Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 21. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Tveir skemmtilegir leikir Nú þegar frí er í skólanum er gaman að fara í leiki, og þá skaðar ekki að leikirnir séu til þess fallnir að skerpa minnið og bæta stafsetn- inguna. Orðin í orðinu. Þessi leikur er ágætur til að þjálfa menn í rétt- ritun. Bæði ungir oq gamlir geta tekið þátt í honum og skemmt sér prýðilega. Allir þurfa blýant og blað. Þú velur eitthvert langt orð t.d. UAAFERÐARMIÐSTÖÐ og segir þátttakendum að skrifa það efst á blaðið, svo eiga þeir að skrifa fyrir neðan öll orð, sem þeir geta búið til úr stöf- unum í þessu eina orði. Úr UAAF E RÐ ARAAIÐ- STÖÐ er hægt að búa til orðeinsog: ferð, umferð, miðstöð, miðar, far, ör, mör, röð, stör, för raf, ermi og fleiri og fleiri. Best er að takmarka tímann við fimmtán mínútur. Sá sem finnur flest orð vinnur. KROSSGÁTAN SKÝRINGAR: Lárétt: 1. sjávardýr 6. vondir 7. reið 8. ekki gamla, 11. slá 12. net (stórt). Lóðrétt: 1. fjaðrir fugls (aðrar en flugf jaðrir), 2. gangflötur 3. slóttug 4. kötturinn 5. plantan 9. kvenkenning sem byrjar á hringa- 10. matarveisla. FELIX Einu sinni þegar ég var um það bil sjö ára átti ég kött sem hét Felix. Eitt skiptið ætlaði ég að fara út í búð með Felix, en mamma sagði mér að fara ekki með hann með mér. En ég þrjóskaðist við og fór með hann. Þegar ég kom að búðinni fór ég inn. Þegar ég var kominn inn sleppti ég Felix á gólfið, en hann hljóp út um dyrnar, yfir götuna og undir kyrrstæð- an bíl. Ég náði í hann, fór aftur inn í búðina og setti hann aftur niður á gólfið, en hann hljóp aftur út og beint und- ir rauðan jeppa sem var á f leygiferð eftir göt- unni. Hann rak upp ógur- legt væl og haltraðist upp á gangstéttina, en jeppinn keyrði áfram. Ég tók fár- veikan köttinn upp og gekk með hann heimleiðis, hálfgrátandi. Þegar heim kom fórum við mamma til afa og spurðum hann hvað við ættum að gera. Hann hringdi í lögregluna og bað hana að koma strax. Eftir um það bil fimm minútur kom lögreglan og ætlaði að taka Felix með sér, en þá var hann dáinn. AAamma sagðist ætla að halda honum og jarða hann, og það gerði hún líka. AAagnús ólason, 12 ára, Lindagötu 58 Minnispróf. Flestir hafa rekið sig á hve erfitt getur verið að muna hluti sem maður er kannski nýbúinn að sjá eða lesa. Það getur verið ergilegt á prófi að koma ekki fyrir sig nafni eða ártali sem spurt er um þó maður hafi kannski marglesið kaflann fyrir próf ið. Hvers vegna svik- ur minnið svona? Hérna er leikur til að prófa minnið. Farðu fram í eldhús og taktu til ýmsa smáhluti sem þú raðar á bakka: gulan blýant, sykurmola, svart tvinnakef li, servíettu, armband, skyrtuhnapp, vasabók, f immtíukrónupening, skóreim, Ijósmynd, tekskeið, ilmvatnsglas, rakblað, kartöf lu, rjómakönnu, epli, umslag, buddu, vasaklút, brauðsneið, teiknibólu, kryddbauk og penna. Þú lætur bakkann á borðið og þátttakendur f á að virða f yrir sér hlutina í eina minútu, þá breiðir þú dúk eða handklæði yfir bakkann. Nú eiga allir að skrifa niður ð blað það sem þeir muna. Sá sam man f lest, varla man nokkur allt, vinnur. ÓLI PRIK Pun ktur, pun ktur, komma, strik. Þetta er hann öli Prik. Hálsinn mjór og bumban stór. Hendur, hendur. Á fótum Óli stendur. Eyra, eyra, Því Óli þarf að heyra. Hár, hár, hár, og þá er Óli klár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.