Þjóðviljinn - 14.12.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Qupperneq 12
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. descmber 1975. NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST FRAMÚR- STEFNA Tony Costa: GANGAN. Kristinn G. Harðarson, Helgi Friðjónsson og Bjarni Þór« arinsson útfærðu verkið I miðbæ Reykjavlkur. Bjarni Þórarinsson: KJARNINN OG HISMIÐ. Bragi Asgeirsson og Aðalsteinn Ingólfsson meðhöndla sandsigtið af mikilli leikni (lýsa aðferðum gagnrýnenda?). Birgir Andrésson: AUGA GEFUR ÞVl LEIÐ. Litskyggnur af endurtekinni Ilkamsstööu þar sem augnaráðið er breytilegt, höfundurinn dró á pappir linur eftir stefnu augnanna hverju sinni. Til landsins berast oft bréfa- sendingar frá erlendum mynd- listarmönnum og umboðsaðiljum myndlistarmanna, samtökum og sýningarsölum, þar sem islensk- um myndlistarstofnunum, félög- um og einstaklingum er boðin þátttaka i sýningum, eða þá að einstakar sýningar eru boðnar hingað ókeypis með litlum tilkostnaði, samkvæmt samkomulagi o.s.frv. 1 flestum tilvikum dynur þessi póstur yfir önnum kafið starfslið mennta- málaráðuneytisins, þar sem hann flækist fyrir, dettur ofani rangar skúffur, gleymist, eða áfram- sendist til einhvers myndlistar- aðila (einu sinni lenti boð um þátttöku á framúrstefnusýninu i bréfalúgu málara sem kominn var að fótum fram gott ef ekki lagstur i kör, — ég sel þá sögu ekki dýrara en ég keypti hana). En einnig gerist það að erlendar sendingar hafna á réttum stöðum og koma viðtakendum að ein- hverju gagni, ekki sist ef þær eru merktar af kunnugum mönnum i upphafi. Einar Guðmundsson for- maður i SUM hefur tjáö mér að til sin berist alla jafnan mikill póstur, fyrirspurnir, timarit o.þ.h. einnig hólkar og möppur með verkum myndlistarmanna, — sumt af þessu efni á lítið erindi hingaö á norðurhjarann. Margt er lélegt. annað gott, en flest þannig úr garði gert að nokkur fyrirhöfn og tilstand fylgir. Úr sýningar- pósti sem hangið hefur uppi i Galleri SÚM, þar má nefna verk eftir Gabor Attalai, Pieter Hol- stein og félaga úr Trykkerband- en. Fyrir nokkru siðan barst send- ing til SÚM sem innihélt verk eft- ir mann að nafni Tony Costa. Af ýmsum ástæðum þótti betur á fara að Galleri OUTPUT sýndi þessi verk og kynnti listamann- inn. Tomy Costa Persónurlegar upplýsingar um Tony Costa liggja ekki á lausu; þó er kunnugt að hann lærði við The Fine Art Course at Leeds Polytecnic og tók þátt i tilrauna- flokknum Everyday Occurrances (daglegir viðburðir) og stjórnaði honum um tima. T. Costa hefur ýmist unnið sjálfstætt eða með öðrum listamönnum, hann svið- setti verk sin i The Nationa! Student Drama Festival i Durham, á götum Leicester, Leeds og Rotterdam. Tony Costa var með á Experiment III i Mid- land Group Gallery i Nottingham, svo og á ýmsum listahátiðum i Englandi, t.d. i Bath. Tony Costa er framúrstefnu- maður þeirrar gerðar sem stigið hefur út úr afhýsi myndlistarinn- ar og samlagast fólki götunnar, hinum almenna borgara. Hann hefur flutt verk sin á strætum og torgum og gefið þeim nýtt lif i tengslum við iðandi strauma borganna, vegfarendur eru meðvitandi eða óafvitandi þátt- takendur i skipulögðu (en þó frjálsu) atferli, áhrifavaldandi afl i framvindu leiksins. Þótt hér sé talað um flutning, atferli, leik og annað i sama dúr, þá er það þó myndhugsunin sem er nærtækust, þ.e. hin leikræna myndhugsun, sem nefnist á ensku performance og er i orðabókum þýdd sem: leiksýning, verk, framkvæmd o.s.frv. öll