Þjóðviljinn - 25.01.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. Umsjéa: Vilborg Harðardóttir. Agi umfram allt? AHir kannast við piramida- venju spitalanna þar sem hver lýtur öðrum i réttri röð: yfir- læknir — kandidat — læknanemi, yfirhjúkrunarkona, — aðstoðar- hjúkrunarkona — nemi — starfs- stúlka. Það er ekki fyrr en á siðustu timum sem farið er að spyrja um réttmæti slikrar venju og hvort samstarfið gæti ekki verið jafngott eða jafnvel betra með eðlilegri og nútimalegri samskiptum og umgengnis- venjum. En haldi einhver að siðvenjan sé eitthvað gamalt sem dagað hafi uppí og gleymst að endur- skoða getur sá hinn sami sann- færst um hið gagnstæða i eftir- farandi lesningu, sem er kafli úr núverandi námsefni hjúkrunar- nema, sem lesandi jafnréttis- siðunnar sendi. Þarna er svo sannarlega vitandi vits viðhaldið skarpri stéttaskiptingu starfs- fólksins og kynskipting reyndar i föstum skorðum lika, þvi greini- lega er læknir = karlmaður og gengið útfrá, að hjúkrunarnemi sé stúlka. Yfirskrift kaflans er „Um agann”. Undirstrikanir eru okkar. „I samskiptum nema og yfir- boðara, svo sem lækna, deildar- hjúkrunarkvenna og aðstoðar- hjúkrunarkvenna, kemur aginn til sögunnar sem sjálfsagður þáttur. Neminn stendur upp, þegar honum eru gefin boð um eitthvað, og lætur yfirboðara sina ganga á undan sér inn um dyr. Neminn verður að geta tekið að- finnslum án þess að malda i móinn. Allt of kunnuglegur tónn eyðileggur festuna á sjúkrahúsi. Hver einstök stúlka þarf þvi að Breytingar til bóta Rikisútgáfa námsbóka hefur sýnt, að eitthvað hafa forráðamenn þeirrar stofn- unar lært af jafnréttisumræð- unni og ábendingum um óraunhæfa hlutverkaskiptingu kynjanna, sagði Sigriður.sem hringdi til að vekja athygli á að samkvæmt auglýsingu i út- varpinu hefur verið skipt um nafn á kennslubók grunnskól- ans i heimilisfræðum. Hún hét áður „Unga stúlkan og eldhús- störfin”, en heitir nú „Unga fólkið og eldhússtörfin”. Húrra! Vonandi hefur mynd- skreytingu lika verið breytt, þannig að þar sjáist nú lika strákar við störf, en ekki bara stelpurnar. En þetta er annars prýðisbók, sem miklu fleiri en nemendur geta haft gagn af. 6g vil taka undir með Sigriði bæði um jákvæða nafn- breytingu og ágæti bókar- innar, sem ég nota oft sjálf. Um leið er rétt að geta þess, að önnur námsbók, kennslu- bók i vélritun, sem á sinum tima var gagnrýnd hér i þess- um dálkum vegna úreltrar kyngreiningar i sumum text- anna, hefur einnig verið endurskoðuð vandlega að þessu leyti af höfundinum, Þórunni Felixdóttur. En mikið starf biður þó enn þeirra sem ábyrgð bera á námsefni skólanna. Eins og bent hefur verið á af ýmsum úir og grúir af mismunun kynjanna i mörgum kennslu- bókanna, þar er konum skip- aður einn bás og körlum annar, mas. gengið svo langt i starfsfræði að ráðleggja stúlk- um önnur störf en piltum. Þetta verður að endurskoða og annað raunar lögleysa, þvi einsog segir i núgildandi lögum um skólakerfi: ,,l öllu starfi skóla skal þess gætt, að konur og karlar njóti jafn- réttis i hvivetna.” Þetta ákvæði hlýtur að ná yfir námsefnið lika. Símaskráin Asdis hringdi: Enn einu sinni er ég búin að lenda i þvi að eyða hálfum öðrum tima i að finna út nafnið á eigin- manni konu vegna þess að ég þurfti að tala við hana vegna starfs mins. Mér kom ekkert. við hvort eða hverjum viðkomandi kona er gift, en hún var ekki i simaskránni og einhvernveginn varð ég að hafa upp á henni. Þau hjón búa saman og hafa sama sima sem eðlilegt er. En hvers vegna i ósköpunum er hún ekki skráð fyrir honum lika? Ég vil koma þvi á framfæri i belgnum, að giftar konur láti upp til hópa setja nöfn sin i simaskrána. Kostnaðurinn pr. nafn er óverulegur. Kannski mundi útgefanda simaskrár- innar ógna stækkun bókar- innar, en þetta yrði öllum til mikilla