Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN’ Sunnudagur 14. desember 1975. Sigurður Guðnason fyrrum formaöur Dags- brúnar og alþingismaður F. 21. júní 1888 — Sunnudaginn 7. þ.m. andaðist hér i borg Sigurður Guðnason, fyrrverandi formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og fyrrverandi alþingismaður. Sigurður var fæddur 21. júni 1888 i Holtakoti i Biskupstungum. Aðeins 13 ára fór hann úr föður- garði til vandalausra, og mun hann hafa kynnst harðri vinnu ungur að árum, bæði við sveita- störf og sjóróðra á opnum ára- skipum frá sunnlenskum ver- stöðvum. Tvitugur að aldri braust hann til náms i búfræði á Hólum og lauk þaðan prófi 1909. 1917 geröist Sigurður bóndi i Borgarholti I Biskupstungum og kvæntist um það leyti eftirlifandi konu sinni, Kristinu Guðmunds- dóttur frá Tjörn i Biskupstung- um, sem fædd er 1891. Fimm árum siðar, 1922, hættu þau bú- skap i Borgarholti, að mestu vegna vanheilsu Sigurðar, og fluttu þá til Reykjavikur og áttu þar heimili siðan. Þau hjón eignuðust 6 dætur og eru 5 á lifi, en ein þeirra, Sunneva, lést hér, aðeins tvitug aö aldri. Eftir að Sigurður fluttist til Reýkjavikur vann hann algeng verkamannastörf. Það var fyrir störf sin i verka- lýðshreyfingunni, sem Siguröur Guðnason átti eftir að koma mik- iö við sögu. Hann var formaður Dagsbrúnar i 12 ár, og á Alþingi átti hann sæti frá 1942 til 1956, sem fulltrúi Sósialistaflokksins, kosinn af alþýðu Reykjavikur. 1 fyrsta sinn, sem ég sá Sigurð Guðnason til að þekkja hann, var i hinum hörðu stéttaátökum 9. nóv. 1932. Sigurður var einn af þeim,sem orðiðhöfðu fyrirkylfu- höggum lögreglunnar og misst höfuðfatið, og stóð i bardaganum með sitt bersköllótta höfuð al- blóðugt, og „skeytti hvorki um sár né bana”, eins og sagt var i fornum sögum. Löngu siðar sagði ég Sigurði frá þessu, og að mér finndist táknrænt, að hafa hitt hann fyrst við þessar aðstæður. Svarið vrr stutt og laggott, og einnig táknrænt fyrir Sigurð: Iss, eins og maður hafi ekki oft fengið skeinu. Fljótlega eftir að Sigurður fluttist til Reykjavikur, mun hann hafa skipað sér i sveit með Alþýðuflokknum, en lét stjórnmál litið til sin taka fyrr en upp úr 1930, og þá 1 beinum tengslum viö hin hörðu stéttaátök kreppu- áranna, sem urðu mörgum verkamanninum miskunnarlaus en drjúgur skóli. Árið 1938, þegar félagsmenn Kommúnistaflokks Islands og vinstri menn Alþýðuflokksins, undir forystu Héðins Valdimars- sonar, gengu til stofnunar nýs verkalýðsflokks, Sameiningar- flokks alþýðu — Sósialistaflokks- ins, þá var Sigurður Guðnason i hópi þeirra, sem fylgdu Héðni til stofnunar hins nýja flokks. Héðinn var þá formaður Dagsbrúnar, og Sigurður gegndi þar trúnaðarstörfum. Sigurður D, 7. des. 1975 fyllti þá flokk þeirra ágætu verkamanna úr Alþýðuflokknum, sem meö nokkru stolti kölluðu sig Héðinsmenn. Það er svo önnur saga, að Héðinn Valdimarsson var ekki lengi i Sósialistaflokkn- um, en „Héðinsmennirnir” voru þar um kyrrt. A þessum árum gerðust mikil tiðindi, og atburðaráðsin var hröö. Heimsstyrjöldin siðari skall á, Island var hernumið, og stór- felldar breytingar urðu hér i at- vinnu- og efnahagsmálum. 1 félagsmálum verkamanna i Reykjavik gerðust þau ótiðindi, að ihaldsöflin náðu yfirhendinni i stjórn Dagsbrúnar 1940, og i hönd fóru miklir niðurlægingar- timar fyrir félagið. Sú saga verður ekki rakin hér i stuttri minningargrein, en verkamenn snérust til nýrrar sóknar fyrir félag sitt, og Sigurður Guðnason var kjörinn formaður Dagsbrúnar i janúar 1942, og felldi þá Héðin Valdimarsson frá fonnennsku, en það varð ekki að vinslitum þeirra i milli; báðir skildu vel stéttareðli þessara at- burða. Það var á þessum árum, sem kynni min af Sigurði hófust fyrir alvöru, og þau 12 ár, sem hann hafði á hendi formennsku i Dags- brún má segja aö um daglegt samstarf hafi verið að ræða i stjórn og að ýmsum málum félagsins. 