Þjóðviljinn - 07.03.1976, Qupperneq 2
' V'ííl? ' V/fil'irrtf'tili! fWBI BiBm T •nj*jiibufittfj>í
.jy.
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976.
Umsjón: Vilborg Haröardóttir.
Afsakiö
p Þau mistök urðu á
, siðustu jafnréttissíðu, að
r Guðmundur J. Guðmunds-
< son var kallaður formaður
’ Dagsbrúnar. Þarna átti að
standa varaformaður, því
eins og f lestum er kunnugt
er Eðvarð Sigurðsson for-
maður þessa verklýðs-
félags. Guðmundur er
hinsvegar formaður
Verkamannasambandsins.
Eru þeir báðir beðnir
velvirðingar á þessum
ruglingi á síðunni.
Þá urðu ennfremur þau
mistök, að myndatexti með
mynd úr bréfi Þuríðar
Pétursdóttur var settur
neðst í belginn, en ekki
undir myndina, en vonandi
hefur þetta nú skrlist samt
sem áður.
ALÞJÓÐADAGUR KVENNA
/
Mynd frá kvennabaráttu fyrri tíma. Einn fyrsti verklýösfundur þar sem konur töluöu. Vinnukonur
mynda samtök i Leipzig byltingaráriö 1848.
Á morgun 8. mars, er alþjóða-
dagur kvenna.
Þar sem ýmsum mun vera
óljós uppruni dagsins er rétt að
rekja hér, að það var þýsk
baráttukona Clara Zetkin, sem
stakk upp á þvi á alþjóðaráð-
stefnu sósialistiskra kvenna i
Kaupmannahöfn 1910 aö gera
þennan dag að sérstökum
alþjóðlegum degi kvenna.
Þótt það komi ekki fram i
alfræðibókum þegar flett er
uppá þessum degi, þá var val
hans áreiðanlega ekki tilviljun,
dagurinn átti sina forsögu i
sambandi við kvennabaráttuna.
Það var 8. mars sem fyrsta
kvennaverkfallið hófst i
Bandarikjunum, — konur i fata-
verksmiðju i New York lögðu
niður vinnu og körfðust hærri,
launa og styttingu vinnutimans
— niður i 12 tima á dag! Verk-
fallið endaði sorglega. Verk
smiðjan var brennd ofan af kon-
unum og margar þeirra fórust i
eldinum.
8. mars 1908 var haldin fyrsta
rússneska kvennaráðstefnan og
sama dag fóru konur i New
York i kröfugöngu og heimtuðu
kosningarétt og afnám barna-
vinnu.
Þýskar konur efndu til mikill-
ar kröfugöngu fyrsta alþjóðlega
kvennadaginn 1911 og 1915 héldu
evrópskar konur ráðstefnu gegn
striði og ræddu hvernig konur
gætu barist fyrir friði.
8. mars 1917 varð sögulegur,
en þá lögðu rússneskar verka-
konur niður vinnu og heimtuðu
brauð og frið og markaði sú að-
gerð raunar upphaf byltingar-
innar.
1960 mynduðu kinverskar
fiskimannadætur eigin flota —
8. mars fiskiflotann.
Fundur —
Opið kvöld
Þrenn samtök hér á landi,
MFIK, Kvenfélag sósialista og
Friðarhreyfingin halda
sameiginlegan fund i tilefni 8.
mars að Hallveigarstöðum i
dag, sunnudag, kl. 3 sd. Þar
mun Inga Birna Jónsdóttir
kynna Stokkhólmshreyfinguna
nýju, Steinunn Harðardóttir
flytja ávarp og Jakobina
Siguröardóttir les úr eigin verk-
um.
Rauðsokkar ætla að hafa opið
kvöldið 8. mars i Sokkholti,
Skólavörðustig 12. Dagskrá
verður opin og óskipulögð að
mestu og þess vænst, að sem
flestir rauðsokkar komi og leggi
sitt til málanna.
Má einstæð móðirsofa hjá?
