Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1975. DJOÐVIUINN MALGAGN sosíalisma VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS 'Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóOviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar KarlHaraldsson Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Árni Bergmann, Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. §fmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. AÐ VÍSU VIÐURKENNING Á þessu ári er gert ráð fyrir þvi að ál- verksmiðjan fái i sinn hlut um 53% af raf- orkuframleiðslu á Islandi, aðrir fái um 47% i sinn hlut. Þessi minnihluti orkunnar kostaði hins vegar á sl. ári um 90% alls þess sem greitt var fyrir raforku i landinu, en álverksmiðjan greiddi aðeins 10% fyrir sinn hlut. Álverksmiðjan greiddi þvi einn tiunda allra greiðslna fyrir raforkuverþ hér á landi, en fékk i staðinn rúmlega helming allrar raforkunnar. * Þessar staðreyndir eru landsmönnum öllum núorðið vel kunnar, sérstaklega vegna skrifa Magnúsar Kjartanssonar um þessi mál þegar álverksmiðjan var reist hér og svo skrifa hans og ummæla um þessi mál meðan hann fór með iðnaðar- málefni i rikisstjórninni. Nær allir lands- menn viðurkenna núorðið að raforku- samningurinn við auðhringinn var hreint' og beint hneyksli, — en þannig var það ekki i upphafi. Þá héldu höfundar samn- ingsins þvi fram fullum fetum, að samn- ingurinn væri hagstæður og að við mætt- um hreinlega þakka fyrir að fá slikan samning þvi kjarnorkan myndi á örfáum árum ýta vatnsaflsvirkjunum til hliðar sem úreltum orkugjöfum. Reynslan hefur nú afhjúpað þennan áróður Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, og það sem meira er, sá fyrrnefndi hefur nú i verki i rauninni viðurkennt að samningurinn hafi verið óhafandi og að nauðsynlegt hafi ver- ið að gera á honum umtalsverðar breyt- ingar. Þessi viðurkenning Sjálfstæðisflokksins á þeim afglöpum sem viðreisnarstjórnin stóð fyrir kemur nú fram i greinargerð á alþingi með frumvarpi sem felur i sér breytingar á gamla samningnum við auð- hringinn. 1 greinargerðinni kemur fram að greiðslukerfi framleiðslugjaldsins sem viðreisnarstjórnin ákvað hafi verið ó- hæft og flókið og ekki tryggt öruggar greiðslur. Jafnframt felst i ummælum greinargerðarinnar viðurkenning á þvi að raforkuverðið hafi verið alltof lágt. Sú við- urkenning felst raunar einnig i þvi einu að Gunnar Thoroddsen núverandi iðnaðar- ráðherra skuli hafa haldið áfram þvi starfi sem Magnús Kjartansson hóf sem iðnaðarráðherra að reyna að knýja auð- hringinn til undanhalds og hækkunar á raforkuverðinu. En sú hækkun sem nú fæst fram á raf- orkuverðinu til álversins er alltof litil; með henni myndi álverið aðeins greiða 13—14% af raforkugreiðslum landsmanna fyrir um 55% raforkunnar alls. Þannig breytist i sjálfu sér litið við þennan samn- ing. Annað verra er þó það að i endurskoð- aða samningnum eru engin ákvæði um að unnt sé að endurskoða raforkuverðið á samningstimabilinu nema hækkanir verði á áli. Að sjálfsögðu er þetta fáránleg viðmiðun; auðvitað átti að ákveða verð- lagið og breytingar á þvi með hliðsjón af orkuverði likt og gert er i samningnum um járnblendiverksmiðjuna. Þannig er ljóstað sú endurskoðun sem nú hefur átt sér stað á álsamningnum nær alltof skammt og i honum eru enn fráleit ákvæði sem bæri að hafna. En fleira kemur til en orkuverðið. í endurskoðuðum samningi er ekki minnst einu einasta orði á hreinsitæki fyrir verk- smiðjuna og þar er enn gert ráð fyrir þvi að erlendur dómstóll skeri úr ágreinings- málum, en einmitt þessi ákvæði voru harðlega gagnrýnd af Alþýðubandalaginu sérstaklega, en einnig af Framsóknar- flokknum, þegar álsamningarnir voru gerðir. 