Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1975. Umsjón: Halldór Andrésson „GLEÐILEG JÓL" (Hljómar hf/Hlj. 016) 1975 Þessi plata er ein sú besta sinnar tegundar hér á landi. Jólaplötur eru stundum mjög slælega unnar en hér er nokkuð vel unnin plata. Þeir sem syngja á „Gleðileg jól” koma hér fram með sinn besta söng i nokkrum tilvikum. Þetta er enn ein fjölskylduplata Hljómanna. Lögin hafa mörg komið fyrr út á islenskum jóla- plötum en eru nú i mun betri út- setningum i flestum tilfellum. Björgvin Halldórsson syngur frábærlega að vanda „Snæfinn snjókarl” i fyrsta laginu á hlið eitt. Útsetningin er eftir Gunnar Þórðarson og bera útsetningar hans af útsetningum Þóris Baldurssonar. „Hin Helga Nótt” er sungin af Mariu Baldursdóttur, nokkuð þokka- lega. Rúnari Júliussyni tekst mjög vel upp i „Hátið i bæ”. Besta söngframkoma Rúnars svo langt sem ég man. Hljómar syngja „Undra- stjömuna” og raddirnar sem ég þykistheyra eru Rúnars, Gunn- ars, Engilberts og Björgvins. Besta söngsveit sem ég hef heyrt islenska. Kannski er ég duttlungafull- ur, en mér fannst tónlist Þóris betri hér áður fyrri. Þórir Baldursson á næsta lag „Klukknahljóm” i „funky” út- setningu, spilaðri. Eitt siðasta lagið sem ætti að nauðga á þennan hátt. „Heims um ból” endar hlið eitt. Engilbert Jensen syngur lagið eins og engill, „á la Hauk- ur Mortens’-áherslur. NYJAR HLJÓM- PLÖTUR Lítiö eitt: „Til hvers., (Fálkinn h/f Parlophone MOAK 33) 1975 Litið Eitt hefur gefið sér tima til þess að fara inn i stúdió Hljóðrita og taka upp breiðskifu þessa. Platan er vissulega vel gerð og góð en hún er hinsvegar afar dauf og liflaus. Titill plöt- unnar „Til hvers...” er góður og eru nokkur ljóðanna iétt póiitísk eins og i gömlu góðu daga þegar „fólk” tónlist var mikils metin og einnig orðið „Folk”, eða þjóðlagatónist. Titillagið „Til hvers,....” er lag Gunnars Gunnarssonar við ljóð Daviðs Stefánssonar. Texti lagsins minnir mig á fáránlega barnalegan pistil Arna Björns- sonar sem birtist hér i blaðinu fyrir skömmu, er fjallaði um Bob Dylan, og þessu var slegið fram með æsifyrirsögn. Nei, Árni, listamannsins er ekki að svara heldur að vekja okkur til umhugsunar þvi ef hann fer að svara fyrir okkur þá missir hann allmikið af listamanns- gildi sinu. En til hvers er að hata svona stift? „Kongungur- inn i Thule” er lag Jóns Arna Þóriss. við ljóð Magnúsar As- Jóhann með Ijóðabók Út er komin ljóðabók Jóhanns Helgasonar „Geimtugg” (Space Chat) prýdd skemmti- legum teikningum Péturs Stefánssonar. Bókin er samin á árinu 1973 mestmegnis kvaðst Jóhann, á blaðamannafundi um bókina, vonast til þess að gefa út tvær aðrar bækur á næsta ári, aðra með enskum ijóðum en hina með sögum. Einungis 500 eintök verða gefin út. geirssonar. Berglind syngur engilblitt. Hún er orðin mikil og góð söngkona. „Þá var ég ungur” er lag Jóns Arna við hið fræga og mjög svo góða ljóð eftir Orn Arnarson: lagið er reglulega gott. Skemmtilega sungið af strákun- um. „Háar öldur” er lag Bob Dyl- an’s við texta Vals óskarssonar. Eitt af fáum fjörugu laganna, lagið er mjög gott og texti fellur vel að og andinn er sá sami og á „Randvers” plötunni, léttur og góður. „Minningar” er lag Tom Paxtons, eins af gömlu