011 þessi ár bar aldrei skugga á samstarf okkar, og frá þvi á ég aðeins ljúfar minningar. Við stjórnarkjörið i Dagsbrún 1942 höfðu andstæðingar Sigurðar Guðnasonar uppi þann áróður, að óbreyttur verkamaður eins og hann gæti ekki gegnt formennsku i Dagsbrún. Héðinn Valdimars- son, langskólagenginn og mikil- hæfur forystumaður, hafði þá veriö formaður Dagsbrúnar i samtals 15 ár, og verkamenn þvi óvanir, að hafa formann úr eigin röðum. Það var þvi eitt helsta verkefni Sigurðar og stjórnar hans að efla traust verkamanna á sjálfum sér, og auka stéttar- þroska þeirra og trúna á samtök- in. Þetta tókst með þeirri stjórn- list, sem Dagsbrún beitti 1942, en þá voru i gildi lög, sem bönnuðu verkföli og kauphækkanir. Með skæruhernaði voru þessi lög að engu gerð, og i ágústmánuði gerði Dagbrún sina bestu samninga við atvinnurekendur. Dagsbrún skipaði aftur heiðurssess sem forystufélag I islenskri verkalýðshreyfingu, og Sigurður Guðnason varð eins konar sameiningartákn allra Dagsbrúnarverkamanna. Sigurður Guðnason var einkar sérstæður persónuleiki bæði i sjón og reynd, og ekki auðvelt að lýsa honum fyrir öðrum. Hann flutti sjaldan langar eða ýtarlegar ræð- ur, en stutt og hnitmiðuð tilsvör hans sögðu oft meira, en aðrir sögðu i löngu máli. Þó átti hann það til, þegar honum fannst mikið liggja við, að flytja stuttar og eldheitar ræður, sem ávallt hittu i mark. Sigurður átti oftast mjög auðvelt með að taka afstöðu til mála og lét þá aldrei fordóma eða kreddur hafa áhrif á sig. Af- staða hans mótaðist ávallt af frá- bærri stéttvisi verkamannsins og hreinu og óspilltu brjóstviti. Það fylgdi þvi mikil öryggiskennd að hafa mann með slika hæfileika i forystu á erfiðum stundum og auk þess var mikill bjartsýnis- maður. Árið 1953 lét Siguröur af for- mennsku i Dagsbrún að eigin ósk, með þeim rökum, að hann vildi ekki að elliglöp settu mark sitt á formannsstarfiö. 1 þakklætis- skynifyrirunnin störf var Sigurð- ur sæmdur heiðursmerki félags- ins úr gulii. Hann átti heiöurssæti i trúnaðarráði félagsins til ævi- lika. Aö vonum hef ég her einkum dvalið við störf Sigurðar i Dagsbrún, en margt annað mætti um ræða á kveðjustund. Hann var frábær ferðafélagi um öræfi landsins. Mér er sérstaklega I minni ferð, sem stjórn Dagsbrúnar fór norður Kjöl og Auðkúluheiði um 1950. A Kili þrautþekkti hann öll örnefni, enda oftlega farið þar um með fjárrekstra og i smálamennsku á yngri árum. En þegar norður fyrirHveravelli kom, var komið á slóðir, sem hann hafði aðeins einu sinni fariö um áður, og þá fyrir 40 árum á leið til Hóla, en þrátt fyrir það þekkti hann aftur kennileiti og mundi flest örnefni, — svo traust var minni hans. Sigurður Guðnason var mikill listunnandi. Hann starfaði um árabil að tjaldabaki hjá Leik- félagi Reykjavikur, og kynntist þá leiklistinni og leikhúslifinu, sem hann hafði ávallt siðan miklar mætur á. Hann fylgdist einnig með öðrum listgreinum, og þó einkum málaralistinni. Hann geröi sér far um að skilja verk og stefnur yngri málaranna, og naut verka þeirra á sinn hátt. Fræg er setning, höfð eftir Sigurði, um Vatnsbera Asmundar Sveinsson- ar, þegar mestar deilur stóðu um það listaverk, og góðborgarar Reykjavikur máttu ekki til þess hugsa, að það yrði