Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 15
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1975. GUÐBERGUR BERGSSON SKRIFAR FRÁ SPÁNI ANNAR HLUTI — SPÆNSK STJÓRNMÁL DAUÐI Engin leið er að fjalla um spænsk stjórnmál á svipaðan hátt og stjórnmál annarra vest- ur-evrópskra landa. Rangt væri samt að halda, að á Spáni sé eng- in stjórnmálabarátta, úr þvi að hún fer fram með öðrum hætti en vesturlandabúar eiga að venjast i löndum, þar sem stjórnmála- flokkar eru leyfðir. A siðustu árum hefurSpánn bú- ið fremur við persónuvald stjórn- málamanna en einræði. Persónu- valdið hefur verið til þessa eins- lags fámennisstjórn. Yfir per- sónuvaldinu rikir þjóðarleiðtog- inn, Franco, sem takmarkar að- gerðir fámenninganna: ráðherra, fylkisstjóra o.s.frv. Franco hefur ævinlega verið fráhverfur stjórn- málum og stjórnmálastefnum. Rökrétt afleiðing andúðarinnar er sú, að engir stjórnmálaflokkar eru leyfðir, ekki einusinni flokkur falangista, sem kallar sig hreyf- inguna. Smámsaman hefur reyndin orðið sú, að öll stjómmál landsins eru nátengd auðhyggju, forstjórum stórfyrirtækja. Þann- ig er rikjandi stjórnmálastefna eintómt fyrirtækjavald, ásamt valdi verkalýðsfélaganna, sem eru á mála hjá forstjórunum: at- vinnurekendur og verkamenn eru i sama verkalýðsfélagi, sem á rétt á sætum i þjóðþinginu, sam- kvæmt hlutfallstölu og sitja þvi þar aðeins forstjórar, bæði fyrir verkamenn og sjálfa sig. Spænsk- ir ,,stjórnmálamenn” eru menn, sem verja hagsmuni sina miklu fremur en stefnu einhverrar ákveðinnar hugmyndafræði eða stjórnmálaskoðunar. Hugmynda- fræði er þvi engin á Spáni. En bóli á einhverju i átt við hana, þá er hún tæknifræðilegs eðlis, blönduð trúarlegu inntaki, og beinist aðal- lega að „uppbyggingu efnahags- lifsins”. Þetta er ekki ólikt stefnu vinstra- og hægraafturhalds Evrópu, sem hugsar bara um hagvöxtinn. Þótt kosningar séu haldnar á Spáni, kemur almenningur hvergi nærri þeim. Þær eru ekki almennar, heldur eiga þeir einir kosningarétt, sem teljast vera „forsvarsmenn fjölskyldu”, þ.e. sá einstaklingur, sem hefur fyrir fjölskyldu að sjá: fjölskyldufaðir- inn. En sé hann enginn, þá sá, sem „telst vera” forsvarsmaður fjölskyldunnar, karl eða kona. Hjón hafa ekki bæði kosningarétt,^ einungis eiginmaðurinn. Hins vegar hafa allir einstaklingar kosningarétt, þvi að piparsveinn- inn, eða piparkerlingin telst vera „fjölskylda”. Allt er þetta einstaklega flókið og loðið, eins og spænskt hugar- far, og gerir það að verkum, að fæstir skilja og engin þátttaka er i spænskum kosningum. Þátt- tökuleysiðstafar ekki af andstöðu fólks gegn stjórninni. Fólk botnar bara ekkert i kerfinu. Spænski botninn er alltaf uppi i Borgar- firði. Þetta kemur sér afar vel fyrir almenning, sem er ótrúlega ihaldssamuraðeðli og litið gefinn fyrir breytingar. Þurfi Spánverji að breyta út af vana, þá brakar hreinlega i' ihaldssömum heila- berkinum. En risi hánn upp gegn ihaldsseminni af einhverri frum- stæðri hvöt eða þörf, þá rekur ótt- inn hann til að drýgja „hetjudáð- ir” og rekur hann stöðugt inn i nýjar blindgötur. Sifelld bæling hugarfarsins og óttinn og upp- reisnin, sem hlýtur einhverntima að verða knýjandi, hefur gert Spánverjann að „heitum skap- ofsamanni” i augum