Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 14. dcsember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 félaga og jafningja og blessunar- lega laus við alla vanmáttar- kennd gagnvart þeim, sem við var að etja. Hann var sannur i öllu sem hann tók sér fyrir hendur og ekki trúi ég þvi,. að hann hafi nokkru sinni aðhafst nokkuð það, sem andstætt var hreinni og óflekkaðri samvisku hans. Sá sem þessar fátæklegu linur hripar i flýti, átti þvi láni að fagna að kynnast Sigurði Guðnasyni nokkuð. Að visu aðeins skamma hrið sem flokksbróður og sam- starfsmanni i verkalýðshreyfing- unni og kom þar aldursmunur til, en nokkru frekar þegar hann hafði á efri árum dregið sig i hlé úr baráttunni og lifði lifi sinu i rólegri elli. Fyrir þau kynni verð ég Sigurði ævinlega þakklátur. Þrátt fyrir háan aldur var hann flestum yngri i anda, ávallt glað- ur og hvetjandi til dáða, ákveðinn og djarfur i skoðunum og á sum- um sviðum allt að þvi framúr- stefnumaður. Fram til siðustu ára entusthonum þeir eiginleikar bjartsýni og framsýni, hjarta- hlýju og samúðar með hverjum góðum manni og göfugum mál- stað, sem gerir menn að gæfu- mönnum svolengi sem þeim end- ist lif og heilsa. Slikum er gott heilum vagni heim að aka. Og svo aðeins að lokum: Ég veit að ég mæli fyrir munn is- lenskrar verkalýðshreyfingar þegar ég þakka Sigurði Guðna- syni öll hans störf fyrir islenska alþýðu. Sjálfsagt hafa þau ekki verið alfullkomin fremur en önn- ur mannanna verk, en þau voru örugglega öll unnin af þeim hreina huga og óbilandi vilja til að gjöra rétt, en þola aldrei órétt, sem að lyktum mun færa stétt okkar verkafólksins sigur. Blessun fylgi minningu Sigurð- ar Guðnasonar. Björn Jónsson. Arið 1888 bjuggu að Holtakoti i Biskupstungum, hjónin, Guðni bórarinsson og Sunneva Bjarna- dóttir. Hinn 21. júni það ár fædd- ist þeim sonur, er hlaut nafnið Sigurður. bann unga svein munu vinir hans og samherjar ásamt fjölskyldu hans kveðja á morgun, er hann verður lagður til hinstu hvildar eftir langan og starfsam- an ævidag, 87 ára aö aldri. Eins og flestir jafnaldrar hans ólst hann upp við hin venjulegu sveitastörf þeirra tima. Þó lang- aði hann snemma að afla sér frekari menntunar og fór þvi tæp- lega tvitugur i bændaskólann á Hólum og lauk þar námi árið 1909. Átta árum siðar eða 1917 hóf hann búskap að Borgarholti i Biskupstungum og hinn 6. júli 1918 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristinu Guðmunds- dóttur frá Tjörn i Biskupstung- um. I Borgarholti bjuggu þau til ársins 1922, en fluttust þá til Reykjavikur, þar sem hann hóf að stunda verkamannavinnu og hélt þvi áfram um næstu tvo ára- tugi. Um þann þátt i ævi hans, á- samt störfum hans i verkalýðs- hreyfingunni, verður ekki fjallað i þessum linum. Gerð munu honum betri skil af öðrum, sem þeim málum eru kunnugri. Haustið ’42 var hann f framboði til Alþingis á lista Sósialista- flokksins i Reykjavik. Hlaut hann þá þingsæti sem landskjörinn þingmaður. Og 1946 varð hann einn af átta þingmönnum Reykja- vikur og hélt þvi sæti til 1956, er hann sjálfur kaus að draga sig i hlé. Þegar á það var minnst við hann, að óþarfi væri fyrir hann að hætta þá strax, var svar hans þetta: „Svona starfi á maður að hætta meðan einhverjir sjá eftir manni en ekki biða þangað til all- ir telja lokin sjálfsögð.” A þeim vettvangi varð það að leiðir okkar Sigurðar lágu saman. Varð það fyrst haustið 1944. en þá aðeins stuttan tima; Siðar áttum við eftir að vinna saman i þing- flokki Sósialistaflokksins i nokkur ár. Og tel ég ekki of mælt að ég hafi