sett upp á al- mannafæri. Þá vék einn af fjand- mönnum Vatnsberans sér að Sigurði á götu og spurði hvort hann héldi að nokkur vatnsberi hefði nokkru sinni litið þannig út. Svar Sigurðar, sem var mikill aðdáandi listaverksins, var stutt og laggott: Nei, en hugsaðu þér, að þjáningar allra vatnsbera hefðu verið lagðar á einn, hvernig heldurðu að hann liti út? Þetta svar er táknrænt, ekki sist fyrir það, að lifsstarf Sigurðar Guðnasonar mótaðist af þvi, að lina þjáningar og létta oki af þeim, sem þyngstar bera byrð- arnar. Fyrir það starf mun minn- ing Sigurðar Guðnasonar geymast um ókomin ár. Eðvarð Sigurðsson. Sigurð Guðnason sá ég fyrst við réttarhöld eftir atburðina við Góðtemplarahúsið 9. nóvember 1932, sem frægir eru I sögunni. Það er ein minnisverðasta stund i lifi minu. Við kommúnistarnir vorum hafðir sér i bás og krat- arnir I öðrum bás við hliðina á okkur. Svör okkar við spurning- um réttarins voru harla ólik, og fannst okkur heldur lágt risið á krötunum flestum. Svo kemur röðin aðSigurði Guðnasyni. Hann var spuröur hvort rétt væri, að hann hefði rétt stólfætur út um glugga til þeirra, sem áttu ihöggi viö lögregluna. „Já”, sagði Sigurðui og var skjótur til svars, „það gerði ég rétt eins og þegar ég kastaði spotta til félaga mins, sem féll útbyrðis, þegar ég var til sjós”. Við dáðumstað þessu svari og fundum strax, að þarna var einn af oss hinumegin við grind- urnar, sem aðskildu okkur. Það var eins og isinn bráðnaði. Það leið langur timi eftir þetta áður en ég átti tal við Sigurð. En þó var þetta upphaf vináttu okk- ar. Eftir þetta leit ég alltaf á Sig- urð sem náinn vin og félaga, þótt enn hefði ekki farið orð á milli okkar. Eftir atburðina 9. nóv. varð samfylkingin meira en fræðikenning i hugum okkar, hún varð nauðsyn er við ekki aðeins skildum,heldur fundum og skynj- uðum, hún varð ekki aðeins heil- ans heldur lika hjartans mál. Engar grindur máttu lengur skilja i sundur stéttarfélaga, sem áttu samleið og bar skylda til að berjast I einni fylkingu gegn sam- eiginlegum andstæðingi. Þetta urðu 1 rauninni fyrstu drögin að hinni viðtæku samfylkingu, sem lauk með sameiningunni i Sósial- istaflokknum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þegar eg kynntist Sigurði betur, vinátta okkar varð enn nánari. Við stóðum ekki aðeins saman i baráttunni, við hittumst lika oft, þegar stund var milli striða. Við vorum nágrannar, og stundum kom hannog hjálpaði mér á vorin i garðholunni minni heima á Brekkustig, en þar kunni Sigurð- ur til verka. Og þá var margt spjallað og margt bar á góma allt frá stjórnmálum og séttabaráttu til blómaræktar. Þessar stundir voru mér blátt áfram heilsubót og ég b jó að þeim lengi á eftir. Bjart- sýni hans, glaðlyndi og fölskva- laus trú á mennina gaf mér nýjan þrótt. Ég ætla mér ekki að reyna að rekja pólitiska sögu Sigurðar Guðnasonari þessum fáu kveðju- orðum. Honum féll sú hamingja i skaut að gegna formannsstörfum I Dagsbrún á farsælasta skeiðinu i sögu félagsins og verkalýðs- hreyfingarinnar. Körlunum fannst eins og nú fyrst hefðu þeir tekið stjórnina i sinu eigin félagi. Sigurður var svo sannarlega einn af þeim. Ég held að það sé varla ofmælt, að hann hafi verið vinsæl- asti formaður Dagsbrúnar frá upphafi vega, að öllum þeim ágætismönnum ólöstuðum, sem þvi starfi gegndu, og að ógleymd- um öllum verðleikum þeirra. í formannstið Sigurðar var aldrei talað um skrifræði. Slikt tal hefði þótt hlægilegt i þá daga. Það var aldrei neitt bil milli forustunnar og hins almenna félagsmanns. Þeir mannkostir og sú „karakter- greind”, sem kom fram i orðum Sigurðar fyrir réttinum forðum, áttu eftir að bera rikulegan ávöxt fyrir Islenska verkalýðshreyf- ingu. Það er gott að ganga til hvilu eftir svo heillarikan starfsdag. Brynjólfur Bjarnason. Sigurður Guðnason fyrrum alþingismaður og formaður Dagsbrúnar verður til moldar borinn I dag, en hann andaðist 7. des. sl„ 87 ára að aldri. Með Sigurði Guðnasyni er fall- inn i valinn að loknu löngu og giftudrjúgu ævistarfi einn af ágætustu forustumönnum is- lenskrar verkalýðshreyfingar og fágætur persónuleiki, sem fyrir mannkosti sina hlaut traust stéttarbræðra sinna til mikils- verðra starfa fyrir öflugasta verkalýðsfélag landsins, fyrir heildarsamtök alþýðunnar á Islandi og loks sess á löggjafar- þingi þjóðarinnar sem fulltrúi reykviskra verkamanna. A einu ári, 1942,gerðust þau tið- indi i Hfshlaupi Sigurðar að hann var kjörinn formaður Dagsbrún- ar, sem þá og siðar var forustu- félag verkalýðshreyfingarinnar og hið sama ár aö hausti hlaut hann sæti i miðstjórn Alþýðusam- bands tslands i stjórn þeirri, sem þá hlaut það vandasama verk að móta heildarsamtökin og stjórn þeirra eftir skipulagsbreytinguna miklu, er ASI varð hreint fag- samband óháð tengslum við Alþýðuflokkinn. Og enn gerðist það sama árið að reykvikingar kusu hann til Alþingis, þar sem hann átti sæti allt til 1956. Nú, þegar þriðjungur aldar er um liöinn, kann það að hljóma sem ævintýri likast, að svo stór- brotin mannaforráð skyldu hlað- ast á herðar „venjulegs verka- manns” á einu og sama árinu. Hér var ekki um að ræða óumdeilanlega yfirburði i mælskusnilld eða harðvitugan vilja til valda og frama. Samt var þetta þeim sem þekktu Sigurð vel tæpast torráðin gáta, jafnvel ekki það að hann tæki við sæti og hlut- verki svo stórbrotins og mikils foringja i Dagsbrún þar sem var Héðinn Valdimarsson. Þetta voru vissulega umbrota- timar. Alþýða manna og verka- lýðshreyfingin voru að brjóta af sér hlekki fátæktarinnar i harðri stéttabaráttu, og samhliða stóð hreyfingin i þvi að endurskipu- leggja samtök sin og skapa innan þeirra full lýðræðisleg réttindi. Hún fann f vaxandi mæli mátt sinnogmeginogætlaðisér stærri hlut en áður af eigin rammleik. Og hvað var þá eðlilegra en að hún skyggndist um bekki I eigin röðum og veldi til æðstu forustu mannaf gerð Sigurðar Guðnason- ar? Mann sem af eigin reynslu gjörþekkti kjör verkamanna- heimilanna, hafði sjálfur þraukað af kreppuna miklu og ætið verið reiðubúinn til að gegna skyldum hins stéttvisa og sómakæra verkamanns hversu hörð og tvisýn sem baráttan var. Hér þurfti lika til að koma maður og menn, sem báru til þess gæfu og hæfileika að sameina i stað þess að sundra, menn sem voru gædd- ir þeim hæfileikum báðum i senn að geta barist i fylkingarbrjósti og verið sameiningartákn i liði sinu. Slikur maður var Sigurður Guðnason, og þvi varð val hans sem fánabera reykviskra verka- manna þeim auðvelt og sjálfsagt. Þessir mannkostir Sigurðar réðu úrslitum um forustuhlutverk hans og komu þó fleiri til, sem að þessum örlögum hans studdu. Hann var manna hressilegastur og glaðlyndastur i allri viðkynn- ingur, hrókur alls fagnaðar i hópi Staða fulltrúa í fjölskyldudeild stofnunarinnar er laus til umsóknar Umsækjendur með próf i félagsráðgjöf ganga fyrir. Laun samkvæmt kjarasamn- ingi við Starfsmannafélag Reykjavikur- borgar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að ber- ast fyrir 5. janúar nk. J S53 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 simi 25500 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.