Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. aprfl 1975. ÞJÓÐVILJINN —SIÐA 7 Snillinga hafa menn mjög gjarna milli tanna. Það er margt hægt að láta út úr sér um það fólk, og furðu margt fær staðist. Snillingar eru sem þrumur og eldingar. Þeir skera sundur myrkrið. Þeir hreinsa loftið. Eitt- hvað þessu líkt er haf t eftir Sören Kirkegárd. Það er líka hægt að segja sem svo, að snillingar séu afsprengi og fórnarlömb stórlega truflaðs mats á mönnum og verðmætum. Vangaveltur i þessum dúr skjóta upp kollinum i sambandi við brokkgenga en að ýmsu leyti fróðlega mynd um norska málar- ann Edvard Munch sem sýnd var i sjónvarpinu aftan á páskum. Vissulega var hann séni. Og hann uppfyllir meira að segja flestar hugmyndir eða óskmyndir okkar smáborgaranna um slika menn. Dauðinn og konan Hann átti það sem menn kalla erfiða bernsku. Olst upp i heit- trúarfjölskyldu þar sem dauðinn var tiður gestur og sinnisveiki innan seilingar. Sjálfur átti hann i löngum legum. Hefði getað farið úr berklum eins og aðrir. Dauðans angist fylgdi honum siðan. Hann var einnig sjúklega hræddur við kvenfólk. Ástfangin og móðursjúk kona hafði á æsku- árum hans skotið af honum löngutöng á vinstri hendi. Hann talaði um konur sem hættulegust rándýr sem til væru teiknaði þær sem blóðsugur sem sjúga úr mönnum þrótt og persónuleika. Þær fyrirgefa mér aldrei að ég hefi ekki gift mig heldur lifað fyrir starf mitt, sagði hann einnig. Þegar alvara fór i hönd i ástamálum hans flúði hann sem snarlegast. Einhverju sinni var hann á leið til Berlinar frá Osló ásamt ungri og gáfaðri listakonu. Þau ætluðu að búa saman þar syðra. I lestinni byrjaði listakon- an að tala um hjónaband. Munch reis á fætur án þess að segja orð og steig af lestinni á næstu stöð — það var i sænskum smábæ. Hann sneri aftur til Oslóar en hún varð að halda ferðinni áfram ein. Skugginn á hundinum Munch lifði einnig bóhemalifi, umgekkst hóp furðufugla sem töldu sýfilis þroskamerki og sjálfsmorð tilvalin mótmæli gegn skepnuskap samfélagsins. Hann bjó i klassiskum kytrum i Paris og viðar og segist fátt muna frá þeim tima sakir ölvunar. Hann hafði aðra sjón en samferðamenn hans: eitt sinn sá ég hvitan hund, sagði hann, og svo gekk maður á milli min og hundsins. Það féll skuggi á hundinn og ég get svarið að þessi dökki blettur var þar áfram eftir að maðurinn var genginn fram hjá. Hann málar ekki það sem hann sér heldur það sem hann hafði séð: sjónminnið var lygilega sterkt. Hann bjó mestalla æfi i fjallalandinu Noregi, en hann málaði aldrei nein af þessum fjöllum sem land- ar hans eru svo stoltir af. Hann svimaði um leið og hann sá fjöll. En hann var narkóman í listinni eins og séni eiga að vera. Mér er það sjúkdómur og ölvun að mála sagði hann. Sjúkdómur sem ég ekki vil læknast af. Hæddur og dáöur Og hann fellur einnig prýðilega inn i myndina að þvi leyti, að hann var fyrirlitinn og hæddur i æsku. Borgarblöðin sögðu að myndir hans væru ljótar og ósið- legar. Eitt skrifaði þegar Nationalgalleriet i Oslo hafði keypt myndina „Daginn eftir”: ,,Nú geta borgarar bæjarins ekki lengur farið með dætur sinar á Þjóðlistasafnið. Hve lengi á þessi fulla skækja eftir Edvard Munch að fá leyfi til að sofa úr sér vim- una i Þjóðlistasafni rikisins?” Hann var ekki spámaður i slnu föðurlandi. Upphefð hans kom að utan, einkum frá Þýskalandi. Siðan er hann frægur og dáður og þá er fyrri fjandskapur i hans garð eins og salt og krydd á myndina af séniinu og örfandi fyrir markaðinn. Nú vekur sér- viska hans aukna aðdáun. Um Noreg safna menn sögum af þvi hvernig hann rekur út kaupendur sem honum likar ekki við, en Edvard Munch — sjálfsmynd