Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6, apríl 1975. Sunnudagur 6. aprfl 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 1* VÉLSKÓLI ÍSLANDS SÓTTUR HEIM Andrés Guöjónsson, skólastjóri Vélskóla tslands Jón Hassing, kennari sýnir Kára Gunnarssyni rétt handtök viö „lóöari” og gerö trektar. Magnús A. Gunnarsson rennir öxul meö hjámiöju I einum rennibekk skólans. Nemendur þriöja stigs I raffræöitima hjá Eggerti Gauti Gunnarssyni VERKMENNTUN HEFUR BATNAÐ Vélskóli Islands hefur verið mjög til umræðu í vetur, og nú upp á síðkastið vegna þess f ramtaks kenn- ara og nemenda skólans, að mæla og stilla upp kynditæki víða um land, og hef ur þessi verknaður þeg- ar sparað ótaldar krónur í kyndingu margra húsa sem að sjálfsögðu þýðir svo aukinn sparnað á blessuðum gjaldeyrinum. í vetur eru 290 nemendur starfandi í Vélskólanum í Reykjavík og í deildum skólans, sem starfandi eru á Akureyri, ísafirði og Siglufirði er 51 nemandi. Kennarar við skólann í Reykjavík eru 34 með skólastjóra, þar af 20 fast- ráðnir. Vélskóli íslands hefur aðsetur í Stýrimannaskól- anum ásamt Sjómanna- skólanum og Hótel- og veit- ingaskólanum. Skólinn verður sextugur í ár, stofn- aður 1915. Núverandi skólastjóri er Andrés Guð- jónsson. Inntökuskilyrði Andrés sagði blaðamanni að inntökuskilyrði væru fremur væg i Vélskólann. Þrátt fyrir það þreyta mun fleiri inntökupróf, en ná þvi eins og gerist og gengur. Vélstjóranámið skiptist i f jögur stig, og lýkur námi á hverju stigi með mismiklum atvinnuréttind- um. Inntökuskilyrði til náms á fyrsta stigi eru þau, meðal ann- ars, að umsækjandi hafi náð 17 ára aldri og æskilegt er að hann hafi lokið gagnfræðaprófi, en það er þó ekki skilyrði. Andrés sagði, að þeir hefðu verið að biða eftir grunnskólalögunum áður en þeir vildu fara út i breytingar á inn- tökuskilyrðum 1. stigs. Til þess að hefja nám á þriðja og f jórða stigi þurfa nemendur að hafa lokið námi annars stigs með framhaldseinkunn, en þrenns- konar einkunnir eru ráðandi, þeas. falleinkunn, einkunn sem veitir starfsréttindiog framhalds- einkunn til frekara náms. Til þess að hefja nám á öðru stigi þarf umsækjandi að vera orðinn 18 ára og hafa lokið námi .fyrsta stigi með framhaldseink- unn, eða öðlast tveggja ára reynslu i meðferö véla eða i véla- viðgerðum og standast inntöku- próf i nokkrum greinum. Einnig er hægt að hefja nám á öðru stigi ef umsækjandi hefur lokið prófi frá verknámsskóla og hefur auk þess hlotið amk. 6 mánaða reynslu i meðferð véla og stenst verklegt inntökupróf I vélfræði. Þá fá sveinar i vélvirkjun inn- göngu til náms á öðru stigi án inn- tökuprófs. Nám frá öðrum skólum er tekið til greina i einstökum námsgrein- um, ef skólastjórn sýnast próf- kröfur hafi verið fullnægjandi. Heimavist og mötuneyti Á neðstu hæð Stýrimannaskól- ans, þar sem Hótel- og veitinga- skólinn starfar, er rekið mötu- neyti fyrir Vélskólann og Stýri- mannaskólann. Þá hafa nemend- ur Vélskólans rétt til að nota heimavist þá sem rekin er á efstu hæð hússins, en skólastjóri sagði að mjög mikill hluti nemenda væri utan af landi. Af skynditaln- ingu i Vélsimanum, simaskrá, sem nemendur skólans gefa út, taldist undirrituðum til, að 111 nemendur skólans væru utan af landi, en eins og áður segir eru nemendur hér i Reykjavik 290. Rennir þetta stoöum undir þá Magnús Karlsson kennir nemendum á fyrsta stigi eitt og annaö i vélfræöi. Guöjón Jónsson, fagstjóri viö eitt þeirra tækja, sem finna má I rafmagnsdeildinni og blaöamaöur hefur ekki hugmynd um hvernig virkar. vik og i Neskaupstað. Andrés sagði, að þótt greinilegt væri að þörf væri fyrir að setja á stofn fleiri deildir úti á landi, en nú eru stafandi, þá yrðu menn á þeim stöðum, sem slikar deildir vildu fá, að leggja talsvert að mörkum, þvi þeim yrðu ekki færðar slikar deildir á silfurbökk- um. 1 þeim deildum sem starfandi eru úti á landi fer fram kennsla fyrsta og annars