Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖDVILJINN Sunnudagur 14. desember 1975, KJARTAN ÓLAFSSON: Lífskjör og landhelgi Aldrei hefur það verið ljósara en nú, hversu nátengd eru þau tvö mál, sem hæst ber í islenskri stjórnmálaumræðu um þessar mundir, og er þá annars vegar átt við landhelgismálið, og hins veg- ar deiluna um það, hvaða lifskjör islenskt þjóðfélag geti boðið verkafólki og annarri alþýðu landsins. begar afskipti verkalýðshreyf- ingarinnar af landhelgismálinu voru rædd á alþingi fyrir hálfum mánuði, þá var einn af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins, frú Ragnhildur Helgadóttir, svo smekkleg að fullyrða, að með af- skiptum af þvi máli væri islensk verkalýðshreyfing að fara út fyrir sitt verksvið, með öðrum orðum, að verkafólki og samtökum þess kæmi landhelgismálið litið við, heldur væri það eingöngu herr- anna i stjórnarráðinu og svo al- þingis, að fjalla um það, hvort framselja bæri erlendum veiði- skipum rétt til fiskveiða hér eða ekki. Svo vel vildi reyndar til, að al- þjóð átti þess kost, að sjá frúna flytja þennan boðskap Sjálf- stæðisflokksins úr ræðustól al- þingis, þar sem sjónvarpað var frá þingfundinum, er ummælin féllu. Fróðlegt er að skoða þessi um- mæli þingmanns Sjálfstæðis- flokksins i ljósi þeirrar stað- reyndar, að annar áhrifamaður i Sjálfstæðisflokknum, Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands islenskra útvegs- manna, hefur nú lagt til opinber- lega að verulegum hluta is- lenskra fiskiskipa verði bannað að stunda veiðar á næsta ári, hvað sem liði þvi geigvænlega at- vinnuleysi og kjarahruni, sem af sliku óhjákvæmilega leiðir. Miðin duga okkur einum, en ekkert umfram það Væri 200mflna landhelgin — og þó ekki væri nema 50 milna land- helgin — veruleiki i reynd,en ekki bara yfirlýsing, sem rikisstjómin hefur svivirt með samningum sinum og tilboðum til annarra þjóða, — þá væru að sjálfsögðu engar hugleiöingar uppi um að meina islenskum fiskiskipum að halda til veiða, og atvinnuleysis- vofan ekki i dyragættinni af þeim sökum. Afli okkar fslendinga af helstu bolfisktegundunum, þe. þorski, ýsu, ufsa og karfa, var á siðasta ári um 365.500 tonn héðan af ís- landsmiðum, og voru milli 90 og 100% af þeim afla veidd innan 50 mflna markanna. A næsta ári telja fisk-ifræðingar óhætt að veiða tæp 400.000 tonn af þessum fisktegundum, sem væri um 10% aukning á okkar aflamagni frá árinu 1974,efekkikæmutil veiðar útlendinga. Það sem hins vegar gerir myndina svo alvarlega sem hún er, og veldur þvi, að i alvöru er rættum,að binda veröi verulegan hluta okkar fiskiskipastóls við bryggjur, eða selja úr landi, — er sústefna rikisstjórnarinnar, sem fram hefur komið i tilboðum hennar og samningum við útlend- inga, að afhenda erlendum þjóð- um 40—50% þess afla sem hér má veiða að dómi visindamannanna, eða alls 150—200.000 tonn. Svo einföld sannindi ætti þó frúin aö skilja Það þarf ekki að fara mörgum orðum um afleiðingarnar af þvi, ef verulegum hluta fiskiskipa okkar væri meinað að sækja sjó, eða fiskur gengi til þurrðar, vegna ,,löglegrar” og ólöglegrar rányrkju erlendra togara. Enginn skyldi halda að slik ósköp bitnuðu eingöngu á sjávar- þorpunum hringinn i kringum landið, og þvi fólki, sem þar ber atvinnulifið uppi með vinnu sinni dag hvern á sjó og landi. Ljóst er, að sú risháa en ótrausta yfir- bygging islensks þjóðfélags, sem hrófað hefur verið upp á siðustu áratugum, fyrst og fremst hér á Faxaflóasvæöinu, myndi jafn- framt hrynja, sem hver önnur spilaborg á skömmum tima, ef rányrkjan nær að eyða fiskistofn- borga litla eöa enga tekjuskatta. Kröfur um að rikisvaldið vinni að stöðvun verðbólgunnar i stað þess, að rikisstjórnin hefur nú á þessu ári með beinum hætti staðið fyrir tveimur þriðju hlutum þeirrar 50—60% óðaverðbólgu sem við blasir, en aðeins einn þriðji verðhækkananna á rætur að rekja til erlendra verðhækk- ana og innlendra launahækkana, andstætt þvi' sem áður var. t niðurstöðum kjaramálaráð- stefnunnar kemur mjög greini- afkomu þjóðarbúsins á undan- förnum árum. Þann 28. nóvember sl. sendi Þjóðhagsstofnun frá sér sina nýj- ustu skýrslu um þjóðhagshorfur. í þessu riti „Úr bjóðarbúskapn- um” eru m.a. birgar upplýsingar um þróun kaupmáttar og þjóðar- tekna siðustu árin. Séu tölulegar upplýsingar, sem þarna birtast bornar saman við skýrslu forvera Þjóðhagsstofnun- ar, þ.e. Hagrannsóknadeild, er frá 22.11. 