Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
af erlendum vettvangi
Verslunargatan Váci utca I Búdapest: allt ílagi með vöruúrvaliö.
Efnahagsmál og pólitík í Ungverjalandi:
Fyrir hvern eru
framfarirnar?
Andspænis samdrætti og
kreppu i Vestur-Evrópu minna
fréttaskýrendur Austur-Evrópu á
aö sá sósialismi sem þar er rek-
inn tryggi jafnar efnahagslegar
framfarir, fulla atvinnu og haldi
verðbólgu i skefjum. Að vestan
svara menn á þá leið, að fyrir
austan sé almenningi gert lifið
leitt með ofstjórn á fram-
leiðslunni, lélegri vöru og
vöruskorti.
Hvers kohar
endurbætur?
Sovétrikin og önnur lönd i Aust-
ur-Evrópu hafa rekið áætlunar-
búskap sem i stórum dráttum
hefur reynstvel virkur til að drifa
upp hráefnaframleiðslu og
þungaiðnað. En hann hefur yfir-
leitt reynst stirður til viðbragða
við vaxandi kröfum um fjöl-
breytta neysluvöru og látið
útreikninga á magni einu gerast á
kostnað gæðamats. 011 hafa þessi
lönd viðurkennt vandann og
brugðist við honum á mismun-
andi hátt — yfirleitt samt með
vissu brosi til markaðslögmála.
Sú þróun hefur aftur á móti valdið
áhyggjum, sem tengdar eru þvi,
að „markaðspólitík” eykur mis-
munun ilifskjörum heldur en hitt,
sumir tala i þvi sambandi um
einskonar hljóðláta endurfæðingu
kapitalismans.
Ungverjaland er eitt þeirra
landa sem gengið hafa hvað
lengst i breytingum á fyrra
áætlanabúskap. Nú eru sjö ár lið-
in frá þvi að tekið var að skipta
yfir á „Nýja efnahagskerfið”, en
það var i stórum dráttum fólgið i
þessu hér:
— Aætlanagerð um fram-
leiðsluna færist að mestu frá riki
til fyrirtækjanna sjálfra, sem
sjálf leita að markaði fyrir vörur
sinar, koma á markaði fram sem
keppinautar og fer þá gróði
þeirra að sjálfsögðu eftir sölu.
— Fyrirtækin fá 40% af gróðan-
um til eigin ráðstöfunar. Þau
ákveða sjálf, hve miklu af honum
þau verja til endurfjárfestingar
og hve miklu i launauppbætur.
— Um 30% af neysluvörum hafa
verið teknar undan verðlagseftir-
liti og á þetta að ýta undir það að
fyrirtækin taki mið af framboði
og eftirspurn sem mest.
— Breytingar á skipulagi fram-
leiðslu og sölu afurða ná einnig til
samvinnufélaga i landbúnaði.
Rikið greiðir lágmarksverð sem
aðalinnkaupandi og greiðir þá
niður brýnustu lifsnausynjar ef
þörf krefur.
Hagvöstur og
smáborgarar
Hagskýrslur sýna mjög hag-
stæðar niðurstöður af þessari
breytingu. Þjóðartekjur hafa
aukist um 6,2% árlega á timabil-
inu siðan 1968 en áður um 5,3%.
Arleg aukning á framleiðslu
iðnaðarvarnings hefur numið 5-
7% og er það mest að þakka auk-
inni framleiðni. Utanrikisverslun
hefur tekið mikinn kipp — aukist
um 62%. Ungverskir bændur eru
aftur farnir að flytja út korn (tiu
milj. smálesta 1971 og var það i
fyrsta sinn i langan tima).
Der Spiegel, sem er aðal-
heimild okkar, leggur mikla
áherslu á að Nýja efnahagskerfið
hafi bætt kjör margra ungverja,
einkum að þvi er varðar einka-
neyslu. Ungverjar sem eru hálf
ellefta miljón, aka nú hálfri mil-
jón einkabila (aðeins 18 þúsund
árið 1960) oger þaðsýnu meira en
I grannlöndum þeirra. Um hálf
miljón eiga sér sumarbústað.
Einkum hefur hagur smáborgara
ýmiskonar staðið með blóma. 15
þúsund smáverslanir af 35 þús-
undum voru i einkaeign (1972)
eigendur þeirra, sem og slátrar-
ar, bakarar, læknar og lög-
fræðingar lvafa öðrum fremur
notið góðs af.
