Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. aprll 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Gert við þak á einni af gróðurhúsatjörnum Gullgeröarstofnunarinnar. Ný tilraun til fæðuöflunar: Gullgeröarmenn búa VISNA- ÞÁTTUR S.dór. Gefa sumir agnar ögn til fisk „úr Tveir bandariskir liffræðingar, John Todd og Wiliiam McLarney, hafa komið sér á fót tilrauna- stofnun sem þeir kalla „Nýju gullgerðarstöðina”. Hér er þó ekki um að ræöa framhald af hinni fornu leit að ráðum til að breyta litt göfugum málmum I gull. Þeir félagar eru að reyna að finna ný ráð til framleiðslu á fæðu þar sem orka vinds og sólar er notuð beint I stað dýrra véla sem brenna oliu eða kolum og reynt er að komast hjá þeirri ofnotkun á á- burði og skordýraeitri sem hefur þegar valdið svo miklum usla. Llffræðingarnir hafa einkum á- hyggjur af þeim vítahring sem mikil notkun skordýraeiturs hef- ur I för með sér. Eitrið stuölar fyrst að mikilli uppskeru, en um leið hrakar jarðveginum og bá verður uppskeran viðkvæmari fyrir sjiikdómum allskonar. Þar með er kallað á enn aukna notkun eiturefna sem drepa skordýr, sýkla og sveppi — og sem enn meir raska þvl jafnvægi sem náttúran vill hafa á hlutunum. Örkin hans Nóa Todd og McLarney hafa unnið að þvi aö smlða „örkina hans Nóa” fyrir landbúnaöinn. Þar með er átt við sjálfstæða fram- leiðsluhringrás eða kerfi, sem nær m.a. yfir gróöurhús, fiski- ræktartjörn, vindmyllu og tæki sem safna hitaorku sólar. Þarna eru þrjár yfirbyggðar fiskatjarn- ir I mismunandi hæð. i neöstu tjörninni eru ýmsar gómsætar fiskategundir. Vatni úr þessari engu” tjörn er dælt með orku frá vind- myllu yfir I sólarhitara og slðan gengur það I gegnum mikið safn skelja, sem innihalda ákveðnar tegundir* af bakterium I efstu tjörninni. Bakterlur þessar hreinsa úrganginn frá fiskinum og breyta honum i nltröt sem not- uð eru sem áburður á þörunga I öðrum hluta þessarar tjarnar. Ekkert til spiliis Slðan er vatnið, sem nú er aukið þörungum, látið renna inn I mið- tjörnina. Hinir örsmáu þörungar sjá þar smákvikindum sem kall- ast vatnaflær fyrir fæðu. Að lok- um rennur þetta vatn, sem nú inniheldur bæði þörunga og flær, niður til fiskanna og ber þannig með sér fullgilda fæðu fyrir fisk- inn sem þar lifir. Ekkert fer til spillis. I gróður- húsaloftinu yfir hinum yfir- byggðu tjörnum eru ræktaðar ýmsar tegundir grænmetis, jafn- vel um hávetur. Plönturnar fá á- burð úr sama vatni og fiskarnir nærast á. Til að vernda uppsker- una fyrir skorkvikindum hafa vlsindamennirnir I staöinn fyrir eitur komið sér upp froskum, köngurlóm og kamelljónum til að halda þeim I skefjum. Fræðimennirnir halda því fram, að aðalfiskatjörnin gefi meira af sér en hinar ágætu tjarnir kínverja. Fordæmi þeirra hefur vakið athygli I Bandarlkj- unum, ekki slst vegna þess að mannvirkin sem notuð eru kosta ekki mikið (2.300 dollara). En of snemmt er að spá um raunhæfa þýðingu sllkra tilrauna. SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Gláptu bara! R.D. Laing heitir heimsþekkt- ur skoskur geðlæknir, sem vill að geðsjúkrahús