flestra manna, sem þekkja ekki raun- verulegt eðli hans, sem er bæði bælt og deigt. Spænskir frambjóðendur eru flestir auðmenn, eða tengdir ein- hverri valdastofnun. Þessi teg- und af lægstu tegund stjórnmála er einnig algeng á tslandi og hjá öðrum afskekktum ihaldsþjóðum. Einkum er þetta algengt innan Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Forystumenn og alþingismenn beggja flokkanna eru I senn „stjórnmálamenn” og forstjórar, eigendur, eða stjórn- endur fyrirtækja. Og þeir stæra sig af þessari lágpólitlk. Sama reglan gildir á Spáni. Það verður þvi eitt fyrsta verk, eftir andlát Francos, að aðgreina stjórnmál og rekstur fyrirtækja. Stjómmál eru reyndar alltaf tengd efnahagslifi hverrar þjóð' ar, en efnahagslif er annað en for- stjóravald. Spænskir stjórnmála- menn gera sér grein fyrir þessum reginmun. Þeir reyna þvi að koma sér upp einhverri „stjórn- málastefnu” þessa dagana, eða reyna að minnsta kosti að leyna fyrirtækjum sinum, hafa hag þeirra i rassvösunum, en hag al- mennings í framvösunum. Þegar stjórnmálaflokkar verða leyfðir á Spáni, mun leyfið auð- vitað ekki ná til neinna marxiskra flokka: flokka sósialista, komm- únistaflokkanna, eða anarkista. Nú sem stendur eru i landinu rúmlega 200 leynilegir.flokkar og stjórnmálasamtök. Astandið er svipaö og f Portúgal eftir bylting- una. Flokkar þessir eru oft ekkert annað en fámennar klikur.lokaðir hópar, samtök, sem líkjast á margan hátt lénum miðaldanna. (Sliks fyrirbæris gætir mjög um þessar mundir iPortúgai, einkum innan hinna ýmsu hreyfinga hers- ins, meöal óbreyttra hermanna. Þar eru „samtökin” sjálfstæð heild, eins og kastali lénsskipu- lagsins.) Fátt er vitað opinberlega um allar þessar bönnuðu hreyfingar. Yfirleitt er varla minnst á aðra andstöðuflokka en Verkalýðs- flokk spænskra sósialista og kommúnistaflokk Spánar. Þeir eru reyndar tveir. öðrum stjórn- ar Lister, stalinisti frá borgara- styrjöldinni, flokkur likur flokki Cunhals i Portúgal, og hefur næstum ekkert fylgi. Hinum stjórnar Carillo, og flokkur hans er liklega sjálfstæðasti kommún- istaflokkurinn i Vestur-Evrópu. Hér á ég við viöhorf flokksins til Sovétrikjanna. Carriilo og Cunhal hata hvor annan. Anarkistar hafa ævinlega verið fjölmennir á Spáni. íslenska nafnið, stjórnleysingjar, gefur ranga hugmynd um stefnu anar- kista. Auk þess er nafnið oftast notaðsem skammaryrði, bæði af hægra- og vinstraihaldinu, nafn, sem vekur hugmynd fólks um al- gert öngþveiti, nema kannski i Kina. Stefna Maos hefur auðgast af stefnu stjórnleysingja — enda var hann á yngri árum undir áhrifum þeirra — einkum i kommúnunum. Anarkistar á Spáni stofnuðu svipaðar komm- únur á tima borgarastyrjaldar- innar. Stefnuna nefndu þeir „frjálshyggjukommúnisma”, til þess að hún yrði aðgreind frá skriffinnskukommúnisma og flokksvaldi. Anarkistar eru miklu fremur andstæðingar valdstjórn- ar en stjórnleysingjar. En mest hefur borið á Spáni á leynistarfsemi marx-leninista. Allar fangelsanir hafa beinst gegn þeim og sjálfstæðishreyf- ingum Baska, Katalana og Galis- iubúa. Þessir flokkar og hreyfing- ar hafa aukið áróður sinn að und- anförnu: anarkistar stofna dul- búnar bókabúðir og halda uppi leyndri fræðslu, eins og þeirra hefur verið siður, marx-leninist- arnir