góðu „folk” kempunum, og textinn er góður, eftir Val lika. Berglind syngur lag Paxtons betur en nokkur Baez gæti gert. „Kyrrð” er eftir Shearstone og ljóðið eftir Lárus Sólberg Guðjónsson. Full dauft, en er liklega ætlað að vera dreymandi kyrrðarlag. „Herinn” er besti textinn. Valur Óskarsson er bara þræl- góður. Lagið er irskt þjóðlag. Viðlagið er gott og lagið fær mann til að minnast hinna gömlu góðu daga þegar þjóð- lagakvöldin voru i fullum gangi i Tónabæ. „Annabel Lee” er ljóð Edgars Allan Poe i þýðingu Lárusar Sólberg. Þetta er eitt frægasta ljóð Poe. Söngur Berglindar er ansi óperiskur og býst ég ekki við að hafa náð textanum ef hann hefði ekki fylgt með á blaði. En hún syngur vel. Ljóðið er stórfenglegt. „Til draumsins” er lag Rod Clements fyrrum bassista Lindisfarne og hét lagið „Meet me on the corner” og er textinn þýðing. En flutningurinn er daufari en frumgerð Lindis-. farne. Samt þess virði að fá is- lenskan texta við svona gott lag. „Karlinn úti á Klöppinni” er góður þjóðlagastilstexti, eftir Davið Stefánsson. Hann átti ansi marga góða punkta sá! Lagið er eftir Gunnar Gunnars- son einn af Litlu einu. „Vor” Steins Steinars er stór- vel sungið af Berglind,Karl Sig- hvatsson leikur á pianó stórvel lika. Þessi plata er hugljúf og mjög góð en upp á plötusölu hefði hún mátt vera hressari. Þrjú bestu lögin eru: 1) Herinn 2) Minningar og 3 Háar öldur. Léttasta lagið er lag Hljóma (þ.e. fluttaf þeim) „Jólasveinn- inn minn” með banjó-spili, og Maria virðist lfka vera í Hljóm- um núna. Góð útsetning. „Hvít Jól” er sungið af Björg- vini. Þetta er hans allra besta frammistaða sem söngvara, og sannar það að hann er okkar. allra besti söngvari hvað sem hver segir. Lagið „Hvít jól” hef- ur ALDREI verið betur flutt, og þið þekkið öll lagið. „Gefðu mér gott i skóinn” er skemmtilegt lag, en útsetning Þóriser langt i frá jólaleg! Lag- ið er sungið af Mariu. „Friður á jörð” er sungið af Rúnari, útsett af Þóri. Of útsett, textinn er sá eini eftir Þorst. Eggertss. „Hvers barn er það” er sung- ið af Hljómum, hinum frábæra jólakór, útsetning Þóris i þessu lagi er góð. Textinn er eftir Rúnar og lagið er þekkt. „Jólasnjór” Gunnars Þórðar- sonar er eina frumsamda lagið á plötunni. Það er að mestu spil- að, ljúft leikandi lag, með hörpu- spili og þú getur imyndað þér jólasnjóinn falla niður i einni af þessum yndislega fallegu Walt Disney teiknimyndum. Ingimar Eydal & hljómsveit „Ingimar Eydal og hljómsveit” (Steinar hf/ool) 1975 Hljómsveit Ingimars Eydal er ein vinsælasta hljómsveit lands- ins auk þess sem hún er ein hin elsta. Væri þvi engin furða þótt þessi plata væri góð, cn hvað hefur skeð? Platan er varla i meðaiiagi, söngur fremur óskýr og lagaval fremur dauft og allt spil og útsetningar hugmynda- snautt. „Sigga Geira” er eitt besta lagið. Textinn er eftir Sigurð Þórarinsson. Grimur syngur og i þessu lagi skilst hann þokka- lega. „Litla Gunna og litli Jón er i „Eydal-jazzaðri” útsetningu. Venst vel en tempóið er að minu mati fullhratt. „babarabbabb” er svo sungið af gamalli hefð. „Vorljóð” Sævars Benedikts- sonar bassaleikara er ljúft ró- legt lag sungið af Helenu. En eitthvað vantar til að slá i gegn. Það eru gefin út mörg