1 þeim viðræðum sem átt hafa sér stað milli rikisstjórnarinnar og auðhringsins að undanförnu kom fram að auðhringur- inn hafði mikinn áhuga á þvi að fá fram stækkun verksmiðjunnar. Augljóst er að þessi samningsaðstaða gat orðið til þess að unnt hefði verið að knýja fram veru- lega hækkun á orkuverðinu. En þessa samningsaðstöðu hefur rikisstjórnin ekki hagnýtt sér sem skyldi. Enn alvarlegra er það að með þessa nýju samninga við auðhringinn hefur ver- ið farið einsog feimnismál; engar fréttir hafa komið fram um málið fyrr en það er komið á lokastig og engin umræða hefur farið fram um það opinberlega hvernig skynsamlegast væri að haga þessum mál- um og á siðustu dögum fyrir jól er þessu stóra stjórnarfrumvarpi um stækkun verksmiðjunnar slengt fram. Þetta eru furðuleg vinnubrögð, en þau eru vissulega i samræmi við þann leyndarhjúp sem nú- verandi rikisstjórn jafnan reynir að sveipa allar stjórnarathafnir sinar. Orkuverð hefur farið hækkandi i heim- inum að undanförnu og þess vegna áttu is- lenskir aðilar að hafa alla stöðu til þess að knýja á um enn meiri hækkanir á orku- verðinu frá álverinu. Sú hækkun sem felur i sér að álhringurinn greiði aðeins 13—14% af raforkugreiðslum fyrir 55% raforku- framleiðslunnar er ekki til þess að státa af, þó að i breytingunum felist að visu já- kvæð viðurkenning á fyrri afglöpum. —s. Talsmaður heildarhyggju og bjartsýni í sagnvísindum Orient Express æddi vestur á bóginn frá Istanbúl dag nokkurn i september 1921 og hár, grannur, ungur menntamaður i klassiskum fræöum starði hugsandi út um glugga eins farþegavagnsins. Nafn hans var Arnold Toynbee. Hann var þá að koma frá vestan- verðri Litlu-Asiu, þar sem hann hafði fylgst með striði grikkja og tyrkja. Aður en hann fór að sofa þá nótt, tók hann fram lindar- penna og skráði hjá sér það, sem honum var rikast i huga þá stund- ina. t fjóra áratugi hélt Arnold Toynbee áfram að skrá hjá sér á þennan hátt það, sem honum var efst i hug, og úr þvi rissi varð smámsaman til aðalverk hans, Study of History, tólf binda rit- verk um framþróun og hrörnun siðmenningakerfa. Toynbee nam klassisk fræði i Balliol College i Oxford, og var sjálfur farinn að kenna og útlista sögu býkididesar af Pelóps- skagastriðinu þegar heimsstyrj- öldin fyrri braust út. A striðsár- unum vann Toynbee i utanrikis- ráðuneyti Bretaveldis, var siðan á vakki um Austurlönd nær og kenndi þvi næst við Lundúnahá- skóla. Fyrst i stað hélt hann sig geta ritað mannkynssögu sina i einu löngu sumarfrii. Hann gaf út þrjú fyrstu bindin 1934, lauk ti- unda bindi 1954 og þvi tólfta og siðasta, Reconsid era tion s (Endurathuganir), 1961. Þegar Toynbee fór að láta að sér kveða, varennrikjandiá sviði sögunnar samskonar þjóðemis- stefna og leitt hafði til heims- styrjaldarinnar fyrri. Toynbee lagði áherslu á að lita bæri á Bretland sem aðeins litinn hluta hinnar vestrænu, kristnu menn- ingarheildar og að kristni Vestur- landa væri aðeins ein af fimm menningarheildum, sem heimur- inn skiptist i. Hinar heildirnar fjórar væru grisk-orþódox kristni, Islam, Hindúasiður og Austur- lönd fjær. Toynbee taldi að 21 siðmenn- ingarheild, sem hann skilgreindi á tlmabili skráðrar sögu, hefðu fylgt ákveðnum linum I vexti og hrörnun. Hann kom fram með lögmálið um „áskorun og við- bragð” (Challenge and Response) Til dæmis um það nefndi hann skort á fæðu, sem verið hefði i Grikklandi fyrir hámenningar- skeið þess, og að við þeim vand- ræðum hefðu grikkir brugðist á ýmsan hátt, spartverjar rneð þvi aðkoma sér upp hermannariki og aþeningar með þvi að koma sér upp nýlenduveldi. Toynbee taldi það einnig reglu i sögunni að