Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ.IÓÐVILJINN Sunnudagur 6. apríl 1975.
DJOBVIUÍNN
JVIÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS f
tltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skóiavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: Biaöaprent h.f.
GEÐBILUNARSKRIF FRÁ TÍMA KALDA STRÍÐSINS
Arin eftir að siðustu heimsstyrjöld lauk,
meðan kalda striðið magnaðist og náði há-
marki, varð áhrifavald Bandarikjanna
mjög mikið i öllum heimsálfum. Banda-
rikin voru eini styrjaldaraðilinn sem stóð
að hildarleiknum loknum uppi með miklu
afkastameira framleiðslukerfi, meira
rikidæmi og öflugri heri en nokkru sinni
fyrr, auk þess sem þau ein réðu yfir
kjarnavopnum og höfðu sannað i verki
hvernig unnt var að nota þau til þess að
myrða hundruð þúsunda manna i einni
andrá. Af þessum ástæðum tóku Banda-
rikin upp mjög yfirgangssama utanrikis-
stefnu, reyndu að skipa málum hvarvetna
um heim og hikuðu ekki við að beita her-
valdi þegar litilmagnar áttu hlut að máli.
Þetta varð upphaf kalda striðsins. Jafn-
framt urðu til einskonar ný trúarbrögð
viða um heim; leiðtogar Bandarikjanna
voru taldir guðum likir, athafnir þeirra
tilraunir til þess að koma á himnariki á
jörð; þeir voru taldir imynd lýðræðis,
frelsis og mannréttinda og dollari þeirra
einskonar himneskur fjársjóður sem möl-
ur og ryð fengi aldrei grandað. Þannig var
skrifað og talað i nokkur ár i Bandarikjun-
um sjálfum og viða um heim, þótt eldmóð-
ur þessara kynlegu trúarbragða hafi óviða
verið meiri en hérlendis, né heldur ofsi sá
sem jafnan fylgir heittrúnaði.
Hin öfluga staða Bandarikjanna er
nú hluti liðinnar sögu. Tilraunir
Bandarikjanna til þess að ná heimsvöld-
um með einokun á kjarnavopnum hafa
leitt til þess jafnvægis ótta og tortimingar
sem mannkynið býr nú við. Hernaðarof-
beldi Bandarikjanna hefur reynst van-
máttugt gegn baráttu fátækra bænda-
þjóða fyrir frelsi og sjálfstæði, eins og i
Indókina, og er mannkynið nú sjónarvott-
ur að lokaþáttum þess ógnarlega hildar-
leiks sem fest hefur óafmáanlegan smán-
arblett á ráðamenn hins vesturheimska
stórveldis. Framleiðslu- og efnahagskerfi
Bandarikjanna hefur um árabil átt við
vaxandi kreppu að striða, og dollarinn
hefur reynst jafn fallvaltur og aðrir jarð-
neskir fjársjóðir, hrapað og hrapað á
undanförnum árum. Hinir vammlausu
leiðtogar frelsis, lýðræðis og mannrétt-
inda hafa á siðustu árum reynst uppvisir
að fyrirlitlegustu lögbrotum og glæpum,
svo að rikið stendur nú uppi án þjóðkjör-
inna leiðtoga; hinir þjóðkjörnu ættu lögum
samkvæmt að sitja i tukthúsum. Sjaldan i
mannkynssögunni hefur stórveldi hrapað
jafn skyndilega úr hroka i niðurlægingu.
Þessi atburðarás hefur haft ákaflega
viðtæk áhrif um allan heim og ekki sist
innan Bandarikjanna sjálfra. Það hefur
verið mjög ánægjulegt að fylgjast með þvi
hvernig heilbrigð öfl innan Bandarikjanna
hafa ráðist gegn spillingu og glæpum og
hversu miklum árangri þau hafa náð, ekki
sist með andstöðu sinni gegn ógnar-
styrjöldinni i Vietnam, en einmitt þar er
að finna meginskýringarnar á hruni hinn-
ar bandarisku valdstefnu á öðrum sviðum
einnig. Sá timi mun vafalaust renna upp
að bandariska þjóðin verði öðru mannkyni
fyrirmynd eins og hún hefur áður verið i
rás sögunnar.
Sértrúarflokkurinn sem á sinum tima
hélt ræður og skrifaði i blöð um yfirburða-
siðgæði bandariskra stjórnmálamanna,
göfgi bandariskra tortimingarvopna og
eilift gildi dollarans má nú heita útdauður
hvarvetna um heim. Þó er enn hægt að
finna ofsatrúarmenn i afskekktum þjóðfé-
lögum eins og hér á íslandi. Dæmi um það
er viðurstyggileg forustugrein sem birtist
i Morgunblaðinu á fimmtudaginn var, þar
sem frelsisbaráttu vietnama var likt við
glæpi nasista, en slik skrif eru leifar frá
geðbilunartimum þeim sem flestir vilja
nú gleyma. Óhugsandi væri að slik for-
ustugrein birtist i viðlesnu blaði i nokkru
öðru riki heims um þessar mundir. Samt
gerðust þau tiðindi daginn eftir að Timinn
endurprentaði einmitt þessa grein með
mikilli velþóknun. Skýringin er sú að trú-
arofstækismenn frá timabili kalda striðs-
ins er að finna innan stjórnarflokkanna
beggja; þeir eru einmitt sú taug sem
njörvar þá fastast saman. Svona úreltir,
frumstæðir og siðspilltir eru ýmsir þættir
islenskrar stjórnmálabaráttu enn þann
dag i dag. —m.
