Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. apríl 1975.
Ragna
Framhald af bls. 3.
gamaldags að vilja reka sam-
einaBan búskap kynslóöanna, eru
ibúBir ekki sniBnar fyrir þvillkt.
Sé heimahúsfreyjan svo ólán-
söm aB búa i fjölbýlishúsi er
ekkert liklegra en viö bætist
ýmislegt afnám mannréttinda
(sbr. Litlir kassar allir eins). Ég
veit um konu i blokk sem ekki
leggur i aB sjóöa uppáhaldsmat-
inn sinn af þvi aö nágrönnum
fellur ekki lyktin af honum.
Blokkin þeirra er of fin fyrir slika
lykt.
Nei, nútimakonan, sérlega
heimahúsfreyjan, á sannarlega
úr vöndu aö ráöa. Hvaö hún tekur
til bragös veröur timinn aö leiða i
ljós. Vafalaust eru leiðirnar
margar til úrbóta. Hvað dettur
ykkur i hug?
Snillingur
Framhald af bls 8.
góðs óneitanlega — en að mestu
til ills. Til ills fyrir lifandi list. Við
fáum enn sem fyrr þá heildar-
mynd þegar litið er yfir löndin, að
ungir menn eru sproksettir fyrir
að þeir séu ekki eins snjallir og
Munch og hans félagar, að á
markaðinum haldi áfram það
glæfralega spil fjármagnsins með
listaverk fyrri tiðar sem aldrei
eða sjaldan kemur að minnsta
gagni þeim sem skapa eða hafa
skapað list eða hafa á henni mæt-
ur.
Arni Bergmann.
(Heimildirum æfi Edvard Munch
eru sóttar i bókina Edvard
Munch. Nærbilledeaf et geni eftir
Rolf Stenersen.)
Ómar
Framhald af ll.siðu
dag (skirdag) er verið að fljúga
með segulbandsspólu með
lögunum af nýju plötunni til Los
Angeles i MUMS Records.sem er
dótturfyrirtæki CBS. beir báðu
semsagt sérstaklega um, að
þessu yrði flogið til þeirra i hvelli
þannig að þeir virðast hafa
mikinn áhgua á þessu. Við höfum
2-3 menn sem beinlinis eru að
vinna fyrir okkur i Ameriku, og
við vonum að þessi plön komi til
með að standast. Það eru i bigerð
hljómleikaferðir með Allman
Brothers Band, Doobie Brothers
og Johnny og Edgar Winter. I
þessum ferðum yrði Pelican eina
upphitunarhljómsveitin. Litil
plata, en væntanleg næstu daga.
Það var nú nú eiginlega mein-
ingin að hún væri komin út, en út
af þessu gjaldeyrisveseni hérna,
tefst hún eitthvað. A þessari
tveggja laga plötu verða lögin
„Silly Piccadilly” eftir Björgvin
Gislason og „Lady Rose” eftir
Ray Dorset (Mungo Jerry), en
Pelican eru búnir að vera með
það lengi við miklar vinsældir.
Við ætluðum að halda konsert
núna i byrjun april en frestum
honum eitthvað frameftir, þvi við
vildum láta hann vera um svipað
leyti og stóra platan kemur út og
það verður liklega um mánaða-
mótin mai-júni. Ef við förum út,
en það verður I siðasta lagi i lok
júni, mundum við halda
konsertinn áður eo við förum i
Austurbæjarbiói. Við stefnum að
þvi að halda einn konsert og selja
inn á hann fyrir eins litið og við
getum, okkur langar bara að gera
góðan konsert.
