Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. desember 1975. JóÐVILJINN — SIÐA 9 The Gunnar Schram Show ÁRNI BJÖRNSSON SKRIFAR: Upplyfting alþýðunnar Fyrst eftir þátt Gunnars G. Schram með skáldunum fjórum fyrir rúmum mánuði varð sil krafa mjög hávær, að haldið yrði áfram á sömu braut og is- lenskir sjóbojs og frumkraftar látnir leysa af hólmi engilsax- neska atvinnumenn einsog Davið Frost eða Tommy Steele. Svofellt athæfi mundi efla þjóðarstoltið i tvennum skiln- ingi. Það sýnir, að við erum sjálfum okkur nægir, og i öðru lagi styrkir það sjálfsvirðingu alþýðunnar, einsog fullorðin kona komst að orði við mig dag- inn eftir: „Það er svo upplyftandi fyrir okkur alþýðufólkið að horfa á þessa frægu og lærðu menn og sjá,hvað þeir geta veriðdæma- laust vitlausir.” Um einstaka leiknauta má raunar fyrst segja, að það hafi verið hundraðogellefu meðferð á öldnu stórmenni að draga Gunnar Gunnarsson i þátt sem þennan (requiescatin pace). En, svona virtistsem Matthias hefði viljað hafa þetta, svo að hann gæti setið i sólinni af gömlu meisturunum og i vitund áhorf- enda birtust hin þrjú stóru nöfn islenskra bókmennta i dag. Siðan kom Jónas Arnason eins- og skollinn úr sauðarleggnum á elleftu stundu og eyðilagði stemmninguna. Bitastæðasta framlag hans var reyndar tilvitnun i Arna Bergmann þess efnis, að ranglæti framið i nafni sósialisma sé verra en hitt, sem gert er i nafni fasismans. Jónasi tókst þó að hleypa Halldóri upp, og það var reglu- lega gaman að sjá skáldið fár- ast yfir áratugalöngu pexi Þ jóð- viljans og Moggans, rétt einsog hann hefði aldrei sjálfur tekið þátt i þessum vopnaskiptum ellegar sagt fyrir 30 árum, að Þjóðviljinn væri „eftilvill besta eignin i hverju smáu húsi á landinu.” (Sjálfsagðir hlutir, bls. 252.) Kannski hættir hann að verða góð eign, þegar hús skáldsins stækkar. Halldór hefur vissulega látið frá sér sum þau ummæli, sem islenskum sósialistum hefur hvað mest verið nuddað uppúr áratugum saman og betur væru ósögð, einsog þegar hann fjall- aði um innrás Sovétrikjanna i Pólland og sagðist ekki „sjá nokkurt hneyksli I þvi, að 15 milljónir manna eru þegjandi og hljóðalaust innlimaðir undir bolsevismann”. (Þjóðviljinn 27. sept. 1939). Það var útaffyrirsig fróðlegt að sjá andsvör Jónasar og Matthfasar, þegar Halldór byrsti sig. Einn sjáandi lýsti þvi svo, að þeir hefðu brugðist við á þann tvennan hátt, sem hunda erháttur,sé þeim sveiað: annar urraði, en hinn lagðist niður og ýlfraði. Það var raunar átakanlegt að sjá flaður Matthiasar utani Halldór. Hitt verður að telja Ma. Joh . til tekna, að hann virðist þrátt fyrir allt furðan- lega einlægur i hinum sérstæða klofningi sinum sem ritstjóri hins rammasta afturhaldsmál- gagns annarsvegar og hinsveg- ar sem ljóðrænn sveimhugi og jafnvel mannvinur. Snerkjur i andliti manna voru i þessu sambandi allrar athygli verðar, einkum þegar þeir héldu sig ekki vera i sjónmáli. Myndstjórnin varnefnilega með afbrigðum góð hjá Rúnari Gunnarssyni. Hallddr kallinn kom annars skást útúr þessu og mæltist oft viturlega. Það sýnist margt til i kenningu hans um svæðis- bundna þjóðfélagsskipan (sem auðvitað byggist á náttúrlegum aðstæðum), þótt það sé óneitan- lega andkönnulegt að lofa hið engilsaxneska* munstur i Bandarikjunum ánþess að minnast á þrælahaldið eða fimbulfamba um góða keisara i Rússaveldi, „sem voru kannski dálitið blóðþyrstir, en gerðu margt vel við fólkið.”