hreiðra um sig i háskólun- um og æðri menntastofnunum. Hinn hefðbundni kommúnismi i sovétstil á þar ekki nein itök leng- ur, vegna þess að hann hrifsar strax völd „toppsins”, eins og stúdentar segja, og undirstaðan verður að sitja og standa eins og „toppinum” þóknast. „Þessi gamaldags leninbrögð duga ekki lengur,” segja þeir. „Þvi að hrynji „toppurinn”, þá grefst undirstaðan og verður ráðlaus, enda hafa óbreyttir flokksmenn ætið verið valdalausir. Þeir kunna ekki að stjórna málum sin- um sjálfir og hefja ný átök. Ósjálfstæðið gerir byltingarsinn- aða ihaldinu auðvelt að kæfa hina framsæknu byltingu. Gott dæmi um þetta er Chile. Herforingjarn- ir gerðu hægribyltingu og alþýðan stendur uppi ráðalaus. Völdin skiptu aðeins um herra.” 25. október. Forsætisráðherr- ann, Arias, ekur snemma morg- uns til hallarinnar. Þegar klukk- an er fimmtán minútur gengin i tólf, birtist bifreið þingformanns- ins, Valcarcel, semer skipaður af Franco. Þingið kýs sér ekki for- mann. Sex ára timabil þingfor- setans rennur út 26. nóvember. Komist prinsinn að i „afleysing- ar”, vegna veikinda þjóðarleið- togans, verður það prófsteinn á hann og hvaða stefna verður tek- in, hvort hann skipar nýjan mann i embættið, eða lætur Valcarcel sitja áfram. Valcarcel er auðvit- að francisti. Komi nýr maður i hans stað, merkir það, að ný stefna verði tekin i stjórnmálum landsins. Blöðin vinna af alefli við að reyna að koma út aukaútgáfu á mánudaginn. Blaðamönnum fjölgar stöðugt kringum höllina. Alagið er mikið og hjartaslag heggur skarð i liðið. Engum er leyft að koma nálægt aðalhliði hallarinnar. Öeinkenn- isbúin leynilögregla er á stjái og krefst stöðugt, að fólk sýni nafn- skírteini eða vegabréf. Sú saga kemst á kreik, að Franco hafi fengið hinstu smurningu. Ljós- myndarar beina stöðugt stórum vélum sinum að flaggstöng hall- arinnar. Verði fáninn dreginn i hálfa stöng, merkir það, að Franco sé farinn i annan heim. Fólk stendur i smáhópum kring- um ferðaútvörp. Sala þeirra hef- ur aukist gifurlega. Fréttamenn fimm erlendra sjónvarpsstöðva standa stöðugt á verði. Fjöl- skylda Francos vikur ekki frá sjúkrabeðinu. Ritari þingsins vakir i þinghöllinni, viöbúinn að þurfa að kalla þingið saman til skyndifundar. Nafn þingritarans er Enrique de la Mata. Monsenjor Cantero, erki- biskupinn i Zaragoza, kemur til Madrid. Hann er einn þriggja fé- laga I Erfðaráðinu, gamall mað- ur, afturhaldssamur, sem rétt getur staulast áfram, leiddur af tveimur prestum. Erindi mon- senjorsins er að ræða við rikis- stjórnina um flutning helgra dóma að rúmi sjúklingsins, þeirra helgu dóma, sem flest kraftaverk hafa unnið á Spáni. Þegar klukkuna vantar fimmtán minútur i tvö er til- kynnt, að Franco hafi hlustað á messu, ásamt fjölskyldu sinni, og hann hafi, með ráði og rænu, meðtekið sakramenti sjúkra og þjáðra, sem eru væg orð fyrir hinstu smurningu. Nú ráðleggja fjórir biskupar söfnuðum sinum að biðja fyrir Franco bæði dag og nótt. Dag- blöðin eru rifin út. Dauðinn er á næsta leiti. Það er eins og hugur almennings vakni af svefni og fari skyndilega að starfa. Það brakar næstum þvi i höfuðskel sérhvers ryðgabs heila. Almenn- ingur hefur varla hugsað i tæp fjörutiu ár. En það hýrnar næstum yfir