Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR Skýjahóran og borgar- skapurinn Jökull Jakobsson: Feilnóta I fimmtu sinfóniunni. örn og örlygur R. 1975 175 bls. Það er naumast að það er kvennafar hlaupið i bókmenntirnar. Hagalin lætur tvær konur rekja feril hinnar þriðju. Vésteinn Lúðviksson rekur eftirþanka Jóhönnu. Og Jökull Jakobsson sendir frá sér skáldsögu eftir langt hlé, þar sem hann lætur ónafngreinda frú úr Arnarnesinu eigra á milli villunnar og kvennaklúbbanna og svo ungs dópista i þakherbergi i Þingholtunum — auk þess er henni stillt upp andspænis sál- fræðilegu tali og rauðsokkumál- flutningi samtiðarinnar. Konutetrið er „á miðjum vegi ævi vorrar” og hefur komið sér i rifbjergska klemmu með þeim taugastrckkingi og þvi uppgosi stórtiðinda sem henni fylgir. Hún situr löngum og horfir i spegil og er full af „örvilnun og ótta” af þvi hún veit ekki hver hún er. Tóm- leikinn hvolfir sér yfir hana og henni finnst hún utanveltu og ekki til sjálf nema kannski „þetta augnablik þegar ég fæ það, þegar ég sef hjá þessum óhreina strák i Þingholtunum.” Hún segist vera hundleið á þægilegu og þaul- skipulögðu lifi sinu i Arnarnesi með kurteisisbrosum, sauma- klúbbastandi, frúarsnakki og pólitisku framabrölti eigin- mannsins. Og þegar þingholta- strákur segist vera i háska, þá lýsir hún sig reiðubúna að fylgja honum á enda veraldar, heldur mikla ræðu sem hún segir sjálf haldna á „tungumáli sem við lær- um ibió” — hún kann ekki annað: ,,Ég er búin að brenna allar brýr að baki mér, gera uppreisn, uppreisn gegn sjálfu rikisvaldinu og þjóðkirkjunni, segja mig úr lögum við borgaralegt samfélag, leggja fjölskyldulifið i rúst, niður- lægja eiginmann minn og hneyksla dóttur mina ... Allt vegna þin... eða öllu heldur vegna ástarinnar. En þetta ástarævintýri með marokkiskri undirgefni á hippa- slóðum reynist ekki neitt bjarg- ráð Arnarnesfrúnni frekar en annað. Stráksi fer með svik og pretti. Húji fyllist mikilli heift og væri maklegt að skjóta strákinn. Eöa eiginmanninn. En gerir hvorugt Æði hennar nægir aðeins til að skjóta sundur virðulegt stöðutákn — og hverfa siðan til fyrri tilveru. Sandra, hippi, sem okkur er likl. ætlað að taka meira mark á en flestum öðrum persónum bókarinnar, hefur Jökull Jakobsson. reyndar útskýrt að öðruvísi geti þetta ekki farið. Frúin vildi að visu losna úr prísund — en aðeins með þeim skilmálum, að hún fengi eitthvað annað betra, og þegar hann brást — þá kom það i ljós, að ,,þú ert ekki manneskja til að standa á eigin fótum”... „Þú varst bara að versla. Þú varst ekki að gera uppreisn...” Lesandinn þarf ekki að efast um að Jökull Jakobsson er reyndur höfundur sem kann margt fyrir sér. Leikskáldinu reynist auðvelt að smiða samtöl, búa til senur sem láta uppi háðlega afstöðu til ýmissa fyrir- bæra með orðum þeirra, sem hlut eiga að máli. Hér er einkum átt við þá kafla, sem lýsa hinni borgaralegu tilveru frúarinnar, kokkteilum, saumaklúbbum, góðgerðafélögum, heimilisblaða- mennsku.framboðsstússi og öðru þesslegu. Þetta er oft laglega gert, en það er ekki stillt upp nýjum skotspónum i lýsingu þessa tilverusviðs né heldur skeytin ydduð að ráði. At- burðarásin er einnig fléttuð af hagleik lengst af— að minnsta kosti þarf lesandinn ekki að kvarta yfir tíðindaleysi. Jökull Jakobsson hefur oft fjallað um hamingjudrauminn, sem tengist kannski einhverri ferð sem farin var fyrir löngu