Þjóðviljinn - 25.01.1976, Síða 11
Sunnudagúr. 25. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA f.l
Eins og áður er getiö, voru það
aðeins örfáir menn, sem byrjiuðu
aftur vinnu i Melaflokknum, en
það var nóg til þess að samtökin
voru rofin. Fleiribættustvið. Þeir
trúðu þvi, að úr þvi nokkrir hefðu
byrjað, þá væri tilgangslaust, að
halda áfram með að vinna ekki.
Hinir flokkarnir byrjuðu þá
nokkru siðar líka, — nema Eski-
hliðarflokkurinn, hann hélt vel
saman, og þar byrjuðu engir
vinnu aftur, að minnsta kosti ekki
fyrr en mörgum mánuðum siðar
og kröfur þær, er um var deilt,
voru komnar i framkvæmd.
Lengi vel, ætla ég þriggja vikna
til mánaðartima hélt verkfalls-
nefndin áfram störfum, sem voru
i þvi fólgin, að fá sem flesta
til að byrja ekki aftur og þá sér-
staklega i grjótvinnunni i Eski-
hlið. Voru það margir fleiri en
nefndin, sem að þvi störfuðu, og
alveg sérstaklega vil ég minnast
verkstjórans, Hermanns Danfels-
sonar, sem sýndi verkamönnun-
um sannan drengskap og holl-
ustu, þótt hann ekki gæti, stöðu
sinnar vegna, komið mikið fram
út á við, þá sýndi hann hug sinn,
og talaði kjark i verkamennina,
og tók heldur fálega við þeim
verkamönnum, sem sýndu svo
litinn skilning og drengskap, að
taka upp vinnu þeirra, er i verk-
fallinu stóðu.
Verkfallsbrjótar
reyndust ekki
höggvissir
og mæddust fljótt
Ég minnist þess, að það voru
þrir menn, sem fyrst voru sendir
inn i hlið. Skyldu þeir fyrst bora
fyrir „dinamit” og var það venja
að einn hélt bornum, en tveir slóu
á og notuðu tvihendis „feisla”,
þ.e.a.s. hamra. Menn þessir voru
litt vanir slikri vinnu og reyndust
ekki höggvissir og mæddust fljótt,
en H.D. stóð yfir þeim og sagði
þeim til syndanna, og gaf litt eftir
með áframhaldið, þótt hann ann-
ars væri hóflegur og sanngjarn
verkstjóri: og svo fóru leikar, að
þessi fyrsta þrenning gafst upp og
hætti vinnunni eftir 1 eða 2 daga
og gekk svo lengi. Nýir menn
komu og dvöldu flestir skammt,
gáfust flestir upp. Voru lika litt
kunnandi, en til þeirra voru gerð-
ar sömu kröfur og þeirra er fóru.
H.D. hafði það til að mæla holurn-
ar eftir daginn og segja þeim,
hver munur á væri hjá þeim eða
sinum vönu mönnum, sem farnir
voru, en eins og áður er getið,
hafði H.D. fengið úrvalalið i sinn
flokk, og var þá ekki að undra
þótt hann ekki vildi missa þá. En
auk þess var hann harðákveðinn
og þroskaður verkalýðsmaður.
Og það var ekki bara hann, sem
hafði álit á flokknum sinum.
Sjálfur Kirk lét þau orð falla, að
það væri nú eiginlega slæmt, að
geta ekki sæst við Eskihliðar-
flokkinn og yfirleitt, það mætti
bara ekki slaka til við þá, en það
væru nú bara duglegustu og bestu
mennirnir, sem farið hefðu.
„Tuskurnar” væru eftir. Þetta
var viðurkenningin, sem þeir
fengu fyrir að svikja stétt sina
fyrir hann, og voru makleg en
ekki öfundsverð, og slik laun fá
menn yfirleitt fyrr eða siðar fyrir
að svikja stétt sina. Hinir sem
ekki létu kúgast, héldu heiðri sin-
um óskertum og auknum, bæði
sem félagar og starfsmenn. Þeg-
ar svo hafði gengið um hrið i hlið-
inni, sem ég hefi lýst, að H.D.
hafði mætt nokkuð marga og ým-
ist sent þá heim eða þeir sjálfir
farið, var kominn á hann sá grun-
ur, að ekki væri alltmeð felldu, og
hann væri ærið mannvandur og
myndi halda taum verkfalis-
mannanna. Var hann sjálfur lát-
inn fara, enda hafði hann gert sér
grein fyrir að svo myndi fara, og
hélt sitt strik fyrir þvi. En minn-
ing hans er enn geymd, sem
drengilegs félaga, þótt hann sé
löngu látinn, og hafi litt verið get-
ið i sambandi við islenska verka-
lýðsbaráttu.