öllum: brátt eiga þeir von á mesta andláti i sögu þjóðarinnar. Hugur valdamann- anna léttist einnig, þvi að þjóð- höfðingjar annarra þjóða eru sagðir vera farnir að hafa áhuga á veikindum Francos. Pinochet, einræðisherra Chile, sendir hryggð sina i skeyti. Gamall her- maður, fátækur maður, hefur vakað I fjóra sólarhringa undir veggjum hallargarðsins. Hann ber mynd af Mariu mey á Franskakletti að hallarhliðinu, og biður veröina að færa hana Franco. „Spánar er getið er- lendis!” A forsiðu stórblaðanna eru stórletraðar fréttir. Þetta eykur ættjarðarástina. Almenn- ingur er ánægður yfir þessum heimsfrægu veikindum. Nú vakn- ar áhugi fólks og ást á leiðtogan- um. Kardinálinn Tarancon gengur inni höllina klukkan fimm. Sum dagblaðanna hafa komiðút i fjór- um aukaútgáfum. Allir Spánverj- ar eru orðnir hraðlæsir. Taran- con, biskupinn yfir Madrid, hefur löngum verið grunaður um laumukommúnisma, eins og margir kirkjunnar menn lands- ins, og haldið er, að hann hafi ekki fengið inngöngu, vegna þess að Stuðningsmenn: falangistar á útifundi I tilefni afmælis valdatöku Francos. Sunnudagur 14. desember 1975. ÞJÓÐVIL.IINN — SÍÐA 15 Andstæðingar Francos: menn úr aðskilnaðarhreyfingu baska á fréttamannafundi I Paris Eitt aðaleinkenni Spánverjans er innihaldslaus háheimspekileg bið eftir engu. Fólk er alltaf að blða á bekkjum eftir hinu stóra tækifæri, sem er EKKERT. Þótt Spánn sé að verða iðnvætt land á „evrópumælikvarða”, blómstrar heimilisiðnaðurinn enn og framleiöandinn selur vöru sina milliiiöalaust á torgum, án nokkurs hippasósialisma Spánverjar eru farnir að skreyta veggi á portúgalskan hátt, en með andstæöu innihaldi: Gegn aiþjóöahreyfingu marxista. Enga rauöliöa! Lifi Spánn! hann hafi neitaö ao íata gera á sér likamsleit, neitað að leyfa lög- reglunni að fletta kjólnum upp á lærið, og kannski lengra. En spennan hjaðnar, þegar kardinál- inn sést ganga út úr höllinni. Þennan dag eru fjölmargir félagar i héraðsstjórn kommún- istaflokks Katalóniu handteknir. Og hjá Franco eykst einkenni hjartabilunarinnar. Einnig ber á lungnaflæði (endema), sem stöðvað er með lyfjum, „Polla- myndunin” i lungunum hefur ill áhrif á vinstra helming hjartans. Blóð þjóðarleiðtogans getur ekki lengur streymt með eðlilegum hætti um likamann, vegna kraft- leysis hjartavöðvans. Það flæðir til lungnanna, staðnar og myndar polla. Þá er slöngu rennt niður i lungun, lungnadælan auðveldar öndunarstarfsemina. Annarri slöngu er rennt niður um vélind- að, og við það streymir striður vindur, svo nefnt magagas, frá meRingarfærunum gegnum op slöngunnar framan I læknana. Upp frá þessu nærist Franco ein- vörðungu gegnum slöngu. Hann fær einnig blóðnæringu i æð. Um kvöldið er honum gefið librium, sem sefar hann. 26. október er sunnudagur. Nú kemur fyrst fram „raunveruleg mynd” af hjartaslaginu fram á linuritinu. Við myndatöku sést stöðug vikkun vinstra hjarta- hólfsins, liklega þess efra. Við beð Francos standa hjartaskurðlækn- ir og svæfingalæknir á átta tima vakt og sjá um könnun sjúkdóms- ins og safna sýnum, eins og vis- indamenn i Flatey i Breiðafirði. Um morguninn sagði Nýtt Dag- blað Franco vera i dauðateygjun- um. Teygjurnar eru langar og þjáningafullar. Franco virðist ekki geta teygt