Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN'Sunnudagur 14. desember 1975. Rætt viö Sigurö Jónsson, frá Haukagili Sá visnavinur er ekki til á íslandi að hann hafi ekki heyrt Sigurðar Jónssonar frá Haukagili getið. Það fer saman, að Sigurður sá um visnaþátt i út- varpinu á árunum 1959 til 1970 og einnig hitt að hann á eitthvert stærsta visnasafn landsins. Þar ofan á bætist svo að bókaútgáfan Iðunn hefur fengið hann til að gefa út bækur með visum úr safni sinu, og nú fyrir nokkrum dögum kom 3ja bindi Visnasafnsins út. — S.dór. NÝ VÍSA EFTIR KN Tilviljun Visan, þetta fagra og sérkenni- lega tjáningarform islendinga um aldir hefur að áliti margra lækk- að nokkuð i sessi i vitund þjóðar- innar hin siðari ár. Hún er ekki lengur, nema hjá tiltölulega litl- um hópi fólks, miðað við það sem var fyrrum, sá skemmtari sem hún var. Þó eru alltaf til menn sem kasta fram stöku, enda mun láta nærri að 8 af hverjum tiu geti sett saman rétt gerða visu; form- ið, stuðlar, höfuðstafir og rim virðist vera i blóði islendinga. En um leið og stakan hefur lækkað i sessi i vitund þjóðarinnar verða ekki eins margir til að læra visu mæltaiaf munnifram sem forðum og þá um leið eykst hættan á að visur gleymist og týnist. Þess vegna hefur Sigurður og aðrir þeir sem enn safna visum unnið ómetanlegt starf með söfnun sinni. Þvi þótt menn læri ekki vis- ur i eins rikum mæli og fyrr, þegar varla var ort sú visa að ekki einhver lærði hana og geymdi, þá hafa flestir enn gaman af að lesa visur sem geymdar eru á blöðum eða bók- um og enn eru góðir hagyrðingar i hávegum hafðir meðal þjóðarinn- ar. Þessi formáli er nú að verða nokkuð langur, en hann er held ég nauðsynlegur til þess menn skilji það ómetanlega starf sem Sigurður hefur unnið. Við fórum á fund Sigurðar i vikunni og áttum við hann stutt spjall um visna- söfnun hans. Tilviljun ein Fyrst var Sigurður spurður um uppruna sinn. — Ég er borgfirðingur, fæddur árið 1912 að Haukagili i Hvitár- siðu. Þar átti ég heima fram yfir tvitugt, en fluttist þá til Reykja- vikur. Aður hafði ég unnið nokkuð við söðlasmiði i Borgarnesi, og ég hef alla tið siðan starfað við leð- urvinnu og hef rekið um nokkurt skeið leðurvinnuverkstæði i Reykjavik. — En hvernig byrjaði visna- söfnun þin? — Það var tilviljun ein að ég réð því að ég byrjaði að safna visum. Þannig var, að ég var i skóla i Reykholti. Eitt sinn bar svo til að ég var að ljúka minum skyldustörfum i eldhúsinu eins og allir urðu að gera og þegar mér þótti ég hafa skrælt nóg af kartöflum fór ég út til að fá mér friskt loft. Þá bar þar að garði mann, sem ég kannaðist ekki við. Hann spurði eftir Þóri Steinþórssyni kennara. Þá vildi svo til að Þórir var að kenna þá stundina. Ég bauð þvi mannin- um inn til min á meðan hann beið eftir Þóri. A hillu hjá mér stóð litið kver, sem ég hafði skrifað niður i visur sem við nemendur höfðum verið að kveðast á með, þær þeirra sem mér þótti góðar. Maðurinn, sem var Arnþór Árna- son frá Garði i Mývatnssveit, tók þessa bók og fór að fletta henni. Þegar hann hafði lesið i henni um stund sagði hann: ,,Þú átt að fara i visnasöfnun”. Siðan töluðum við eitthvað nánar um þetta, en ég aðhafðist ekkert i fyrstu. Siðan kom Arnþór aftur að Reykholti, kom til min og spurði mig hvort ég væri byrjaður. Svo var ekki og hann hvatti mig enn til að hefja Sigurður Jónsson frá Haukagili. fór að Sigurbur Jónsson frá Haukagili fékk þessa vísu nýiega senda frá Kanada. Hún er eftir hagyrðinginn landskunna KN. Forsaga visunnar er sú, að bóndi vestra bað KN að útvcga sér vinnumann, sem væri bæði reglusamur og heiðariegur. KN út- vegaði manninn. Þegar vinnumaður lagði af stað til bónda bað KN hann fyrir bréf til bónda. Þegar bóndi opnaði bréfið var þessi vísa á miðanum: Ég sendi þér manninn, þið semjið um kaup, að siðferði likist hann mér, en til þess ljúga og taka sér staup ég trú’ ’onum rétt eins og þér. Sagt er að bóndi hafi fyrst við er hann las visuna. um, skagfirskum og þingeyskum visum i safni minu. — Margir tala um það Sigurður að ungir menn séu hætt- ir að yrkja visur og að hagmælska sé að deyja út, ert þú á sama máli? — Nei, ég held að þetta sé ekki rétt. Ég á margar visur eftir unga menn og mér eru alltaf öðru hvoru að berast visur eftir menn svona frá 20 ára og uppi fertugt og margar þeirra eru bráðsnjallar, gefa ekkert eftir visum eldri hag- yrðinga. — Verður framhald á útgáfu visnasafnsins? — Ég veit það ekki. Valdimar i Iðunni leitaði til min fyrir 3 árum og bað mig að sjá um visna- safnsbók, hún gekk það vel að hann bað mig um aðra. Þegar 