séu rekin þannig, að allir á sjúkrahúsinu séu einsog ein stór fjölskylda. Og skoðanir hans á geðheil- brigði ber ekki alltaf saman viö það sem flestu fólki finnst, t.d. telur hann mörg þau einkenni fullkomlega eðlileg, sem öðrum finnst bera vott um sjúkleika. Unglingsstúlka var send á geðsjúkrahús af foreldrum sin- um. Hún hafði fyrir sið að stara á vegginn I herberginu slnu tvo til þrjá tima I senn. — En sjálfir sátu foreldrarnir og gláptu sljóum augum á sjón- varp i marga tlma á hverju kvöldi, sagði Laing. Stúlkan hafði hitt á ævafornt ráð til að verja sig áhrifum umhverfisins án þess að sofna. Ég nota oft sjálfur þessa aðferð. En þegar maður gerir eitthvað öðruvlsi en allir aðrir lendir maður strax I vandræðum. Slíkur er sannleikurinn um samfélag okkar. ■ „Látlaust” brúðkaup Lafði Leónóra Grovenor, dótt- ir eins rikasta manns I Breta- veldi, óskaði eftir látlausu brúð- kaupi I kyrrþey þegar hún gifti sig nýlega. Og foreldrarnir urðu viö ósk hennar, — að svo miklu leytisem þeim fannst mögulegt. Meðal gestanna 1400 voru þrjár drottningar, einn kóngur, tveir prinsar og sjö prinsessur auk þess sem bláasta blóð Eng- lands átti þarna slna fulltrúa. Fyrir utan brúðhjónin sjálf beindist athyglin að Elísabetu drottningu, drottningarmóður- inni, Margréti prinsessu, Kon- stantin af Grikklandi og önnu Maríu. Lafði Leónóra, sem er 25 ára gömul, er dóttir hertogans af Westminster, sem á stóran hluta miðborgar Lundúna. Brúðguminn, hinn 35 ára gamli jarl af Lichtenfeld er svosem ekki eignalaus heldur, á m.a. stórt óðalssetur I Chester. Hann var áður umtalaður glaumgosi. Óskin uppfyllt Þegar Nils Lundell I Dalhem á Gotlandi i Sviþjóð fór I vetrarfri setti hann skilaboð handa mjólkurpóstinum á dyrnar: „A ferðalagi. Ekki skilja neitt eftir! ” Við heimkomuna var búið aö bæta við fyrir neðan: „Gert! ” Þjófar höfðu tæmt Ibúðina. Jóhann Sveinsson sendi okkur eftirfarandi vlsu sem hann segir áð sé eftir Helga Sveinsson fyrr- um prest I Hveragerði: Til að öðtast þjóðar þögn þegar þeir aöra véla, gefa sumir agnar ögn af þvl sem þeir steia. Eftir að hafa hlustað á út- varpsumræðurnar frá alþingi á dögunum, þar sem stjórnarliðar hældu sér mjög af tollalækkun á hverskonar feiti til matargerðar varö Hallgrimi Jónassyni að orði: Þeir eru að leysa þjóðarvanda, þegna firra sulti og hrolli. Ótal feiti ótal landa öðlingarnir lækka i tolli Min er ósk — að mestu leyti — metin eftir frónskum siö, að þeir hunda og fótafeiti fengjust til að bæta við. Svo koma hér nokkrar stökur eftir Einar Hjálmar Guðjóns- son. Mammon: Gamli Mammon glottir kalt gegnum timans mistur. Þykist vera okkur allt engu siðri en kristur. Vegur sannleikans Litt er sannleiks gatan greið grjóti og þyrnum falin, er þvi tiðum önnur leiö til annarra staða valin. Dýrtiðin Dýrtiðin er draugur sá er dregur langan slóðann . honum situr ókind á sem allan hirðir gróðann. Strið Hljóta snauöir gas að gjöf gjósa úr hauðri blossar. Fram af dauðans dökkri nöf~ dynja rauðir fossar Iðunn Iðunn litið gerir gagn — þó grynnist tárabrunnar þegar brestur burðarmagn