lög á þessari linu. Með betra spili plötunnar. „Samskipti karls og konu” (texti Þorst. Eggertss.) Textinn skilst illa og oft ekki, verður tæplega „hit-lag” bara vegna þessa, þvi það sem heyrist af texta er smellið. „Fjölskyldan” (texti Þorst. Eggertss.) Gott danslag. Viðlagið skilst vel en annað ekki. Simpill flutningur. „Hvit segl” eftir Gylfa Ægisson. Hér er um að ræða „Instrumental” lag og er tilvalið sem kynning- arlag, jafnvel mjög gott sem slikt. „Bæn um betri heim”er lag Sævars við ljóð Jónasar Frið- riks, dauft sunginn góður texti, sem mætti skiljast betur, lagið er la-la. „Stakir jakar á reki”er eign- að Finni Eydal. Maður ætti kannski að fara að kroppa bita og bita úr góðum verkum og græða á þvi. „Lási bisniss”. Samt skemmtilegur flutningur. „Þangaö til i gær”er góður á „Only Yesterday”, sem Car- penters gerðu vinsælt fyrir nokkru. Þýðingar á erlendum slögurum finnst mér bara skemmtilegar. En textinn heyr- ist alls ekki alltaf. En hann er eftir Þorst. Eggertss. Er þetta einhver persónuleg árás á hann. Einn úr Þokkabót yfir í Dögg Nokkrum dögum eftir að ljóst var orðið að Herbert yrði ekki lengur starfandi i Pelican, flosnaði Döggin upp. Nokkru siðar fréttist að Herbert hafði fengiðþá Nikulás Róbertsson og Rúnar Þórisson og að öllum lik- indum lika Jóhann Þórisson i nýja hljómsveit sem nú hefur hlotið nafnið Dýnamit. Döggin var fljót til og fékk til liðs við sig Sverri Konráðsson, gitar, Olaf Halldórsson, gitar, Jón Þór Gislason, gitar og Guð- jón Þór Guðjónsson á bassagit- ar. Stuttu siðar var Guðjón svo kominn yfir i Dýnamit! En nú hefur Döggin leyst bassaleikaravandann og fengið til liðs við sig Magnús Einars- son, einn af meðlimum Þokka- bótar og Einsdæmis. Leiörétt Fyrst leiðréttingar frá siðustu siðu. Undir mynd af Vigni Berg- mann stóð Vignir Pálsson og get ég engan veginn skilið hvernig það kom til! Ég vil hér með biðja Vigni velvirðingar á þess- um leiðindum. Með klausunni „Sitt litið....” var af misgáningi mynd af plötuhulstri Ingimars Eydal og Hljómsveitar en þessa mynd átti að geyma fram að dóm. Auk þessara tveggja, tók ég eftirvillu (liklega setjaravillu) i fyrstu setningu „Sitt litið...” en þar sagðist ég ætla að taka plöt- urnar (islensku) fyrir eins og þær „berast” en ekki „gerast” eins prentað var. „Gamla trillan” er eftir Sævar og Þorstein. Lagið rokk- still Rúnars Júl. textinn skilst nokkurnveginn. Skemmtilegt lag, en mikið er Þorleifur Jó- hannsson litlaus á trommunum. „Ródi raunmæddi” er lag plötunnar. Textinn er eftir Þor- stein, hann getur samið frábæra texta og þetta er einn af þeim, liggur við að hann slái Shel Siversteinog Dr. Hook út. Lagið er gamalt kántri lag, lag plöt- unnar. „Sumar og Sól” siðbúinn sumarsöngur þetta. Létt melt sumarlag með óþolandi takti. Annars ágætt. Annars er textinn örugglega ekki til íslands. „Siggi var úti”er hér allt út- sett og hljómsveitin nýtur að- stoðar Magga Kjartans á klari- nett. Maggi á einn besta þáttinn i þessu lagi. Satt best að segja bjóst ég við mun betri plötu frá Ingimar eft- ir „i sól og sumaryl” en þrjú bestu lögin á þessari plötu eru: 1) Ródi raunamæddi, 2) Sigga Geira og 3) Hvit sel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.