2. bindið var komið út, sagði Valdi- mar að samdráttur væri i bókaút- gáfunni og að hann vissi ekki um framhaldiö. Það varð nú samt raunin á að hann bað um 3. bindið og hefur raunar orðað það fjórða, en ég veit ekki hvað ég geri. Ég sagði honum að við skyldum sjá til og ræða saman eftir áramótin; ég þori engu að spá um framhald- ið. — Hefur þú dálæti á einu visu- formi frekar en öðru? — Nei, alls ekki. Ég hef ánægju af öllum vel gerðum visum og mér finnst jafnvel meira til um visu með góðri hugsun, en kannski smá formgalla, en galla- lausri visu hvað forminu viðkem- ur ef hugsunin á bak við hana er ekki snjöll. — Hvað segir svo visnasafnari eins og þú um atómkveðskap? — Mér finnst nú heldur litið i hann varið yfirleitt. Þó hef ég séð eitt og eitt atómljóð þar sem mér hefur þótt snjöll hugsun liggja að baki. Einkum á þetta við um atómljóð eftir Jóhannes úr Kötl- um. — Áttu einhvern uppáhalds hagyrðing? — Ekki vil ég nefna neinn sér- stakan, það hafa verið og eru til margir mjög góðir hagyrðingar og mjög erfitt að segja hver manni finnast bestur. — Attu eina visu sem þú heldur meira uppá en aðra? — Ekki get ég sagt það. Það er nefnilega þannig með visuna að manni þykir um hana eftir þvi hvaða geðhrifum maður er undir þegar hún er lesin eða heyrð. Undir vissum kringumstæðum getur manni þótt visa bráðsnjöll, þó manni hefði þótt litið um hana i annan tima. Þess vegna er mjög erfitt að velja úr eina visu sem maður hefur heyrt eða lesið og segja: þetta er besta visan. En auðvitað eru til nokkrar visur sem eru hreinar perlur, en að velja þá bestu, það get ég ekkí. Ég vil svo að Iokum nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim fjölda fólks sem hefur sent mér visur og þar með stuðlað að þessari visnasöfnun. Einkum og sér i lagi vil ég þakka Guðmundi Jósafatssyni frá Brandsstöðum, en ég hygg að enginn einn hafi fært mér eins margar visur og hann, sagði Sigurður að lokum. visnasöfnun. Nú, mér þótti lof hans um þann smáá visi. að visnasafni, sem ég var með, gott, og þetta varð til þess að ég byrj- aði að safna. Þegar þetta geröist var ég rétt innan viö tvitugt og siðan hef ég safnað visum eða i tæpa hálfa öld. Faðir minn, Jón Sigurðsson frá Haukagili var mikill visnasjór og hagyrðingur góður. Þvi miður sat ég ekki við að skrifa upp það sem hann kunni, en margar af fyrstu vísum minum i safnið skrifaði ég þó eftir honum, en bara ekki nógu mikið. Ég er ekki hagyrðingur. — Ekki hefðir þú nú lagt i þessa visnasöfnun nema vegna þess að þú værir sjálfur hagyrðingur? — Nei, það er af og frá, ég er ekki hagyrðingur. Ég get, eins og velflestir islendingar sett saman rétt gerða visu og hef gert það, en hagyrðing tel ég mig ekki vera. Ég hef þar að auki aldrei lagt neina rækt við að yrkja. Allur minn timi hefur varið i að safna visum, en ekki að búa þær til. Nú, smámsaman stækkaði visnasafn- ið, en það var þó ekki fyrr en ég safna byrjaði með visnaþáttinn i út- varpinu 1959 að visur tóku að streyma til min. Ég fékk óhemju margar visur sendar þann tima ,sem ég var með þáttinn, 1959 til 1970, og raunar allar götur siðan. — Hvað heldur þú að margar visur séu i safni þinu? —- Ég veit það ekki nákvæm- lega, en þær skipta mörgum tug- um þúsunda, kannski 70 til 80 þúsund, ég get ekki sagt til um það nákvæmlega. Allar þær visur sem ég á, hef ég skrifað i bækur eða vélritað á blöð sem fylla margar möppur. Annars hefur þessi skráning visnanna verið svo mikið verk að ég hef ekki komist yfir það einn. Sólveig Guðmunds- dóttir frá Snartastöðum i Lundar- reykjadal hefur veitt mér ómetanlega aðstoð við að skrifa visurnar niður. — Veistu hvaða hagyrðingur á flestar visurnar i safninu? — Nei, það þori ég ekki að segja um, og veit það kannski ekki heldur, hinsvegar fannst mér norðlendingar einna dug- legastir við að senda mér visur meðan ég var með útvarpsþáttinn og sennilega er mest af húnvesk- eðlisþáttum skáldsögunnar. Höfundur hefur- leitast viö að hafa alla umfjöllun einfalda og skýra og ætti bókin því að reynast öllum áhugamönnum auðveld aflestrar þótt hún sé rituð sem kennslubók stúdenta í bókmenntafræðum. Kaflaheiti eru: 1. Hver segir söguna ? 4. Timi og umhverfi. 2. Bygging. 5. Mál og stíll. 3. Persónusköpun. 6. Þema. Bókin fæst hjá helztu bóksölum og kostar kr. 2.000.- (+ sölusk.). Félags- menn,— og að sjálfsögðu þeir, sem gerast félagsmenn nú, fá bókina með 20% afslætti í afgreiðslu Hins íslenzka bókmenntafélags, Vonarstræti 12 í Reykjavík. hKVÖjrjt 2 ' Hiö islenzka bókmenntafélag. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.