Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. apríl 1975. Lúövík Jósepsson: Byggðastefna í framkvæmd Eitt af þvi fáa, sem nokkurn veginn var skiljanlegt i stjórnar- yfirlýsingu ihalds-Framsóknar- stjórnarinnar, var loforð um að tryggja Byggðasjóði árlegt fram- lag sem næmi 2% af útgjöldum fjárlaga. t framhaldi af þvi fyrir- heiti var siðan lagt til i fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið ’75 ,,að beint rikissjóðsframlag hækkaði um 440 milj. kr.” til Byggða- sjóðs, eins og orðrétt stóð i fjár- lagafrumvarpinu. Loforðið um aukið fjárframlag til Byggðasjóðs hefir verið mikið mál i munni ýmissa stuðnings- manna rikisstjórnarinnar, eink- um þó Framsóknarmanna. Hefir helst verið á þeim að skilja, að Byggðasjóðsmálið væri eitt af stærstu málum rikisstjórnarinn- ar og að það hafi ráðið miklu um að stjórnarsamstarfið tókst. Engin stefnubreyting hjá Byggðasjóði Þó að nú séu liðnir 7 mánuðir siðan rikisstjórn ihalds- og Fram- sóknar tók við völdum, bólar ekki á neinni stefnubreytingu hjá Byggðasjóði. Hann sýslar enn við sömu verk- efni og áður og virðist sist valda þeim betur nú, enda er sifellt bor- ið við fjárskorti, ef eitthvað þarf að gera sem teljandi er. Helsta breytingin hjá Byggðasjóði er sú, að nú er ihaldsmaður orðinn framkvæmdastjóri sjóðsins ásamt Framsóknarmanninum sem þar var fyrir. Og nú er i- haldsmaður orðinn formaður sjóðsins og upp hefur verið tekin gamla helmingaskipta-reglan, sem fræg varð á sinum tima i fyrri samstjórn ihalds og Fram- sóknar. Auðvitað var aldrei við þvi að búast, að Byggðasjóður gæti haft nein teljandi áhrif á gang byggðamálanna i landinu. Til þess er sjóðurinn alltof veikur, bæði fjárhagslega og stjórnskipulega. Aðalverkefni sjóðsins hafa verið að veita við- bótarlán til skipakaupa og til ýmiskonar atvinnurekstrar og að styðja þá, sem komist hafa i rekstrarörðugleika af ýmsum ástæðum. Vissulega hafa slikar lánveitingar verið til bóta i flest- um tilfellum, en þær hafa litlu getað áorkað varðandi það stóra verkefni að hafa áhrif á þróun byggðar i landinu. Byggöastefna vinstri stjórnar í tið vinstri stjórnarinnar urðu miklar breytingar i atvinnumál- um landsbyggðarinnar og i kjara- og afkomumálum þess fólks sem þar býr. Samkvæmt opinberum skýrsl- um, sem nú liggja fyrir, jókst kaupmáttur launa verkamanna, sjómanna og bænda i tima vinstri stjórnarinnar um 34%. Á valdatima vinstri stjórnar- innar, þ.e.a.s. frá miðju ári 1971 til miðs árs 1974, var skiptingu þjóðarteknanna breytt frá þvi sem áður hafði verið, vinnustétt- unum i hag. Á þessum tima jukust tekjur Hafist var handa um byggingu margra nýrra frystihúsa i stað gjörsamlega úreltra og gamalla húsa, en auk þess unnið að stór- felldum breytingum i mörgum frystihúsum. Framkvæmdir þessar gjörbreyttu á stuttum tima atvinnumálum margra staða. Fyrir tima vinstri stjórnarinn- ar var atvinnuleysi viðvarandi i mörgum stöðum á landinu, mest nýja sókn i byggðamálum. En hvað hefur gerst á þeim 7 mánuðum sem stjórnin hefur ver- ið við völd? Stefnubreyting hefur orðið, þvi verður ekki neitað — og það svo að um munar. 1 hverju er sú stefnubreyting fólgin? Fyrst er þess að geta, að rikis- stjórnin hefur knúið fram stór- fellda breytingu á skiptingu þjóð t tið vinstri stjórnarinnar var unnið kappsamlega að endurnýjun fiskiskipaflotans og að endurbótum á fiskvinnslustöðvum um allt land. bænda fyllilega til jafns við aðrar vinnustéttir og jafnvel nokkuð meir, samkvæmt þeim skýrslum sem nú liggja fyrir. Hagur bænda batnaði lika verulega á þessum árum, eins og viðurkennt er af öllum, en það ieiddi siðan til þess að framkvæmdir i sveitum fóru vaxandi og urðu meiri á þessum tima, en áður hafði þekkst. t tið vinstri stjórnarinnar var hafin endurnýjun togaraflotans á breyttum grundvelli frá þvi sem áður var. Skipin sem keypt voru, voru við það miðuð, að þau væru hentug til hráefnisöflunar fyrir fiskvinnslustöðvarnar i landi og jafnframt var að þvi unnið að þau yrðu gerð út frá mörgum útgerð- arbæjum i öllum landsfjórðung- um. Endurnýjun togaraflotans hefir náð til 55 skuttogara. Þeim hefur verið skipt i lands- hluta þannig: Til Vesturlands fóru 3skip Til Vestfjarða fóru 9 skip Til Norðurlands v. fóru 7skip Til Norðurlands e. fóru lOskip Til Austurlands fóru 9 skip Til Suðurlands fóru 2skip Til Reykjaness fóru 7 skip Til Reykjavikur fóru 8skip Alls 55 skip Samhliða endurnýjun og efl- ingu fiskiskipaflotans var i tið vinstri stjórnarinnar unnið kapp- samlega að endurbótum i frysti- húsum og fiskvinnslustöðvum um allt land. þó i ýmsum þorpum og kaupstöð- um, á norður og norðausturlandi. Vegna stefnu vinstri stjórnarinn- ar i atvinnumálum og þeirrar stefnu sem hún fylgdi fast fram á öðrum sviðúm, sem