Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. aprfl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagið Ilalló þið! Ég byrja þáttinn i dag með þvi að þakka ykkur fyrir bréfin, sem þið hafið sent mér að undanförnu. Og i dag ætla ég að verða við ósk Bjarna Sigurðarsonar frá Húsavik. Hann biður um „Varðbergssöng”. Lag og ljóð eru eftir Böðvar Guð- mundsson og eru á plötunni ÞJÓÐHÁTÍÐARLJÓÐ 1974, sem út kom i fyrra á sjálfu þjóðhátiðarárinu. Nú hef ég látið ykkur hafa nokkur þvergrip og ættuð þið að geta notað þau til að spila þau i annarri tóntegund. DÆMI: eins og F á I-bandi eru F á II-bandi G á Ill-bandi, G(is) á IV-bandi, A á V-bandi o.s.frv. Eins og B á I-bandi eru H á II-bandi, C á Ill-bandi, C is) á IV-bandi, D á V-bandi o.s.frv. Eins og C7 á I-bandi, D á V-bandi o.s.frv. Eins og C7 á I-bandi eru C (is) 7 á II-bandi D7 á III- bandi, D(is) 7á IV-bandi, E7á V-bandi o.s.frv. Eins og F7 á I-bandi eru F(is) 7 á Il-bandi, G7 á III-bandi.G(is) 7 á IV- bandi, A7 á V-bandi o.s.frv. Það er ekki gott að segja hvað þeir eru að spjalla um þremenningarnir, en I gær voru verkfallsmál sjómanna vlða efst á baugi. Þessi skemmti- legu mynd tók Sigurdór I miðbænum. Éger ekki bókhalds- prófessor Hr. ritstjóri. t forystugrein blaðs yðar i dag er sagt, að ég sé ,,bók- haldsprófessor viðskiptadeildar- innar”. Ég kenni ekki bókhald i Viðskiptadeild Háskólans. Sú kennsla er i ágætúm höndum Valdimars Hergeirssonar viðskiptafræðings. Ég kenni stúdentum i fyrra hluta almenna rekstrarhagfræði og stúdentum i siðari hluta fiskihagfræði, sem ég hóf kennslu i, þegar ég tók aftur við störfum við Háskólann, og grein, sem nefnist. Fyrirtækið og þjóðfélagið, og lengi hefur verið 'kennd. Þá segir i forystugreininni: „Gylfi Þ. Gislason fann upp sölu- skattinn”. Þetta er ekki rétt. Söluskattur var ekki einu sinni fundinn upp á íslandi. Fyrstu lög um söluskatt hér á landi eru frá árinu 1947, en áður höfðu verið i gildi hliðstæö lög um veltuskatt. Meðþökk fyrir birtinguna. Gylfi Þ. Glslason c F Stöndum á varðbergi Varðbergsmenn G C G7 vestræna samvinnu reynum enn, C F þrátt fyrir örlitil örðugheit G C eins og i Chile og Watergate, C C7 F þrátt fyrir sprengjunnar þrumugný, G C G7 þrátt fyrir Grikkland og Wounded Knee, C F þrátt fyrir íra i úfnum ham, G7 C Eykon og Moggann og Vietnam. Vonandi hallast i vesturátt vinstristjórnin og þjóðin brátt, þá verður Keflavlk Kanabær kyrr eins og hún var I dag og I gær, þrí þrátt fyrir axarsköft yfrið stór og ýmislegt, sem i vaskinn fór og þrátt fyrir allt, sem var aldrei gert er okkur samstarfið mikilsvert. Biðjum svo drottin um Nixonsnáð, nafn hans sé meðoss ilengd og bráð, þrátt fyrir örlitil örðugheit eins og i Chile og Watergate, þrátt fyrir sprengjunnar þrumugný, þrátt fyrir Grikkland og Wounded Knee, þrátt fyrir íra i úfnum ham, Eykon og Moggann og Vietnam. C7- hljómur c ) © —(&)— i i T-band JT-bcxod Tu-bqnd B? ÖQnc/ S-banoí © C~hLjomur F-/-,(iomur Q-h(jómur G.7- híiómur 'I---------------------- m D C ( D< K 5 ©© (KD Y © é> Við bjóðum yður nytsamar vörur til FERMINGARGJAFA: Skatthol, snyrtikommóður, kommóður í ýmsum stærðum, skrifborð, svefn- bekkir, stakir stólar í mörgum gerðum o. fl. o. fl. VERZLIÐ AAEÐAN VERÐIÐ ER LÁGT Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað d laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.