Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975. Guðbergur Bergsson skrifar frá Portúgal Guðbergur Bergsson. Gárungarnir sögðu, eftir mis- heppnuðu by11 i ngart i 1 raun óþolinmóðu liðþjálfanna i Caldas da Rainha, sem merkir Drottningarlind, að meydómur hinnar fögru Lissabon væri ósigr- andi, að borgin yrði aldrei tekin með valdi. Orðaleikurinn um nauðgunina, meydóminn og lið- þjálfana, var sprottinn af þvi, að á gulmáluðum ruslakössum Lissabon stendur skráð litið ljóð, þar sem skáldið likir borg sinni við unga stúlku og hreina, sem yfirvöldin 'vildu ekki að yrði spjölluð með rusli. Valdið er hreinlegt. Og svo var hitt, að sveitafólk i héruðum i kringum heilsulindirnar i Caldas da Rainha hefur um aldaraðir dýrkað völsa, sem það mótar i leir, skreytir hann fagurlega og herðir i ofnum. Alþýðulistin og trúin á frjósemistáknið er flestum Portúgölum kunn, og stoltur hani er tákn Portúgals. Þótt trúin hafi þurft að fara leynt, og kaþólskan og fasisminn, með meydóm Mariu Meyjar i fararbroddi, hafi hundelt tillann og viljað gera út- rækan, lifir völsi engu að siður góðu lifi hjá alþýðunni, og ýmsir, bæði konur og karlar, kunna vel að meta listrænt og annað gildi hans, þegar leitað er lækninga i yndislegum laufskálum hjá ölkeldum Drottningarlindar- innar: i myrkrinu á kvöldin læða bændastúlkurnar og strákarnir völsa i lófa hinna sjúku, og hefur hann oft meiri lækningarmátt en lind drottningarinnar. En Maia trúði ekki á ósigrandi meydóm Lissabon, þegar hann lagði af stað frá Santarem og hóf byltinguna. „Ég hafði mestar áhyggjur af skriðdrekunum minum,” sagði hann. „Þetta voru gamlir jálkar og gjarnir á að bila” Santarem var fyrsta höfuðborg Portúgals, og sagt er, að þeim seni hafa lykla hennar í höndun- um, standi hlið Lissabon opin, þótt ekki geti Snorri þess i Heims- kringlu, að vikingar hafi tekið hana, áður en þeir sigruðu Lissabon og Sintra. Maia liðþjálfi steig upp i skrið- dreka, og fylgdarlið hans lagði af stað til Lissabon, Liljunnar friðu, eða Lisboa, eins og hún heitir á portúgölsku. Maia ók á 80 km hraða, sem er of hratt ekið fyrir skriðdreka. Santarem er i 75 km fjarlægð, og það undarlega gerðist, eins og alRaf i byltingu, að enginn dreki bilaði á leiðinni. Maia liðþjálfi átti varla orð til að lýsa hrifningu sinni og aðdáun á drekunum sinum: „Þeir fundu að nú var nauðsyn, og þeir brugðust mér ekki.” Klukkan eitt að nóttu 25. dags. aprilmánaðar i fyrra starfaði allt byRingarkerfið eins og nýsmurð vél. Og klukkan þrjú um nóttina hafði herinn tekið sér stöðu á Séð af Praca do Comercio yfir Tajo. 1 baksýn sést skipasmiðastöðin Lisnave, sem heilagir svlar stjórna. Um Lisnave fjallaði ég i Ijóðhljóði frá Lissavon á sýningu í SÚM fyrir þremur árum. Terreiro do Paco, Hallartorginu, eða Praca de Comercio, Verslunartorginu, eins og það heitir i daglegu tali. Torgið stendur við fljótið Tajo, og þar eru öll helstu ráðuneytin. Um svipað leyti féllu aðrir hernaðar- lega mikilvægir staðir i hendur uppreinsarmanna: útvarpsstöðv- arnar, flugvöllurinn og sjónvarpið. Fyrsta verk liðþjálfanna var að afnema bannið á „cantares proibitos”, bönnuðu