Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. apríl 1975. Guömundur Jónsson, framkvæmdastjóri útvarpsins tekur viötal við konu á Akranesi. HINIR SKÖRPU SKÝRENDUR Þessa dagana, þegar þjóöfrelsisherir i Vietnam vinna hvern stórsigurinn á fætur öðrum á herjum stjórnarinnar í Saigon, velta menn fyrir sér raun- verulegum ástæðum' af- hroðs Saigon-hersins. Bandariska heimildamyndin frá NBC sem sjónvarpið sýndi i páskavikunni, sýndi nokkuð vel, hvernig bandarikjamenn flæktust i þessu striði. Það var verulegur fengur að þessari mynd.-sem sýnd var i tveimur hlutum, en eigi að siður lætur hún mjög mörgum spurningum ósvarað — og enn undrast maður sérkennilega af- stöðu bandarikjamanna til mál- efna austur þar. Myndin sýndi ljóslega, hvernig Kennedy i fádæma fávisku um málefni Indókina, blint trúaður á útþenslu „alheims- kommúnismans” æddi á stað út i það fen sem bandarikinmenn ætla seint að komast upp úr. Þeir bandarisku blaðamenn sem heimildamvndina unnu kunnu til verka, og nú gátu þeir notfært sér þær upplýsingar sem fyrir nokkru lagu á borðinu vegna Pen t agon-sk ja ia nna . Það er svo aftur skritið, hve blaðamennirnir sjálfir virtust leggja undarlegan skilning i það sem þeir sögðu, hvernig þeir ein- blindu á einstaka menn og þýð- ingu þeirra i atburðakeðjunni, hvernig þeir imynduðu sér, að striðið hefði farið öðru visi, ef Diem-stjórnin hefði farið að ráð- um Kennedy-stjórnarinnar um takmarkaðar þjóðfélagsumbæt- ur. Hvað um það — rnyndin var fróðleg, næstum eins fróðleg og umræðuþáttur islenskra frétta- skýrenda i ..Heimshorni” á þriðjudaginn var. Þar kom ber- lega fram, hve fáeinar mannvits- brekkur geta svipt hulu van- þekkingarinnar frá augum sjónvarpsglápara og komiö VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærði'r miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smiðaðar eftir beiðni. CLUGGAS MIÐJAN Slðumújo 12 - Sími 38220 mönnum i skiining um atriði sem áður virtust svo torskilin. Fyrsti fréttaskýrandi byrjaði þáttinn á þeirri krefjandi spurn- ingu, hvers vegna i fjandanum þetta væri svona erfitt: 1. fréttaskýrandi: Hvers vegna gengur (okkur) svona illa? 2. fréttaskýrandi: Það er senni- lega af þvi, að svokölluð vietnamisering striðsins hefur mistekist. 3. fréttaskýrandi: Já, en svo má benda á það, að nú er svo mik- ið af rússneskum skriðdrekum i Vietnam. 4. fréttaskýrandi: Já já. Og svo taka Norðanmenn þau vopn sem sunnanmenn fleygja frá sér á flóttanum. 1. fréttaskýrandi: En það vekur furðu, að fóíkið flýr undan þjóð- frelsishernum. Hvers vegna flýr ekki fóikið til norðurs? 2. fréttaskýrandi: Ja, það stafar sko af þvi að her norðan- manna kemur úr norðri og fólkið flýr varla á móti hernum. Það flýr i burtu frá bardögunum, en stefnir ekki beint i þá. 1. fréttaskýrandi; Já! 2. fréttaskýrandi: Ég hef ekki trú á að herlið þjóðfrelsisaflanna taki Saigon. Þar munu leifar stjórnarhersins safnast saman og verjast af meiri hörku... en vitan- lega er borgin i hættu, og senni- lega fellur hún. Næsta vika. Sjónvarpsáhorfendur eiga væntanlega von á ámóta fræðandi þáttum og þessi var i næstu viku, Heimshorn verður á dagskrá á þriðjudaginn aftur, en sá þátt- urinn sem flestir biða sennilega eftir með mestri eftirvæntingu, er þáttur Guðmundar Jónssonar, ,,Á ferð og flugi”. Guðmundur er sem kunnugt er framkvæmdastjóri út- varpsins, og það hefur oft sýnt sig undanfarin ár, hve mikill styrkur útvarpinu er að þvi að hafa menn eins og Guðmund i vinnu. Á daginn er Guðmundur hinn alvar- legi og strangi embættismaður, en á kvöldin bregður hann sér i gervi hins léttlynda spyrils, mannsins