Meir en tvö þúsund
fleytur til í landinu
Þaö ágæta starf hefur Siglinga-
málastofnun rikisins unniö und-
anfarin ár að gefa út skrá yfir
islensk skip. Er þetta þarfleg og
aðgengileg skrá, sem hefur aö
geyma margar nytsamar upp-
lýsingar um skipastói iands-
manna hverju sinni.
I skipaskránni 1975 segir að
þilfarsskipastóll landsmanna 1.
janúar 1975 hafi verið 996, sam-
tals 167.209 brl. að stærð. Þilfars-
fiskiskip voru 910 talsins,
vöruflutningaskip 43, farþegaskip
5, varðskip 5, rannsóknarskip 2,
björgunarskip; 5 oliuskip, 4 oliu-
bátar, 3 dráttarskip, 8 lóðs og toll-
bátar, 2 dýpkunar- sandskip, 1
skip, sem eingöngu flokkast undir
það að vera dýpkunarskip og 4
skemmtibátar samtals 77 rúm-
lestir að stærð.
Auk þess voru skráðir 1087
opnir vélbátar, samtals 3.456 brl.
Breytingar á skipastólnum
Alls voru 65 skip skrásett á ár-
inu 1974, en 52 skip voru afmáð af
skipaskrá. Þannig jókst skipa-
stóll landsmanna um 13 á siðasta
ári og eftir að reiknað er með
stækkun og minnkun einstakra
skipa eftir endurmælingu, verður
útkoman sú, að skipastóllinn hef-
ur aukist um 13.042 brúttó rúm-
lestir árið 1974.
Af þeim 65 skipum, sem bættust
á skipaskrá 1974, voru 25 smiðuð
hér innanlands. Minnstir voru
tveir bátar sem smiðaðir voru á
Norðfirði, Guðný NK-27 og
Svanur ÞH 54 , en stærsta skipið
mun hafa verið Runólfur SH 135,
smiðaður hjá Stálvik i Garða-
hreppi.
Flest þeirra skipa, sem strikuð
voru út af skipaskrá voru seld úr
landi, talin ónýt eða þá þau
brunnu eða sukku. Flest þeirra
skipa sem seld voru úr landi
munu hafa verið seld til Spánar.
Eitt skip var selt til Saudi Arabiu,
Tungufoss, en lengst mun þó
Norðri hafa verið seldur, ,eða alla
leið til Panama.
63 togarar
Togarafloti landsmanna tók
miklum breytingum á siðasta ári.
1. janúar 1975 voru aðeins 10 siðu-
togarar i landinu, en 53 skut-
togarar.
Tveir af siðutogurunum voru
300-499 brl. að stærð en hinir 8
voru yfir 500 brl.
Sjö skuttogarar eru 200-299 brl.
að stærð, 29 af stæröargráðunni
300-499 brl. og 17.500 brl. eða þar
yfir.
13 skip eldri en 50 ára
Elsta skráð fiskiskip islenskt er
smiðað árið 1905 og verður þvi
sjötugt i ár. Er það þó ekki stærra
en 5 brl.
13 skip á skipaskránni eru 60
ára eða eldri. Stærst þeirra er 184
lestir, smiðað árið 1912.
Tréskip eru 581. Flest af
stærðinni 10-24 lestir, eða 212 tals-
ins. Ekkert tréskip er yfir 200
lestir og aðeins eitt sem er skráð
150-199 lestir.
Stálskip eru 329, þar af 4 minni
en 4 tonn.
Hæstur meðalaldur skipa er hjá
þeim sem eru af stærðinni 50-99
lestir, eða 20,9 ár. Lægstur
meðalaldur er á skipum af
stærðargráðunni 300-499 lestir,
eða 6,6 ár.
Þessar tölur eiga einvörðungu
við um fiskiskip, og heldur eru
opnir bátar hér ekki meðtaldir.
Listerinn vinsælastur
138 islensk fiskiskip voru með
Listervél árið 1974. Næst vin-
sælasta vélin er Caterpillar. Og
eins og lög gera ráð fyrir um land
þar sem lögmál frumskógarins
rikja á sviði viðskipta, þá hefur
margan manninn langað til þess
að auðgast á vélaumboði og inn-
flutningi. Þvi er það að i 9 islensk-
um fiskiskipum eru vélar, sem
ekkert annað skip notar: niu mis-
munandi tegundir i niu skipum,
og fjöldamargar vélategundir
eiga sér ekki fleiri aðdáendur en
svo sem tvo eða þrjá.
43 skip í smíðum.
Um áramótin voru 5 fiskiskip i
smiðum erlendis og varðskipið
Týr, sem kominn er til landsins.
Skipin eru i smiðum i Noregi og á
Spájii.
Innanlands voru 37 skip i smið-
um. Fjórtán þessara skipa eru
stálskip, en 23 tréskip.
—úþ
*
Byggingafélag ungs fólks
„BÝGGUNG”:
Aðalfundur félagsins verður haldinn i
Miðbæ v/ Háaleitisbraut 58-60
þriðjudaginn 8. april n.k. kl. 20.30..
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
önnur mál.
Félagar fjölmennið.
STJÓRNIN
Hjúkrunar
félag-
íslands
heldur félagsfund i veitingahúsinu i Glæsi-
bæ, miðvikudaginn 9. april n.k. kl. 20.30.
Fundarefni:
Umræður um launamál
Framhaldsmenntun og önnur mál.
Stjórnin