitarannsóknir verði styrktar
mjög, til þess að sem fyrst verði
hægt að skera úr um með fullri
vissu, hvar um nýtanlegan jarð-
varma sé að ræða. Má þar sem
dæmi nefna möguleika á að nýta
varma úr nýja hrauninu i Vest-
mannaeyjum til húshitunar og
einnig nýtingu jarðvarma við
Mývatn til upphitunar á Akur-
eyri”.
Um rafhitun var áætlað i
skýrslunni aö kostnaður við
tengilinur milli landshluta og
breytingar á dreifikerfum yrði
um 4.000 miljónir króna. Enn-
fremur sagði svo:
„Forsenda aukinnar rafhitunar
er, að áfram verði haldið við
virkjanaframkvæmdir og rann-
sóknir á nýtilegum virkjunar-
stöðum. Einnig er nauðsynlegt að
stefna að tengingu alls landsins i
eitt kerfi og jafnframt auka ör-
yggi hvers landshluta gagnvart
bilunum i raforkukerfinu”.
Þess ber að sjálfsögðu að gera
að allar þær upphæðir sem hér
eru nefndar eru orðnar úreltar
vegna óðaverðbólgu og tvennra
gengislækkana. Hins vegar hafa
gengislækkanirnar tvimælalaust
gert nýtingu innlendra orkugjafa
enn hagkvæmari, þvf að þær
leggjast af minni þunga á inn-
lendar framkvæmdir en innflutta
oliu.
Tillaga sú sem ég greindi frá
áður var i fullu samræmi við nið-
urstöðurnar i þeirri greinargerð
sem lögð var fyrir siðasta þing,
að öðru leyti en þvi að áformað
var að hraða raforkufram-
kvæmdum umfram það sem
skýrslan ráðgerði, en áætlun
hennar var sú að búið væri að
tengja um 80% af fullum rafhit-
unarmarkaði i árslok 1981.
Norðurland og að húshitunar-
markaðurinn á öllu þessu svæði
ættiaðhafa forgang. Var virkjun-
in fjármögnuð á þessum forsend-
um án þess að þar kæmu til
nokkrar skuldbindingar til orku-
freks iðnaðar, og féllst Alþjóða-
bankinn á að veita lán til virkj-
unarinnar I samræmi við þessar
áætlanir; sérfræðingar bankans
lýstu raunar yfir þvi að þeir teldu
áformin um samtengingu orku-
veitusvæða og aukna húshitun
með raforku sérstaklega skyn-
samleg.
Þegar tekið var að gera áætlan-
ir um húshitun með raforku kom
hins vegar i ljós að eftirspurn frá
þeim markaði mundi aukast til-
tölulega hægt. Olia var þá svo ó-
dýr, að óliklegt var talið að fólk
skipti á oliuhitun og rafhitun i hi-
býlum sinum; hins vegar yrði
hagkvæmara að nota raforku i
nýjum húsum sem byggð yrðu
sérstaklega með tilliti til slikrar
hitunar, og kæmi þvi eftirspurnin
fyrst og fremst þaðan. Miðað við
þessa spá var ljóst að þótt allar
óskir um rafhitun yrðu uppfyllt-
ar, yrði enginn markaður fyrir
verulegan hluta þeirrar orku sem
Sigölduvirkjun framleiddi um all-
langt árabil. Þvi var tekið til viö
könnun á þvi hvort hagkvæmt
væri fyrir islendinga að nota
þessa orku — sem enginn annar
markaður virtist fyrir — til þess
að koma upp orkufrekum iðnaði.
Eins og alkunnugt er voru hinar
pólitisku forsendur frá tið við-
reisnarstjórnarinnar gerbreytt-
ar; hér var um að ræða fyrirtæki
sem islendingar ættu að miklum
meirihluta, sem lyti Islenskum
lögum I einu og öllu, þar á meðal
þeirri ströngu reglugerð um iðju-
mengun á isienskum forsendum
sem sett var 1972, að fyrirtækið
yrði tiltölulega litið svo að það
hefði ekki i för með sér umtals-
verða félagslega röskun eða efna-
hagslega áhættu fyrir þjóðarbúið.
Þess var vandlega gætt að fram-
kvæma þessa könnun án þess að
hún hefði i för með sér nokkrar
skuldbindingar, þar til islending-
ar væru reiðubúnir til þess að
taka þær á sig. Og meginforsend-
an var sú sem áðan var tilgreind:
Hvort nýta ætti orku sem tiltæk
yrði 1976 en ekki virtist markaður
fyrir um nokkurra ára skeið.
Olíuhækkunin
gerbreytir öllum
viöhorfum
Forsendurnar 1971
Ráðagerðir um nýtingu inn-
lendra orkugjafa i stað oliu, um-
fram þau verk sem þegar hafa
verið unnin, hafa lengi verið til
umræðu hérlendis. Sú umræða
hefur þó lengi vel verið næsta al-
menn, komið fram i ræðum ein-
stakra þingmanna og ómarkviss-
um ályktunartillögum. Segja má
að áætlanir um rafhitun húsa hafi
ekki verið teknar föstum tökum
fyrr en vinstri stjórnin ákvað að
ráðast I stórvikjun við Sigöldu.
Viðreisnarstjórnin hafði sem
kunnugt er uppi þau áform að
Sigölduvirkjun skyldi einvörð-
ungu hagnýtt á hliðstæðan hátt og
Búrfellsvirkjun; meirihluti ork-
unnar seldur erlendu fyrirtæki á
Suð-vesturlandi en ekkert hugsað
um aðra landshluta. Vinstri-
stjórnin ákvað hins vegar að i
sambandi við Sigölduvirkjun
skyldi tengja saman Suðurland og
Þessi meginforsenda breyttist
með snöggum hætti haustið 1973.
Margföldunin á verði oliu leiddi
til þess að húshitunarmarkaður-
inn opnaðist allur með skjótum
hætti; ljóst varð, að það var ekki
aðeins þjóðhagslega mikilvægt
heldur og ábatasamt fyrir heimil-
in að taka upp rafhitun i stað oliu-
kyndingar. Skýrsla sú sem áðan
var vitnað til leiddi i ljós að til
þess að fullnægja öllum húshit-
unarmarkaði á tslandi utan liita-
veitusvæða þyrfti uin 800 GWh á
ári i viðbót við þá rafhitun sem
fyrir er. Oll framleiðsla Sigöldu-
virkjunar jafngildir 700 GWh og
hrekkur þvi ekki til handa húshit-
unarmarkaöi þeim sem nú er op-
inn hérlendis. Framleiðsla
Kröfluvirkjunar jafngildir um 200
GWh til almennra nota. Þessar
tvær virkjanir mundu þvi nægja,
ef islendingar einbeittu sér að þvi
vcrkefni næstu árin að nýta inn-
lenda orkugjafa i stað ollu.