Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 0. apríl 1975. Umsjón: Halldór Andrésson „Ég er alltaf dauð- hræddur um að missa af einhverju Min afskipti af poppinu byrjuðu eiginlega með Nútimabörnum. t Nútimabörnum voru auk min þau Drifa Kristjánsdóttir, sem söng, Ágúst Atlason, sem spilaði á gitar og söng, bjó til lög og var aðál- númerið. Það kom fljótt i ljós, að Gústi var maðurinn, sem hafði hæfileika að gagni. Svo var þarna lika Snæbjörn Kristjánsson, sem var seinna i Fiðrildi: það var hann, sem vakti áhuga minn á Bob Dylan. Og svo var með okkur Sverrir Ólafsson, nú kennari i Flensborg. Við Sverrir höfðum verið saman i óteljandi skáta- hljómsveitum, og Snæi var reyndar lika með i einstaka hljómsveit — Nútimabörn urðu til úr svona 20 til 30 skátagrúppum. I þessum skátagrúppum hafði Kingston Trióið verið nokkurs konar leiðarljós. Svo fór ég til Ameriku sumarið 1967 og við héldum alltaf sam- bandi, ég og Sverrir, og þegar ég kom heim aftur að ári liðnu, þá vildum við fara að gera eitthvað, syngja og spila og vera bráð- skemmtilegir. Enn var Kingston Trióið leiðar- ljósið, en i Ameriku hafði ég einnig fengið áhuga á „Mamas og Papas” og jafnframt meiri áhuga á Dylan. Svo héldum við Sverrir fund með Snæa og við ákváðum að fara til Gústa, en áður höfðum við Sverrir og Gústi verið saman i triói sem hét Coplas Trió. Það var óttalega hallærislegt, ég var aðal- söngvarinn. Já, Gústi var til i tuskið og við fórum að æfa fjórir og vorum aðallega að þessu að gamni okkar. Ég þekkti Drifu og var búinn að segja henni frá þessu öllu og svoleiðis nokkru. Þetta var haustið 1968, eftir blómatimabilið og ég nýkominn heim frá Ameriku. Ég bauð Drifu að koma og prófa sig með okkur. Hún var alveg til i það, kom á æfingu, söng ,,Those Were The Days” og gerði það skinandi vel og var ráðin. Svo var það eitt kvöldið, aö ég hitti hana i Glaum- bæjarportinu og hún sagði að við ættum að fara i sjónvarpið. Við höfðum hvergi spilað þá, heldur vorum grafin á æfingum ofan i kjallara i Háagerðisskólanum. Þar vorum við á hverju kvöldi, unnum öll á daginn eða vorum i skóla. Þá var ég 18 ára, Drifa og Gústi voru lika 18, Snæbjörn er árinu eldri og ætli Sverrir hafi ekki verið tvitugur. I sjónvarpið Þá var i sjónvarpinu þáttúr sem hét „Opið hús”. í ljós kom að einhver hafði skrifað i þáttinn, einhver sem hafði legið á glugga i Háagerðisskólanum, og sagt frá okkur. Andrés Indriðason sem stjórnaði upptöku á þættinum, kom svo einu sinni á æfingu og við sungum og spiluðum fyrir hann eins og við mögulega gátum. Svo sagði hann: „Já, já, nú komið þið bara i sjónvarpiö”, og svoleiðis byrjuðum við. Við komum svo fram i þættinum og sungum tvö lög, annað eftir Gústa, „Vetrar- nótt”, sem mér finnst alltaf „klassa”-lag. Þetta heppnaðist ágætlega. A þessum tima var blómatimabilinu að ljúka og allir afskaplega siðhærðir með blóm og i furðulegum fötum o.s.frv., en við komum snyrtileg klippt og afskaplega hreinleg, i svörtum og hvitum fötum, óskaplega fin. Eftir þennan fyrsta þátt höfðum við mikið að gera. Við þóttum mjög fersk og heilbrigð ungmenni. Svo gerðum við annan þátt, „Nú þykir mér týra”, sem var siðar endursýndur fyrir mistök. Jæja, mér fannst þetta alltaf ágætt hjá okkur, en hafði aldrei sérstaka trú á sjálfum mér sem músikant. Þetta var alltaf meira af vilja en mætti. Þegar við gerðum annan þáttinn, vorum við búin aö spila hingað og þangað, aðallega á kvenfélagssamkomum o.s.frv. „Nú þykir mér týra”, gerðum við alveg sjálf og þar söng ég Dylan-lag, „It Ain’t Me Babe”, og eftir að hafa heyrt það hætti ég, þá fannst mér það alveg hand- ónýtt. Það var svona rétt að ég héldi lagi og söng auk þess illa. Ég hugsaði með mér, að það væri til fullt af fólki sem gæti „músterað”, en fengi ekki tæki- færi til þess, en ég hefði aðstöðu, og gæti það ekki. Svo ég hætti bara. Strax eftir fyrsta þáttinn kom Svavar Gests með tilbúinn plötu samning