þvi betur lært að meta kosti hans sem kynning okkar varð .meiri og leiddi til nánari vináttu. beir eðlisþættir, sem mér alltaf fundust einkenna Sigurð mest, voru heilindi hans og hreinskilni gagnvart hverjum þeim málstað, sem um var að fjalla. Á þingi var hann fulltrúi verkalýðsstéttarinn- ar og þvi eðlilega mest upptekinn af hennar málum. Enda var hann jafnan fljótur til andsvara ef hon- um þótti rétti hennar hallað. hvort heldur var með orði eða verki. Sjaldan flutti hann langar ræður, en honum var sýnt um að greina kjarna hvers máls og segja þá meiningu sina i tiltölu- lega stuttu máli. Og i einkavið- ræðum var hann jafnan eldsnögg- ur til svars ef honum þótti réttu máli hallað, gat þá einatt afvopn- að viðmælandann með hnitmið- aðri setningu. Ekki ber þó að skilja ofanritað þannig, að yfirsýn hans i þjóð- málum hafi ekki náð út fyrir mál- efni verklýðsstéttarinnar. Þessi ár voru einmitt upphafsár þeirrar niðurlægingar i sjálfstæðismálum þjóðarinnar, er hófst með sam- þykkt Keflavikursamningsins 1946 og náði hámarki sinu vorið 1951, þegar kallaðir voru saman þingmenn stjórnarflokkanna þriggja til að samþykkja ósk um bandariska hersetu hér til fram- búðar. En þingmenn stjórnarand- stöðunnar, Sósialistaflokksins, voru ekki kallaðir til þótt svo væri látið heita að hér væri um sam- þykkt Alþingis að ræða. Jafnframt þvi sem þessi ár voru upphafsár þessarar póli- tisku niðurlægingar voru þau úpphafsár hinnar nýju sjálf- stæðisbaráttu, sem þá var hafin og stendur enn. Og i þessari sjálfstæðisbaráttu tók Sigurður Guðnason þátt af lifi og sál meðan heilsa og kraftar entust. Hann tók virkan þátt i um- ræðum á Alþingi bæði við sam- þykkt Keflavikursamningsins og inngönguna i Nató. Hann tók einnig þátt i baráttu samtaka hernámsandstæðinga eftir að hann var horfinn af þingi. Og það vakti eftirtekt, er hann sjötiu og tveggja ára að aldri, árið 1960, tók þátt i mótmælagöngu frá Kefla- vik og lét sig ekki muna um að ganga alla leiðina, 50 km. Þannig var Sigurður alltaf heill i öllu þvi, er hann léði liðsinni sitt. Sigurður Guðnason ólst upp á timum mikilla hræringa i is- lensku þjóðlifi og islensku stjórn- málalifi. Hann var fimmtán ára gamall, þegar sá mikli stjóri málasigur vannst, árið 1903, að fa innlenda heimastjórn með búsetu fyrsta islenska ráðherrans i Reykjavik og með ábyrgð fyrir Alþingi. Hann var þritugur að aldri, þegar ísland varð fullvalda riki 1918. Og hann var enn i fullu starfsfjöri og sjálfur þátttakandi i röð atburðanna, þegar islenska rikið var lýst lýðveldi árið 1944. Enda var hann eins og fleiri meira en litið sár yfir undanhald- inu, sem hafið var, aðeins rúmum tveim árum siðar. Og lagði þá fram krafta sina á gamals aldri, tilþess að fá þannblettþveginn af islensku þjóðlifi. bá var hann einnig félags- hýggjumaður i orðs þess fyllstu merkingu. Fátt mun hafa verið honum fjær, en að troða sinum eigin hagsmunum fram yfir ann- arra, þar sem hann taldi allra rétt jafnan. Mun sá eiginleki fremur öðru hafa skapað honum það ó- skoraða traust, er hann vann sér bæði meðal stéttarbræðra sinna og annarra er honum kynntust. Eitt vil ég enn nefna, sem mér þótti einkenna Sigurð. Það var mikill áhugi hans fyrir listum. Einkum voru það leiklist og myndlist sem áttu hug hans. Um eitt skeiö, hve lengi veit ég ekki. hafði hann unnið i Iðnó og kynnst mörgum hinna eldri af leikurum okkar. Hann hafði mjög næmt auga fyrir leiksýningum og var vel að sér i leiklistarsögu. Hvað myndlistaráhuga hans snerti, þá hallaðist hann mjög að jákvæðu mati á verkum hinna yngri