almennilega úr sér, svo að andinn hrökkvi frá brjósti hans og liði, eins og gufa á andatrúarljósmynd, út i geiminn, sem er fullur af feðraöndum for- tiðarinnar. Ein skrýtlan i skrýtlu- flóðinu um sjúkdóm leiðtogans hljóðar þannig, að Franco búi i svo þröngum húsakynnum, að hann hittir alRaf vegginn i dauða- teygjunum, en svo kæmist ekki heldur hans mikli og eilifi andi út um gluggaborur hallarinnar! Höfundur sögunnar heldur auð- sjáanlega, að andi Francos verði áfram i höllinni, þóttsvo prinsinn setjist þar að. Eitt er vist, að andi Francos mun svifa lengi yfir vötnum þessarar þjóöar, þótt svo llkaminn falli i duftið. 27. október. Fulltrúi Spánar hjá Sameinuðu þjóðunum er lagður i sjúkrahús með hálfslitin radd- bönd og taugakerfið i ólagi. Hann hefur varið málstað vasklega. Það þarf mikið til, að raddbönd spænskra slitni. Reyndarrifa þeir sig flestir, þegar þeir eru i mút- um. Þess vegna er rödd spænskra karlmanna rám. Þaö þykir vera einkenni karlmennsku á Spáni og mikillar kyngetu, ef karlmenn eru rámir niður i maga. Söngur þeirra, Söngur djúpsins, byggist á hæsi. Mikil spenna er i loftinu. Samt er allt með friði og spekt, segja blöðin. Stór helgiganga er farin i Malaga. 1 fararbroddi fer Jómfrú þjáninganna. Farið er með hina óspjölluðu mey á börum frá Kirkju heilags Lasarusar að stað, sem heitir Hausaskeljastaður. Meira en fimm hundruð manns gekk grátandi með logandi kerti, sem otað var að Jómfrúnni, og fylgdu miklar og ákafar talna- bandsbænir i von um, að ein- ræðisherrann mundi þá hressast. Hassan II. hressist einn. Hann segir sjálfstæðishreyfingu Spænsku Sahara vera einungis hóp smyglara,.og strengir þess heit, að þeir verði étnir upp til agna af bændunum i grænu vonargöngunni. En hjá Franeo fer innvortis blæðingin stöðugt vaxandi, liklega vegna lyfjagjafa gegnblóðtöppunum (spyrjiðsamt heimilislækninn yðar). Lyfin hafa þær hjáverkanir, að storknun blóðsins minnkar og veikir æða- veggina, einkum ef þeir hafa kalkað. Það blæðir látlaust inná magann. Hjartslátturinn er afar veikur. Óliklegt er, að sjúklingur- inn sé með fullri rænu. Samt herma fréttir, að hann hafi leið- rétt forsætisráðherrann Arias, þegar hann kom með þingssam- þykktir til undirritunar, og minnt hann á að gleyma ekki neðanjarð- arbrautinni i Bilbao, sem er i byggingu. Minni Francos er mik- ið og óbrigðult, eins og afdala- bóndans. En fleiri gerast nú ofurmenni en Franco. Mikill ofurhugur hleypur i Hassan II., konung Marrokko, og hann gerist hálf- gerður Tassan við undirbúning „vonargöngunnar,” sem á að halda út á auðnir Sahara, til fyrirheitnu fosfatnám unnar, áburðarketils eyðimerkurinnar. Auðurinn er i veði. Það verður að hrifsa námuna, áður en landið fær sjálfstæði. Frelsishreyfing lands- ins, Pölisario, kveðst ætla að gera landið að alþýðulýðveldi. Þá verður náman að sjálfsögðu þjóð- nýtt. Þetta stafar ekki af marx- iskri hugsun leiðtoganna, heldur hinu, að handhægast er að gera nýfrjáls riki að alþýðulýðveldi, um leið hrifsa leiðtogarnir þjóð- argæðin úr höndum erlendu auð- fyrirtækjanna, án nokkurrar skaðabótagreiðslu. Siðan verða þau oftast að einkaeign nýja ein- ræðisherrans. Marx kom ekki auga á þessa möguleika, að jafnt skrælingjar nútimans og komm- únistar gætu