Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976. %■ •; Áður fyrr, og svo er enn i svo- kölluðum þriðja heimi, voru börn foreldrum nauðsyn vegna fram- færslu eða efnal. öryggis. En nú munu þeir islendingar næsta fáir, sem þurfa á börnum að halda sem vinnuafli — einnig á sveitabæjum er vinnuframlag þeirra annað en fyrr. Ekki þurfum við á börnum að halda til að betla af rikisfólki eða túristum, og framfærslu- skyldur barna við aldraða for- eldra eru mjög i lausu lofti — og auðvitað allt aðrar en i þeim snauöum löndum, þar sem mikil barneign er eina trygging for- eldra gegn neyð i ellinni. Að sjálf- sögðu er með slikri upptalningu ekki verið að harma að slikar „þarfir” fyrir börn skuli vera að miklu leyti úr sögunni. En eins og fyrr segir — af þvi að samfélagið tekur svo mjög mið af •arðsemi og hagkvæmni i hugs- unarhættisinum, þá hlýtur það að hafa ýmisleg mjög hæpin áhrif, að börn eru ekki lengur „búbót”, heldur þvert á móti: Þau eru það sem kallað er fjárhagsleg byrði. Enginn barnalifeyrir nægir fyrir útgjöldum foreldra vegna barna. Jafnvel fullkomnustu barnastofn- anir. munu ekki losa foreldra undan þvi að „eyöa” allmiklu af tima sinum i börnin. Börn eru raunverulegur farartálmi þeim sem eru að klifra upp metorða- stiga. Nota bene Innskot: Hér hefur verið talað um börn i kapitalisku velferðar- samfélagi, og vilji einhver gagn- rýninn lesandi skjóta þvi að i leiðinni, að ekki bendi mjög lágar fæðingatölur i rikjum „fyrir aust- an tjald” til þess að börn séu alltof velkomin i þann heim, þá er þvi til að svara, að slik athuga- semd er réttmæt. Vegna þess blátt fram, að hagvaxtar- og neyslumarkmið sovésk-austur- evrópskra þjóðfélaga eru i reynd mjög lik þeim sem við þekkjum. Annaö mál er að barnafjöldinn einn segir ekki alla söguna — en það væri efni i aöra grein ef reyna ætti að rekja hana. Vond fjárfesting Það má einnig segja sem svo, að börn séu heldur hæpin fjár- festing að þvi er varðar samfé- lagið i heild. Enda þótt fjöl- skyldustærð sé á niöurleið hér á landi, þá stynja hagfróðir menn yfir þvi, að okkar efnahagskerfi eins og það er þoli ekki mikið meiri mannfjölda vandræðalaust. Og jafnvel þótt eftirspurn eftir vinnuafli verði mikil, þá er það dýrt og óskynsamlegt frá hag- rænu sjónarmiði að ala upp börn til að sjá landi eins og okkar fyrir vinnuafli. Við vitum að i mörgum efnaðri löndum Vestur-Evrópu eru málin leyst á allt annan hátt (oe stundum höfum við haft til- burði I sömu átt sjálfir). Það er fluttir inn fullorðnir útlendingar, enda er það miklu skynsamlegri kapitalisk efnahagspólitik. Það er hægt að velja þá úr sem best eru á sig komnir, eins og menn áður þukluðu á vöðvum þeirra afrisku þræla sem sjónvarpið hefur verið að fræða okkur um. Og það er hægtað senda þá heim þegar þeir hafa verið nýttir til fulls. Aftur á móti eru t.d. islensk börn misjöfn að gæðum sem vinnukraftur og þau eru dýr i rekstri bæði fyrir foreldra, riki og bæjarfélag. Frelsi og ringulreiö En ef nú má „sanna” með rök- um sem ekki eru lakari en mörg þau rök önnur sem notuð eru i samfélaginu, að t.d. islensk börn séu hagfræðilega séð samfélaginu til byrði, þá geta niðurstöðurnar orðið sem hér segir: Efnahagslegar þarfir full- orðinna fyrir börn minnka, verð- gildi barna i samanburði við aðra fjárfestingu rýrnar stórlega. Þetta getur leitt til þess, að menn hafi minni áhyggjur af börnum en öðrum