Tekjur verkamanna og opin-
berra starfsmanna hafa einnig
aukist,en minna — um 5,8% á ári.
Tekjur bænda, sem voru verr
settir en aðrir fyrir 1968, hafa
aukist um 7,1%. Spiegel heimsótti
m.a. samvinnubú skamml frá
Búdapest, þar sem bændur af
þýskum ættum sérhæfa sig i
kjúklingarækt og grænmetis
rækt og fá um helming tekna al
einkaskikum sinum, voru sagðir
300miljónamæringar. En það ætti
að svara til þess að 300 manns i
litlu þorpi ættu eigur og peninga
upp á sem svarar 13 miljónum
króna. Og búsformaðurinn sagði
við blaðamenn, að „stjórnin telur
aö við þénum of mikið”.
Mismunun
Vandinn er sá, að friara spil
markaðslögmála eykur á mis-
munun Ilaunum. Auðvitað kemur
þar margt fleira til greina en að
verkamenn séu misjafnlega dug-
legir eða fundvisir á frumkvæði
eins og Spiegel leggur nokkra
áherslu á — menn eru misjafn-
lega heppnir með stjórnendur, og
fyrirtækin hafa þegar
breytingarnar urðu staðið mis-
jafnlega vel að vigi (aðdrættir,
lega, þjálfun sérhæfðs starfsfólks
osfrv.)
Auk þess veldur niðurskurður á
verðlagseftirliti verðhækkunum.
t árslok 1971 voru nokkrar vörur
til viðbótar teknar undan verð-
lagseftirliti og þá hækkaði vöru-
verð um 2%. Þá kom til skyndi-
verkfalla i nokkrum stórfyrir-
tækjum i Búdapest. Þvi verka-
menn hafa i reynd borið skertan
hlut af framförum miðað við for-
stjóra og tæknikrata sem góðum
árangri hafa náð, smákaupmenn
og bændur — allir þeir sem hafa
bein áhrif á íramleiðslu, verslun
og verðlag.
Aðstoðarritstjóri flokksblaðsins
Népszabadság, Péter Rényi, orð-
aði þetta svona: „Nú vegnar öll-
um ungverjum betur en 1968.
Okkar vandi er i þvi fólginn, að
þeim vegnar misjafnlega mikiö
betur. Þar verður flokkurinn að
gripa inn i.”
Varfærni
Hvernig það er reynt er i
Spiegel rakið af dæmi sjóntækja-
verksmiðjunnar MOM, sem er all
velstætt fyrirtæki og eitt þeirra
130 ungverskra fyrirtækja sem
getur rekið sina eigin utanrikis-
verslun. Þar starfa um 8.000
manns og tekjur þeirra eru all-
mikið fyrir ofan meðallaun i land-
inu, sem eru um 2.500 forintur.
Tilraun þessi hófst i MOM og hef
ur siðan verið yfirfræð á 50 önnur
fyrirtæki. Hún virðist i fljótu
bragði séð mjög varfærnisleg.
1 framleiðsluráði fyrirtækisins
sitja 16 menn. 10 þeirra eru
skipaðir af stjómþess, þrir eru
skipaðir (ekki kosnir !) fulltrúar
„óbreyttra” liðsmanna, og þrir
eru fulltrúar flokksdeildar,
verkalýðsfélags og æskulýðs-
félags fyrirtækisins. Þetta ráð á
að taka ákvörðun um bónus og
skiptingu ágóða, um launaflokka
og endurfjárfestingu. Allt þetta
fellur undir heildaráætlun um
framleiðslu fyrirtækisins. Það er
augljóst að i sliku ráði hefur
stjórn fyrirtækisins tögl cg
hagldir. En á hinn bóginn þarf 96
manna kjörið ráð verkalýðs-
félagsins að samþykkja áætlun-
ina, og getur það ráö beitt
neitunarvaldi.
Ef til ágreinings kemur er
drögum að framleiðsluáætlun
vfsað áfram til ráðuneytis og
verklýðssambands, ef að hann
verður ekki leystur þar heldur til
samræmingarnefndar á vegum
rikisstjórnar og alþýðusambands
landsins og siðasti áfrýjunardóm-
stóll er miðstjórn hins rikjandi
Verkamannaflokks Ungverja-
lands.