upp á vasann, og við skrifuðum undir á staðnum. Þá leist mér ekkert á þetta og ég vildi ekkert vera með á plötunni, vildi bara ekki standa i þessu meira. Hin hættu svo strax þegar platan var búin. Það var ágætis plata, en þar með lauk Nútima- börnum. Ég vildi taka afstöðu..... önnur af ástæðunum fyrir að ég hætti I Nútimabörnum var sú, að ég vildi láta Nútimabörn taka samfélagslega — eða pólitiska — afstöðu, nafniö var t.d. min hug- mynd og i stil við það, sem ég var að hugsa þá, en þau hin vildu það ekki. Ég vildi segja eitthvað, ég vildi nota þessa aðstöðu til að segja eitthvað og benda á ákveðna huti sem ailir geta verið sammála um að eru rangir. Og seinna á meðan ég var fram- kvæmdastjóri RIó (i 2 ár), var ég alltaf að reyna að fá þá til að segja eitthvað, en það gerðisc ekki fyrr en Jónas Friðrik kom i spilið, þá lagði hann þeim orð i munn. Hann kom til um það bil ári eftir að ég byrjaði með þeim. Jónas býr nú á Raufarhöfn og semur enn af fullum krafti. Og einmitt núna I haust og i kringum áramótin, þá ætluðum við Jónas og Gústi og Óli Þórðar áð gefa út ljóðabók eftir Jónas Friðrik, en svo þegar ég fór að vinna með Pelican, leggja peninga i nýju plötuna o.s.frv., þá átti ég bara ekki fyrir þvi, þannig að það hefur ekkert orðið úr þvi ennþá. Ég veit ekki hvað verður, en Jónas á það skilið að það komi út eftir hann metsölubók. Blaðamennska — Saga Hljóma Nú, Nútimabörn hættu vorið 1969. Um veturinn fór ég á námskeið i blaðamennsku sem Blaðamannafélag tslands hélt. Það tók þrjá mánuði og þegar námskeiðið var hálfnað, hætti ég i Nútimabörnum. í gegnum sjón- varpsþættina kynntist ég Andrési Indriðasyni, sem ég á mikið að þakka, og þegar námskeiðið var nýlega búið þá hringdi Andrés I mig og sagðiVikuna vanta blaða- mann yfir sumariö: væri ég ekki til I það? Ég sagði náttúrlega jú alveg i hvelli. Þá hafði ég ekkert unnið viö blaðamennsku sem heitið getur, en lengi haft áhuga og daginn eftir fór ég og talaði við Sigurð Hreiðar, sem þá var ritstjóri Vikunnar. Við töluðum saman um stund og svo sagði hann: „Jæja hvað viltu fá i kaup?” Sama kvöld er bankað upp heima hjá mér og fyrir utan stendur maður og spyr: „Ert þú Ömar?” „Já”, sagði ég. „Ég heiti Einar Sveinsson”, sagöi hann, London Wainwright III „Unrequited" (Columbia) Unrequited (óendurgoldift) er fimmta platan frá London Wainwright III. Hann náói fyrst verulegum vinsældum meó lag- inu „Dead Skunk in the Middle of the Road” sem var á þriðju plötunni. „Un- requited” er einhver sú ferskasta plata sem ég hef heyrt langa lengi og er auk þess afar létt. A hlíö eitt er lag sem heitir „The Lowly Tourist” sem er reggae lag (likt og „Mother & Child Reunion” — Paul Simon) og er hreint afbragó. Textinn I Kings and Queens er svartur húmor, en hann bregóur honum afar oft fyrir sig. Lagió nýtur frábærra hæfileika Richard Greene (fiólu) og Klaus Voorman (bassa). Loudon minnir all oft á Alan Hull, fyrrum söngvara Lindisfarne, sem nú eru hættir, einnig kemur fyrir aó hann minni á Donovan. Hliö 2 er hreint meistaraverk á sinu sviöi. Hún er tekin upp á konsert og hann er þar einn sins liðs með kassagitarinn sinn. „On the Rocks” lýsir á skemmtilegan hátt brösóttu sambandi karls og konu, „Guru” er gamansamt lag fyrir þá sem finnst Jesúbamabyltingin o.s.frv. vera broslegur brandari, — besta lag plötunnar (er þaö ekki sama lagið og I kók-auglýs- ingunni, „I’d like to teach...”