söngvunum, og bregða þeim öllum á fóninn. Þannig hófst tjáningarfrelsið, rit- skoðuninni var aflétt. Á milli þess sem Luis Felipe Costa brá plötum á fóninn i sam- fleytt 48 klukkustundir, ,sendi hann út tilkynningar frá hernum. „Þaðhefði veriðvel þess virði að deyja úr þreytu fyrir jafn háa hugsjón,” sagði Costa. Tilkynningar hersins hvöttu fólk til að gæta stillingar og fara ekki út úr húsi. „Við vildum ekki, að byltingin lenti i höndum göt- unnar,” sagði Maia. Felipe Costa hafði enga hugmynd um i þjónustu hverrar hreyfingar hann hafði drifið sig upp úr rúminu og farið niður i útvarp klukkan fimm að morgni, en ég vissi að sér- hver hreyfing gegn stjórninni hlyti að vera góð.” Og þegar hann átti að lesa tilkynninguna um uppgjöf Caetano kom hann ekki upp orði fyrir gráti, svo glaður var hann. Og þekktur rit- höfundur dó úr gleði i kaffi- klúbbnum i bókabúðinni i Opiniao, þar sem hver maður lagar sitt kaffi sjálfur og ræðir um greinar i Tel Quel, Marx og hvað portúgalskar listir séu hræðilega lélegar. Meðan Felipe Costa lék enda- laust rauðsokkalög um stofu- stúlkuna, sem neitar að hlýðnast frúnni og um þorpið Grandola i sveit bræðralagsins, féllu allir hernaðarlega mikiivægir staðir Liljunnar frfðu i hendur liðþjálf anna, þeirra á meðal kristlik- neskjan mikla, sem gnæfir uppi á hæðinni handan fljótsins Tajo og horfir með útbreiddan faðminn til borgarinnar. Konungurinn Kristur heitir likneskjan og var heljarmikil trúar- og herbæki- stöð. Kristur breiddi ekki aðeins út faðminn móti borginni, hann átti einnig að geta fretað á hana úr fallbyssum og jafnvel spúið eiturgasi úr munninum. Enn hafði engu skoti verið hleypt af. Portúgölsk riddara- mennska kemur fagurlega fram i orðum Assuncao flokksforingja, að allir strákarnir hafi lært i skólanum sömu bókina um beitingu riddaraliðs i hernaði — e cavalaria nao ataca cavalaria — „og riddaralið ræðst ekki á riddaralið,” sagði hann. Þetta hlýtur að hljóma furðulega i eyr- um herfróðra og natosinnaðra manna, en reglan hefur gilt til þessa i portúgölskum stjórnmál- um. Þegar herinn ætlaði að beita hermönnum gegn verkfallsmönn- um, sem höfðu tuldrað i barminn i hálfa öld: þetta getur ekki gengið, þetta er ekki hægt, eins og best gerist á islenskum vinnustöðum, þegar hægra ihaldið er við stjórn, en það vinstra veit ekki sitt rjúk- andiráð, þá sögðu hermennirnir: „Synir verkamanna brjóta ekki niður verkfall feðra sinna.” En merking orðanna er raunveru- lega sú, að hermennirnir neituðu að gera það i heimalandinu, sem þeim hafði mistekist i nýlendun- um. Alvarlegasti „árekstur” bylt- ingarinnar varð skammt frá Terreiro do Paco, klukkan hálf niu að morgni, þegar fimm skrið- drekar af gerðinni Patton, og tólf heréppar, tóku sér stöðu undir yfirstjórn Reis i hundrað metra fjarlægð frá uppreisnarmönnum Maia. Maia sendi Assuncao til fundar við fasistann Reis, og rifust þeir án árangurs i heila klukkustund með miklu pois, pois, pois, að portúgölskum sið. Reis þverneitaði að ganga i liö með byltingaröflunum, benti á Natoskipin gáttaður og var hinn reiðasti. t orðasennunni rak hann Assuncao