Ágreiningsmál
Spiegel segir að i ágreiningi
þeim.sem uppkemur milli fram-
leiðsluráðs, sem beitir sér fyrir
hækkun ákvæðisvinnustaðla
(„meiri vinna”) og verklýðsráðs.
sem beitir sér fyrir hækkuðu
kaupi, hallist ráðuneyti og flokk-
ur að þvi að styöja framleiðsluráð
(hagvöxtur gengur fyrir). Um
leið er látið að þvi liggja, að
flokkurinn vilji helst koma sér
undan þvi að koma beinlinis fram
sem gerðardómari og vilji helst
skjóta sér bak við sérfræðinga
viðkomandi ráðuneyta.
Enn flóknara verður málið þeg-
ar komið er að þeim fyrirtækjum
sem verst standa að vigi. Talið er
aðum þriðjungur fyrirtækja berj-
ist i bökkum með að skila arði og
þar með að tryggja fólki sinu lág-
markslaun. Starfsfólk þeirra
sýnist ekki hafaum annað að
velja til að bæta kjör sin en að
hamast meira i ákvæðisvinnu. Sú
viðleitni verður þeim mun tor-
veldari, sem yngri og betur
menntir verkamenn hafa þegar
yfirgefið slik fyrirtæki. og véla-
kostur þeirra er gamall einatt og
úr sér gengin vegna þess að fyrir-
tækin hafa ekki fé til endurnýjun-
ar þeirra.
Verkföll?
Svigrúm verkalýðssamtaka i
austanverðri Evrópu i kjaramál-
um hefur jafnan þótt með
minnsta móti og aðvifandi
sósialistar jafnan fengið um þau
mál loðin svör þegar þeir hafa
rey.nt að setja sig inn í málin. En
Spiegel telur, að breytingarnar á
efnahagskerfi Ungverjalands,
hafi fært út hlutverk verkalýðs
samtakanna sem hagsmunasam-
taka (en ekki bara samráðsaðila
um framleiðslumál).Gert þau
gagnrýnin á forkvöðla breyting-
anna, sem hafi horft aðgerðar-
lausir á misréttisáhrif þeirra og
metið árangurinn um of eftir
efnahagslegum sjónarmiðum en
of litið eftir félagslegum og póli-
tiskum áhorfum þeirra.
Verkalýðssamtökin hafa i
auknum mæli gripið til þess
neitunarvalds sem þeim er áskil-
inn i vinnulöggjöfinni. Károly
Herczeg, aðalritari ungverska al-
þýðusambandsins, telur i viðtali
við Spiegel, að alls ekki sé úti-
lokað að efna til verkfalla. „Þeg-
ar hefur komið til skyndiverkfalla
og það eru engin lög til sem banna
beinlinis verkföll”. Herczeg
finnst litið til koma um þá tilráun,
sem komin er frá flokkinum, um
að setja þrjá verkamannafulltrúa
i franileiðsluráðin: „Þeir ráða
engu sem máli skiptir”. Verka-
lýðssamtökin hafa hinsvegar
tekið upp á eigin vegum lögfræði-
þjónustu fyrir launþega sem eiga
i árekstrum við stjórn fyrirtækja.
Þau hafa (i fyrrahaust) andmælt
þvi, að flokkurinn hvatti til auka-
vakta og sjálfboðavinnu i vikulok
— og skirsEota til þess að beðið sé
um slika vinnu til að ráða bót á
áviröingum í rekstri sem verka-
fólk ber enga ábyrgð á. — og til
þess að tryggja ársbónusa stjórn-
enda fyrirtækjanna.
Verkalýðssambandiðhefur og
falið tveim visindamönnum að
spyrja þúsundir meðlima verka-
lýðsráða um afstöðu þeirra til
stjórnar fyrirtækja og um mögu-
leika á árekstrum.
En flokkurinn. segir Spiegel að
lokum, verður eins og gerðar-
dómari milli ráðuneyta og verka-
lýðssambanda — enda þótt hann
komi aðsjálfsögðumikið viðsögu
hjá báðum. Félagsfræðingur einn
ungverskur tekur dýpra i árinni.
Hann segir: ,,Ef menn taka
endurbótum á efnahagskerfi eins
og það var hugsað, nefnilega sem
fyrsta skrefi til lýðræðislegs
sósialisma, þá er flokkurinn
eiginlega óþarfur".
AB tók sanian
Ungverskir verkamenn — í kapphlaupi við klukkuna.