kemur öðru fólki á óvart með þvi að gefa þvi frábærar myndir fyrir kannski hálfgleymdan smágreiða. Hvernig hann er bæði á móti þvi að selja góðar myndir og myndir sem hann kann ekki við. Menn safna og hryssings- legum tilsvörum eins og þegar hann sagði við útgerðarmann einn sem hafði keypt af honum mynd fyrir 30 þúsund norskar, sem varmikiðfé: ,,Þú átt ekkert i myndinni. Ég á hana. Þú hefur bara keypt réttinn til að gæta hennar. Það var þess vegna að ég þurfti að taka af þér svona mikla peninga. Annars hefðirðu ekki nennt að hafa fyrir þvi að passa myndina”. Og menn hafa sérstaklega gaman af þvi, að þessi bóhem sem áður fyrr málaði mynd fyrir tikall þekkir nú ekki á tiu þúsund króna tékk og neitar að skrifa aftan á svoleiðis pappira. Markaöurinn Séniin.sigrar þeirra og ósigrar, eru sem hluti af félagslegum veruleika liður i borgaralegri þróun. Listin er komin úr tengslum við handverk og nyt- semd, einnig að verulegu leyti úr tengslum við þarfir kirkju og opinberra aðila fyrir tæki og að- ferð til að impónera lýðnum, inn- ræta honum rétta hegðun. Hún virðist frjáls sköpun einstaklings i þágu annarra frjálsra einstak- linga. Sjálfsprottin af óræðri snilli, takmark i sjálfri sér. En frelsið reynist hæpið þegar betur er skoðað. Bæði til að skapa og til að njóta. Og á milli skap- enda og viðtakenda stendur markaðurinn, salan dreifingin, undarlegt tilbrigði við almennan vörumarkað. Það er markaður- inn sem sker úr um afdrif snillinganna, þeirra sem fórust og þeirra sem ofan á flutu. 1 fyrstu voru þeir rétt komnir i kaf i fátækt og berklum og brennivini, af þvi að markaðurinn var fullur af annari listvöru, sem taidist þá betri eða skemmtilegri fjár- festing. Sjálfsagt drukknuðu snillingarnir velflestir (enginn skyldi ætla að stórmiklar gáfur séu jafnsjaldgæfar og listsagan vill vera láta). En einhverjir sigra og þá hefur verðlag á mynd- um þeirra fyrr en varir þrútnað með ólikindum. Sú verðþróun skrúfast siðan áfram gangandi fyrir goðsögninni um hinn svelt- andi snilling gærdagsins og fyrir þörf peningamanna fyrir fjár- festingu, sem er öruggari en verðbréf, hús eða fyrirtæki i póli- tiskri ókyrrð þriðja heimsins. Og snillingurinn verður sjálfur að dansa með, nauðugur viljugur, til þess að þessi saga verði til lykta leidd. Við höfum frétt það i ritgerðHalldórs Laxness að okkar séni, Jóhannes Kjarval (hægur vandi reyndar að rekja saman margar hliðstæður i ferli hans og Munchs) geti ekki náð heims- markaðsprisum vegna þess, hve örlátur hann var á myndir og kærulaus i markaðsmálum. Edvard Munch var öðruvisi. Hann átti eitt sitt besta söluskeið frá 1908 og fram yfir 1920. En þá gekk yfir kreppa i peningamálum og á listmarkaði og eftir það seldi hann litið — meðal annars af til- litsemi við þá sem áður höfðu keypt myndir af honum fyrir hátt verð. Það má ekki valda fjár- magnseigendum vonbrigðum. Þá og nú Sögur snillinganna eru einatt i senn grátlegar og hlægilegar. Stundum finnst manni, að af þeim hafi verið dregnir nokkrir lær- dómar. Að ögn minna sé um æsi- legar speglasjónir með listfrægð, ögn meira af viðleitni til að fjalla um verk eftir málavöxtum, og sömuleiðis endurnýta ýmisleg tengsli lista við hið praktiska um- hverfi manna innanhúss sem ut- an. En samt sem áður heldur goð- sagan um séniið áfram að grasséra — að nokkru leyti til Framhald á 22. siðu. Morðleikir rómverja Skylmingaþrælar — hluti af fornri rómverskri mósaikmynd Það sem öðru fremur hefur haldið uppi andúð manna á Rómaveldi hinu forna eru morðleikir þeir sem þar voru opinber skemmtun um langa hrið. Þetta er m.a. tengt sögum um það er kristnum mönnum var ,,hent fyrir