stigs. Verkmenntunarskólar Andrés kvað framtiðina liklega verða þá, að úti á landi yrðu stofnaðir verkmenntunarskólar og myndi þá Vélskólinn starfa i mjög nánum tengslum við þá, enda væri slikt mjög skynsamlegt vegna þeirrar nýtingar, sem þannig fengist á tækjum og að- stöðu allri. Sagði Andrés að visir að slikum skóla væri starfandi á ísafirði undir stjórn Aage Steinssonar, rafveitustjóra. Þar vinna saman undir einni yfirstjórn iðnskóli, tækniskóli, stýrimannaskóli og i nánu samstarfi við menntaskól- ann á staðnum. Ætlunin var að byggja nýtt hús- næði fyrir Vélskólann á Akureyri, á lóð iðnskólans þar, og i nánu samráði við hann, en fjárveiting fékkst ekki til þess. Atvinnuréttindin Kristján Pétursson tekur leiösögn kennara sins, Hreins Haraldssonar 1. stig.Sá sem lokið hefur vél- stjóranámi 1. stigs, fær þegar i stað réttindi til að vera yfirvél- stjóri á fiskiskipi með 51—250 hestafla vél og undirvélstjóri á fiskiskipi með 251—500 hestafla vél. Að loknum 12 mánaða starfs- tima öðlast hann rétt til að vera yfirvélstjóri á fiskiskipi með 251—500 hestafla vél. 2. stig.Sá, sem lokið hefur vél- stjóranámi 2. stigs, hefur auk framangreindra réttinda, rétt til að vera undirvélstjóri á fiskiskipi með 251—1000 ha. vél. Að loknum 6 mánaða starfstima öðlast hann rétt til aö vera yfirvélstjóri á fiskiskipi með 251—500 ha. vél. Að loknum 12 mánaða starfstima sem undirvélstjóri á skipi með 501—1000 ha. vél, öðlast hann rétt til að vera yfirvélstjóri á fiski- skipi með 501—1000 ha. vél og flutningaskipi með allt að 800 ha. vél. 3. stig.Sá, sem lokið hefur vél- stjóranámi 3. stigs, hefur auk framangreindra réttinda rétt til að vera undirvélstjóri á fiskiskipi meö 251—1800 ha. vél, á flutninga- skipi með allt að 1500 ha. vél og farþegaskipi meö allt að 1200 ha. vél. Að loknum 18 mánaða starfs- tima sem undirvélstjóri á skipi með 1001—1800 ha. vél öðlast hann rétt til að vera yfirvélstjóri á fiskiskipi með 1001—1800 ha. vél og flutningaskipi með 801—1500 ha. vél. Jafnframt hlýtur hann rétt til undirvélstjórastarfa sem 3. eða 4. vélstjóri á fiskiskipi með stærri vél en 1800 ha., á flutninga- skipi með stærri vél en 1500 ha. 4. stig. Þetta námsstig verður þvi aöeins grundvöllur sérstakra atvinnuréttida, að nemandinn hafi einnig lokið sveinsprófi i vél- virkjun. Vilji nemandi, sem lokið hefur vélstjóranámi 2., 3. eða 4. stigs, siðar taka sveinspróf i vél- virkjun, á hann rétt á styttingu verklegs námstima i vélvirkjun vegna smiðanáms i Vélskólanum og annarrar starfsreynslu. Einn- ig á hann rétt á undanþágu, að meira eða minna leyti frá námi og prófum i iðnskóla vegna náms- ins i Vélskólanum. Um atvinnu- réttindi er að öðru leyti visað til laga um atvinnuréttindi vélstjóra á islenskum fiskiskipum frá 3. mai 1966. Stytting iðnnáms Hafi nemandi lokið prófi frá Vélskóla Islands og vilji siðar taka sveinspróf, gilda eftirfar- andi reglur um styttingu náms- tima hans: Kennarar Vélskólans fá sér kaffidreitil I friminútum. umsögn skólastjórans, að mikil þörf væri á vélskóladeildum viða úti um land. Vélskóladeildir Fyrir deildunum þremur, sem áður voru taldar upp og starfandi eru úti á landi eru forstöðumenn, en Andrés er skólastjóri allra deildanna, og yfir þeim öllum er sama skólanefnd og Reykjavik- urdeildinni. Fyrir gos var starfandi deild frá skólanum i Vestmannaeyjum, en hefur þó ekki verið komið af stað aftur siðan, en fullur hugur á þvi. í ráði mun vera, að stofna deildir frá skólanum á Höfn i Hornafirði og Ólafsvík. Þá hefur orðið vart áhuga fyrir þvi að setja á stofn deildir á Akranesi, i Kefla- 1) Meta skal verknám vélstjóra til styttingar iðnnáms sem hér segir: a) Heimilt skal að stytta verknám vélstjóra, sem lokið hafa 1. stigi um 6 mánuði i málm- iðnaðargreinum. b) Heimilt skal að stytta verknám vélstjóra sem lokið hafa 2., 3., og 4. stigi um 3 Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.