1972, þá má fá fram unum við landið, eða verulegur hluti flotans liggur i höfn, meðan útlendingar skafa miðin, sem fyrr. Ekki fer milli mála, að komi islenskum sjómönnum, og verka- fólki eitthvert mál við yfirleitt — þá er það landhelgismálið. Svo einföld sannindi ætti jafnvel frú Ragnhildur Helgadóttir, lögfræð- ingur og alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins að skilja Kjaramálaráð- stefna Alþýðu- sambandsins 1 byrjun þessa mánaðar var haldin i Reykjavik kjaramála- ráðstefna Alþýðusambands Is- lands. 1 einróma samþykkt, sem gerð var á ráðstefnunni, er þvi lýst yfir að kaup verkafólks þurfi nú að hækka um 28—32% til að ná sama raungildi og 'l. mars 1974. Þálýsti ráðstefnan einróma sök á hendur rikisstjórninni fyrir ,,ó- stjóm iefnahagsmálum og beinar tilraunir til þess, að nota lakari viðskiptakjör en áður riktu, sem tylliástæðu til launalækkana og þar með teknatilfærslu frá verka- fólki til atvinnurekenda og fjár- málamanna.” Hátt á annað hundrað verka- lýösfélög hafa nú lausa samninga frá áramótum, og verkalýðs- hreyfingin öll býr sig til sam- stilltra átaka við atvinnurekend- ur og rikisstjórn peningaaflanna i þvi skyni að rétta á ný hlut fólks- ins i verkalýðsfélögunum, sem kjararánið hefur bitnað á. Kjaramálaráðstefna Alþýðu- sambandsins setti fram fjöl- margar kröfur um gjörbreytta stjórnarstefnu. Sem dæmi má nefna: Kröfur um harða stjórn á gjaldeyrismálum i stað þeirrar taumlausu sóunar, sem núver- andi frelsi heiidsalanna leiðir til. Kröfur um skattlagningu fyrir- tækjaog atvinnurekenda, sem nú lega fram sá skilningur, að kjara- baráttan og stjórnmálin verði ekki aðskilin, en séu aðeins tvær greinar á sama meiði, eins og sósialistar hafa frá þvi fyrsta haldið fram. „Beita samtaka- mætti sínum af fyllstu hörku” Miðað við fyrri reynslu og hagsmunaandstæðurnar i þjóðfé- laginu er vissulega ekki liklegt, aö núverandi rikisstjórn fallast á kröfur Alþýðusambandsins um þjóðfélagsbreytingar og gjör- breytta stjórnarstefnu, og að sjálfsögðu ber að varast, að láta einhverjar loðmullulegar yfirlýs- ingar um minniháttar breytingar á þessu sviði eða hinu koma i staðinn fyrir óhjákvæmilegar launahækkanir lágtekjufólks. Yfirlýsing kjaramálaráðstefnu Alþýðusambandsins er sú, að verði kröfum verkalýðssamtak- anna um gjörbreytta stjórnar- stefnu synjað, þá hljóti „verka- lýðshreyfingin að svara slikri synjun með þvi eina úrræði, sem henni er þá eftirskilið, að beita samtakamætti sinum af fyllstu hörku til að endurheimta þegar i stað með beinum kauphækkunum a.m.k. jafngildi allrar þeirrar kjaraskerðingar, sem skjólstæð- ingar verkalýössamtakanna hafa mátt þola á þessu og sl. ári.” Þróun kaupmáttar og þjóðartekna. — Þrjú tímabil Nú við upphaf kjarasamninga er rétt að rifja upp nokkrar mikil- vægar staðreyndir um þróun kaupmáttar launa verkafólks og býsna fróðlegt yfirlit um þróun kjaramála og þjóðartekna allt frá upphafi viðreisnartimabilsins 1959, ekki sist, ef Fréttabréf Kjararannsóknanefndar frá júni 1975 er jafnframt haft við heild- ina. Við skulum skipta þessum árum frá 1959—1975 i þrjú tima- bil. Tökum fyrst viðreisnarárin 1959—1970, siðan ár vinstri stjórn- arinnar frá 1971 til miðs árs 1974, og loks stjórnartimabil Geirs Hallgrimssonar. Fyrsta timabil: Á fyrsta ti'mabilinu „viðreisn- arárum” hækkuðu þjóðartekjur á mann um 43% á föstu verðlagi. Samningsbundið meöaltimakaup verkamanna i dagvinnu hækkaði hins vegar aðeins um 15,3% að raungildi, og kaupmáttur tima- kaupstaxta