afskræmt kenningar hans. Hins vegar sér Hassan II. hættuna. Hann heitir nú kúguðum bændalýð landsins ótal pokum af áburði, svo að „þúsund blóm muni vaxaúrauðninni”, sem þeir eru að reyna að rækta. Hann bregður fyrir sig orðum Maos for- manns, eggjar bændur til dáða: „Sækið áburðarauðinn með eigin höndum!” Og kúgaður lýðurinn heldur af stað i „grænu göng- una”, göngu vonarinnar, þvi að vonin er ævinlega græn. Alþýðan heldur af stað með þrjá litra af vatni á brúsa, teppi, sem konung- urinn gefur lýðnum, og eitt eintak af Köraninum, eða Al-Kúranin- um, eins og trúarbókin heitir á magrep. Bændurnir veifa trúar- bókinni, eins kinverskir bændur rauða kverinu. Sjúkir og snauðir leggja þeir af stáð. Og stjórnin gefur þeim eina sardinu i máltið tvisvar á dag. Hungrið lætur bændurna sjá ofsjónir. Meðan græna vonargangan heldur af stað, fara þvagsýrur Francos að aukast, einnig vöðva- krampinn, svo að hinn sjúki ein- ræðisherra getur aðeins hreyft sig nokkra sentimetra. Tauga- læknir bætist i læknastóðiö. Nú stunda hann liðlega 40 læknar, innlendir og erlendir. Siðan kem- ur sérfræðingur i meltingarsjúk- dómum. Einræðisherrann nærist nú eingöngu á eggjahvituefni, sem hann fær i æð. Efnið er unnið á rannsóknarstofu bandariska hersins i herstöðinni Torrejon, skammt frá Madrid — ástkærum „Velli” þeirra spænsku. 28. október. Góðar fréttir berast af sænskum konum á Sólar- ströndinni, hópi hannyrðakvenna, sem hafa i heitingum við Olof Palme og ögra honum með þvi, að hertaka villu hans, sem stend- ur nálægt Alicante og er metin á tæpar 40miljónirlslenskra króna. Villunni vilja þær breyta I bæna- hús,þar sem sænskir túristar geti komið saman og beðið fyrir Franco. Þetta á að vera gert til að mæða Palme og koma á réttlæti, þvi að hann gekk um með sam- skotabauk lyganna til styrktar „Frjálsum Spáni”, þegar marx-leninistarnir voru teknir af lifi i Madrid. Það eru fleiri en sænskar teppakonur, sem hafa áhyggjur af heilsu Francos. Hassan A1 Nakib, sendiherra traks i Madrid, sendir Embættisráði Francos skeyti og biður það að tilkynna, að sendiherrann hafi beðið Alla um að hafa læknandi áhrif á liðan þjóðarleiðtogans, bæði i eigin nafniog nafni annarra snediherra múhameðstrúarlanda. Fréttir segja einnig borgarráð Granada hafa risið á fætur og farið ein- róma með Faðirvorið. En úti á miðri Alcala-götu spurði kona hástöfum: Hvar eru nú heilög kraftaverkin? Þau voru skammt undan. Mon- senjor Canterofrá Zaragoza hafði heitið þvi kvöldið áður, að koma með möttul Meyjarinnar á súl- unni til Madrid, svoað móðir guðs og spænsks anda, eins og hún er nefnd, meðal annars, geti vakað með nærveru tignarklæða sinna yfir sjúkrabeði þjóðarleiðtogans. Og seint um kvöld þessa dags. þess 28. dags októbermánaðar, komu prestarnir frá Zaragoza, á slaginu hálf tólf (þeir höfðu frétt, að um nóttina hafði Franco elnað sóttin, þegar innyflin lömuðustog mikið magagas myndaðist), með möttul hinnar háheilögu Meyjar, sem kennd er við súluna. Uppi á henni birtist heilagur Jakob, postuli og verndardýrlingur Spánar, eftir að hann hafði laug- að sig i ánni Ebro. Og siðan sást þar Jómfrú Maria. Allar vonir beindust i þá átt, að kraftur mött- ulsins mundi slá á sjúkdóminn og guð gera kraftaverk. A.thöfnin