Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 6. aprfl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Mér leiöist ef ég geri ekkert” part sumars urðu ritstjóraskipti, og Gylfi Gröndal tók við. Þá var mér boðið að vera áfram, sem ég þáði með þökkum og var þar alveg til vors ’72, þrjú ár, og likaði mjög vel. Ég skrifaði þar vitt og breitt, var i viðtölum, greinum og þýðingum, og svona hinu og þessu þýddi t.d. „The Graduate”, og svo var ég með poppþátt, „Heyra má þótt lægra láti”. Nú, og svo var það 1972 að Indriði G. Þorsteinsson sem þá var ritstjóri Timans, bauð mér að koma og vinna á Timanum, þá hafði mig lengi langað á dagblað, svo ég fékk mig lausan frá Vikunni með hálfsmánaðar fyrir- vara og var á Timanum um sumarið, geysilega gaman, enda á kafi i Fisher/Spassky-ein- viginu. Haustið ’72 fór ég til Svi- þjóðar á skóla, sem kenndi blaða- mennsku. Ég lærði sænsku, kynr.tist ágætu fólki og lærði tölu- vert i blaðamennsku, þó ekki i sjálfum skólanum, heldur á kúrsum, sem ég tók utan hans. Ég kom heim um vorið og fór beint á Timann og i einvigisskrifin (Það var helviti .gott núna þegar við vorum úti i Ameriku, þá hitti maður alls kyns fólk sem spurði: Hvaðan eruð þið?”, og við svör- uðum: „Reykjavik”. „Reykjavik”, sögðu þeir þá, „já Fischer, já, já”. Við vorum orðnir dálitið leiðir á þessu og svo þegar einhver sagði enn svona ,,já já Fischer, Spassky, Fischer” spurði Pétur Kristjáns (söngvari Pelican) á móti: „Hvaðan ert þú?” og hinn svaraði: „Ég er hérna frá Ameriku” „O. Watergate!” sagði þá Pétur Um haustið ’73 hafði ég fengið skólapláss i Columbia Graduate School of Journalism i New York, það er liklega besti blaða mannaskóli i heiminum og þaðan fer fólk með meistarapróf, en þar sem ég hafði ekki þennan aka- demiska bakgrunn, sem var nauðsynlegur þá hefði ég ekki fengið meistaraprófið, en gert allt annað eins og hinir. Mér fannst það ekki skipta neinu máli og var tekinn inn sem „special student”. Mér fannst þetta töluverð upp- hefð en rak mig svo á, að þeir vildu fara að kenna mér ameriska blaðamennsku. Blaða- mennska getur aldrei verið annað en endurspeglun á þvi þjóðfélagi sem maður lifir i, maður skráir söguna og svo framvegis, en það er að sjálfsögðu svo gifurlegur munur a amerisku og islensku þjóðfélagi. Mér fannst þetta ein- hvern veginn ekki fara rétt i mig og ég hætti fljótlega. Auk þess er New York stórskaðleg fyrir sál og likama hvers einasta manns. Ég er búinn að fara þangað 4-5 sinnum siðan og mér liður aldrei vel, mér liður iila New York finnst mér þrúgandi og andstyggileg, einhver viðbjóðlegasti staður á jörðinni. Það eina sem ég hef séð og kynnst i New York er skepnu- skapurinn sem þrifst þar. Ég þvældist þó um, áður en ég fór heim, heimsótti vini og kunn- ingja, sem ég hafði eignast þegar ég var þarna ’67 og ’68. Þegar ég kom heim, hafði ég ekkert að gera og var orðinn heldur ruglaður og leið bara djöfull illa, enda hafði ég orðið fyrir slæmum persónulegum áföllum. Frjáls blaðamennska og flokksvaldið Svo var mér boðið á Alþýðu- blaðið, og fannst Alþýðublaðið þá ansi ferskt. Á Alþýðublaðinu var á þessum tima rekin fyrsta og eina frjálsa ritstjórnin hérlendis og þar lærði ég afskaplega mikið. Þar fannst manni maður vera að gera eitthvað, sem skipti máli, en við urðum reyndar fyrir stórkost- legu skitkasti úr öllum áttum. Blaðið var leigt á þessum tima, flokkurinn stjórnaði þvi ekki, og Freysteinn Jóhannsson ritstjóri, hann var ungur og freskur, og við gerðum þarna margt gott. Nú, svo tók flokkurinn við snemma sl. vor, og þetta varð leiðinlegt og svo endaði þetta eins og allir vita, að við urðum að hætta, hreinlega pindir i burtu, fengum ekki borgað. Á meðan islensk blöð og útvarp/sjónvarp eru i klóm stjórnmálaflokkanna eins og nú er undantekningalaus regla, er þýðingarlaust að tala um frjálsa biaðamennsku og frjálsa