kinnhest, en riddarinn Assuncao rétti Reis aðeins hina kinnina, og bað hann að stilla sig, hlýða yfirmanni sinum og gefast upp, þvi að þótt Nato sjái gegnum holt og hæðir, sér það ekki gegnum fyrrverandi konungs- hallir, enda stóðu þeir félagar á bak við hana. Þessu neitaði Reis og hvarf aftur til skriðdreka sinna ogheréppa. Þar varð hann þess visari, að hermennirnir höfðu læðst úr éppum og drekum, hlaupið kringum höllina, gengið i lið með kunningjum si'num úr ný- lendustriðinu, og stóðu nú á hallartorginu og gerðu hróp að fyrrverandi farartækjum sinum og foringja. Þótt Reis sæti einn i éppa, með aðstoðarmann sinn, Anselmo, sér við hlið, neitaði hann að gefast upp. Og Maia neitaði að beita hann valdi, riddari ræðst ekki á riddara, en þá fór Anselmo úr éppanum og gafst upp fyrirhönd beggja. Hann veifaði hvitum vasaklút, og eftir uppgjöfina grét hann i klútinn og snýtti sér. Þá lá leiðin opin og greið upp I borgina. I sama mund seig floti Nato út úr mynni fljótsins Tajo og fór kanadisk freigáta siðust. Nú vissi Nato að fyrrverandi vinir voru úr sögunni, þegar væntanlegir vinir runnu upp götuna Largo do Carmo i skriðdrekum að höfuð- stöðvum Þjóðvarnarliðs lýðveldisins, en önnur herdeild skreið að aðsetri öryggislögregl- unnar i götunni Antonio Maria Cardoso. Marcelo Caetano hafði leitað hælis i bækistöð Þjóðvarnarliðs lýðveidisins á Carmotorgi. Um kvöldið átti hann að vera i „beinni linu” i sjónvarpinu, sem var reyndar ekki bein lina, þvi að hann gaf vinum sinum ekkert tækifæri til að spyrja „Halló, Lúlli, þekkirðu ekki röddina, sæll vertu, jú, þetta er Jón, þú þekkir kallinn?”, heldur nefndi hann þáttinn t faðmi fjölskyldunnarog ræddi hann þar reglulega við portúgölsku fjölskylduna svart- klæddur i svörtum leðurstól. Þrátt fyrir aðvaranir foringja hersins, og það að Costa brá stöðugt nýrri plötu á fóninn, svo að fólk sæti kyrrt heima, hafði talsverður hópur manna safnast saman á Carmo, og það var farið að hrópa: Fora! Se for preciso, vamos lá nós buscá-los a mao! Sem merkir: „Út! Sé þess þörf, förum við sjáif og rekum þá út með eigin hendi.” Þá skreið Maia upp á skriðdreka með gjallarhorn i hendi og mælti til fjöldans: „Við erum hér i nafni frelsisins, og enginn má taka vald i sinar hendur i nafni frelsis.” Þótt Maia væri aðeins 29 ára, átti hann mikla reynslu að baki, sem hann hafði öðlast i nýlend- unum Mozambique og Guineu. Maia var lýðskrumari af guðs náð og þekkti lögmál fjarstæðunnar, hvað alþýðan fellur auðveldlega fyrir fáránleikanum : Mai var að taka valdið i sinar hendur i nafni réttlætisins, svo að alþýðan tæki það ekki i sinar i nafni... einhvers fjarlægs og gufukennds hugtaks, sem frelsið er jafnan i huga fólks. Við orð nýja valdsins þagnaði fólkið, enda liggur það alltaf hundflatt fyrir valdi. En róttæk æskan og öfgasinnar börðust fyrir framan höfuð- Fyrstu mánuöina eftir byltinguna voru portúgalir fúsir aö láta ljós- mynda sig og segja sannleikann. Hún sagöi: „Ég betla. Ég skammast min ekkert fyrir aö segja þaö, af þvi aö þaö er sannleikur”. Sunnudagur 16. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Veggspjald frá Lissabon. Nazisminn heldur verndarhendi yfir Caetano og Americo Tómas Viö Praca do Comercio, Verslunartorgiö. „Ég er verkamaö- ur, lögreglan gelti mig.” stöðvar öryggislögreglunnar. Herinn varði bygginguna og fékk næstum þvi við ekkert ráðið. Þá greip öryggislögreglan til vopna og skaut og myrti fjóra. Margir af helstu foringjum lögreglunnar voru „af tilviljun” staddir erlendis, en hún þurfti að fá tæki- færi til að taka til i húsinu. Skammt er á milli gatnanna Largo do Carmo og Antonio Maria Cardoso. Og þegar fólkið á siðar nefnda staðnum heyrði skothvelli og frétti af árás æsku- lýðsins, þrýsti það á menn Maia. Klukkan var orðin tvö. Og klukkan hálf fjögur var það farið að öskra: „Mál er að fara inn að sækja morðingjana!” Maia gaf Þjóðvarnarliði lýðveldisins tiu minútna frest til uppgjafar. Rétt fyrir klukkan fjögur kom Feytor Pinto á vettvang. Pinto starfaði i upplýsingamálaráðu- neytinu og hafði meðferðis til- kynningu til Caetano. Maia fylgdi Pinto að aðaldyrunum, og Pinto fór inn. Hann dvaldi inni i tuttugu minútur. Siðan steig hann inn i bifreið og ók heim til Spinola. Spinola hafði ekki sofið heima hjá sér um nóttina, eins og látið var i veðri vaka, hann hafði leitað hælis i bústað „vinveitts” sendi- ráðs, þótt um morguninn hefðu spænskir fréttamenn farið heim til hans i götunni Rafael de Andrade, og eiginkonan sagt að hershöfðinginn svæfi og það mætti ekki raska ró hans. Portú- galska byltingin er full af skemmtilegum skripalátum. Þegar Pinto gekk inn um aðal dyrnar, fór Spinola gegnum bak- dyrnar, dreif sig i skrúðann og tók á móti Pinto i setustofunni, eins og það ætti að taka af honum for- seta- eða fjölskyldumyndina. Spinola stóð við hlið konu sinnar, pipraðrar frænku, aðstoðar- manns sins, Ramos, frænda sins, einkaritara, og þar var einnig liðþjálfinn Lima. Tavora frá Diario de Noticias, Frétta- blaðinu, stærsta dagblaði landsins, elti Pinto, og hann segir frá þvi, að Caetano hafi sagt i til- kynningu sinni til Spinola, sem Pinto færði, að hann afhenti hers- höfðingjanum stjórnvölinn, „svo að gatan hrifsaði ekki völdin”. Spinola kvað bréfið vera falsað, hann þekkti rithönd Caetano. „Hönd hans skalf,” sagði Pinto. En Spinola trúði þvi ekki. Að svo búnu fór hann i simann og hringdi til Caetano, sem staðfesti bréfið. Spinola tjáði þá Caetano, að sér væri ekki unnt að taka við völdum, vegna þess að hann væri i engum tengslum við Hreyfingu hersins. Eftir simtalið lét Spinola þau orð falla við Pinto, að sem hershöfðingi gæti hann ekki tekið við boðum eða útnefningu frá liðþjálfum. Þá vandaðist málið, þvi að liðsforingjar stóðu að bylt- ingunni. Eftir mikið pois, pois, sagði Pinto, að i byltingu væri ekki hægt að virða hirðsiði. Spinola leiðrétti hann. Hér væri um að ræða tignarstöður innan hersins og Portúgalar væru riddarar yst sem innst bæði i byltingu og undir fasisma. Þar við sat. Og Pinto snautaði út úr húsi Spinola klukk- an fimm. í stað þess að fara til Carmo til fundar við Maia, ók Pinto til Pontinha, höfuðstöðva Hreyfing- arinnar. Hershöfðingjarnir hringdu þegar i stað til Spinola og afhentu honum völdin, jafnframt