Þjóðviljinn - 14.12.1975, Page 11

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Page 11
Sunnudagur 14. desember 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA II AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI Tradition and Innovation in Renaissance Italy A sociological approach. Peter Burke. Fontana/Collins 1974. Höfundurinn leitast við að lýsa samfélagi itala á timabilinu 1420—1540. Margir hafa haft áhuga á þessu samfélagi sem varð einkar frjótt i listum og bók- menntum einmitt á þessu tima- bili. Höfundur leggur meiri áherslu á þýðingu efnahagslifsins fyrir blómstran „endurreisnar- innar” en margir höfundar hafa gert og hefur safnað saman miklu safni heimilda þeirri kenningu sinni til framdráttar. Höfundur telur að borgarastétt hinna ýmsu borga Italiu eigi drýgri þátt i menningarblómanum en kirkja og aðall, þótt hlutur þeirra siðast töldu sé alls ekki litill. Blómlegur efnahagur og dreifing auðsins á tiltölulegar margar hendur og lif- andi menningararfleifð var heppilegur jarðvegur fyrir frek- ari blómstran lista og bók- mennta. Course in General Linguistics. Ferdinand de Saussure. Introduc- tion by Jonathan Culler. Edited by Charles Bally and Alber Sechehaye in collaboration with Albert Reidlinger. Translated from the French by Wade Baskin. Fontana/Collins 1974. Ferdinand de Saussure er tal- inn höfundur nútima málvisinda. Hann fæddist 1857, ári eftir Sig- mund Freud og ári siðar en Emile Durkheim fæddust. Allir þessir menn hafa mótað mjög heims- mynd nútimans, ekki sist Saussure með rannsóknum sinum og kenningum um mál og tal. Þessir fyrirlestrar voru gefnir út og unnir af tveimur nemendum hans 1916, eftir andlát höfundar. Ahrif Saussures urðu mikil og málvisindi nútimans eru mjög reist á þeim kenningum hans sem birtast i þessari bók, þótt nokkur frávik hafi átt sér stað um sumar kenningar hans á siðustu áratug- um. Ifíj M: ís k u ve rs I u n æskunnar Þingholtsstræti 3 Vandaður og fallegur fatnaðu á börnin. Verðlækkun á eldri kjólum 500—1500.00 kr. JUDAS No:l Góð hljómsveit, kraftmikil hljómlist L flutt af innlifun og örýggi. Allt á einni hljómplötu Júdas vinnur á Júdas svikur engan j Júdas No.1 A Póstsendum Simi 92 16 87

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.