Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. marz 1975. ÞJóÐVILJINN — StÐA 17 ÍSAFJÖRÐUR OG AKUREYRI UM PÁSKAHELGINA Páskarnir eru hin mikla hátið áhugamanna um skíðarennslf. Siðustu ár hefur aðstaða til iðk- unar skiðaiþróttarinnar stór- lega lagast viða á landinu. Blá- fjöllin við Reykjavik eru nýr heimur og Akureyri og Isafjörð- ur breytast á hverju ári í skíða- bæi með dulítiö alpalegu yfir- bragði. Nú eru á báðum þessum stöðum skiðalyftur sem ná langt upp eftir hiiðum, skiðakennarar eru á ferli með nemendur sina og keppnigarpar bruna á æsi- legum hraða eftir merktum brautum. Reiknað með 2—3 þúsund skiðamönnum á Akureyri ,,Ég reikna með að það komi tvö tíí þrjú þúsund manns hing- að til Akureyrar um páskana. Það er nægur snjór hér núna, komin ný lyfta i Hllðarfjall. Þeir sem ekki fá gistingu i Skiðahót- elinu geta gist niðri I bænum, annað hvort á hótelum eða I far- fuglaheimili. Margir verða ef- laust búandi hjá kunningjum. Yfir páskana verða bllferðir úr bænum og upp i fjall á hálf- tima fresti, þannig að það er engin brýn nauðsyn að búa I Skiöahótelinu,” sagði Jón Egils- son hjá Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. Skiðakennsla veröur i Hliðar- fjalli, þannig að þeir sem lftt færir eru að renna sér, geta hugsanlega komist upp á lagið nyrðra um páskana. Gefist menn hinsvegar upp á rennslinu er margt annað hægt að una sér við á Akureyri. Fyrir ókunnuga er ýmislegt að sjá, og Jón Egilsson benti á ferðir áætl- unarbila út frá Akureyri, til Dalvikur, ólafsfjarðar og Húsa- vikur, en á Húsavfk er reyndar enn ein skiðaparadisin hér á landi. „Fólk getur llka farið til Mý- Þar verða þúsundir á skíðum vatns.Þangað er vel fært núorð- ið. Við stöndum fyrir ferðum þangað, ökum um Köldukinn og svo Kisilveginn i Reykjahlið.” Skiðalandsmót á ísafirði Skiðalandsmótið verður á tsa- firöi um páskana. Ljóst er að þann tima verður mjög margt aðkomumanna á ísafirði, en þvi miður er gistiaðstaða varla til að hafa orð á, og hefur aðstaðan nokkuðbreystfrá þeirri sælutið, þegar Gullfoss lá jafnan I ísa- fjarðarhöfn yfir páskana og hýsti skiðamenn. Flugfélagið verður nú sem áð- ur burðarás allra þeirra fólks- flutninga sem skiðamótin og páskahelgin hafa I för með sér. Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi F.t. tjáði okkur, að ferð- um yrði fjölgað stórlega, eink- um þó milli Reykjavikur, Akur- eyrar og tsafjarðar, en einnig verður flogið milli tsafjarðar og Akureyrar. Föstudaginn 21. mars hefst páska-hrotan. Þann dag verða famar sex ferðir til Akureyrar og þrjár til tsafjarðar og ein ferð milli Isafjarðar og Akur- eyrar. Flugfélagið er nokkuð vanbú- ið að.taka á sig mikiö aukaálag, aðallega vegna þess að vélin sem lenti i flugskýlisbrunanum i vetur er ekki enn komin i gagn- ið. Oliukreppan margrædda á hér lika hlut að máli, þvi hennar vegna hafa Fokker Friendship vélarnar orðið vinsælli en áður; sparneytnin vegur nú þyngra en hraðinn, og þess vegna renna allir þeir hlutir sem framleiddir eru fyrir þessar vélar beint i nýjar vélar, erfiðara er að fá varahluti en áður. 22. mars eru farnar þrjár aukaferðir til Isafjarðar og fjór- ar til Akureyrar, en áætlunin er til viö bótar þessum ferðum sem hér eru nefndar. Þennan laug- ardag verða farnar 22 flugferðir út frá Reykjavik. A pálmasunnudag, 23. mars er aðeins venjuleg áætlun, 24. mars lika.en 25. mars er auka- ferðum aftur skotið inn; þá eru aukaferðir til Akureyrar og Isa- fjaröar. Þann 26. mars verða farnar 19 ferðir frá Reykjavik, aukaflug til Akureyrar, Isa- fjarðar og Egilsstaða og einnig 27. mars. Föstudagurinn langi er svo heilagur, að þann dag verður ekkert flogið, venjuleg áætlun 29. mars, ekkert flug á páska- dag og á annan i páskum byrjar svo skriðan að renna til baka; þann dag og þann næsta verður lagt kapp á að skila mönnum heim aftur. Allir fara í ferð með ÚTSÝN ÖRYGGI - ÞJÓNUSTA - ÞÆGINDI - GÆÐI OG LÁGT VERÐ (# HÓPFERDIR 1975 FERÐÁStffilFSTOFAN IJTSVN Austttísttmil 7 - Sírnw 26611 - 2ð10ð Costa Brava-Lloret de Mar 2 vikur með 1. flokks gistingu frá kr. 34.500,00. 2 vikur með fullu fæði frá kr. 41.000,00 Gullna ströndin — Lignano 2 vikur með 1. flokks gistingu frá kr. 40.300 Costa del Sol (Torre- molinos og Fuengirola) 2 vikur með 1. flokks gistingu frá kr. 38.500. London: Kaupmannahöfn: Vikuferðir Vikuferð frá kr. 33.700. frá kr. 32.500 Ferðaskrifstofan |^|T^V#|y I Austurstræti 17. U I O T IN Símar 26611 — 20100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.