Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 2
2S1ÐA — ÞJ'ÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1975. KornhneyksN í Bandaríkjunum Maðkað og i I la vegið Sovéskt kornskip i bandariskri höfn : „Við erum ekki að dansa ballet hér á hafnarbakkanum”. Mikið hneykslismál er nú komið upp i Banda- rikjunum. Það tengist hinni miklu kornverslun landsins: — kornkaup- menn hafa kerfisbundið svikið viðskiptavini sina, einkum hungur- lönd, en einnig stóra við- skiptavini i Vest- ur-Evrópu og Sovét- rikjunum. Mál þetta fór á stað eftir að skipstjóri nokkur hleraði fyrir tveim árum samtal milli kollega sins og eftirlitsmanns með korn- útflutningi við höfnina i New Or- leans ; voru þeir að rifast um það, hvort eftirlitsmaðurinn ætti að fá 2500 dollara eða 5000 dollara i mútugjöld fyrir að lýsa þvf yfir að lestir skipsins væru hreinar og mætti fylla þær korni. Skipstjóri þessi kærði, og hefur kæra hansnú dregið langan dilk á eftir sér. 53 einstaklingar og 4 fyrirtæki hafa verið ákærð fyrir athæfi sem sé liklegt til að stór- spilla orðstir bandariskrar verslunar með korn. Blaðið New York Times komst að þeirri niðurstöðu, að „spilling hefði skotið rótum i kornverslun i þeim mæli að vart séu dæmi um annað eins i öðrum greinum”. Kornsvindlarar settust einkum að útflutningi á gjafakorni eða lánskorni til hungurlanda (til Indlands, Pakistans, Bangladesh osfrv.). Eitt vitni hefur borið, að kerfisbundið hafi verið stolið und- an allt að 260 tonnum af komi af hverjum farmi sem fór til Ind- lands. Þetta svindl á hungruðu fólki var ekki áhættusamt : oftast var það svo, að ihöfnum þeim þar sem taka átti við korninu voru ekki til góðar vogir. 1 annan stað voru viðtakendur alltof þakklátir eða hjálparvana til þess að þeir færu að gera athugasemdir við það þótt eitthvað vantaði eða þótt eitthvað væri athugavert við gæð- in. Að visu hafa margar kvartanir um „laklega vegið og maðkað mjöl” borist frá viðskiptavinum sem greiða fullu verði fyrir korn- ið (Vestur-Evrópa, Sovétrikin). En skriffinnskan i Washington telur sig ekki ráða við neitt, og komsalar notfæra sér óspart ein- okunaraðstöðu sina og Banda- rikjanna, sem er langsamlega stærsti kornútflytjandi i heimi. Eftirlit það sem haft er með út- flutningi á korni er þess eðlis, að það ýtir mjög undir þessa spill- ingu. Eftirlitsmönnum er falið að flokka korn i' birgðageymslum i fimm flokka og gefa flutninga- skipum vottorð um að lestir þeirra séu hreinar og hæfar til matvælaflutnings. Þeir fá leyfis- bréffrá bandariska landbúnaðar- ráðuneytinu, en þeir starfa hjá sérstökum eftirlitsfyrirtækjum. Siðan er þjarmað að þeim á marga vegu. Einfaldast er að Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg bjóöa þeim mútur: vitað er t.d. um eftirlitsmann sem tók við 1000 dollurum fyrir að hleypa i gegn möðkuðum farmi.Annað bragð er að svikja á vog; er það hægt með ýmsum tæknilegum brellum sem eftirlitsmaðurinn veit kannski ekki um. Ef svo eftirlitsmaðurinn reynir að vera heiðarlegur, vill ekki þiggja mútur, þá mætir hann þrýstingi úr tveim áttum. Ann- arsvegar vilja eftirlitsfirmun ekki standa i striði við kornkóng- ana og eru mjög likleg til að segja slikum eftirlitsmanni upp starfi. í annan stað á hinn heiðarlegi það á hættu, að þeir mörgu sem fá spón i ask sinn af þvi að koma þvi korni i verð sem stolið er undan eða af háu mati á lakri vöru, komi hon- um sjálfum fyrir kattarnef. „Það er ekki ballet sem við dönsum hér i höfninni,” sagði lögfræðingur eins kornfirma, og það eru orð að sönnu. Til eru og fyrirtæki sem koma á glæsilegan hátt fyrirfram i veg fyrir alla árekstra. Tveir af stjórnendum „Missisippi River Grain Elevator Inc.” og lög- fræðingur fyrirtækisins stofnuðu eigin eftirlitsfyrirtæki, sem þeir nefiidu Delta Weighing and In- specting Bureau Inc. Þetta fyrir- tæki tók að sér einmitt það verk- efni að hafa eftirlit með útflutn- ingi kornsins frá Missisippi River. Og svo framvegis. Allt i garðinum. (Byggtá Spiegel) Ávísana- vandræði Fords forseta Eins og allir vita er það algeng- ast áhyggjuefni blankra eigenda ávisanahef ta, að handhafar gúmitékka verði full-fljótir á sér að leysa þá út. Gerald Ford bandarikjaforseti er hinsvegar i allt annari klemmu. Hann komst að þvi fyrir skömmu, sértil mikillar furðu, að allmikill hluti þeirra ávisana, sem hann gaf út til að mæta per- sónulegum útgjöldum var ekki innleystur ibanka hans. Það kom á daginn, að margir bisnessmenn kusu heldur að innramma þessar ávisanir og hengja þær upp á veggjum skrifstofu sinnar. Þeim þótti nefnilega liklegt, að þessar „eiginhandaráritanir” mundu reynast þeim arðvænlegri og meiri auglýsing náttúrlega en ef þeir færu að rukka inn peningana sem þeir áttu inni hjá forsetan- um. Sagter að Ford láti nú einkarit- ara sinn undirrita ávisanimar. Einskonar hirðmálverk Hirðmálarar eru enn við lýði i Bretlandi eins og svo margt sem gamalt er. Nokkrir listamenn hafa reynt að striða hátiðleika- hefð hirðmálaranna með þvi að mála drottningu sina með öðrum hætti en venjulegt er. Hér er Elisabet máluð sem bresk te- kerling með skiplu, blaðandi i einhverju afþreyingarlegu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.