Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975.
PÁSKAFERÐ
ÚLFARS
í ÖRÆFASVEIT:
Hin vinsæla páskaferð okkar verður farin á
skírdagsmorgun 27. mars og komið til baka
annan páskadag 31. mars.
Brottför kl. 09.00 frá Umferðarmiðstöðinni.
Ekið verður um Suðurlandsundirlendi allt til
Kirkjubæjarklausturs og gist þar fyrstu nótt.
Síðan haldið að Dverghömrum, Núpstað,
Lómagnúp, yfir Skeiðarársand og til
þjóðgarðsins í Skaftafelli, gengið að
Svartafossi.
Gist tvær nætur að Hofi í Öræfasveit.
Ferðast um helstu staði öræfasveitar, m.a.
Jökullónið á Breiðamerkursandi, Ingólfs-
höfða, Fagurhólsmýri, Svínafell, Sandfell og
gengið á Skaftafellsjökul.
Gist á Kirkjubæjarklaustri í bakaleið.
Heitur matur úr sérstökum eldhúsbíl, til
hagræðis fyrir þá sem þess óska.
Verð: kr. 6.500.00 m/gistingu
kr. 11.500.00 m/gistingu og mat.
Kynnist töfrum Öræfasveitar
um páskana
Úlfar Jacobsen
Feröaskrifstofa hf.
Austurstræti 9, sími 13499—13491
V__________________________________________J
HÓPFERÐABIFREIÐIR
Flöfum ávallt til leigu þægilegar
hópferðabifreiðir
Kjörorð okkar er
GÓÐ ÞJÓNUSTA
LANDLEIÐIP HF.
Símar: 20720 og 13792
Ef þér ætlið ekki út úr borginni,
því þá ekki að bjóða
fjölskyldunni að njóta fagurs
útsýnis og góðrar þjónustu
í Stjörnusal Hótel Sögu.
VERIÐ VELKOMIN
HÓTEL SAGA
Eru ménn
hræddir við
háar tölur?
Á Torremolinos, en þar hafa þúsundir Islendinga sleikt sólskin og
drukkið ókjör af rommi siðustu árin.
Spánn, Afríka og
jafnvel KÍNA?
Það litur út fyrir að síð-
asta gengisfelling hafi
svolitið slegið á hina heitu
Spánarást íslendinga.
Ferðaskrifstof umenn
haf a sagt okkur, að eins og
jafnan áður, þá sé fólk
varfærið i peningamálum
fyrst eftir gengisfellingu,
og nú virtist sem áhrif
þeirrar síðustu ætluðu að
verða eitthvað varanlegri
en löngum áður.
Ferðaskrifstofurnar eru allar
með Spánarferðir. Flugleiðir
fljúga beint til Kanarieyja þessa
dagana, á sumrin bætast einir
þrir staðir við á Spáni sjálfum.
ttalia kemur i hópinn, Túnis,
Bangkok á Thailandi, Júgóslavia
og margir fleiri staðir.
Steinn Lárusson hjá ferðaskrif-
stofunni Úrvali sagði, að nú um
páskana yrði fólk á snærum úr-
vals á Mallorka og Kanarieyjum,
einnig i London, en páskavika i
London kostar nú rúmlega 30.000
krónur.
,,Það er ekki kominn neinn
kraftur i pantanir á sumarferð-
um,” sagði Steinn, „fólk kippir að
sér hendinni i svona tið, það er
miklu skárra að fá gengisfellingu
snemma árs, fremur en á miðri
ferðaönn, þvi nú eru meiri likur á
að fólk verði búið að jafna sig.
Mér sýnist samt að fólki ætli að
ganga erfiðlegar að kyngja þessu
en oft áður."
Fyrir 150,000
til Kenya
Ef allir möguleikar eru kann-
aðir hjá ferðaskrifstofunum, þá
er vist hægt að komast á þeirra
snærum til margra staða; það er
ekki aðeins Spánn sem græðir á
ferðamönnum.