tilkynntu þeir Maia útnefninguna i gegnum stuttbylgjustöð. Þá hrópaði Maia i gjallarhornið til fjöldans: „Innan skamms verður skipt um völd i landinu og þau af- hent Spinola, hershöfðingjanum okkar.” Fólkið lét ekki á sér standa, heldur fór að gráta. Og meðan tárin runnu niður brattar götur Lissabon hóf það að syngja þjóð- sönginn. Rétt I þvi fóru mellur hverfisins að bera mat i her- mennina, sem þær höfðu svo oft þjónað. Daginn eftir kölluðu dag- blöðin þær „dætur alþýðunnar”, sem þær voru að sjálfsögðu. Flestar höfðu látið á sig svuntu með hana á vasanum, sem hylur nárann, eins og portúgalskar húsmæður gera. Við komu dætra alþýðunnar hófst næstum algert öngþveiti, og vildu margir fá fleira en mat hjá góðhjörtuðu stúlkunum, sem óðar buðust að gera allt fyrir ekki neitt i tilefni dagsins. Það var þvi auð- velt fyrir brynvörðu bifreiðina, Búla, en það merkir páfabréf eða lygi, að aka inn i forgarð bæki- stöðvanna við Carmo og sækja Caetano. Dætur alþýðunnar sáu um að sefa ofsann i húsunum i Barrio alto, og brottreið erki- fjandans, Caetano, fór þvi fram hjá stórum hluta karlkynsins, sem stundaði aðra. Þó stóðu all- margir hermenn eftir á Carmo, auk fjölda grátandi fisksölukerlinga, sem reyndu að syngja þjóðsönginn, en runnu með tárunum út af laginu og kunnu ekki textann, svo að þær grétu bara i staðinn. Dætur alþýðunnar höfðu engin áhrif á öfgasinnana i götu Antonio Maria Cardoso, þótt þær kæmu þangað með banana, brauð og saltfisk i tómatsósu. Aðrar komu með nellikur og gáfu öllum. Það voru blómasölukerlingarnar sem höfðu misst völdin i Barrio alto, en studdu völd æsku og ástar með rauðum nellikum. Þær stungu blómunum inn i byssuhlaup her- mannanna. Þær kunnu táknmál- ið, þótt gamlar væru, og rautt blóm i velsmurðu byssuhlaupi varð þegar i stað að tákni bylting- arinnar með blómið i byssuhlaup- inu. Og það tákn skilur hver Portúgalí, án þess að hafa nokk- urn tima litið i bók eftir Marcuse. Litið er vitað með vissu um, hvar forsetinn, Americo Tómas, dvaldi á meðan þessu fór fram. Ekkert var hirt um Tómas, enda var hann orðlagður fyrir heimsku og var ihaldssemi hans i stil við hana. Tómas var handsamaður daginn eftir á heimili si'nu, þar sem hann dvaldi i faðmi fjöl- skyldunnar. Sú skrýtla gekk um bæinn, að Tómas hafi verið hand- samaður svona seint, vegna þess að hann skildi ekki merkingu orðsins bylting. En þótt Tómas væri heimskari en naut, var hann riddari fram i fingurgóma. Það féll i hlut Almeida Bruno að handtaka Tómas, nokkrum klukkustundum eftir að Bruno hafði verið sleppt úr fangelsinu i Trafaria. Meðan Tómas var að átta sig á furðufrétt handtökunn- ar, bað Bruno um leyfi til að reykja. Þá sagði Tómas: „Ég ætti heldur að biðja yður um leyfi til að reykja meðan ég átta mig á málinu.” „Ég er liðþjálfi,” sagði Bruno, „en þér flotaforingi, og skylt er að halda i heiðri metorð hersins jafnvel á þessari stundu.” „Hvers vegna eruð þér þá að handtaka mig, sem er bæði flota- foringi og forseti?” Þá sussaði einkaritarinn á Tómas, og hann var fluttur út á flugvöll til fundar við Caetano, sem setið hafði uppi alla nóttina i sófa, þvi að hann af- þakkaði boð Lopes, liðþjálfa, að leggjast útaf i rúm hans. „Ég leggst ekki f rúm liðþjálfa,” sagði Caetano. Þegar klukkuna vantaði 20 minútur i átta að morgni þess 26. april 1974, flugu félagarnir Ameríco Tómas og Marcelo Cae- tano með flugvél af gerðinni DC-6 .