þessi orð eru ónóg og jafnvel villandi og tjá ekki hina sérstöku tilfinningu eða stemmningu sem er eðliskennd þessarar myndtegundar- þvi siður eru vandræðaleg nýyröi eins og „leikkoma” til þess gerð, — i besta falii er afsakanlegt að islenska orðið: performansinn, að performera o.s.frv. Performansar Tony Costa á sýningunni i Galleri OUT PUT eru flestir þannig að skrifuð er einföld hugmynd fyrir ákveðið, kannski takmarkað, umhverfi eða hugsanlegar aöstæður, út- færslan byggist siöan á persónu- legum túlkunarhætti þeirra sem performera. Verður nú fjallað nánar um verk Tony Costa. 1. MÓTSÖGNIN 1 MÓTSÖGN- INNl ER MÓTSÖGN. Þetta er setning til að festa á vegg, nokk- urs konar orðaleikur andmælis, tvisögli og ósamræmis, og stend- ur fyrir sinu sem slikur. 2. IIOPP. 29 þátta leikrit, þar sem sviðið (gatan) er málað samhliða rétthyrningum. Rammi verksins býður áhorfandan- um þátttöku; þeir sem eiga leið framhjá geta i uppáfinningar- semi sinni skapað persónuleg túlkunarhrif fyrir sig og aðra, i óendanlegri fjölbreytni. betta verk er einfaldur trjáningarvett- vangur. SAMSTÆÐU HLUTIR. (Verk innan ramma limbands, sem ákvarðar stærð þess. Veggur veggfóðraður, stóll við vegginn og kassi á gólfmottu á gólfinu.) Þetta verk er sviðsmynd án leikara, þriviðir hlutir „vaxa” útfrá tviviðum fleti veggjarins og höfða mjög til imyndunaraflsins. 4. GJÖRIÐ SVO VEL AÐ SETJAST.lUppigegnum stólsetu hafa verið reknir oddhvassir naglar.) bessi hugmynd er keimlik útfærslu Man Ray á straujárninu fræga. 5. ÞC GETUR GERT ÞAD HAFIRÐU TRÚ A ÞVÍ. (Fót spor á gólfi, fótspor á vegg.) Hér er á ferðinni nokkuð sniðug hug- mynd sem sómir sér ágætlega. (>. fiG. Orðið ég er málað á vegg, vegfarendur stilla sér við orðið, hver á eftir öðrum, og l'æst þannig fram afstæð mynd þess. Þetta er ekki tiltakaniega frum- /egt. 7. HÖFUDVERKUR. (Fótspor á gólfi, spjald við tærnar sem á stendur: littu upp. t loftinu er áletrunin: littu niður.) Hér er um að ræða tilbrigði við endurteknar athafnir, t.d. færibandavinnu, hið vitfirrta er undirstrikað með fyndnum tilburðum leikarans. X. A LEIÐ FRAMHJÁ. Þetta er sviðsverk sem byggist að hluta á meðvitaðri ákvörðun eða vali, þar sem ákveðin viðbrögð við ákveðnu áreiti eru performeruð. Areitið kemur frá fólkinu sem á leið framhjá þeim sem perform- erar. Áhrifavaldurinn, mynd- hugsun listamannsins, gerir hið venjulega óvenjulegt, visar á möguleika i mannlegum samskiptum er geta vikkað þau til meira frjálsræðis, — umgengnisvenjur og hversdags- legt atferli manna er vert að ihuga frá öðrum sjónarhóli en þeim sem hefðin hefur skapað, og á þeim grundvelli er listamaður- inn til hjálpar með hugviti sinu. 9. INNAN OG UTAN RfiTTH YRNINGS. (Margbrotið verk sem ekki er hægt að lýsa i stuttu máli.) Þetta er langavit- leysa, alltof flókið og fyrirhafnar- mikið i sviðsetningu. 10. G ANGAN. Hugmynd leikrits ins er sú, að gengið er eftir fyrir fram ákveðinni leið, merktri inná götukort. Fjarlægðin milli um- ferðarljósa markar þáttaskilin, leikarar eru þrir, allir hvitsmink- aðir i framan. 1. leikari leggur af stað. 2. leikari fylgir á eftir og heldur á stól, 3. leikari telur skrefafjöldann, mælir timann sem tekur að ganga milli um- ferðarljósanna og færir niður- stöðurnar inná götukortið. Standi umferðarljós á rauðu ber 2. leikara að leggja 1. leikara til sæti. Innan marka sem ákvarðast af fótastærð og skrefalengd gefst leikurum svigrúm til persónu- legrar túlkunar. Þetta sviðverk var fært upp á götum Reykjavik- ur fyrir nokkrum dögum (sjá mynd) og heppnaðist ágætlega. Mikill hraði var á leikurunum, þeirgengufrá Pósthússtræti, upp Laugaveg að Vatnsstig. Umferðarljósin stóðu alltaf á grænu! 