Eskihlíðarfélagarnir
allir jafn glaðir
I fyrstu eftir að vinna var svo
að segja aftur komin i fullan
gang, var litill árangur sjáanleg-
ur, og að þvi er virðast mátti, að-
eins sú afleiðing fyrir heilan
vinnuflokk, að hann var genginn
frá vinnunni, en flestir eða allir
þeirra fengu fljótlega engu lakari
vinnu, og ég veit engan þann, er
iðraðist þess að hafa heldur farið,
en svikið góðan málstað. Sá, er
þetta ritar, minnist þess að hafa
átt einar 50 kr. eftir, þegar útséð
var um, að i hafnarvinnuna yrði
ekki farið að sinni og sennilegast
aldrei, og fór samt glaður með
þann farareyri til tsafjarðar á
Stórstúkuþing, og satt að segja
virtust allir Eskihliðarfélagarnir
jafn glaðir, og vissu þó ekki þá að
allar kröfur, þær er þeir gerðu,
yrðu brátt uppfylltar, þótt þær
kæmu öðrum til góða, þá voru það
lika verkamenn. Mun ég hér á
eftir skýra frá þvi er siðar gerð-
ist. Ég hefi af ásettu ráði litið
nefnt af nöfnum þeirra er best
dugðu. Ber til þess tvennt. Ég er
ekki svo minnugur, að muna alla
þá, er við sögu komu, eftir svo
langan tima, en vil ekki eiga á
hættu að gera neinum órétt. Svo
leiðinlega vill til, t.d. að mér hefir
ekki tekistaðmuna eða rifja upp,
hver var einn þeirra 3ja manna,
sem i framkvæmdanefndinni
voru. Hinir tveir voru, undirritað-
ur og Þ.orgrimur Jónsson, nú á
Laugavegi 151, sem gekk vask-
lega fram og hefir verið ósvikinn
verkalýðsmaður siðan. Eðvard
Lövdal Hvg. var éinn þeirra, er
vasklega gekk fram i að hindra
verkfallsbrjóta, og hefði ekki bet-
ur gert, þó verið hefði i nefndinni.
Og enn vona ég, að mér takist að
finna þann þriðja. Þá hef ég held-
ur ekki nefnt nöfn þeirra, er
brugðust. Væri það þó hægt, þvi
nöfn flestra þeirra eru skráð i
blaði þvi, er gefið var út, og áður
er getið. En ég er sama sinnis og
dag þann er ég reit Visisgreinina
fyrir nærri 25 árum, að um þá,
menn, sem égtaldi, að ekkivildu
fylla þann flokk islenskra verka-
manna,, „sem ærlegt og göfugt
mannorð vildu hafa” vildi ég sem
minnst tala.
Áttu ekkert
opinbert málgagn.
— Dagsbrún réðst
í að gefa út
Verkamannablaðið
Þegar séð þótti, að deilan
myndi ekki vinnast með þeim að-
búnaði, sem verkamenn höfðu, og
alveg sérstaklega vegna þess að
þeir áttu ekkert opinbert mál-
gagn, réðist stjórn Dagsbrúnar i
það að fara að gefa út litið blað,
Verkamannablaðið. Kom fyrsta
blaðið út i mai 1913, var það að
visu of seint til að bjarga deilunni
að fullu, en góðra gjalda vert
samit, og varð auövitað að miklu
liði, meðan það kom út. Frá þvi er
skýrt i fyrsta blaðinu, að 22 menn
hafi verið reknir úr Dagsbrún,
fyrir að hafa óhlýðnast boðum fé-
lagsins, og varþaði sambandi við
verkfallið. Voru nöfn þessara
manna birt i blaðinu, og má við
lestur þeirra sjá, að sumir þeirra
urðu betur félagslega þroskaðir
siðar, 2. tbl. kom út 31. mai og 3.
tbl. 7. júni, mikið stækkað. Sið-
asta tölublað af Verkamanna-
blaðinu kom út 10. jan. 1914.
Þann 11. júni varð hroðalegt
slys i öskjuhliðarvinnunni. Var
það á þann veg, að maður fór að
bora upp holur, sem dinamit hafði
ekki sprungið i. Fór borinn i gegn
um manninn og lézt hann nærri
samstundis. Þegar þetta gerðist,
var Hermann Danielsson farinn,
og nýir og litt vanir menn, komnir
i vinnuna, enda óskiljanleg
blindni, sem ekki var afstýrt, að
bora upp dinamitsholu, og þvert
ofan i allar reglur. Nokkru ljósi
varpar það yfir ástandið um ör-
yggi og verkalýðsmál þá, að
tveim dögum eftir slysið, var það
fellt i hafnarnefnd, að láta fram
fara lögreglurannsókn út af slys-
inu. Nokkru siðar flutti þó Sveinn
Björnsson, nú sendiherra, tillögu
i bæjarstjórn, um rannsókn á
slysinu, en úr framkvæmdum
held ég að litið hafi orðið. — Fleiri
stórslys urðu við vinnu þessa,
sem kostuðu limi ef ekki lif.