?). Mr. Guilty hefur nokkumveginn sama tema og „On the Rocks” og „Kick in the Head". „The Untitled” er eiginlega sama lagiö og lagiö hans Donovan, „Little Tin Soldier”, nema þab er svo sannarlega kominn nýr texti. „Unrequited to the Ntd. Degree" nýtur frábærrar aöstoðar gest- anna i Bottom Line, en þar var hliö 2 tekin upp, stórkostlegt. Einnig er „Rufus is a tit man” bráðskemmtilegt. (Rufus heitir eins árs gamall sonur Loudons!) Ferskasta „live” plata siöan „Arlo” og „Alice’s Restaurant”. Bestu meömæli. Mahavishnu Orchestra — „Visions of emerald beyond” (Columbia) „Visions of the Emerald Beyond” er fimmta plata Mahavishnu Orchestra, eða öllu heldur önnur plata Mahavishnu Or- chestra II. John McLaughlin leysti upp fyrri hljómsveitina fyrir um þaö bil ári siban og endurnýjaöi meö lltt þekktari og fieiri tónlistarmönnum. Fyrri platan „Apocalypse”, sem mig minnir aö hafi notið upptökustjórnunar George Martin, náöi ekki nándar nærri vinsældum platna fyrri hljómsveitarinnar en meö þessari ætti hljómsveitin aö ná sér á strik. Tónlistin er a 11 blönduö og stefnan aö minu áliti reikul. Hér koma saman jass-, rock-, soul- og klassiskir tóniistarmenn og reyna að skapa nýja sameiginlega tónlist. Strax i fyrsta laginu eru þrir hljóöfæra- leikarar mest áberandi, John McLaughi- in, gitarleikari, sem er aö margra áliti talinn besti gitarleikari í heimi, Michael Walden, trommuleikari, sem er reglulega skemmtilegur þegar hann tekur hrööu kaflana meö McLaughlin og Jean Luc Ponty, fiðluleikara. Ponty hefur áöur leikið meö Frank Zappa auk þess aö hafa gefiö út fjölda hljómplatna undir eigin nafni. Hann á aö minu áiiti bestu kaflana á þessari plötu. A hliö eitt eru, aö minu áliti, bestu lög plötunnar. Eternity’s Breath 1 og 2 eru myndræn lög sem mynda eina heild. Lila’s Dance er aö minu áliti þaö besta á piötunni auk Pastoral og Faith. Eitt iag i viöbót er á hlið 1, Can’t Stand Your Funk, sem er funk lag, og segir þaö sem ég vildi sagt hafa. Hlið 2 er mun lakari, byrjar á Cosmic Strut, lag eftir trommuleikara samiö fyrir trommuleikara. If I Could See failegt smálag meö kvenrödd. Earth Ship minnir nokkuö á Traffic (I lágpunkti), Pegasus og Opus I eru Ijúf en ekkert meira. On the Way Home to Earth er full hávaðasamt, en samt gott. Þetta er plata sem er nauösynleg fyrir þá sem hafa á- huga á aö hlusta á tónlistarmenn sýna hæfileika sina i hraða, einleik, og stund- um hreinni fegurö, samanber Ponty I Pasterol. „viltu skrifa fyrir mig bók?”. Einar þessi rak fyrirtæki sem hét Handbækur sf, hann hélt seinna meir popphátiðina miklu i Laugardalshöllinni ’69, þegar Björgvin Halldórsson var kjörinn poppstjarna ársins. — Nú hann var með hugmynd um að skrifa bók um Hljóma, og hafði safnað töluverðu efni, mörgum myndum og svo var hann með mikið úrklippusafn sem Erlingur Björnsson átti. Daginn eftir fórum við til Kefla- vikur, heim til Rúnars Július- sonar, og þar var byrjaö að skrifa bókina. Eftir þrjár vikur var ég búinn! Bókin spannaði timabilið frá upphafi Hljóma ’64. Þegar ég var u.þ.b. hálfnaður við vinnuna var ég staddur i Silfurtunglinu, þar sem Hljómar eöa Flowers voru að æfa, þá sagöi Gunni Þórðar við mig: „Þetta þýðir ekkert, við erum hættir”. Þetta var um mánaðamótin mai-júni 1969, minnir mig. Þá voru þau fimm með Shady og Trúbrot var að fæðast. Bókin kom út 29. júni 1969, Það sama kvöld spiluðu Hljómar sitt siðasta ball i Glaumbæ, mjög eftirminnilegt og stórskemmtilegt. A tveimur eða þremur vikum seldust 2500 eintök af 5000 prent- uöum. Við Einar höfðum gert með okkur samning um hvað ég átti aö fá borgað, en ég er ekki farinn að fá krónu ennþá. Skitt með það, en mér þótti það sárast, að nokkrum mánuðum seinna sá ég i blaði, að á opinberu uppboði voru seld þau eintök sem eftir voru af bókinni, 2500 eintök fyrir 900 krónur. Allavega reiknuðust það 30 aurar á stykkið. Það þótti mér dálitið leiðinlegt, þvi þá átti ég enga bók og á ekki enn og veit ekkert hver keypti bækurnar og ekki neitt neitt! Aftur á móti þyk- ir mér alltaf vænt um þetta verk- efni og er frekar hreykinn af þvi. En svo hélt Einar popphljóm- leikana og borgaöi heldur aldrei neinum fyrir það og stakk af úr landi sömu nótt meö töluvert af peningum til San Salvador og er þar enn. Nám í Svíþjóð og Bandríkjunum Ég hafði byrjað á Vikunni 1. júni 1969 og var þar út sumariö og var ráöinn upp á það. En seinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.