Fyrir skömmu átti ég tal við
unga konu, einhleypa, með tvö
börn á framfæri. Hún býr uppi i
sveit, en vegna skólagöngu barn-
anna flytur hún i næsta kauptún,
þann tima, sem skólarnir starfa,
ogbýrþáhjá vinisinum. Þótt þau
búi þannig saman hluta úr árinu,
sér hún algjörlega fyrir sér og
sinum börnum. En viti menn, nú
um áramótin var feild niður
greiðsla á mæðralaunum til henn-
ar á þeirri forsendu, að hún byggi
með manni þessum. Þrátt fyrir
að hún hafi rætt sinar aöstæður
við fulltrúa tryggingastofnunar-
innar á staðnum, hefur hún engu
fengið umþokað og er enn án
mæðralauna.
Þetta varð til þess, að ég hafði
samband við aðra einstæða móð-
ur, sem deilir heimilishaldi með
bróður sinum, og komst að þvi, að
hún fær sin mæðralaun og að
aldrei hefur verið gerð tilraun til
að svipta hana þeim.
óneitanlega dettur manni ým-
islegt ljótt i hug, þegar þessi
dæmi eru borin saman, og þá
fyrst, að „kerfið” sé að straffa
sveitakonuna fyrir skirlifisbrot.
Eða þykir það óhæfa, að kona
fyrir ungt fólk á aldrinum 18-
40 ára, hún er fjölmennasta
hreyfing ungs fólks i heimin-
um i dag og starfar i yfir 80
þjóðlöndum viösvegar um
heiminn, hún tekur ekki tillit
til stjórnmálaskoðana.og gérii
hvorki greinarmun á litar-
hætti fólks né trúarhrögðum.”
Ekki veit ég, hvort
verslunarvaldiö hefur þarna
einhverra sérstakra hags-
muna að gæta, en svo mikið er
vist, að tekið er fram, að hing-
að til lands hafi hreyfingin
boristfyrir tilstuðlan forstjóra
SIS og að heimili Junior
Chamber á tslandi sé i húsa-
kynnum Verslunarráðs
Islands og meira að segja, að
sú aðstaöa sé ókeypis! — Er
að furða, að ,,nú nýlega hlaut
islenska hreyfingin þann
mikla heiður, að tsland var út-
nefnt sem eitt af 8 bestu J.C.-
löndum i heiminum”?
Siðan kemur hjartnæm lýs-
ing á hvernig vakni með ung-
um mönnum ábyrgöartilfinn-
ing, forvitni og svolitil met-
oröalöngun, en til að svala
þessu séu til tvær leiðir, sem-
sagt annarsvegar að ganga i
stjórnmálafélag og hinsvegar
ORÐ
í
BELG
Ungt fólk=karlmenn?
„Norðanstúlka" skrifar:
Blöð hér á Akureyri hafa að
undanförnu varið talsverðu af
plássi sinu til kynningar á
Júnior Chamber — „vettvangi
ungra manna”, að þvi er segir
i fyrirsögu „Dags”. I kynning-
unni, sem samkvæmt undir-
rituðum upphafsstöfum litur
út fyrir að vera skrifuð af for-
seta (sic!) Junior Chamber
deildarinnar hér á staðnum,
er ma. lýst breiöum grundvelli
hennar og hve opin hún sé
fyrir allskonar fólk, þeas. ungt
fólk. Þar segir orðrétt:
„JUNIOR CHAMBER
hreyfingin er félagsskapur
sem sefur hjá karlmanni fái að
vera sjálfstæð manneskja? Nú
eru mæðralaun fyrir tvö börn
vissulega engin stórupphæð, en
fyrir konu, sem hefur lágar tek jur
— og flestar konur tilheyra lág-
launahópnum i þjóðfélaginu —
getur munað þeim, hvort hún
neyðist til að gerast háð annarri
manneskju á þann hátt, sem hún
kannske kærir sig ekkert um.
Ef upp kemst, að einstæð móðir
sefur ekki ein (einnig hér hef ég
ákveðiðdæmi i huga), missir hún
ekki bara mæðralaunin, heldur
eru fjölskyldubæturnar umsvifa-
aö leita til hlutlausra félaga
sem ekki hafa pólitik á stefnu-
skrá sinni, heldur aðeins
féla gslega uppbyggingu
einstaklingsins. Og:
„JUNIOR CHAMBER er
eini félagsskapurinn, sem
hefur þetta eitt á stefnuskrá
sinni, og er auk þess f jölmenn-
asta hreyfing ungs fólks i
heiminum með um hálfa
milljón félagsmanna i um 9000
félögum.”