myndlistarmanna gagn- stætt því, sem raun varð um flesta hans jafnaldra. Hann tók ákveðna afstöðu meðhinum ungu listamönnum i þeim hörðu svipt- ingum, er fram fóru hér i landi kringum miðja þessa öld, þegar óspart var reyntað nota pólitiskt vald Alþingis til að knésetja þá listamenn, er ekki fylgdu gömlum hefðbundnum reglum. Ég varð einn af þeim kunningj- um, sem alloft var gestur á heim- ili þeirra hjóna árin, sem sam- starf okkar var hvað mest. bar var ætið jafn ánægjulegt að koma, þvi alltaf voru visar hinar látlausu og hlýju viðtökur frú Kristinar ásamt skemmtilegum samræðum við þau bæði. Að endingu vil ég votta frú Kristinu, dætrum hennar og barnabörnum öllum innilega samúð við fráfall hans. Ásmundur Sigurðsson. Sigurði Guðnasyni kynntist ég sumarið 1944. Ásamt þremur skólafélögum minum vann ég þá undir verkstjórn hans ofan við Reykjavik. Fundum okkar bar oft saman fram á sumarið 1974 og skiptist ég ávallt á orðum við hann, andartak eða allt upp i drjúga stund. Afsjó varað taka. Frá þvi að Sigurður Guðnason brá búi 1922 og fluttist á mölina vann hann öllum stundum að efl- ingu verkalýðsfélaganna og i þágu málstaðar þeirra. 1 daglegri vinnu dró hann heldur ekki af sér. Kjartan Ólafsson i Hafnarfirði sagði Sigurð hafa verið með rösk- ustu mönnum, sem hann gekk til verka með. I Alþýðuflokknum skipaði Sigurður sér i hóp hinna róttæku. Hann kom við sögu i átökunum 9. nóvember 1932. Hann var meðal þeirra Alþýðu- flokksmánna, sem tóku höndum sanan við kommúnistaflokkinn til að stofna Sameiningarflokk alþýðu, — Sósialistaflokkinn 1938 og var hann alla tið einn innviða hans. Nafn Sigurðar Guðnasonar er i órofatengslum við sókn verka- lýðshreyfingarinnar 1942. Annar meginatburður hennar var kjör Dagsbrúnarstjórnarinnar frægu, sem Sigurður var formaður fyrir, en hinn var skæruverkföllin, sem hófust við höfnina i Reykjavik. Hann var formaður Dagsbrúnar til 1954, annars viðburðarriks árs i sögu verkalýðshreyfingarinnar. Árið 1942 var Sigurður einnig kjörinn alþingismaður, og sat hann á Alþingi til 1956. 011 spor, sem Sigurður steig á félagsmála- ferli sinum, munu hafa orðið al- menningi til heilla. Sigurð Guðnason þekkti ég af afspurn, þegar kynni okkar tók- ust, og mér er enn i minni, hve hann kom mér á óvart. Ég hafði ekki vænst þess, að harðnaður baráttumaður hefði hið ljúfa viðmót, glöðu lund og hlýja vinar- hug til allra manna, sem Sigurði voru gefin. Mér skildist siðar, að hann var dæmigerður fyrir fyrstu kynslóð forystusveitar verkalýðs- hreyfingarinnar. Haraldur Jóhannsson ELECTROLUX Z30S Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113 Útsölustaðir: i Reykjavik eru auk uniboðs- ins: Ingþór llaraldsson hf„ Armúla 1, Tómstundahúsið hf.. Laugavegi 164, Bygginga- vöruverzlun Kópavogs, Ný- býlavegi 8. Utan Reykjavikur: Stapafeli hf., Keflavik, Atlabúðin, Akurevri. Verzlun Páls Þor- björnssonar, Vestmannaevj- um. JOLAGJAFIR EITTHVAÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA D w;57 •• r ALGJ0R NYJUNG A ISLAND1 S. Sigmannsson & Co h.f., Súðarvogi 4, Iðnvogum, sími 86470 Leturgrafari sem gerir yður fært að merkja nær hvað sem er. Bandsög, draumatæki hand- lagna mannsins. Sagar bæði i tré og járn. Útskurðartæki gefur fjöida möguleika á útskurði ýmiss konar svo sem: t gler, tré, skinn, eir og til notkunar við modelsmiði. Málningarsprautur, 2 gerðir, fyrir húsgögnin, ibúðina og bil- inn. Limbyssa til heimilisnota Til- valið til módelsmiði, límingar á húsgögnum, til að kitta i sprungur o.m.fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.