sem rýkur út um allar jarðir með hljóðnemann og spyr leifurfyndinna spurninga og veitir öllum hina bestu skemmtun ásamt ögn af fróðleik með. Þetta aukastarf Guðmundar er nú væntanlega tilkomið vegna þess að Rikisútvarpið á í fjár- hagserfiðleikum, Guðmundur fær varla krónu fyrir þættina — ella léti hann einhverjum dýrum skemmtikrafti eftir að sjá um þetta litilræði. Aðrir dagskrárliðir sem vert er að benda sérstaklega á, er sjónvarpsupptaka frá jasshljóm- leikum i Bandarikjunum, þar sem þeir koma fram m.a. Duke Ellington og Sammy Davies jr. Þessi jass-þáttur verður á miðvikudagskvöldið, og það kvöld verður lika sýnd sænska sjón varpsmy ndin , „Hver er hættulegur”, en þessi mynd er leikin heimildamynd sem fjallar um afbrot og afbrotamenn. um helgina S /unnudagur 18.00 Stundin okkar. 1 þessum þætti verða sýndar teikni- myndir um Onnu litlu og Langlegg, Robba eyra og Tobba tönn. Islenskur drengur, Kristján Bahadur, sem búsettur er i Nepal, segir frá lifinu i Himalæja- fjöllum, og sýndar verða ljósmyndir af honum og félögum hans. Farið verður i skoðunarferð upp á Esju, og loks verður sýndur fyrsti þátturinn i nýrri tékkneskri framhaldsmynd um ösku- busku. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Á ferð og flugi. Spurningaþáttur, kvik- myndaður á Akranesi. Spyrjandi Guðmundur Jónsson. Umsjónarmaður Tage Ammendrup. 21.20 Janus. Fræðslumynd um varðveislu gamalla bygg- inga, gerð að tilhlutan Evrópuráðsins i tilefni byggðaminjaársins. Inn- gangsorð flytur Þór Magnússon, 22.00 Einhverntima verður Danmörk frjáls. Sjónvarps- leikrit eftir Erik Knudsen, byggt að hluta á atburðum úr sögu Danaveldis. Leik- stjóri Carlo M. Pedersen. Aðalhlutverk Pouel Kern, Louis Miehe-Renard, Ingo Wentrup og Henning Paln- er. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. Þetta er söng- leikur i léttum tón og gerist við dönsku hirðina á fyrri hluta 19. aldar. Á þeim tima taka ýmsir hugsjónamenn upp baráttu fyrir auknu frelsi og réttindum þegn- anna, en Friðrik konungur sjötti vill engu fórna af sinu skefjalausa valdi. (Nord- vision—Danska sjónvarp- ið). 23.00 Að kvöldi dags.Sr. ólaf- ur Skúlason flytur hug- vekju. 23.10 Dagskrárlok. mánucJogiif 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 26. þáttur. Allt er i heiminum hverfult. Þýðandi óskar Ingimarsson. Efni 25. þátt- ar: James hefur bjargað mannlausu skipi og fært það til hafnar með ærnum kostnaði og fyrirhöfn. Björgunarlaunin eiga að vera þriðjungur af sölu- verði, en brátt kemur i ljós, að tryggingafélagið sem á að annast sölu skipsins, ætl- ar að selja það langt undir sannvirði, til þess að spara björnunarlaunin. Þessi sala er aðeins til málamynda, en seinna á Daniel Fogarty að fá skipið á mun hærra verði. James kemst að þessu. Hann fer á uppboðið og kaupir skipið á háu verði. Meðan hann er i þeirri ferð, veikist Anne. Hún er þung- uð, en heimilisstörfin verða henni um megn. Hún missir fóstrið, og ættingjarnir áfellast James fyrir að eyða fé i skipakaup i stað þess að búa konu sinni þægilegra heimili. 21.30 íþróttir. Myndir og frétt- ir frá iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 22.00 Skiiningarvitin. Sænskur fræðslumyndaflokkur. 5. þáttur. Ilmskynið. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision—Sænska sjónvarpið). 22.35 Dagskrárlok. um helgina /unnudogur 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Prestvigslumessa i Dómkirkjunni. (Hljóðrituð á skirdag). Biskup Islands vígir Ólaf Odd Jónsson cand. theol. til Keflavikur- prestakalls. Vigslu lýsir séra Garðar Þorsteinsson prófastur. Vigsluvottar auk hans: Séra Björn Jónsson og séra Garðar Svavarsson. Séra óskar J. Þorláksson dómprófastur þjónar fyrir altari. Hinn nývigði prestur predikar. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Jón Guðmundsson iærði og rit hans. Einar G. Pét- ursson cand. mag. flytur sfðara hádegiserindi sitt. 14.00 Staldrað við á Eyrar- bakka; —fyrsti þáttur.Jón- as Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Umræðuþáttur um fóst- ureyðingar og ákvörðunar- rétt konunnar. Stjórnandi: Árni Gunnarsson frétta- maður. Þátttakendur: Ell- ert Schram alþingismaður, Guðmundur Jóhannesson læknir, Vilborg Harðardótt- ir blaðamaður, og Jón G. Stefánsson læknir. 17.25 Unglingahljómsveitin I Reykjavik leikur i útvarps- sal. Stjórnendur: Páll P. Pálsson og Stefán Þ. Stephensen. 17.40 Otvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdöttur.Sigrún Guðjóns- dóttir les sögulok (12). 18.00 Stundarkorn með sópransöngkonunni Sylviu Gres/ty. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Þórður Jóhannsson. 19.45 Pianókonsert i Es-dúr (K-482) eftir Mozart. Sin- fóniuhljómsveit íslands leikur i útvarpssal. Einleik- ari og stjórnandi: Vladimir Ashkenazý. 20.25 Þáttur af Ólafi Tryggva- syni Noregskonungi. Aðal- höfundur efnis: Oddur Snorrason. Siðari hluti: Frá valdatima Ólafs i Noregi, kvennamálum og falli. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson taka saman. Les- arar: Óskar Halldórsson og Dagur Brynjúlfsson. 21.25 Kórsöngur. Svend Saaby kórinn syngur danska söngva. 21.45 Einvaldur I Prússlandi. Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri flytur fyrsta erindi sitt: Ætt og uppruni Frið- riks mikla. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dansiög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. mQAudciguf 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari, (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. lands- málabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Grimur Grimsson flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells i þýðingu Mar- teins Skaftfells (6). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnaðarþáttur kl. 10.25: Magnús Sigsteinsson ráðunautur talar um bygg- ingarmál bænda. íslenskt mál kl. 10.40: Endurtekinn þáttur dr. Jakobs Bene- diktssonar. Morguntónleik- ar kl. 11.00: Suisse Rom- ande hljómsveitin leikur „Leiki”, balletttónlist eftir Debussy/ Régine Crespin syngur „Shéherazade”, þrjá ljóðasöngva eftir Ravel/ Colohne-hljómsveit- in i Paris leikur „Karnival dýranna” eftir Saint-Saéns. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlistartimi barnanna. Ólafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson rektor flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Steinunn Finnbogadóttir talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.25 Blöðin okkar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 Heilbrigðismál: Heimilislækningar, V. Bergþóra Sigurðardóttir læknir talar um ókosti rúm- legunnar. 20.50 Á vettvangi dómsmál- anna. Björn Helgason hæstaréttarritari flytur þáttinn. 21.05 Tónlist eftir Sigurð Þórðarson. Karlakór Reykjavikur flytur þrjá þætti úr Hátiðarmessu. Ein- söngvarar: Guðmundur Jónsson og Kristinn Halls- son. Sigurður Þórðarson og Páll P. Pálsson stjórna. Fritz Weisshappel leikur á pianó. — Guðmundur Jóns- son flytur formálsorð. 21.30 Utvarpssagan: Banda- manna saga.Bjarni Guðna- son prófessor les fyrsta lest- ur af þremur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Byggða- mál. Fréttamenn útvarps- ins sjá um þáttinn. 22.45 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.