Markmið hreyfingarinnar
eru flokkuð i þrennt:
námskeið, skipulögð nefndar-
störf, og kynningu — til upp-
byggingar félagslegs þroska
einstaklingsins til að gera
hann hæfari sem stjórnanda
og siðast en ekki sist til að
kynnast innbyrðis i hreyfing-
unni innanlands og utan. En
slik kynni „geta orðið mjög
gagnleg, bæði til ánægju og
ekki siður til viðskipta.”
(Verslunarstéttin aftur?).
Núnú. Stefnan:
„Junion Chamber stefnir að
félagslegri uppbyggingu
einstaklingsins án tillits til
stjórnmálaskoðana, trúar-
bragða eða litarháttar. Þetta
er þvi sannur félagsskapur
laust færðar karlmanninum til
tekna, þ.e. koma til frádráttar
opir.berum gjöldum lians, þótt
fjárhagur sé annars með öllu
aðskilinn.
Éghélt endilega að konur hefðu
lögum samkvæmt umráðarétt yf-
ir tekjum sinum, en það virðist
sem þeim rétti fylgi einhverskir-
lifisákvæði.
Stelpur, ég legg til að við göng-
um Ur skugga um hvort lögin eru
okkar megin eða ekki. Ef þau eru
það, krefjumst við þess að þeim
sé fylgt. Ef þau eru það ekki,
fyrir ungt fólk, sem vill á hlut-
lausan hátt þroska félagslöng-
un sina og kynnast öðru ungu
fólki með sömu áhugamál.
Stefnan er SJALFSÞROSKI.”
Þó nokkuð aðlaðandi, ekki
satt? Fyrir „ungt fólk”.En ef
lesendur imynda sér nú, að
þeir hafi fundið tækifærið,
bæði til sjálfsþroska og jafn-
vel til aö koma sér áfram i við-
skiptalifinu, og það þótt þeir
séu kommar, búddatrúar eða
negrar, þá hugi þeir að einu:
Kynferöi sinu. Konur teljast
nefnilega ekki til fólks hjá
Junior Chamber. Þessi ofsa-
lega opna hreyfing er lokuð
helmingi landsmanna. Harð-
lokuð. Þó geta eiginkonur
Junior Chamber manna kom-
ist i sérstök eiginkvennasam-
tök, þar sem þær geta samein-
ast um aö hjálpa eiginmönn-
um sinum við að komast
áfram i lifinu, liklega? Það
stendur varla til að þær öðlist
viðskiptasambönd. Né heldur
aðrar konur. Slikt er aðeins
fyrir karla að þvi er næst
verður komist við lestur
þeirra skrifa sem trónuðu á
opnum „Dags” og
krefjumst við þess, að þeim verði
breytt.
Þuriður Magnúsdóttir
„tslendings” i miðju verkfall-
inu.
Hjátrú og
hindurvitni!
Um leið og ég vil hvetja
lesendur til að láta meira frá
sér heyra um það sem aflaga
fer varðandi stöðu kynjanna
eða öfugt, þe. það sem hefur
lagast, verð ég að minna á, að
gefnu tilefni að nafnlaus bréf
geta ekki birst. Hinsvegar er
sjálfsagt að birta ekki nafn,
þegar um það er beðið, en
umsjónarmaður siðunnar
verður að vita hver skrifar eða
hringir. Bréf sendist til Jafn-
réttissiðu Þjóðviljans, Skóla-
vörðustig 19, Rvik, en simi
umsjónarmanns er 20482.
Að lokum smáatvik sem
kona sagði mér nýlega af
reynslu sinni á Landsbóka-
safninu fyrir nokkrum árum.
Hún kom þar inn og'Spurði um
kvennamálefni. Jú, jú, henni
var visað á það sem til var.
Það var flokkað i deildinni
„Hjátrú og hindurvitni”!
— vh.
mm
m