! Og með þessari munstrakenn- ingu sinni er Halldór raunar kominn út i einskonar örlaga- hyggju, svipaða kenningunni um hina „sögulegu nauðsyn”, sem hann hefur stundum verið að álasa marxistum fyrir að að- hyllast. Mabur fer að freistast til að snúa við þessari gömlu CIA-forskrift: einu sinni stalin- isti — alltaf stalinisti. En það er samt vert að vekja athygli á skoðunum, sem settar voru fram af Halldóri nokkurn- veginn á þessa leið: Það er sama, hversu góð kenningeri sjálfu sér. Þegar þú ert orðinn skyldugur til að trúa henni — eða ég drep þig, — þá hefur það ekkert að segja, hversu góð hún er. Þegar búið er að lögbjóða hana sem hinn eina stórsannleik, verður hún vond. Marx stingur ekki upp á þvi aðkúga fólk. Hannstingur upp á þvi að frelsa það. Við eigum Marx hérna á Vest- urlöndum. En þeir fyrir austan hafa stolið honum frá okkur og botna hvorki upp né niður i hon- um. Máttur skáldskaparins Svo kom næsta sýning G. Schram, en hún var þvi miður ekki til alþýðlegrar skemmtun- ar. Þar hafði morgunblaðspexið yfirhönd i túlkun Björns Bjarnasonar og raunar stjóm- andans lika. Þótt Gunnar væri liklega allur af vilja gerður til að sýna óhlutdrægni, þá er ekki auðgjört að afmá áhrif upp- eldisins i Heimdalli. Þótt Ólafur Ragnar þrástag- abist nánar á þvi einu, að reynt væri að horfa á myndina frá fleiri sjónarhornum, „lyfta um- ræðunum á hærra plan”, likt og Halldór Laxness orðaði það i fyrri þættinum, þá var það eins og að stökkva vatni á gæs. Heimildamyndin um leyni- þjónustu Bandarikjanna og út- listun CIA-mannsins Tom Braden (sjónvarpið 9/12) gerir þessa forpokun ljósari en ella: Hersögu er komið á kreik (kaf- bátasagan), blaðamönnum, menntamönnum, stúdentaleið- togum (þetta vissum við þegar á 6. áratugnum) og ekki sist verkalýðsforingjum var mútað beint eða falið. Timarit og blöð voru stofnuð (Encounter) eða lifi haldið i æskilegum málgögn- um á horriminni (Alþýðublaðið á ráðherraárum viss manns?). CIA-stofnun „Frjálsrar menn- ingar” i Paris myndar útibú viða um heim (m.a. á Islandi). CIA hafði ótakmörkuð fjárráð i þessu skyni, þótt þeim væru settar vissar skorður, þegar átti að drepa einstaka menn. Þetta baksvið skýrir nokkuð hið rigfasta orðalag Nató-manna. Það nægir t.d. ekki að segja, að kafbátar Sovétrikjanna sigldi um At- lantshafið, heldur „sækja þeir fram á” það. „Sagt er”, að framvarðalinan sé milli Græn- lands, Islands og Skotlands. Hver segir það? Sú sögn skyldi þó aldrei vera komin frá CIA? — Hverjir gripu til „gagnráðstaf- ana” á þessu sviði? CIA veit svarið við þvi. Þegar ólafur Ragnar spyr, hvort flotastyrkur Sovétrikjanna gæti ekki hugs- anlega verið skýranlegur með nauðsyn þeirra á þvi að halda sinum þröngu siglingaleiðum opnum, þá er einfaldlega svar- ab, að það geti ekki verið nægj- anleg skýring. Engin rök — enda óþörf fyrir forfiflaða á- horfendur. Þegar Ólafur Ragnar bendir á Sviss, sem verið hefur hlutlaust ásamt Austurriki i miðri Evrópu áratugum saman, þá Framhald á 26 siðu ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ TÓMAS GUÐMUNDSSON STJÖRNUR VORSINS 1 tilefni af 75 dra afmœli Tómasar Guömundssonar skdlds 6. jan. 1976 gefur Almenna bókafélagið út STJÖRNUR VORSINS i viðhafnarút- gdfu með myndskreytingum Steinunnar Marteinsdóttur. Formála ritar Kristján Karlsson. Bókin er gefin út í mjög takmörkuðu upplagi eða 1495 tölusettum eintökum, öll með eiginhandardritun skáldsins. Bókin er til sölu ibókaverzlunum og hjd Almenna bókafélaginu á einu og sama verði allsstaðar og kostar kr. 7.800.- með söluskatti. Pantanir verða afgreiddar eftir þeirri röð sem þœr berast til okkar. Þessi bók er prentuð og bundin í 1495 tölusettum eintökum og er þetta eintak nr. 0 ■/yy\ iAaJ'YY^'VGí'^ Austurstræti 18, R. ^ sími 19707-16997

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.