Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. marz 1975. ÞJC^ÐVILJINN—SIÐA 7
Ég gerði vinstristjórninni grein
fyrir þessum gerbreyttu viðhorf-
um snemma á siðasta ári. Sú ó-
umdeilanlega röksemd, að hag-
kvæmt væri að koma upp iðnaði
til þess að nýta orku sem enginn
markaður væri ella fyrir, stóðst
ekki lengur. Ég benti á að til þess
að unnt væri að ráðast í slika
verksmiðjuframkvæmd þyrfti
þegar i stað að ákveða nýja stór-
virkjun. Það þyrfti einnig að vega
það og meta hvort við hefðum
bolmagn til þess að ráðast i
hvorttveggja i senn, fullnægja
húshitunarmakaðnum og koma
upp orkufrekum iðnaði, hvort við
gætum *flað nægilegs fjármagns,
hvort við hefðum nægan mann-
afla til þess og aðra getu. Ef hér
ætti hins vegar að vera um val að
ræða, ef landsmenn ættu að gera
það upp við sig hvort fullnægja
ætti húshitunarmarkaðnum á ís-
landi eða nota orkuna til nýrrar
iðnaðarframleiðslu, teldi ég ein-
sætt að húshitunarmarkaðurinn
yrði að ganga fyrir; það væri i
senn efnahagsleg og féiagsleg
nauðsyn, auk þess sem islending-
um bæri að styrkja sjálfstæði sitt
með þvi að verða sem óháðastir
innfluttum orkugjöfum.
Ekki varð nein niðurstaða af
þessari umræðu I vinstristjórn-
inni, önnur en sú að ég neitaði að
leggja fram frumvarp um járn-
blendiverksmiðju i Hvalfirði.
Þarfir landsmanna
eiga að
sitja á hakanum
Þegar helmingaskiptastjórn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins var mynduð, stóð
hún einnig frammi fyrir þessu
vali: Hvernig á að nýta orkuna
frá Sigölduvirkjun og Kröflu-
virkjun — til húshitunar eða til
nýrrar iðnaðarframleiðslu — eða
er unnt að gera hvorttveggja i
senn? Ekki fara neinar spurnir af
umræðum stjórnarflokkanna um
þetta efni, en niðurstaðan blasir
við öllum; með flutningi frum-
varpsins um járnblendiverk-
smiðju er ákveðið að húshitunar-
þarfir landsmanna sitji á hakan-
um, að verulegur hluti þjóðarinn-
ar verði að haida áfram að hita
hfbýli sln með olíu iangt fram á
næsta áratug. Þessi niðurstaða
rikisstjórnarinnar birtist á fleiri
sviðum. Um leið og Gunnar
Thoroddsen tók við störfum iðn-
aðárráðherra lét hann hætta allri
áætlunargerð um nýtingu inn-
lendra orkugjafa I stað oliu. Hann
hefur þegar látið telja lagningu
stofnlinu milli Suðurlands og
Norðurlands um hálft ár. Ekkert
hefur verið unnið að undirbúningi
þess að tengja Vestfirði við stofn-
linuna væntanlegu eða vinna að
linulögn frá Kröflu til Austur-
lands. Engin áætlun hefur verið
gerð um að styrkja dreifikerfin
hvarvetna um land til þess að
gera húshitun framkvæmanlega.
Jafnframt er nú þegar ljóst að
fjáröflun til járnblendiverksmiðj-
unnar leiðir til þess að rikis-
stjórnin telur sig ekki geta tryggt
næga fjármuni til hitaveitufram-
kvæmda. Nýjar framkvæmdir i
nágrannabyggðum Reykjavikur
hafa nú þegar dregist alllengi, og
frekari dráttur var boðaður einn-
ig eftir að Hitaveita Reykjavikur
fékk að hækka afnotagjöld sin i
annað skipti á hálfu ári. Sveitar-
félög á Suðurnesjum og annars-
staðar hafa fengið mjög loðin
svör þegar þau hafa leitað til iðn-
aðarráðuneytis og fjármálaráðu-
neytis um aðstoð við fjármagns-
útvegun, enda er nú stefnt að þvi
að skera niður allar opinberar
framkvæmdir.
Stefna helmingaskiptastjórnar-
innar er skýr: Við eigum að nýta
þá nýju orku sem okkur áskotnast
næstu árin til verksmiðjufram-
leiðslu en láta daglegar þarfir
nær helmings landsmanna sitja á
hakanum, einkanlega þeirra
landshluta, Vestfjarða og Austur-
lands, sem ekki eiga kost á nein-
um umtalsverðum jarðhita.