áleiðis til Madeira. Um svipað leyti gafst Oryggislögreglan upp, en margir dólgar hennar höfðu sloppið gegnum leynigöng. Oryggislögreglan i Portúgal var kölluð Pide, og hér verður ekki hægt að rekja sögu stofnun- arinnar né greina frá hugvitsam- legum aðferðum hennar við að pina fólk, heldur gripið örlitið dæmi: t fyrrahaust fór að bera á mikl- um úlfafaraldri á norðurhluta Spánar. tJlfar hafa verið nokkuð algengir i Galisiu, en þeir höfðu aðeins lagst á lömb og fénað, en látið börn og fullorðna i friði. Úlf- ar Galisiu eru þö að mestu friðað- ir, vegna þess að stofninn er tal- inn vera litill og þvi hætta á út- rýmingu. En svo fór að lokum, að fólk til sveita þoldi ekki varginn, og skaut bóndi einn, enda fannst honum þetta vera undarleg dýr og öðruvisi en hann átti að venj- ast. Athugun á dýrinu leiddi i ljós, að úlfurinn virtist vera af áður óþekktri tegund, og varð það til þess að ráðherrann de La Fuente bannaði að fleiri dýr yrðu skotin. La fuente er mikill áhugamaður um náttúruvernd, og fannst hon- um þvi vera gleðitiðindi, ef rétt reyndist að Spánn hefði skyndi- lega eignast nýja dýrategund. Doktor Castroviejo var sendur út af örkinni til að rannsaka fyrir- brigðið. Auga þess gamla er glöggt og sá hann þegar i stað að dýrið var ekki af tegund úlfa, heldur var það úlfhundur, eða lögregluhundur. Kom þá á daginn að Pide hafði sieppt hundum sin- um yfir til Spánar, eins og þar væri einhver hörgull á þannig dýrum. Eftir atburðinn herti spænska stjórnin eftirlit á landa- mærum, þviaðhún vildi hvorki fá Pide né hundahjarðir hennar. La Fuente sagði um málið: „Slfkum hundum hefur verið innrætt að maðurinn sé óvinur, og fái hund- arnir frelsi, eða gangi þeir lausir, verða þeir miklu grimmari en rándýr, þvi að maðurinn hefur kennt þeim og gefið þeim visst mannsvit.” Vegna þess hve lengi hafði ver- ið setið um höfuðstöðvar Pide gafst lögreglunni tóm til að eyði- leggja skrár sinar yfir „sam- starfsmenn”, sem öfgamenn höfðu fullan hug á að komast yfir, þannig að hægt yrði að ganga úr skugga um, hverjir höfðu raun- verulega stutt fasismann. En nú var sá sannleikur úr sögunni og getgátur komu i staðinn. Þess vegna sá almenningur næstu daga á eftir byltingunni Pide og samstarfsmenn hennar hvert sem augað leit, og miklar og al- mennar ofsóknir hófust. Sérhver skrifstofumaður með pidesvip var umsvifalaust laminn i göt- una. Pidesvipur er svipur ósköp venjulegs skriffinnskumanns, sem hlýðnast yfirboðurum, „vegna þess að ég hef fyrir konu ogbörnum að sjá”. Það er eins og allir kvalarar heimsins og mann- leysur skelli allri skuldinni á konu sina og börn og afsaki mannleysi sitt með þeirri karlmennsku að eiga konu og krakka, og hvað þeir séu „ósköp venjulegir og heil- brigðir”. En hvað er svona hræði- legt við það að vera venjulegur maður og eiga konu og börn? Mánuðum