verkafólks og iðnað- armanna aðeinsum 21,6% á þess- um ellefu árum, eða rétt um helming af vexti þjóðarteknanna á mann. (Heimild: Áðurnefnd skýrsla Hagrannsóknadeildar). Hér var þvi breitt bil að brúa, þegar vinstri stjórnin tók við, enda setti hún sér það mark, aö bæta kaupmátt launa verkafólks um a.m.k. 20% á tveimur árum og stóð við það. Annað timabil: Frá 1970—1974 hækkuðu þjóðar- tekjur á mann úr 143 stigum (miðað viö 100 árið 1959) i 177,5 stig.eða um 24%. (Sjá áðurnefnd- ar skýrslur Hagrannsóknadeildar og Þjóðhagsstofnunar.) Frá meðaltali ársins 1970 til annars ársfjórðungs 1974, það er til stjórnarskipta, hækkaði hins veg- ar kaupmáttur greidds tima- kaups verkamanna i dagvinnu um 44% úr 93,1 stigi i 134,4 stig. (Sjá fréttabréf Kjararannsókna- nefndar i júni 1975.) Þarna hafði því bilið, sem á við- reisnarárunum myndaðist milli þróunar þjóðartekna, og þróunar kaupmáttar launa vérkafólks verið nær brúað, en þó ekki alveg. Þriðja timabil: Svo kemur þriðja timabilið, þegar stjórn Geirs Hallgrimsson- ar tekurvið völdum. A þvitimábil'i gerist ekki bara það, að Kaup- máttur timakaups verkafólks sé lækkaður i reynd til samræmis við lækkun þjóðartekna á mann. Sú lækkun þjóðartekna nemur, frá toppnum 1973, aðeins 9—10% á tveimur árum samkvæmt skýrsl- um Þjóðhagsstofnunar. En kaupmáttur timakaups- taxta verkafólks og iðnaðar- manna er hins vegar nú á ný orð- inn sá hinn sami, miðað við þjóðartekjur á mann, og hann var árið 1970, áður en vinstri stjórnin tók við. Sé litiö á spá Þjóðhags- stofnunar fyrir árið 1975 og hún borin saman við niðurstöður árs- ins 1970 samkvæmt skýrslu Hag- rannsóknadeildar, sem áður var vitnað til (forvera Þjóðhagsstofn- unar), þá blasir við, að þjóðar- tekjur á mann á timabilinu frá 1970—1975 hafa hækkað um kring- um 13% og kaupmáttur kaup- taxta verkafólks og iðnaðar- manna hefur lika hækkað um að- eins 13%. Bókstaflega allt það, sem á- vannst á vinstri stjórnarárunum i þá veru að leiðrétta bilið sem skapaðist á „viðreisnartiman- um” milli þróunar þjóðartekna og launaþróunar hjá verkafólki, hefur verið þurrkað út, i herferð rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar, og staðan frá 1970 komin upp á ný. Þetta er sú „teknatilfærsla frá verkafólki til atvinnurekenda og fjármálamanna”, sem rætt er um i ályktun kjaramálaráðstefnu Al- þýðusambandsins, og kemur ytri áföllum þjóðarbúsins bókstafiega ekkert við. Hefði kaup verkafólks aðeins verið lækkað, sem svaraði minnkandi þjóðarte kjuni, þá hefði það ekki þurft að hækka um 30% nú til að ná fyrra raungildi, heldur aðeins um 10—11%, og er þá fyllsta tillit tekið til versnandi viðskiptakjara. Allt hitt er rán rikisst jórnarinnar i þágu auð- stéttarinnar f landinu. Viöskiptakjör — Vinnutími Viðskiptak jörin hafa ekki versnað um þriðjung, eins og si og æ er haldið fram i málgögnum rikisstjórnarinnar, heldur aðeins um 23—24% frá metárinu 1973 samkvæmt skýrslu Þjóðhags- stofnunarinnar. Auðvitað er slik rýrnun viðskiptakjara á 2 árum nokkurt áfall, en hún hefur þó ekki leitt til nema 9—10% sam- dráttar þjóðartekna á mann, eins og áður segir. Varðandi kjör verkafólks er hins vegar á það að lita, að auk hinnar beinu skerðingar kaup- máttar meðaltimakaupstaxta verkafólks og iðnaðarmanna, sem kallar á kröfu um 30% kaup- hækkun, samkvæmt niðurstöðum Alþýðusambandsins, þá hafði vinnutimi verkamanna i Reykja- vík og nágrenni styst um fullar 4 stundirað jafnaði á viku hverri á fyrri hluta þessa árs, miðað við fyrri hluta siðasta árs, sam- kvæmt hinni nýju skýrslu Þjóð- hagsstofnunar. Sé haft i huga, að verkamenn i Reykjavik höfðu að jafnaði um 40% tekna sinna á árinu 1974 af yfirvinnu, þá má reikna með þvi, að þær vinnustundir, sem nú vantar miðað við fyrra ár séu fyrst og fremst næturvinna og tekjuskerðing h.eimila verkafólks þvi mjög veruleg eða vart minni en 10% af þeim sökum einum, fyrir utan allt annað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.