Sjónvarpið bannar „gesta-
þátt" með Megasi, Erni og
Böðvari
Orn Bjarnason hefur farið
vfða og geyst fram og sagt þá
hafa mætt til upptöku druslulega
klædda. Það er ekki rétt. Hann
gerir það að einhverju miklu máli
að þeir hafi verið illa klæddir og
þetta hafi verið svona mótmæla-
bragur á öllu saman, það er tóm
vitleysa. Þessi þáttur var jafn
mikið i stil við alla aðra svona
þætti og hann mögulega gat,
nema að þetta voru aörir menn og
það var að sjálfsögðu talað um
dálitið annað efni: það komu
fram sterkar skoðanir, en að
hann hafi verið bannaður út af þvi
hvernigþeir komu fram, held ég
að sé tóm vitleysa. Persónulega
fannst mér ekki ástæða til þess að
banna þáttinn, þvi þá er þetta
málfrelsi og tjáningafrelsi ansi
litils virði. En að það hefði verið
ákveðið i framhaldi af þessu
banni, eins og Visir lét liggja að
28/1, að ég myndi ekki gera fleiri
þætti er vitleysa, ástæðan fyrir
þvi að ég gerði ekki fleiri þætti
var sú, að ég fór til Ameriku með
Pelican og hef einfaldlega ekki
gefið mér tima til að gera fleiri,
enda stutt siðan ég kom heim og i
mörgu að snúast. Sjónvarp er
samt svo spennandi tæki með svo
mikla möguleika, að mig langar
að halda áfram — á einhvern
hátt. Timinn sker úr um það.
Aðalatriðið er að vera þolin-
móður, ég er bara 25 ára.
Vélskólinn
Framhald af 13. siðu.
mánuði fyrir hvert stig, ef þeir
hefja nám i vélvirkjun. c) Á próf-
skirteinum Vélskóla Islands
skulu koma fram einkunnir i öll-
um kennslugreinum skólans sem
snerta iðnnám. Teljist bóknám
vélstjóraprófs eigi fullnægjandi,
skal viðkomandi ljúka prófi i
þeim greinum við iðnskóla. Sá
timi sem fer i þetta nám, telst til
iðnnáms, en að öðru leyti dregst
bóknám Vélskólans frá iðnnáms-
timanum.
2) Vélskóli tslands skal á hverj-
um tima kenna allar bóklegar
greinar vélvirkjanáms þannig, að
við lok 4. stigs gefi skólinn út
burtfararprófskirteini iðnskóla i
vélvirkjun fyrir þá, sem staðist
hafa öll prófin.
Nemendur í skólaráð
og skólastjórn
Um yfirstjórn Vélskóla Islands
er það að segja, að þar trjónar að
sjálfsögðu hæst i veldisstóli
menntamálaráðherra, siöan
kemur menntamálaráðuneytið,
þá verkmenntunardeild ráðu-
neytisins. Þá er röðin komin að
skólastjóra og skólanefnd. í
skólanefnd eiga sæti 7 menn. For-
maður er skipaður af mennta-
málaráðherra, einn fulltrúi til-
nefndur af Vinnuveitendasam-
bandinu, tveir fulltrúar frá Vél-
stjórafélaginu, einn frá Fiskifé-
lagi Islands og tveir fulltrúar
nemenda. Andrés sagði, að mjög
vel hefði gefist að fá nemendur I
skólastjórnina.
Eitt ráð er enn innan skólans,
skólaráð. Þar i eiga sæti fimm
fagstjórar úr kennaraliði, eins
konar yfirkennarar i hinum ýmsu
kennslugreinum skólans. Þar
sitja og tveir fulltrúar nemenda.
Skólaráðið er ráðgefandi til
skólastjóra og heldur vikulega
fundi.
Stjórnvöld rumskuðu.
Fyrr i vetur mótmæltu nem-
endur illri aðbúð i skólanum, og
fóru niður á alþingi til þess að láta
mótmælin i ljósi. Og þegar stjórn-
völd sáu öll þessi atkvæði i mót-
mælaham, rumskuðu þau og
veittu þó nokkurt fé til viðgerða á
húsnæðinu. Annars sagði Andrés,
að skólinn byggi enn að þeim
tækjum, sem fjárveiting var veitt
til að kaupa I tið vinstri stjórnar-
innar, en þá voru veittar rúmlega
7 miljónir til tækjakaupa. bá er
rétt að taka það fram, að kenn-
arar skólans hafa unnið mikið
starf við gerð húsbúnaðar og
tækjabúnaðar, sem nota þarf i
skólanum.
En núverandi stjórnvöld hafa
einnig tekið við sér á öðru sviði.