skoðanamyndun. Sama hvaða flokkur á i hlut. Kratarnir eru varla verri en hvað annað. A Alþýðublaðinu var ég i 13 mánuði, þangað til 1. nóvember siðast liðinn. Framkvæmdastjórn Pelican I september hafði ég tekið að mér að sjá um Pelican að svo miklu leyti sem timi minn og aðstæður leyfðu. Þá hafði ég áður unnið með þeim hljómleikana i ágúst, ég hafði lika farið með þeim til USA i upptökuna á fyrstu plötunni i boði þeirra. Við höfum lengi verið góðir kunningjar og þeir vildu fá mig inn til að sjá um ' framkvæmdastjórnina, þvi að það var orðið þeim alveg óger- legt. Pétur sá aðallega um þessa hluti og hann hafði ekki orðið tima til að stunda æfingar og ekki neitt neitt. Ég sló til, og þegar ég hætti hjá Alþýðublaðinu þá fór ég meira út i þetta og jafnframt fór ég að vinna hjá Ámunda Ámundasyni, en ég hafði áður séð um erlendar bréfaskriftir fyrir hann og samböndi við útlönd. Ég var hjá Ámunda i tvo mánuði, sá um Slade-hljómleikana, jazz-- hljómsveitina sem kom hingað, Kings of Jazz, og gerði svona ýmislegt. Um áramót þá vorum við Pelican ákveðnir i að fara til Ameriku að gera þessa nýju plötu. Möguleikar Pelican á bandariskum markaði Við reiknum frekar með þvi að hún verði gefin út viðar, en hér, allir textar eru á ensku og i þetta skipti finnst mér það út af fyrir sig réttlætanlegt. Fjöldi fyrir- tækja hefur sýnt áhuga, einmitt i Framhald á 22. siðu. Gina og Fidel: konur I minu Iifi? Það fer nú dálitið eftir aðstæðum. V I Gina Lollobrigida heimsækir Castro velkomna. Fór strax vel á með þeim og meðal þess sem Gina spurði að var hlutur kvenna i lifi Fidels, en hann er maður einhleypur eins og kunnugt er. Fidel svaraði heldur svona óljóst: konan, sagði hann, skipar mikinn sess i lifi minu og til- finningaheimi. I hvaða mæli? Það er ekki gott að segja, það fer eftir aðstæðum, eftir augnablikinu. Oft gengur pólitlkin fyrir en svo tekur konan e.t.v. við aftur. Allt i bestu friðsamlegri sambúð. Ginu þótti mikið til lifsþróttar Fidels koma: hann hamast i körfubolta eins og unglamb og er þó 47 ára, og tekst, með herkjum þó, að sigra stúdenta i körfubolta. Hún gefur honum svofellda einkunn: „Hann er einstakur maður. Hjartahlýr, skilningsrikur og afar mannlegur að þvi mér finnst. Hann talar ekki hárri röddu, það er eins og hann hvisli. Mér finnst ég skilja af hverju þjóð hans þykir svo vænt um hann. Ræður hans, sem oft Hann er hjartahlýr Gina Lollobrigida kvik- myndastjarna hefur á undanförnum misserum ,,saf nað" frægu fólki. Helsti vinningur hennar í þessari söfnun er Fidel Castro, sem hún fékk að fylgjast með nokkra daga á Kúbu, og sýndi hann henni skóla og búgarða sem og sjálfan sig í borð- tennis við stúdenta eða í körfubolta við ráðherra og iþróttagarpa. Gina lá nakin við sundlaug húss þess i Havana sem henni hafði verið visað á þegar Fidel kom þar askvaðandi að bjóða hana standa átta eða tiu stundir hafa dáleiðandi áhrif á kúbumenn”. Ginu leist og mætavel á breyt- ingar þær sem orðið hafa á Kúbu undir stjórn Fidels, enda þótt nún nemi ekki að ráði staðar við þær fyrir persónudýrkun sinni. Svo fór, að undir lokin gáfu þau Gina og Fidel hvort öðru armbandsúr með samhljóða áletrun: Með aðdáun. Frá Ginu. Frá Fidel. Þröstur Magnússon Víð höftim reiðaifærin og verkunar- vörurnar Við erum umboösmenn fyrir: Þorskanet frá: MORISHITA FISHING NET LTD. ”lslandshringinn” og aðrar plastvörur frá A/S PANCO Víra frá: FIRTH CLEVELAND ROPES LTD. Saltfiskþurrkunarsamstæður frá A/S RAUFOSS og PYROFABRIKKEN Slægingarvélar frá: A/S ATLAS Loðnuflokkunarvélar frá KRONBORG Fiskþvottavélar frá: SKEIDES MEK. FABRIKKER A/S Pökkunarvélar fyrir saltfisk frá A/S MASKINTEKNIKK F/V Kassaþvottavélar frá: FREDRIKSONS Bindivélar frá SIGNODE Umboðssala fyrir: HAMPIÐJUNA H.F Innflytjendur á salti, striga og öllum helstu útgerðarvörum. .. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.