Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 8
.8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. aprfl 1975. Steinunn við eitt verka sinna. þegar þú ert búin með eitt verk, að þú eigir eftir að gera það betur eða koma betur fram þvi sem þú vildir? — Einmitt. Og þegar unnið er i leir verður tilhneigingin til þess arna kannski ennþá meiri. Verkið sem ég hugsa mér td. að hafa svona og svona verður kannski pinulitið öðruvisi þegar úr brennslunni kemur og þá þarf ég aftur að reyna að ná hinu, sem ég ætlaði mér i fyrra skiptið. — En gildir þetta ekki lika um önnur efni, viðráðanlegri? — Sjálfsagt. En mér finnst ég sjálf ná bestum árangri þegar ég vinn dálitið markvisst, tek fyrir eitt mótif og vinn það aftur og aft- ur og reyni að fá sem mest útúr einu fremur en að vera að hlaupa úr einu i annað. Þó er þetta mis- jafnt. Stundum koma hugmyndir uppi kollinn sem verður að reyna að framkvæma strax. Ég hef svo- sem ekki neina reglu þannig, en hef samt mesta trú á markvissum vinnubrögðum. Vildi læra allt milli himins og jarðar Það má segja um Steinunni, að hún hafi alla tið lifað og hrærst i listum, faðir hennar var Marteinn Guðmundsson myndhöggvari og eiginmaðurinn er Sverrir Har- aldsson listmálari. Það er þvi von, að sú spurning vakni hvort þetta hafi haft áhrif á feril hennar sjálfrar sem listamanns eða val á listgrein. — Óhjákvæmilega hefur það haftsin áhrif að vera svo að segja alin upp i listum. Ég á þeirri far- sæld að fagna að hafa getað skotið nokkrum rótum i þann jarðveg sem ég er vaxin upp úr. Hinsveg- ar var það nánast tilviljun að ég fór úti keramik. Þegar ég fór til Þýskalands til náms var ég mjög óráðin i hvaða braut ég tæki, en bjartsýn og fannst lifið framund- an og nægur timi til alls. Eigin- lega ætlaði ég að læra allt milli himins og jarðar. Hafði teiknað svolitið og málað meðan ég var i skólanum hérna, var svo að fikta dálitið við grafiska tækni þarna úti, langaði að læra keramik, en langaði lika i höggmyndir, já æti- aði ákveðið i skúlptúr. Við skól- ann i Berlin voru tveir frægir kennarar, Hartung og Uldman. Ég var þá persónulega hrifin af Hartung og hans verkum og ætl- aði að komast að hjá honum, en þá var allt fullt og ég komst ekki i deildina. 1 staðinn fór ég i kera- mikdeildina og strax og ég byrj- aði þar heillaði efnið mig svo, að ég var i henni það sem eftir var. Framað þessu hefur hérlend keramik mest verið nytjahlutir, — öskubakkar, skálar, vasar o.s.frv., en i gýrri verkunum á sýningu Steinunnar er leirinn not- aður markvisst til tjáningar. Hún Það álítur Steinunn Marteinsdóttir leirkerasmiður, sem nú sýnir að Kjarvalsstöðum og hvetur til þess að konur séu einlœgar í verkum sínum og láti ekki mat karlmanna bœla sig. — Við þurfum ekki endilega að reyna að vera einsog karlmenn, segir hún, — við eigum eitthvað fyrir okkur, eitthvað sérstakt, sem við eigum heim tingu á að sé viðurkennt. I átta ár hefur Steinunn ekki sentfrá sér verk á sýningu og það fer ekki hjá þvi, að þeir sem þekktu verk hennar áður og skoða nú sýninguna að Kjarvalsstöðum, fyrstu einkasýninguna, verði var- ir mikilla breytinga. Verk siðustu ára eru ekki nytjahlutir, en ekki heldur skrautmunir. Leirinn er notaður til tjáningar, mörg verk- anna eiga sér óbeina fyrirmynd i náttúrunni, önnur eru' beinlinis náttúrulýsing og svo eru alveg nýir hlutir, sem litt hafa sést áður hér á landi amk., veggmyndir úr leir, fyrirmyndirnar lika sóttar i náttúruna, Esjuna, Snæfellsjökul, nánasta umhverfið. Sjálf segir Steinunn um breyt- inguna: — Það er helst það, að ég hef ráðist i stærri verkefni, haft betri tima til þess og betri aðstöðu. Það er fyrst og fremst viðhorfið sem hefur breyst, ég nálgast verkefnið nú af allt öðru viðhorfi en áður. Þegar ég rak verkstæði hér á ár- unum var ég að framleiða á markað og var að vinna fyrir mér. Ég komst alveg i strand og fékk yfir mig nóg af þvi að fram- leiða til að selja — vinna kannski i mánuð og selja svo etv. daginn eftir það sem kom úr ofninum. Ég varkomin úti einhverja blindgötu og gat ekki hugsað mér að halda áfram. Þegar Steinunn hætti með verk- stæðið fór hún að kenna og hélt námskeið i leirkerasmiði fyrir al- menning. Kennslan tók svotil all- an hennar tima i mörg ár og hún segist þá ekki hafa fengist við leirmótun sjálf nema sem leik eða tómstundagaman. Besti skólinn — En ég held, að þetta hafi ver- ið minn besti skóli, segir hún. Tæknilega séð hef ég ekki grætt eins mikið á neinu einsog að hafa þessi námskeið. Ég þurfti að brenna einhver lifandis býsn fyrir nemendur og er þvi búin að fást ó- venju mikið við brennslu og þar að auki hef ég orðið að glima við tæknileg vandamál fyrir nemend- ur i uppbyggingu á hlutum og mótun hluta, sem ég hefði ekki rekið mig á hefði ég eingöngu verið að framleiða sjálf. — Þú talaðir um tómstunda- gaman meðan þú varst að kenna. En siðan hefurðu greinilega unnið af mikilli alvöru. — Ég hef unnið mun markviss- ara. Ég hætti að kenna 1973 og kenndi ekkert 1974 og fékk þá góð- an tima til að vinna að hugmynd- um sem ég var jafnvel búin að ganga með árum saman, en hafði ekki komið i framkvæmd. Marg- ar þeirra hugmynda sem ég hef verið að vinna úr eru mjög gaml- ar, allt frá námsárunum, sumar. Svo var ég búin að hafa það i huga i mörg ár að koma upp sýningu og dreif i þvi að panta sal og það ýtti náttúrlega á eftir mér við vinn- una. Sýning ekki markmiö — Er það listamönnum einhver nauðsynleg hvatning að stefna að sýningu? — Nei, og ég hef reynt að forð- ast að hafa sýninguna sem ein- hverskonar markmið. Hinsvegar kemur það af sjálfu sér, að þegar búið er að ákveða sýningardag, stað og stund, þá kemur á mann pressa og það getur verið ágætt, amk. fyrir lata manneskju einsog mig, sem leggur þá ósjálfrátt meira á sig. Þegar ég ákvað að halda þessa sýningu átti ég heilmikið efni til og hefði þessvegna getað sýnt hvenær sem var. En þegar farið er að hugsa alvarlega um sýningu finnast manni kannski öll verkin sem eiga að koma á sýningunni vera ógerð. óneitanlega hleypir það þá krafti i mann að hafa sýn- inguna framundan. — Hefurðu á tilfinningunni Frá sýningu Steinunnar að Kjarvalsstöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.