Eftir að nemendur þeir, sem tóku
sér það verkefni fyrir hendur
ásamt kennurum sinum að stilla
oliukyndingartæki, höfðu kunn-
gertárangurinn af þvi starfi sinu,
skrifaði viðskiptamálaráðherra
skólastjóra bréf og bauð þátttöku
ráðuneytisins við kostnað að frek-
ari stillingu kynditækja, og iðnað-
arráðherra mun einnig hafa látið
i sér heyra. Varð þetta til þess, að
neniendurnir fóru viða um land i
páskafriinu frá kennslunni og
stilltu kynditæki.
En i byggingarmálum skólans
hafa viðbrögðin ekki orðið eins
jákvæð af hálfu rikisvaldsins. Þó
er nokkuð af nýbyggingum, sem
skólinn hefur til umráða, en enn
er margt ógert. Auk aðstöðu til
ýmissar verklegrar kennslu,
vantar alveg aðstöðu til leikfimi-
kennslu við skólann svo og til
sundkennslu. Tækjasalur, sem
verður sameiginlegur fyrir Stýri-
mannaskólann og Vélskólann er
hálfbyggður eða svo.
Vilja kanna meira
Andrés sagði að þeir gerðu
ýmiss konar kannanir innan skól-
ans, enda hlyti slikt að vera einn
þáttur skólastarfsins. Sagði hann,
að Vélskólamenn hefðu mikinn
áhuga á þvi að kanna vélarekstur
frystihúsanna, sérstaklega úti á
landi, þvi þeir væru þess fullviss-
ir, að nýting orkunnar gæti verið
meiri þar en nú er.
Þá er það fastur liður i starf-
semi skólans, að nemendur fari
og skoði stórfyrirtæki eins og
Búrfellsvirkjun, Álverið og Sem-
entsverksmiðjuna. Auk þess er
farið með nemendur um borð i
skip og i frystihús til þess að lita á
það, sem þar er að sjá vélarkyns.
Verknám meira metiö
Andrés sagðist greinilega verða
var við það, að verknámið væri
nú meira metið en það hefði löng-
um verið áður meðal ráðamanna.
Verknámsmenntunin hefur og
breyst til batnaðar, sagði Andrés,
og stærsta stökkið varð þegar
Tækniskólinn var stofnaður.
Námið i verklegu skólunum
hefur og breyst, til dæmis hefur
rafmagnsfræðikennsla siaukist
við Vélskólann þótt höfuðfagið sé
að sjálfsögðu vélfræði.
Um þessar mundir er unnið að
endurskoðun iðnmenntunar i
landinu, og mun staða Vélskólans
og framtið hans vissulega mikið
ráðast af þvi, til hvers sú endur-
skoðun leiðir. — úþ
VERKAMENN
Verkamenn vantar i byggingavinnu við
hús Þjóðviljans að Siðumúla 6. Upplýsing-
ar i sima 40471 eða 28655
Þjóðviljinn
® ÚTBOÐ
Tilboð óskast I byggingu Spennistöðvar Korpu, 2. áfanga,
Aðveitu- og stjórnstöð.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 15.000.—
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 25. aprll nk.
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Sameining
íhaldsfélaga
Tvö ihaldsfélög, sem starfað
hafa að menningarmálum,
Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar h.f. og Stuðlar
h.f. bakvarðarfélag Almenna
bókafélagsins, voru sameinuð
fyrir nokkru og yfirtóku Stuðlar
eignir Eymundssonar.
Tilky nningarskyldan til
firmaskrár hefur gengið nokkuð
seint fyrir sig, þvi i auglýsingu i
Lögbirtingablaðinu miðviku-
daginn 12. mars i ár er frá þvi
skýrt að á aðalfundi I Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundsson-
ar h.f., sem haldinn var 27. des-
ember 1973, hafi verið ákveðið
að sameina félagið Stuðlum h.f.
á þeim grundvelli, að Stuðlar
h.f. eignuðust öll hlutabréf i
Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar. Sameiningin
átti að fara fram 1. janúar 1974,
en tilkynning til firmaskrár er
undirrituð 30. desember ’74.
1 auglýsingunni i Lögbirtinga-
blaðinu segir siðan orðrétt: „A
félagið Stuðlar eftirleiðis allar
eignir félaganna og ber ábyrgð
á öllum skuldum þeirra frá
þeim degi að telja. Meðal þess
eru eignarhlutar beggja félag-
anna i Austurstræti 18 i Rvk....”