Útsýn stendur fyrir ferð til
Kenya á næstunni, og sagði Sig-
rún Aðalsteinsdóttir hjá útsýn,
að 17 daga ferð til Kenya kostaði
um 150.000 fyrir manninn. Inni i
þessari dvöl er falin safari-ferð i
tvo daga og nokkur dvöl i Nairobi.
Útsýn hefur einkaumboð fvrir
þann fræga Tjæreborgarprest, og
selur i fjölþættar ferðir þeirrar
dönsku ferðaskrifstofu hér. Þar
er um að ræða flugferðir á sólar-
strendur eða bilferðir um sögu-
fræg héröð, reyndar margt fleira.
Skiðaferðir Flugleiða til
Kitzbilhel fást hjá öllum ferða-
skrifstofum, en Sunna býður
einnig upp á aðra tegund skiða-
ferða. Þær ferðir eru lika til Aust-
urrikis, en flogið er um Milnchen i
þotu frá Air Viking, flugfélagi
Guðna i Sunnu.
Til allra
Evrópulanda
Kjartan Helgason hjá feröa-
skrifstofunni Landsýn var boru-
brattari en flestir aðrir feröa-
lagasalar sem við ræddum við.
„Landsýn verður i sumar með
feröir til allra Evrópulanda og
reyndar fleiri landa,” sagði
Kjartan, „um páskana verður
fólk á okkar vegum aðallega á
Kanarieyjum og i London, en
einnig á skiðum i Austurriki, þvi
að við höfum náð samningum við
Sunnu, notum okkur þotur Guðna,
I sumar fer fólk á okkar vegum til
Bangkok og svo fljúgum viö til
Afriku, Kina eflaust áður langt
um liður og svo Kúbu, en frá
þessu segjum við seinna.
Við erum þessa dagana að
vinna af krafti i sumaráætluninni.
Ég reikna með að bráðum verði
tekið upp leiguflug til Moskvu,
það verður þá fyrsta leiguflugið
þangað — en i sumar er það
Spánn, ttalia, Júgóslavia —
Evrópa öll.”
í Túnis um
páskana
Gyða Sveinsdóttir hjá Ferða-
miðstöðinni sagði að eitthvað yrði
af fólki á vegum Ferðamiðstöðv-
arinnar i Túnis um páskana.
Ferðamiðstöðin selur 18 daga
ferð til Túnis fyrir 82—90 þúsund
krónur, „en það er ekki mikið um
pantanir fyrir sumarið ennþá,
þótt fólk viröist vera farið að
venjast stóru tölunum,” sagði
Gyða. Ferðamiðstöðin selur
skiöaferðir til Kitzbúhel eins og
aðrar ferðaskrifstofur, Kanari-
eyjaferðir og fleira.
Lækkar verðið?
Þeir ferðaskrifstofumenn sem
við ræddum við horfðu flestir
heldur dapureygir fram á sumar-
ið, en þó ekki alveg aliir: Kjartan
Helgason hjá Landsýn var heldur
hressari en hinir, og fullyrti að
þótt tölurnar væru háar, þá segði
það ekki alla söguna, þvi „við
ferðaskrifstofumenn erum þeir
einu sem höfum getað lækkað
verðið. Hlutfallslega verður stöð-
ugt ódýrara að ferðast.”
Þetta með dýrleik ferðanna
verða menn náttúrlega að reyna á
eigin buddu, en Kjartan fullyrti
að verð væri jafnvel lægra á ferð-
um héðan til fjarlægra staða
heldur en frá hinum Norðurlönd-
unum. Og ástæðan? „Vegna þess
að við höfum náð svo góðum
samningum.”
Það er stórkostlegt að ferða-
skrifstofumennirnir eru svo
slungnir samningamenn að gjald-
iðfyrir ferðalagið lækkar stöðugt
— kannski verður uppselt i allar
Kenya-ferðirnar i sumar. „Það er
upppantað i allar ferðir á okkar
vegum um páskana,” sagði
Kjartan hjá Landsýn. —GG
HREYFILL
Stærsta bifreiðastöö landsins
OPIN ALLAN
SÓLAHRINGINN.
Talstöðvabílar um allan bæinn.
WttEYFILZ,
Sími 8-55-22.