Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 6. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Steinunn Hrafnsdóttir, Kaplaskjólsvegi 9, Reykjavik, sendi fyrsta bréfið i samkeppnina. Hún sendir sögu og visu um kisu sina og loks fylgir falleg teikning af henni. Kompan þakkar Steinunni kærlega um leið og þið hin eruð minnt á að senda: efni i kisublaðið. Samkeppnin er um: 1. Bestu ljósmyndina af kisu. 2. Bestu teikninguna af kisu. 3. Bestu frásögnina af kisu. 4. Bestu visuna um kisu. Efnið þarf að berast fyrir 20. april. Krakkarnir í Austur- bæjarskóla héldu skemmtun á laugardag fyrir páska. Aðgangur var seldur á 100 krónur. Þau voru að safna handa skólanum til skíðakaupa. Kompan hitti nokkrar stúlkur úr 5. H.Þ., þar sem þær voru að æfa leik- rit á sviði skólans. Leik- ritið heitir Sitt sýnist hverjum eftir Steingrím Arason og er prentað í Samlestrarbókinni. Þetta er borgaralegt stofudrama um kjarna- f jölsky Id una. Jakob Hólmberg stórkaupmað- ur er í þægilegu skapi. Hann leggur frá sér síð- degisblaðið (Vísi) og hon- um dettur í hug að bjóða konunni sinni og börnun- um út að skemmta sér. Auðvitað eiga þau að vera þakklát og vilja fara þangað sem hann vill fara, en sitt sýnist hverj- um. I stað gleðinnar, sem átti að ríkja, fara ung- lingarnir að bítast og slást en f rúin að hágráta. Jakob Hólmberg stór- kaupmaður lokar budd- unni sinni og ákveður að vera heima — f jölskyldan er svo skemmtileg! Leikritið er afar vin- sælt þótt nokkuð sé komið til ára sinna. Það gefur góð tækifæri til leikrænn- ar túlkunar og boðskapur þess virðist enn finna hljómgrunn hjá börnun- um. Kompan: Finnst ykkur ekki gaman að leika? Allar: Jú, jú. Kompan: Æfðuð þið þetta sérstaklega fyrir þessa páskaskemmtun? Allar: Við lékum það fyrstá jólaskemmtuninni í vetur. Kompan: Finnst ykkur úr nógu að velja? Sigrún: Nei, jóað vantar leikrit um það sem raun- verulega er að gerast. Pétur: Kallarðu þetta skemmtun? Skárra er það nú gamanið! Nei, þaö segi ég satt, að þá vil ég heldur rangla upp Ikirkjugarð og setjast á leiðið hennar öinmu minnar. Þau eru öll um Hans og Grétu og einhver ævin- týri. Kompan: Hafið þið leikið i fleiri leikritum? Allar: Við leikum alltaf á jólaskemmtunum. Kompan: Alltaf? Allar: Við byrjuðum sjö ára. Þórgunnur: Ég var fimm ára þegar ég lék fyrst. Það var á skemmt- un sumardaginn fyrsta. Ég lék litinn hund í „Andamamma gekk af stað." Þá var ég í Brák- arborg. Kompan: Fáið þið ekki stundum að fara í leik- hús? Arndis: Ég fer að sjá Coppelíu og hlakka svo mikið til. Elin: Ég sá Karde- mommubæinn. Hinar: Við förum oft. Kompan: Er Karde- mommubærinn besta leikrit sem þið haf ið séð? Flestar: Já. Þórgunnur: Túskild- ingsóperan er besta leik- rit sem ég hef séð. Það verður ekki meira úr samtali, þvi 5. S.M. er kominn og segist eiga sviðið. Við séum að eyða þeirra tíma. GATUR 6. Hvernig getur þú séð þig, þar sem þú hefur aldrei verið, 7. Hver er munurinn á hungruðum manni og átvagli? 8. Hvað er best að gera til að halda höndunum mjúkum? 9. Hvað er hálfu stærra, ef þvi er snúið öfugt? 10. Hvers vegna finnast týndir hlutir alltaf á þeim stað, sem leitað er siðast? Sam- keppni um bestu kisu- myndina Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Ilólmbergfjölskyldan. Jakob Hólmberg stórkaupmaður, Sigrún Blomsterberg 11 ára, frú Hansina, Þórgunnur Sigurjónsdóttir 11 ára, Gréta 18 ára dóttir Hólmberghjónanna, Ardis Henriks 12 ára, og sonur- inn Pétur 12 ára, Elin Konráðsdóttir 11 ára. GAMAN AÐ LEIKA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.