11. SAMTALSVERK. (Tvær niðurbútaðar setningar uppá vegg, tveir flytjendur i frökkum og með hvitar grimur, tveir stól- ar.) Þetta verk var flutt á fram- úrstefnukvöldi i Myndlista- og handiðaskólanum 3. des. af nemendum skólans, og var hér verið að tengja saman listræna viðleitni utan hans og innan. Túlkun flytjendanna var með miklum ágætum og skiluðu þeir áhorfendum kimnisanda verks- ins. Framúrstefna í Myndlista- og handíðaskólanum Arið 1973, siðla vetrar, fékk þá- verandi skólastjóri, Hörður Ágústsson, þekktan myndlistar- mann til að kenna við nýstofnaða skúlptúrdeild skólans, Jón Gunnar Arnason meðlim i SÚM. Áhrif þessa tiltækis urðu mikil, — komu þó litt fram i verkum nemenda, en dreifðu úr sér i hug- um þeirra, — allt i einu var kyrr- staðan rofin. Og ári siðar var svo komið að nemendur kröfðust viðurkenningar á tilraunum sin- um i framúrstefnuvinnu og settu upp sýningu sem var ætlað að vera nokkurt mótvægi gegn and- ófi kennaranna. t tið núverandi skólastjóra og undir handieiöslu eins fremsta listamanns þjóðar- innar, Magnúsar Pálssonar, þá hefur framúrstefna hlotið nokkra viöurkenningu sem nauðsynlegur liður I námi myndlistarnema. Samkoman i Myndlista- og handíðaskólanum var mjög vel heppnuð og skipulag og niðurröð- un atriða einnig, en höfundar þeirra voru Birgir Andrésson, Bjarni Þórarinsson og Tony Costa. í upphafi flutti Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fyrirlest- ur sem hann nefndi „Hugur og hátterni”, þar sem hann rakti i stórum dráttum þróun nýstári myndhugsunar, allt frá Dadaism anum til Conceptual-listarinnar var þar margt hnýsilegt að heyra Þá var sýnd kvikmynd Bjarna Þórarinssonar Réttur dagsins. um borðhald á öskuhaugunum i Gufunesi, sérstætt verk sem i upphafi var samkvæmt handriti en hljóp svo úr böndum og þróað- ist eftir þeim aðstæðum (atvik- um) sem mynduðust á staðnum; kvikmyndunin var góð, sömu- leiðis klippingin, og hljóðið i sýningarvéiinni var viðeigandi tónlist. bá sýndi Birgir Andrés- son SMAMYNDIR sinar, flokk skyndimynda: athafnasemi bif- reiðarstjóra, bros ungmeyja. samfelldar húsamyndir frá ein- um stað til annars, langa bók- menntalega setningu o.fl. Inntak flestra dagskrárati iða var hugtakið firring, skopstæling, rannsókn og viðbót hennar, þar sem markviss tilraun var gerð til að skapa ákveðna stemmningu. áhorfendur voru svo „þátttak- endur” og innlegg i stemmn- inguna með viðbrögðum si'num Performansar þeirra félaganna voru ekki siðri þeim performöns- um sem kynntir eru i timaritum og bókum (og spurning hvort þeir eigi ekki að dæmast sem slikir, ekki skólavinna heldur sjálfstæð verk undir þeim áhrifum sem alltaf koma til greina?); t.d. var verkið AUGA GEFUR ÞVÍ LEIÐ eftir Birgi með afbrigðum fallegt, hreintæktað Conceptual-lista- verk, rannsókn og fagurfræði samtimis (sjá mynd). Að minni hyggju er samband listnema við utanaðkomandi öfl, myndlistarmenn og liræringar listalifsins, nauösynlegur þáttur i þroska þeirra, náin snerting við slagæðar mannlifsins er þeim ekki siður nauðsyn, og allt þetta hjálpar þeim þá, að ioknu námi, að hefja feril sem annars gæti orðið vandræðalegt millibils- ástand eða tóm þar sem þeir stæðu áttavilltir og utangátta i la'rdómshleðslunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.