eða óskandi væri að farin yrði. Hvorugt verður til bjargar. I meðferð þessa máls hafa ýmist ráðið angurværir litir eða gróteskir —þaðer meira afþeim siðarnefndu i þessari bók, þótt endalokin séu i anda einhvers- konar ljóðræns dapurleika með vangaveltum um að „kannski var hamingjan i þvi fólgin að viður- kenna, að hún var ekki til og stoðaði ekki að leita hennar.” Allir kostir eru vondir. Hvort sem frúin er heima eða reynir að leggjast út með strák sinum. Og enn siður er von I liðsauka frá þeim sem beita sálfræðum eða samfélagsrýni á manneskjuna. Frúin skýtur inn i játningu sina öðru hvoru sálfræðingsútskýring- um á athæfi sinu, sem eru kannski ekki út i bláinn, en allavega verulega færðar undir háðsmerki. Enn sterkari verður sú hneigð þegar að því kemur að frúin rekstá skólasystur sina sem kölluð er Volga Fress, og býður hún upp á skilning og úrræði rót tækrar jafnréttishreyfingar. Snýst nú leikurinn upp i einfaldan lykilróman: Volga Fress skilgreinir arnarnesfrúna, sem „skýjahóru” en það er einmitt nafn sem Helga Kress bók- menntafræðingur hefur gefið ákveðnum hópi kvenpersóna i is- lenskum bókmenntum. Þótt borgaraskapurinn sé aum- ur og hippaheimurinn háskasam- legur, þá er þessum tveim tilverusviðum lýst alveg reiðilaust i skáldsögu Jökuls. Ádrepan, það sem hún er, er mjög hófleg, með vissum hætti umburðarlynd — einhvern vegin i tóntegundinni „svona var það og er það enn”. Það spaugilega er hinsvegar, að þegar vikið er að nýlegum valkostum, málflutningi kvennahreyfingarinnar nýju, þá fyrst ereinsogbeiskjaog gremja sæki i frásögnina. Sem er, nota bene, hnykkt á með dularfullum og illkvittnum tengslum milli Volgu Fress og Vulgeros Frescos, sem er óræð afstyrmisfigúra ná- lægt sögulokum. t þessum samanburði dugir vist ekki að visa til þess að það sé ekki nema eðlilegt að arnarnesfrúin sjálf taki betur undir pólitiskar leik- fléttur heldur elskul. forsætis- ráðherra en vitundarvakningar- boðskapar skessunnar Volgu. Höfundursér til þess, að athyglin beinist að honum sjálfum i þessu máli og það er honum satt að segja hæpinn ávinningur. A.B. Pólitísk reisudagbók Gunnar IVI. Magnúss: Sæti nr. 6. Skuggsjá 1975. — 343 bls. I þessari bók rekur Gunnar M.Magnúss,þúsundþjalasmiður i rithöfundastétt, pólitiskan ævi- feril sinn. Fyrst félagsmálaum- svif i ungmennafélagsanda vestur á Suðureyri, þá fyrstu kynni af flokkadráttum og fram- boðsmálum, kosningabaráttu og nefndastörf fyrir Alþýðuflokkinn. Kreppa og nasismahætta skipa honum til vinstri i Alþyðuflokki og leiða hann á fund Kristins og Rauðra penna. Þá kemur alllangt hlé á beinum pólitiskum umsvif- um,en á striðsárum skrifar Gunn- ar margt hjá sér af sambúðinni við breskt og bandariskt heriið (árangrinum kynntust menn i hinu stóra verki hans Virkinu i norðri) og um lýðveldisstofnun. Frá sælum einingaranda ársins 1944 hverfur hann siðan að dapurlegri tið um og eftir 1950 þegar bandarikjaher var á ný smyglað inn i landið. Þá var Gunnar einn helsti hvatamaður að tilraun til að stofna viðtæk samtök gegn hernáminu, sem var merkileg og visir stærri tiðinda i þeim efnum, þótt hún ekki heppn- aðist þá vegna kaldastriðsmein- semda ýmiss konar. Saga þessi er ágripskennd og gerist eins og i stökkum, enda eru bein pólitisk afskipti misjafnlega fyrirferðarmikil i lifi höfundar. Pólitiskar ævisögur islenskar hafa jafnvel enn fremur en aðrar ævisögur verið gagnrýndar