Helgi Austmann
Sjá roðann í austri hann er ættaður þaðan
frá fáskrúðsfirði síðan hefur hann liðið
yfir landið með sólinni gegnum eld og
brennivín skin og skúrir
við áramótin kom Helgi að vestan en var tekinn
til fanga saklaus í misgripum sem oft áður
af jólasveinum lögreglunnar
þeir hafa tekið hann föður sinn leppalúða
eða frelsarann krossfestan dáinn og grafinn
Helgi reis upp á þrettándanum og velti
hverfissteininum frá gröfinni, og er nú að
stíga fyrstu skrefin í barndóm
fyrir nokkrum dögum heyrði ég þriggja ára
dreng tala við Helga sem jafningja sinn
svo hann á örugglega þrjú ár eftir
Helgi varð sextugur 3. febrúar til að láta hann
Ijóma sem tungl i fyllingu eru félagar hans
beðnir að skjóta saman seðlum en ekki
krónum til að létta honum sporin upp i
sjöunda himin.
Jónas E. Svafár.
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
Um
bindindispostula
— Voðalegustu fylgifiskar
áfengisins eru bindindispost-
ularnir
Þessa setningu heyrði ég
gamlan drykkjumann segja
fyrir nokkrum vikum.
Og hann bætti við:
— Maður verður svo andskoti
þyrstur af þvi að lésa það sem
þeir skrifa.
Siðan hef ég verið að fylgjast
með skriíum bindindispredik-
aranna i dagblöðunum — og
þetta er rétt. Eiginlega ættu
þessir menn að flokkast undir
áfengisauglýsingar.
Málstaðurinn er svo fyrir-
fram heilagur að boðendurnir
þurfa ekki að kynna sér mála-
vexti.
Gamansemi er bannvara,
andleysi dagskipun i skrifum
þessum.
Manneskja með tilfinningar
sem les að staðaldri þessa
predikara hlýtur að verða
áfenginu að bráð.
Þetta rif jar upp 125 ára gamla
ritsmið UM VIN OG HASS eftir
franska stórskáldið Charles
Baudelaire.
Hann segir:
,,Annars er vin ekki endilega
neinn sigurviss fjandmaður, er
svarið hefur að sýna hvorki náð
né miskunn. Vinið er áþekkt
manneskjunni: aldrei er hægt
að vita hvort heldur ber að dá
það ellegar fyrirlita, elska það
ellegar hata, né veit maður
heldur hver náðarverk eða
hrottaleg illvirki þaö hefur i
bigerð. En við ættum ekki að
vera dómharðari um það en
sjálf okkur, við ættum að með-
höndla það eins og jafningja.”
Og skáldið lætur vinið ávarpa
manninn. Það segist vilja launa
honum margfalt strit undir
brennandi sólinni. Og það vill
greiða skuldina með endalausri
gleði. Vinið segir:
,,Ég skal kveikja ljóma i
augum gamallar konu þinnar...
Ég skal falla til botns i brjósti
þinu sem guðaveig. Ég skal
verða þar sáðkorn i plógfarið
sem harmurinn gróf. Og
einlægur samruni okkar verður
að ljóði. Við búum til Guð handa
okkur tveim og svifum út i
óendanleikann eins og fuglar,
fiðrildi, synir Heilagrar Meyjar,
ilmurinn og hvaðeina sem
vængi hefur”.
Þannig lætur Baudelaire vinið
kveða við manninn. Og segir svo
i framhaldi af þvi:
,,Vei þeim sem af eigingirni
hjarta sins og blindni á harma
bræðra sinna loka eyrunum
fyrir þeim söng!
Oft er ég að hugleiða það, að
sæti Kristur hér nú aftur á saka-
bekknum þá yröi fyrir honum
einhver saksóknarinn og sýndi
fram á nauðsyn þess að þyngja
hegninguna að þessu sinni
vegna endurtekins brots. Eins
er það með vinið, það er sifellt
að endurtaka sig. Hvern einasta
dag endurtekur það misk-
unnarverk sin. Vafalaust er
þetta skýringin á heift predik-
aranna út I það. Þegar ég tala
um predikara á ég við fals-pre-
dikarana, fariseana”.
Og seinna i þessum hugleiö-
ingum segir Baudelaire:
,,A jarðarkringlunni er ótölu-
legur, ósegjanlegur fjöldi sem
aldrei fær þaggað kvöl sina
nógsamlega með svefninum.
Handa þeim semur viniö söngva
og ljóð.
Efalaust finnst mörgum ég
vera ósvifinn. ,,Þér verjið
drykkjuskap, þér lofsyngið
sorann”. Ég skal fúslega játa að
gagnvart velgjörðum vinsins
þori ég ekki að stefna skaða
þess. En ég var búinn að segja
að vinið væri áþekkt mann-
eskjunni og benda á það að
glæpir þeirra jafngiltu
kostunum Get ég betur gert?
En nú dettur mér nokkuð annað
i hug. Ef vinið hyrfi með öllu úr
mannlegri framleiðslu hygg ég
að i heilsufari og vitsmunum á
jörðu hér yrði þónokkurt tóm,
vöntun, misvisun stórum skelfi-
legri en allir þeir öfgar og
afvegir sem verið er. að kenna
vininu um. Væri ekki nær að
halda að menn sem aldrei
bragða vin, einfeldningar eða
reglumenn sem þeir eru, að þeir
séu bara kjánar ellegar hræsn-
arar; kjánar, það er að segja
fólk sem þekkir ekki mannkynið
eða náttúruna, listamenn sem
dekra við grónustu hefðir listar-
innar; verkamenn sem bölva
áhöldunum; — hræsnarar: það
er að segja feimnir vinsvelgir,
lúðurþeytarar bindindisins sem
drekka i laumi og lúra á vininu
sinu? Maður sem ekki drekkur
annað en vatn hlýtur að vera að
leyna hina einhverju.”