mjög snertu málefni landsbyggðarinnar, eins og t.d. á sviði heilbrigðismála, samgöngumála, virkjunarmála, skólamála og á sviði ibúðabygg- inga, varð gjörbreyting á búsetu- málum landsbyggðarinnar frá þvi sem áður hafði verið. t stað þess að áður hafði fólki fækkað jafnt og þétt úti á landi, en fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, þá snérist þróunin við ög árið 1973 var meiri fólksfjölgun hlutfalls- lega úti á landi en á höfuðborgar- svæðinu. t tið vinstri stjórnarinnar var stefna hagstæð landsbyggðinni. Þá var rekin byggðastefna i framkvæmd. Ný ríkisstjórn — ný stefna í byggðamálum Með tilkomu rikisstjórnar ihalds og Framsóknar, sem tók við völdum i lok ágústmánaðar sl. sumar var aftur tekin upp ný stefna i málefnum landsbyggðar- innar. Samkvæmt hinum nýja stjórnarsáttmála átti að leggja aukna áherslu á stuðning við landsbyggðina, eða eins og rikis- stjórnin sagði, nú átti að hefja arteknanna, vinnustéttunum, þ.e.a.s. verkamönnum, sjómönn- um og bændum i óhag. Sú stefna hefir komið og á eftir að koma, illa við landsbyggðina og verða til þess að gera hennar stöðu verri en áður var, i Saman- burði við höfuðborgarsvæðið. Þá hefir rikisstjórnin tekið upp þá stefnu, að leggja höfuðáherslu á stórframkvæmdir á suð-vestur- horni landsins, en draga jafn- framt úr almennum framkvæmd- um á vegum rikisins. Þannig hefir rikisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir bygg- ingu járnblendiverksmiðju i Hvalfirði i félagsskap við erlend- an auðhring. Verksmiðjan ásamt hafnar- og vegagerð sem henni fylgja munu kosta miðað við nú- verandi verðlag um 11—12 milj- arða króna. Vegna byggingar járnblendi- verksmiðjunnar verður að ráðast nú þegar i nýja stórvirkjun og er ákveðið að hún verði við Hraun- eyjafoss i nánd við Sigöldu. Hrauneyjarfossvirkjun er áætl- að að kosti um 13—14 miljarða króna. Þá hefir rikisstjórnin sam- ið við Bandarikjastjórn um fram- kvæmdir á Keflavikurflugvelli og má telja vist að þær kosti miðað við núgildandi verðlag 8—9 mil- jarða króna. Hér er um miklar framkvæmdir að ræða á islensk- an mælikvarða, en þær munu standa yfir i næstu 3—4 ár að minnsta kosti. Ekki er gott um það að segja, eins og nú standa sakir, hvort framkvæmdir þess- ar geta komið i veg fyrir það at- vinnuleysi hér syðra, sem marg- ur óttast sem afleiðingu af sam dráttarstefnu stjórnarinnar i efnahagsmálum. En hitt er aug- ljóst, að þessar miklu fram- kvæmdir á Suð-Vesturlandi á sama tima og stefnt er að al- mennum samrætti i framkvæmd- um úti á landi, hljóta að hafa al- varlegar afleiðingar i byggðaþró- unarmálum. Nú boðar rikis- stjórnin niðurskurð framkvæmda á vegum rikisins á þessu ári að upphæð 3500 miljónir króna. Þessi niðurskurður mun að mestu koma niður á hafnarframkvæmdum skólabyggingum, sjúkrahúsbygg- ingum og flugvallagerð, og þá fyrst og fremst úti á landi. Þá boðar rikisstjórnin einnig mikinn niðurskurð á útlánum, Stofnlánasjóða atvinnuveganna. Hér er um að ræða útlán Fisk- veiðasjóðs, Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Iðnlánasjóðs. Eftir þvi sem best er vitað, er gert ráð fyrir, að útlán þessara sjóða verði i ár að miða nær ein- göngu við það sem þegar hefur verið lofað, en um ný lánsloforð verði varla að ræða. Stefna af þessu tagi i lánveit- ingamálum og varðandi fjárút- vegun til stórframkvæmda, hlýt- ur að hafa gifurleg áhrif á at- vinnumál landsbyggðarinnar og þá um leið á afkomu þeirra sem jpar búa. Það er blátt áfram hlægilegt, við þessar aðstæður, að minnast á smáupphæðir eins og 440 miljónir króna, sem eiga að bætast við starfsfé Byggðasjóðs. Þegar þess er lika gætt, að meginhlutinn af fé Byggðasjóðs gengur til lánveit- inga sem jöfnum höndum renna til framkvæmda i öllum lands- hlutum jafnt. Það má öllum ljóst vera, að stefna núverandi rikisstjórnar i atvinnu- og framkvæmdamálum er óhagstæð landsbyggðinni — hún er þvi engin byggðastefna, heldur mikla fremur gamla við- reisnarstefnan tekin upp aftur — og nú af Framsókn og ihaldi. Pipulagnir i | Nýlagnir, breytingar, hita veitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir 7 á kvöldin). Prentsmiöja <§> SHODR tlOL 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 53 HESTÖFL. BENSlNEYÐSLA 7.7 LlTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 20 SEK. I 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 582.000,00 VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 418.000,00 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ISLANDIH/E AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÓPAV0GI annast allskonar setningu og prentun Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Skólavörðustfg 19. Sími 17505

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.