minnir einkennilega á það, þegar nautabanar egna tudda með klæði, svo að hann stangi. Prest- arnir voru að egna guð með guða- vefjum möttulsins. Monsenjor Cantero gekk i' höll- ina og hélt á klæðinu i kristalls- skrini. Tekið var á móti kirkju- höfðingjanum með miklum hátið- leika. Fyrirfólkið og læknarnir köstuðu sér á kné og teygðu fram varirnar, áfjáðir i að fá að kyssa fingurgull biskups. Siðan reis fjölskylda Francos á fætur og tók sér stöðu við höfðalag hvilu hins tigna sjúklings. Þarna er staddur gamli heimilislæknirinn, sem kyssir þjóðarleiðtogann blitt á ennið. Á eftir segir hann við blaðamenn: Ég hef aldrei séð aumingjann minn litla svona sjúkan. Biskupinn tók fram möttulinn úr kristalsskrininu og smyr hann, eins áfjáður og ellin leyfir. Siðan leggur hann dýran dúkinn yfir rúm sjúklingsins og fer með sef- andi bæn. Yfirhershöfðinginn, Franco, ris með erfiðismunum af koddanum, með aðstoð fjarstýrðu tækjanna, sem lyfta höfðalaginu. Augu hans eru tárvot, en bros leikur um varirnar, þegar hann kyssir smurt klæðið. Þá getur einn læknanna ekki orða bundist, heldur hrópar upp yfir sig i geðs- hræringu: Guð hefur verið þrá- faldlega i þessu herbergi! Von- andi er hann hér núna! Annar læknir segir við frétta- mann timaritsins Guadiana: Þetta er langt dauðastrið. en dauðastrið er það samt. Aðeins kraftaverk getpr nú bjargað leið- toganum. Það var eins og við manninn mælt — i þessu atviki guð — að þegar Franco hafði kysst fald möttulsins, og tækin lögðu hann aftur út af, þá gaus úr sjúkum likamanum mikið magagas, sem sumir héldu vera þyt I vængjum englanna, og fylgdi þvi bleyta, og sjúklingnum létti. Biskupinn og allir viðstaddir lyftu höndum og hófu upp lofsöng til Jómfrú Mariu og vegsömuðu læknandi kraft möttulsins. Möttullinn Möttullinn, sem á spænsku heit- ir el manto, er mikill og dýr grip- ur. Grunnur hans er ofinn úr mjallhvitu satini. Möttullinn ber númer 188 i skrá dýrgripasafns dómkirkjunnar i Zaragoza. A honum er bróderaður borði yfir- hershöfðingja úr gullþráðum. Skaldarmerki Spánar er saumað inn i samstöfuna Maria, og merki hins Helga Hjarta er i miðju skjaldarmerkinu, sem er saumað úr silki. Þjóðfáni Spánar blaktar lóðrétt á möttlinum, en undir fán- anum eru skjaldarmerki fjögurra æðstu tigna hersins. Möttullinn er i daglegu tali nefndur Möttull Meyjarinnar, sem ber tign yfir- hershöfðingja. Þetta stafar af þvi, að Meyjan á súlunni er yfir- hershöfðingi i spænska landhern- um og hlýtur kaup samkvæmt þvi. Konungurinn, Alfonso XIII., gaf Meyjunni á súlunni möttul þennan, sem er i eigu Yfirher- stjórnarinnar i Zaragoza. Eins og frá var sagt. hjaðnaði kviður Francos um leið og hann kyssti helgan möttulinn (Franco hefur veriðeinkar framsettur, frá árinu 1916, þegar hann fékk byssukúlu i þvagblöðruna i orr- ustu i Marrokko, en bjargaðist fyrirkraftaverk. eins og stendur i einni ævisögu hans. Upp frá þvi hefur hann aðeins þurft að kasta af sér vatni einu sinni á dag; en nú hindrar sjúkdómurinn að hann losni við það.),vindspenningurinn leystist og liðan sjúklingsink fór batnandi um stundarsakir. Blóð- rásin hafði verið yfirleitt i lagi. samt fór að bera á þvi, að æðalok- Frh. á bls 26

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.