þæginda auk þess sem það er sjálfsagt jafnréttismál. Orð i tima töluð hjá Asdisi og nú er tækifærið áður en simaskrá 1976 kemur út. Hvað skyldi hún stækka mikið? —vh „Uppvask” heitir þessi mynd Rögnu Hermannsdóttur í Hveragerði. Hún gerði myndina fyrir nokkru og las svo ágætt kvæði Þórdisar Rikharðsdóttur hér á jafnréttissiðunni, sem lika hét Uppvask. Þess vegna fáum við mynd- ina og birtum hér með baráttukveðju til allra uppvaskara, karlkyns og kvenkyns. gæta vel að framkomu sinni, svo að hún bjóði ekki heim daðri af hálfu lækna eða annarra karl- manna, sem gegna störfum i sjúkrahúsinu. Þeir munu ekki aðeins hætta að bera virðingu fyrir henni, heldur mun einnig hið sama gerast i samskiptum við sjúklinga, ef þeir sjá eða heyra nokkuð þess háttar. Ekki er við- eigandi, að hjúkrunarkonur og nemar þúist. Sjúklingum verður furðu fljótt ljóst hvernig ábyrgðinni er skipt frá yfirlækni til yngsta nema, og þeim mun skarpari sem greinarmunur er milli hinna ýmsu stiga, þeim mun meira öryggi finnst sjúklingum vera fyrir hendi. Sá nemi, sem biður yfirboðara sina um leiöbeiningar, þegar þess er þörf, mun njóta fulls trausts sjúklinganna, en ekki sá sem leitast við að leysa verkefnin eftir beztu getu á eigin spýtur." Nýtt hjá rauðsokkum: Fastur starfs- maöur í fyrsta sinn siðan Rauðsokka- hreyfingin varð til fyrir bráðum sex árum hefur hún nú komið sér upp föstum starfsmanni. Að visu ekki nema sex tima á viku, en það er reiknað með að nægi til að standa i þvi skrifstofulega stússi sem fylgir sivaxandi félagatölu og þarmeð auknu starfi. Ráðning fasts starfsmanns var ákveðin á siðasta ársfjórðungi rauðsokka, sólhvarfafundinum • fyrir jól. Það er Katrin Didriksen sem tekið hefur starfið að sér, en hún stundar nám við öldunga- deild MH og vinnur við póstút- burð fyrri hluta dagsins. í viðtali við jafnréttissiðu Þjóðviljans sagðist Katrin mundu verða við i Sokkholti, aðsetri rauðsokka á Skólavörðustig 12 tvo daga i viku, á mánudögum kl. 5—7 og á föstudögum kl. 2—4. Tekur hún þá við framlögum i hússjóð, félagsgjöldum og öðrum skilum og vinnur þau skrifstofu- störf sem til falla. Biður hún fyrir þau skilaboð til rauðsokka að koma til fundar við sig á þessum timum og losa þannig þá sem eru á vakt i opnu húsi við fjármálin. Félagsgjöld eru nýmæli hjá hreyfingunni, — fram að þessu hefur verið látið nægja að safna peningum á fundum meðal félag- anna og leggja saman þegar eitt- hvað sérstakt hefur staðið til. Þetta hefur gengið nokkurn- veginn, en verið mjög knappt og oft viljað lenda misjafnlega á félögum. Skipulagsstarfshópur lagði þvi til á ársfjórðungsfund- inum að tekin yrðu upp, amk. til reynslu fram á vor, föst félags- gjöld og voru allir sammála um að 200 kr. á mánuði væru engum ofætlan sem á annað borð hefur áhuga á þeim málefnum sem rauðsokkar berjast fyrir. Að venju var skipt um einn i miðstöð rauðsokka, sem er tengihópur hinna starfshópanna, skipaður fjórum félögum. Situr hver i miðstöðinni i eitt ár og er skipt um einn á hverjum árs- Kata komin I nýja starfið fjórðungsfundi, þannig að i hópnum er alltaf einhver nýr, en aldrei allir. Úr miðstöð gekk nú Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir en Hlin Agnarsdóttir tók við. Aðrir i miðstöð eru Guðrún Auðunsdóttir, Helga St. Guðmundsdóttir og Þuriður Magnúsdóttir. Opið hús er hjá rauðsokkum alla virka daga kl. 5—7. og eru allir velkomnir þangað til að kynna sér hreyfinguna nánar, fá upplýsingar, láta skrá sig i starfshópa eða bara setjast niður og rabba saman yfir kaffibolla eða lita i blöð. Þá er nú einnig i undirbúningi, sagði Katrin, að hafa opið fyrir félaga á fimmtu- dagskvöldum og hafa þá eitthvað ákveðið á dagskrá hverju sinni án þess að um eiginlega fundi sé að ræða. —vh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.