eftir erfiðleikatímabil rynnu riki og menningarheildir saman. Þar væri um viðleitni að ræða til stofnunar alheimsrikis. Oswald Spengler hafði sett fram nokkuð svipaðar kenningar þegar i fyrsta bindinu af ritverki sinu „Hnignun Vesturlanda”, SAMFÉLAG sem kom út 1918. Spengler hélt frá fram að hnignun menningar- heilda væri óhjákvæmileg og i eðli sinu án tilgangs, en þar var Toynbee á öðrumáli. Hann lagði áherslu á að maðurinn hefði frelsi til að velja og hafna. „Ég trúi þvi ekki að menningarheildir þurfi ó- hjákvæmilega að deyja,” sagði hann. „Menningarheild er ekki lifræn eining. Hún er árangur af vilja.” Þar að auki hefur hver menningarheild sinn ákveðna til- gang að dómi Toynbees, tilgang sem hUn gerir sér að visu ekki vel ljósan en er þó I eðli sinu guðdóm- legur. „Sagan,” skrifaði Toyn- bee, „er sýn af. sköpunarverki Guðs á hreyfingu.” Toynbee taldi sig ekki einnar trUar fremur en annarrar. Hann sökkti sér kappsamlega bæði i kristni og bUddasið, en lýsti sjálf- um sér sem óvissumanni um trUarbrögð. Guð, sagði hann, er tilfinning, sem „ólgar upp frá dýpri sviðum sálarlifsins. Sam- band mannsins við það helga afl skýrði hann einu sinni með lik- ingu Ur draumi, sem hann hafði dreymt. I draumnum hafði hann þóst hanga neðan i krossi, sem var hátt yfir altari benedikt- ina-klaustursins i Ampleforth i Yorkshire. Þá heyrði hann rödd kalla á gallalausri latinu: „Amplexus expecta.” (Haldið fast og biðið.) Aðalverk Toynbees vakti tiltölu- lega litla athygli og þaðan af minna hrós fyrst I stað. Eftir sið- ari heimsstyrjöld, þegar skilning- ur hafði aukist á skilningi þjóða i milli, var timi Toynbees kominn. Jafnvel þá urðu sumir enn til þess að deila á Toynbee og saka hann um rómantik, óljósa fram- setningu og jafnvel rangfærslur. Engu að siður var hann þá orðinn vitringur á heimsmælikvarða, hliðstætt Enstein, Schweitzer og Bertrand Russel, og leitað var á- lits hans um öll hugsanleg mál- efni. Sjálfur var þessi hvithærði, gæðalegi öldungur hógværðin sjálf I allri framkomu. Hann heimsótti oft bandariska skóla en ekki var hann alltaf svo mildur i garð Bandarikjanna. 1 ritinu Experiences, sem er einskonar sjálfsævisaga, sakaði hann Bandarikin um að reka nýlendu- stefnu i Vietnam og það sama kvað hann ísrael gera i Palestinu. Arið sem leið skrifaði hann að eldsneytisskortur gæti vel orðið til þess að einræðisstjórnir kæm- ust til valda á Vesturlöndum, en bætti þvi við vongóður að „samfé- lag, sem er i hnignun efnahags- lega séð, gæti vel verið á uppleið andlega.” Framtiðarsýnir hans báru raunar keim af dultrU. „A tuttugustu og fyrstu öldinni,” sagði hann, „verða allar hinar margbreytiíegu hliðar mannlifs- ins eining á ný.” Þegar Toynbee fyrir fimm vik- um andaðist 86 ára að aldri á hjUkrunarheimili I York, var hrósinu um hann i eftirmælum breskra blaða nokkuð i hóf stillt. Guardian skrifaðiað „niðurröðun hans á atriðum heimssögunnar væri of rigbundin og jafnvel hinn gifurlegi lærdómur hans hefur of miklar brotalamir ... til þess að það verk hans, sem hann lagði mesta áherslu á geti staðist i samtimanum. „En sumir sam- timamanna hans voru örlátari á hrósið. Samuel Eliot Morison við Harvard sagði: „Hann var einn af fáum, sem hafði kjark til að taka söguna alla fyrir eins og hún leggur sig.” Toynbee leit svo á sjálfur að einskonar mennta- mannleghreppapólitik fælist I þvi sem hann kallaði „kennisetning- una um að lifið væri ekkert nema keðja bölvanlegra atburða. Sjálf- ur sagðist hann alla ævi hafa ver- ið sannfærður um að atburðir mannheims yrðu þvi aðeins skilj- anlegir, að litið væri á þá sem eina heild. (Úr Time.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.