fyrir að þær segðu frá of litlu. Þessi bók hér skal ekki heldur sýknuð af þeirri ákæru. En samt er hún að mörgu leyti fyllri i vöngum, markvissari en það sem maður hefúr séð undanfarin ár af bókum eftir menn sem miklu nær voru þungamiðju og áhrifavaldi stjórnmála en Gunnar, sem sat aðeins nokkrar vikur á þingi. Lýsing og skilgreining á stefn- um eða straumum er ekki hin sterkarihliðbókarinnar —er með þeirri staðhæfingu alls ekki gert litið úr þeirri blöndu ungmenna- félagshugsjóna og skilnings á nauðsynjamálum verklýðshreyf- ingar sem er forsenda þjóðernis- sinnaðrar vinstrihyggju höf- undar. Til dæmis fer i hinni löngu skýrslu um hreyfinguna gegn hernum mjög litið fyrir viðleitni til að meta stöðu þeirrar hreyf- ingar hlutlægt, vanda hennar og veikleika. Sömuleiðis finnst mér Gunnari verða fulllitið úr þeim ágæta félagsskap Rauðum penn- um. Miklu hressilegri og ismeygi- legri verður framganga Gunnars þegar hann vefur saman stjórn- málum og persónulýsingum og verða úr þessu skemmtilegar svipmyndir af pólitisku andrúms- lofti og menningarástandi. Slik- um tökum nær hann t.d. á ferli Asgeirs Ásgeirssonar vestur á fjörðum. Þar, eins og siðar i palladómum um alþingismenn, kemur fram, að höfundi lætur vel að lýsa mönnum með hnyttnum samanburði eða með þvi að festa þá i einu tilsvari eða viðbragði. Viðbrögðum Ásgeirs Ásgeirsson- ar við pólitiskum stóryrðum er t.d. svo lýst sem „það var áþekk- ast þvi að kasta steini i móberg i fjallshlið. Móbergið heimtar steininn til sin án bergmáls — og hann kemur ekki til baka, heldur rennur undan hallanum og hleður utan á sig leðjunni úr seytlum móbergsins”. Dr. Kristinn Guðmundsson „minnti svolitið á bónda sem hafði komið úr kaup- stað á laugardagskvöldi og var nú svolitið hýr eftir sæmilega vel heppnaða kaupstaðarferð, við- mótsgóður við alla á bænum, hafði gefið krökkunum grál'ikjur, konunni slifsi og og Bensa vinnu- manni rjólbita.” Og þegar Halldór á Kirkjubóli er ungur maður i miklum ham gegn ihald- inu á framboðsfundum vestra, ávarpar hann Guðmund Benediktsson, prúðan kontórista á snærum ihaldsins, með þessum orðum „þessi maður er samsekur þeim sem brenndu Jóhann Húss á báli”. Tónninn i þessum skrifum er yfirleitt góðlátiegur (kannski um of, þvi margur slúbbertinn kemur við sögu),—En þó bregður fyrir striðari tóntegunum, eink- um þegar lýst er hamskiptum Þorvalds Garðars Kristjánsson- ar, sem átti mjög skjótan feril inn i ihaldið eitt aukakosningahaust 1952. Gunnar M. Magnúss setur i bók sina langa kafla úr eigin samtima- skrifum bæði um lýðveldishátið og um baráttuna gegn hernum. Vel má vera að þessir kaflar séu of langir. En hitt er lika rétt, að samklippingar úr blöðum eru nokkuð drjúg aðferð til að færa atvik nær manni. Manni verður t.d. minnistæð gamla konan sem kom á Þingvöll rétt fyrir lýð- veldishátið, tók út forskot á sæl- una og vissi þar með betur hvað gerðist og hvernig þegar hún siðar fylgdist með öllu saman i útvarpi Greinaflokkurinn „Gegn her i landi” rifjar upp málflutning hersandstæðinga: hve rfgbundinn hann var sögu og skáldskap og siðferðismálum —- um leið fáum við nokkuð glögga mynd af breytingum á þessum málflutningi siðar — hvernig hann hefur i auknum mæli verið Gunnar M. Magnúss settur f alþjóðlegt samhengi um leið og hann tengist kappræðu um sjálfa gerð hins islenska sam- félags. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.