Fyrstu skriflegu
samningarnir i
sögu Dagsbrúnar
Þann 28. júni s. á. eða réttum 2
mánuðum eftir að verkfallið
hófst, voru samningar undirritað-
ir um kjör við hafnarvinnuna, þar
sem viðurkenndur var 10 stunda
vinnudagur, og sérstakt eftir-
vinnu- og helgidaga-kaup, og
vaktaskipti með eitthvað mis-
munandi kaupi. Með öðrum orð-
um: Kröfurnar, sem verkamenn-
irnir gerðu i april, og ekki náðust
þá strax fram, af þvi að nokkrir
verkamenn brugðust, — voru við-
urkenndar með samningi þessum
tveim mánuðum Siðar og var það
vafalaust árangur af starfi þeirra
er farnir voru. En það skal viður-
kennt, að kröfurnar voru ekki há-
ar, en aðal deilumálið var um 10
stunda vinnudaginn, og það hafð-
ist, jafnvel þótt samtökin væru
ekki orðin sterkari en sjá má. En
uppreisnin, sem verkfallsmenn-
irnir sjálfir fengu, var fremur lé-
leg — fyrir þá, og einkennir vel
veikleika samtakanna. Þeir (þ.e.
verkfallsmennirnir) áttu að eiga
afturkvæmt i vinnuna „eins og
ekkert hefbi i skorist, ef fjölgað
yrði i vinnunni eða þeir er nú
stunda vinnuna færu, þ.e. þeir er
tóku upp vinnu i óþökk samtak-
anna. En svo miklir skapmenn
áttu hér hlut að máli, að þeir leit-
uðu ekki á þær náðardyr. Laun
þeirra voru það, að málstaðurinn
— sem þeir börðust fyrir, hafði þó
sigrað. — Og það eru oft einu
launin, sem brautryðjendur al-
þýðuhreyfingarinnar geta gert
sér von um, en þau eru llka
mikil fyrir hugsjónamenn.
Felix Guðmundsson.
Áhrifarikar Birgittur:
Dýrlingurinn og prinsessan.
Hvaöa
nöfn
bera
svíar og
af
hverju?
í nýlegri skýrslu má
lesa, að svíar bera alls
áttatíu þúsund nöfn. Þessi
mikli fjöldi er tengdur
tvennu: hinir fjölmennu
hópar útlendinga sem búa
í landinu fá að halda sin-
um nöfnum, og síðan eru
allmörg nöfn til i ýsmum
myndum og réttritun.
Um helmingur allra þessara
nafna kemur aðeins einu sinni
fyrir á sænskum þjóðskrám. Aft-
ur á móti heitir helmingur lands-
manna áttatiu algengustu nöfn-
unum.
Algeugustu mannanöfn i
Sviþjóð eru þessi: Maria (386.000
konur — og ef öll Mariutilbrigðin
eru talin með þá eru berendur
nafnsins meira en 700 þúsundir).
Erik (328 þús.), Karl (321 þús.),
Margareta (299.000), Anna
(273.000), Elisabet (241.000). Lars
(197.000), Kristina (183.000),
Gunnar (180.000), Nils 177.000).
Hér er ekki tækifæri til að fara
út I skvringar á þvi hvað ræftur
vinsældum einstakra nafna hjá
sænska frænda En þaft er ljóst aft
tvennt ræður öðru fremur: bibli-
an (Maria, Elisabet, Anna) og
kóngafólk (Karl). Dæmi er'tékift
af Birgittu, en svo nefnist vernd-
ardýrlingur svia, frægur kven-
maður.
Birgittur eru núna 167 þúsund-
ir. Þegar Birgitta prinsessa fædd-
ist i janúar 1937 tvöfaldaftist á
skammri stund tala þeirra mey-
barna sem fengu þetta nafn (fór
úr 2,9% upp I 4,9%). A afmæli
dýrlingsins Birgittu (meft fri-
merkjaútgáfu o.fl.) árift 1941, tók
Birgittunafnið enn undir sig
stökk. Siöan fækkaði Birgittum
aftur hlutfallslega þar til 1961 að
prinsessan Birgitta gifti sig með
tiheyrandi fyrirgangi i fjölmiftl-
um.