breyskrar samviskunnar. Fégirndin Fégimdin er fingralöng festir góma víða. Lagaákvæði landsins röng lætur hún þingið smiða. Þá ætla ég að skjóta hér inni ráðningum á visugátunum sem við birtum síðast. Ráðningin á visunni sem byrjaði svona — Ég er djarfur mund I manns.... er — pískur — en á hinni visunni er ráöningin — refur —. Þá koma hér nokkrar visur eftir Baldvin skálda: Tunnan spekir hugarhag, harms i reki strauma. A hana tek ég tár I dag til aö vekja drauma. Blómin hrynja blund i sjúk, brim við dynja strendur. Nú er kynja frost og fjúk, féð I brynjum stendur. Þá tilsvörun þekki ég þjóð sem gjörir hæfa: oft eru kjörin undarleg og á förum gæfa. Dal I þröngum drifa stif dynur á svöngum hjörðum. Nú er öngum of gott lif uppi I Gönguskörðum. Þrengjast kjörin mjög að mér, mæðast gjörir lundin. Ég er snörum heimsins hér hreint óvörum bundinn. Andans hækkar huggunin, harms af stækkun skorin. óðum lækkar lifssólin, lúa fækka sporin. Mér hefur fundist fátt I hag falla lundu minni. Kveð ég stundum kaldan brag, komið er undir sólarlag. Linnir aldurs leiði stirt lifs um kalda sjáinn, grafartjald þá geysimyrkt geymir Baldvin dáinn. Þá koma hér þrjár visur eftir Hjörleif Jónsson bónda á Gils- bakka I Skagafirði: Sæti ég lagi, sigldi af gát, sundin æ þótt bláni. Oftast ræ ég einn á bát, árar fæ að láni. t mér búa öfgar tvær, alvara og gaman. En óviðfelldnar eru þær, ef þeim lendir saman. Margir hæla ást um of, ýmsum var hún byröi. Nái hún aðeins upp i klof er hún litils virði. Hér er svo ein visa eftir Dómald Ásmundsson: Heiminn þjakar þetta skass þvi sjást biljón hreysi ágirndar og okurs hlass er hans gæfuleysi. Allir sem hafa gaman af þvi að kveðast á kannast eflaust við hve erfitt getur verið að finna visu sem byrjar á X en nokkuð margar visur eru til sem enda á X eins og til að mynda þessi: Róa skulum Runki minn rikidæmið óðum vex. Gengið hafa i garðinn inn gömul naut og svinin sex. Og þá geta menn svarað með þessum visum til að mynda: X-ið vantar okkur núna bræöur að x-inu verður einatt pex x-ið gerir fjóra og sex. Eða þá þessa: X-ið rara er að sjá eins og besta silkitau Þegar kappar kveðast á kunna þeir að bjóða au. Hér er svo að lokum visa eftir Adolf Petersen sem hann orti eftir að hafa horft á glimu i sjónvarpinu: Endirinn gat Erling glatt Unndórssonur grætur. Ingi glirndi annar datt Essdór reis á fætur. Að lokum vil ég svo biðja rauösokkuna sem ljóðaði Adolf Petersen i siðasta þætti að gefa honum upp nafn sitt, annars segist hann ekki svara. Frumleiki sölutækninnar Sölumennskan er alltaf söm við sig. tbúar Lundúna hafa verlð skelf- ingu lostnir vegna þeirra fjölmörgu sprengjutilreða sem gerð hafa verið á ýmsum helstu verslunargötum borgarinnar, svo sem Picca- dilly, Queenstreet, Regent Street og fleiri þekktum verslunargötum. En sönnum sölumanni hinnar frjálsu samkeppni er slikt aðeins tilefni til frumleika I sölutækni, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem sýnir útsöluauglýsingu I verslun einni I Queenstreet.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.