Siðan er uppgefið, að hlutafé
félagsins sé 10 miljónir króna.
Loks er svo öllu lokið með
merkum undirskriftum. Fyrir
hönd Bókaverslunar Sigfúsar
Eymundssonarskrifa þeir undir
Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrv.
Morgunblaðsritstjóri og al-
þingismaður, Davið Ölafsson,
Seðlabankastjóri og fyrrv. al-
þingismaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, og Baldvin Tryggva-
son, formaður fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna i Rvik og
framkvæmdastj. Almenna
bókafélagsins.
I stjórn Stuðla, sem nú er eig-
andi að Eymundsson eru ekki
siður stórmenni, en fyrir þeirra
hönd undirrita gjörninginn þeir
Geir Hallgrimsson, forsætirsáð-
herra, Sveinn Benediktsson
Spánartogaraumboðsmaður og
tveir minni spámenn i flokkn-
um, Magnús Viglundsson og
Geir Zoega skráður jr.
Má nú búast við ört vaxandi
menningu i landinu.
—úþ
Vélvæöing
veldur rýrnun
Vélvæðing í landbúnaði
hefur verið geysimikil
undanfarin ár. En eins og
stundum vill verða sjá
menn ekki fyrir allar af-
leiðingar sem aukin vél-
væðing hef ur í för með sér
og nú hefur komið upp
vandamál vegna vél-
væðingar við kartöfluupp-
töku.
1 fyrrahaust mun heildarupp-
skera landsmanna á kartöflum
hafa numið um 160 þúsund tunn-
um. Af þeim voru til 130 þúsund
tunnur um mánaðamótin septem-
ber-október sl. Aætluð mánaðar-
neysla landsmanna er talin vera
9-10 þúsund tunnur sem sam-
svarar 110-20 þúsund tunna árs-
neyslu.ð Það virðist þvi vera til
nóg magn kartaflna fram að
næstu uppskeru en svo er þó ekki.
Þvi veldur óeðlilega mikil rýrnun
i geymslu. Kartöfluframleið-
endur á Suðurlandi hafa átt við að
striða sívaxandi tjón af völdum
þessarar rýrnunar en þar er vél-
væðing hvað mest á landinu.
Helsti skaðvaldurinn er svo-
nefndur Phoma-sveppur sem nú
herjar mikið á kartöflurnar en
var svo til óþekktur hér á landi
fyrir nokkrum árum. Talið er að
útbreiðsla þessa svepps stafi
fyrst og fremst af aukinni vél-
væðingu. Má ráða það af þvi ma.
að hann hefur breiðst mjög út að
undanförnu á norðlægum slóðum
en stingur sér svo til eingöngu
niður þar sem vélvæðing er mikil
og mikill hraði við upptöku.
Vélvæðingin og hinn aukni
hraði við upptökuna veldur þvi
einnig að kartöflurnar merjast og
verða ljótar útlits. Eru bændur
óánægðir með þetta þar sem
kartöflur eru metnar eftir útliti
ásamt öðru og þvi lenda oft góðar
matarkartöflur i öðrum gæða-
flokki vegna slæms útlits.
Nú er unnið að þvi að finna
leiðir til að draga úr tjóni af völd-
um upptöku- og flokkunarvéla og
treysta bændur á að þegar i haust
gangist Rannsóknastofnun land-
búnaðarins fyrir þvi að gerður
verði itarlegur samanburður á
upptökuvélum, geymslu og allri
meðferð kartaflna. —ÞH
MUNIÐ
íbúðarhappdrætti
HSÍ, 2ja herbergja
ibúð að verðmæti kr.
3.500.000 Verð miða
kr. 250.00
Dregið 1. mai
Húsbyggjendur —
Slmi 93-7370
Helgar- og kvöldslmi 93-7355.
EINANGRUNARPLAST
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-
Reykjavlkursvæðið með stuttum fyrir-
vara. Afhending á byggingarstað.
Verulegar verðhækkanir
skammt undan
Borgarplast hf.
Borgarnesi