ljónin”, en leikir þessir voru að sjálfsögðu all- miklu eldri, þeir voru þegar orðin fastmótuð stofnun árið 105 fyrir Krist. Menn hafa lagt út af þessum leikjum með ýmsum hætti. I tveim tiltölulega nýjum bókum eftir bretann Michael Grant (Skylmingaþrælarnir) og frakkann Roland Auguet (Grimmd og menning — hinir rómversku leikir) er túlkunin með þeim hætti, að leikir þessir hafi verið tákn og imynd þeirrar grimmdar sem manneskjunni sé innborin. Aðrir hafa hins- vegar fært ábyrgðina yfir á þrælasamfélagið, sem gerði næsta litinn mun á ánauðugu fólki og húsdýrum. 1 þeim bókum sem áður voru nefndar er allavega mikill fróð- leikur saman kominn um hina rómversku leiki og skylminga- þræla þá sem þar áttust við. Flestir voru skylmingaþræl- arnir striðsfangar og þrælar, i ýmsum tilvikum var um glæpa- menn að ræða sem annaðhvort voru dæmdir ,,til leikja” m.ö.o. til þjálfunar i skylmingaþræla- skóla, eða þá ,,til sverða” þ.e. til að vera brytjaðir niður varnar- lausir. Leikirnir nutu feikilegra vinsælda og dæmi eru um að fólk hafi troðist undir unn- vörpum er það streymdi á sérlega vel auglýsta og efnilega morðleiki. Embættismenn og pólitikusar reyndu að tryggja sér vinsældir með glæsilegum leikjum. Það kom fyrir að keisarar tóku persónulega þátt I þeim — en þá jafnan á þann hátt sem hættulaus var fyrir þá sjálfa. Dæmi er tekið af keisar- anum Commodus (180-192 e.kr.) sem lét koma með alla fótalausa rómverska borgara út á Colosseum, klæða þá sem risa — siðan klæddist hann sem Her- kúles og drap risana alla. Allmikil stjörnudýrkun var á fremstu skylmingaþrælum sem minnt getur á sjóbissness nútlmans. Fór sérlega mikið orð af kynorku helstu kappanna og þar með höfðu ýmsar helstu frúr Rómar áhuga á að kippa þeim upp i til sin. Talið er að Commodus keisari hafi einmitt verið afsprengi sliks sambands skylmingaþræls og Faustinu, sem var kona heimspeki- keisarans Markúsar Areliusar. Til að gleyma ástriðu sinni baðaði Fástina sig i blóði hins myrta elskhuga sins og gekk þannig undirbúin i hvilu manns sins. Leikjunum fylgdi ákveðin stigmögnun. Fyrst var barist með bitlausum vopnum til að hita upp bardagamenn og ^horfendur. Þessu næst börðust skylmingaþrælar við villidýr allskonar, ljón, fila, tigrisdýr o.s.frv. Á leikum þeim sem Trajanus keisari lét efna til voru 11 þúsund dýr drepin. A þeim leikum komu fram tiu þúsund skylmingaþrælar. Þeir háðu svo einvigi, börðust i flokkum eða liktu eftir orustum. Heimildir herma að áhorfendur hafi óspart hert á blóðbaði með hvatningarópum og oftast nær hvatt til þess að gengið yrði milli bols og höfuðs á þeim særðu: Berðu á honum — af hverju vill hann ekki drepast! — af þessu tagi voru hrópin. Eins og að likum lætur var vistin i búðum skylmingaþræla næsta daufleg. Til eru heimildir um að þeir hafi með ótrúlegustu ráðum framið sjálfsmorð i þvi skyni að svipta rómarskrilinn þeirri ánægju að sjá þá drepa hver annan. Einhverju sinni kyrktu um 30 saxneskir striös- fangar hver annan i þessu skyni, og enn undarlegri og skelfilegri aðferðir voru notaðar. En samúð rómverja með þessu dauðafólki var næsta litil. Það er heimspekingurinn Seneca einn sem hefur skilið eftir sig skrifleg mótmæli gegn þessum fjanda. Stundum gerðu þrælar uppreisn og er hin frægasta kennd við Spartacus. Honum tókst ásamt 78 öðrum föngum að brjótast út úr búðum i Capua með búrhnifa og steikarpinna að vopni. Hann kom sér upp um 60 þúsund manna þrælaher, vann sigra á nokkrum rómverskum herjum og hafði um tima allmikinn hluta Suður- Italiu á valdi sinu. Liðu tvö ár áður en her hans var yfir- bugaður...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.