Og skáldið skreytir hugleið-
ingar sinar með dæmisögum
sem ekki verða raktar hér, en i
lokin segir hann:
„Náttúrlega hef ég ekki verið
að færa ykkur nein ný sannindi.
Vin þekkja allir og elska það.
Seinna þegar til verður veru-
lega heimspekilega sinnaður
læknir, fyrirbæri sem nú örlar
hvergi á, snýr hann sér aö ein-
beittri könnun á vininu,
nokkurskonar tvifarasálfræði
þar sem vinið og maðurinn eru
undirstöðuþættirnir. Sá læknir
mun útlista það hvernig á þvi
stendur að sumir drykkir hafa
þá náttúru að stækka svo
ómælanlega persónuleika
hugsandi veru, og nánast að
segja skapa aðra veru, þriðju
persónuna, dularfullt fyrirbæri
þar náttúrumaðurinn og vinið,
dýrguðinn og jurtaguðinn leika
hlutverk Föðurins og Sonarins i
Þrenningunni; geta af sér
Heilagan Anda sem er hinn æðri
maður.
Það er til fólk sem vinneysla
orkar svo sterkt á að göngulag
þess styrkist og heyrnin skerp-
istótrúlega. Þekkt hefi ég mann
sem fékk aftur eggskarpa sjón
sina á fyllerium þó hún væri
annars að mestu glötuð...
Einhver gamall og óþekktur
höfundur hefur sagt:
Ekkert jafnast á við gleði
.drykkjumannsins nema það
væri þá gleði vinsins sem
drukkið er. I rauninni gegnir
vinið miklu hlutverki i lifi
mannkynsins, svo miklu og
nákomnu hlutverki að það kæmi
mér ekki á óvart þó skynugir
andar á góðri stund tilreiknuðu
þvi nokkurs konar persónuleika.
Mér koma þau, vinið og
maðurinn, fyrir sjónir eins og
tveir f jandvinir sem eilift eru að
slást og eilift eru að sættast. Það
er sá yfirbugaði sem faðmar að
sér sigurvegarann.
Það eru til feikn vondir fylli-
raftar; það eru menn sem eru
feikn vondir i eðli sinu. Vondur
maður er og verður forkastan
legur rétt eins og góður maður
er og verður frábær.”
Allt þetta var skrifað fyrir 125
árum og verður trúi ég lesið enn
eftir 125 ár þegar pistiarnir sem
allir heimsins Halldórar á
Kirkjubóli skrifa nú gegn
áfenginu og vini þess manninum
verða máske gefnir út af ein-
hverri stúkunni en áreiðanlega
ekki lesnir af neinum.
Og við fögnum þessari
staðreynd.
Vegna þess, meðal annars, að
mannkynið þyrstir ekki nándar
nærri eins mikið af skrifum
Baudelaires og af skrifum Hall-
dórs á Kirkjubóli.
Hvernig sem á þvi stendur.
Þorgeir Þorgeirsson
Dagar jafnrétti
kvenna uppi í USA?
Fyrir þrem árum var löggjöf
um jafnrétti kvenna samþykkt af
bandariska þinginu. Si'ðan þá
hafa 34 af rikjum USA staðfest
þessi lög, sem fela i sér viðbótar-
ákvæði i stjórnarskránni, sem
samþykki 38 rikja þarf til að þau
taki gildi. Héldu menn að jafn-
réttismálið mundi sigla heilt i
höfn nú á þessu jafnréttisári.
En nú i janúar og febrúar hafa
eftirtalin riki hafnað löggjöfinni:
Oklahoma, Arizona, Georgia.
mormónarikið Utah, Nevada og
Indiana skaut málinu á frest.
Eitt af þvi sem veldur eru
ákvæði þingnefndar um að breyt-
ingar á stjórnarskránni þurfi 3/5
atkvæða á þingum einstakra rikja
i stað einfalds meirihluta áður.
Þetta er hluti af stærra máli sem
kvenréttindi verða nú fyrir barð-
inu á. Auk þess hafa kaþólskir
menn, öfgafullir mótmælendur og
mormónar sýnt kvenréttinda-
málinu vaxandi andstöðu. Og
deyfð hefur verið um það. sem
leiðir til þess að fáir stjórnmála-
menn telja sér hag af þvi að beita
sér fyrir vagn kvenréttinda.
Blaöið Newsweek telur, að viss
deyfð af hálfu kvenna sjálfra sé
tengd þvi, að nú i kreppunni áræði
þær ekki að ráðast i neitt það sem
haggar núverandi stöðu þeirra á
vinnumarkaði — að jafnrétti þar
mundi draga úr atvinnumögu-
leikum þeirra.