saman fylltu dag- blöðin svohljóðandi auglýsingar: „Ég, Joao Martins Simoes, hef aldrei verið i stjórnmálasamtök- um eða veitt upplýsingar um stjórnmálaskoðanir annarra.” Tilkynningunni fylgdi mynd af Joao, svo að fólk þekkti hann og lemdi hann ekki. Fátækara fólk, eða sparsamara, hengdi auglýs inguna á hús sin. í lögregluriki Portúgals báru allir hreinan skjöld eftir byltinguna. Það var eins og fasisminn hefði setið að völdum fyrir guðs náð i hálfa öld, en ekki vegna pólitiskrar eymdar þjóðarinnar. En þótt Pide hefði tekist að eyðileggja skrár yfir hvislara sina, fannst ýmislegt fróðlegt i fórum hennar, svo sem verðmæt- ar og ómetanlegar skrár yfir starfsemi CIA og brauk Nato. Skjalasöfnin voru flutt i skyndi á öruggan stað i höllinni Ajuda. Þar átti að athuga þau i góðu tómi. Nokkrum mánuðum siðar kvikn- aði á dularfullan hátt i höllinni. Að sögn sagnfræðingsins Oliveira Marques brann ekki nema lítill hluti skjalanna um starfsemi CIA og Nato. Hins vegar urðu fræg listaverk eldinum að bráð, þeirra á meðal verk eftir Rúbens. Eftir skjalafundinn varð CIA að breyta kerfi sínu bæði i Evrópu og viðar, og Nato neitaði að leyfa portúgölsku stjórninni að fá að- gang að gögnum um herbúnað sinn og hafði að átyllu að komm- únistar ættu ráðherra i bráða- birgðastjórninni. En hvaða heil- vita manni dettur i hug að halda, að portúgölsku kommarnir tveir séu hættulegri en Lúðvik og Magnús, þegar þeir sátu i vinstri- stjó rninni? Engum. Ekki einu sinni heilbrigðri skynsemi Vel vakanda og húsmæðraliði hans. I höfuðstöðvum Pide fannst einnig skrá yfir og upplýsingar um hvert mannsbarn i Portúgal, einnig um Pideana sjálfa. Hvilik- ur auður fyrir sagnfræðinga framtiðarinnar! Marques sagði, að þar hafi Pide unnið betur að skráningu portúgalskrar sögu en nokkur sagnfræðingur Coimbra, betur en sjálfur Herculano forð- um daga. Og i ljósi Pidefræðanna varð hann sjálfur að endurskoða seinna bindið af hinni miklu Sögu Portúgals, sem hann hafði skráð, en var bönnuð. Marques saup hveljur og saup munnvatnið, sem safnast fyrir i habsborgarlegu neðri vörinni, og hann likti skrán- um við „heimildasöfnun” rann- sóknarréttarins á miðöldum. Að lokum má geta þess til gam- ans, að hjá Pide fannst llklega besta klámbókasafn i heimi, auk allra þeirra tækja, sem hugvits- menn Kaupmannahafnar og Kyoto hafa fundið upp til að létta fólki ástariðkanir, svo og mikið og veglegt safn kvenbuxna, brjósthalda og dömubinda, sem siðferðislögreglan lék sér við. En á vegg safnsins hékk innrammað- ur Oður til Mariu Meyjar, sem Salazar hafði ort, þegar hann var tólf ára, og var rimið i alla staði rétt.Enþvimiðurgetégekki þýtt óðinn, enda kann ég ekki að rima, en hann er vel þess virði að vera birtur á kvennaári, þótt portú- galskir rauðsokkar séu ekki gæddir nægilegu skopskyni til þess að hafa óðinn á spjaldinu sinu.en þar eru einkar karlmann- legar konur að troða á karl- mannsrindlum. En sú er oft höfuðsynd vinstrisinna, að hversu oft sem þeir tönnlast á húmor, eru þeir flestir svo þrautleiðinlegir að maður fær fyrir brjóstið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.