þáttum framleiðslu- kerfisins. Sem kæmi t.d. fram i þvi hjá foreldrum, að umhyggja þeirra fyrir börnum þeirra komi á eftiröðrum þeim fyrirbærum og hlutum sem bæta stöðu þeirra i samfélaginu. Um leið dregur úr þörfum fullorðinnasamfélagsins fyrir eftirliti með hegöun barna. Það skiptir ekki eins miklu máli fyrir það og áður hvort börn eru hlýðin, þvi fullorðinnasamfélagið hefur ekki sömu þörf og áður fyrir að skipa börnum fyrir til vinnu og annarrar þjónustu. For- eldrar þurfa ekki að krefjást undirgefni af börnum sinum i samfélagi þar sem kýr eru vel- mjólkaðar og meira að segja rjóminn þeyttur i maskinu. Má vera mönnum finnst þetta öfgafullt hjal — en reyndar er það svo, að tilhneigingar i þessa átt eru fyrir hendi. Og afleiðingarnar eru annars vegar rótleysi og ringulreið. Hins vegar aukið frelsi og sjálfstæði barna. oþægilegur fill Hér skal ekki farið út i vanga- veltur um það, hvernig snúast mætti við rótleysinu og hvað gott megi smiða úr frelsinu. Að lokum skal þvi aðeins bætt við, að auð- vitað þurfum við hver og einn ekki lengi að leita að svörum við þvi, af hverju börn eru djásn og dýrmæti hvað sem heimsku- pörum og hagvexti liöur. Þeir fullorðnu eru án barna innilok- aðri, önugri, vitlausari, leiðin- legri en þeir annars væru. Það er augljóst mál. Og siðan getur hver og einn bætt við úr persónulegu minningasafni. Agalega ertu flinkur, frændi. Pabbu, viltu vera óþægur fill... —áb sunnudags pi® Mútur og bölbænir Glöggur gestur kom til tslands eftir nokkra fjarveru. Eitt af þvi sem hann hafði horft á i góðu tómi voru samskipti barna og mæðra i götunni þar sem hann var til húsa. Hann sagðist hafa tekiö eftir þvi, að tvennskonar skilaboð voru öðrum algengari. Alltaf öðru hverju mátti heyra út um glugga hárri röddu „einhliða tjáskipti” (svo við höfum fræðilegt yfir- bragð á þessu), sem hér greinir: — Geturðu ekki drullast til að koma þér inn að borða, andskot- inn þinn! — Hlaupt-u út i búð fyrir mig, elskan, ég skal gefa þér kók fyrir! Fjandskapur Annars vegar bliðmælgi og mútur, hinsvegar skammir og önuglyndi og hvorttveggja i fljót- heitum og hugsunarleysi. Þetta fannst honum nokkuð dæmigert um algenga afstöðu til barna nú og hér. Menn gæfu sér ekki tima til að sinna börnum, tala við þau i ró og næði. Þegar þörf kræfi væru þau afgreidd með fyrirgangi sem bentitil mikillar tilfinningalegrar óvissu: skilaboðin til þeirra eru hvert öðru andstæð að inntaki. Ykkar samfélag, sagði hann, er að verða eða er orðið börnum fjandsamlegt. Og svo bætti hann við ýmsu, sem við vitum reyndar vel af, hvort sem við höfum mikið hugann við slika hluti eða ekki. Að þessi borg er annars vegar að svipta börn miklu af þeim sam- skiptum sem fyrri tima fjöl- skyldumynstur gaf þeim. Meðan hún hins vegar hefur ekki gert það upp við sig, hvaöskuli koma i staðinn i skólum og forskóla- stofnunum. Og þegar hún reynir það, þá gerist það yfirleitt þegar búið er að sjá fyrir öðrum þörfum ibúanna. Einkum og sér i lagi mikilli bilaáráttu. Og nú væri rétt einu sinni enn hægt að rifja upp dæmin um asfaltiö og leikvellina eða grænu blettina — dæmi sem þeir velta nokkuð fyrir sér sem eiga litil börn, en gleyma fljótt eftir að þau stækka. Plúsar Þetta samtal rifjaðist upp þeg- ar ég i sænskri grein rakst á til- raun til að lýsa þvi, hvernig hlut- skipti barns i fjölskyidu og sam- félagi hefur breyst á svosem ald- arfjórðungi. (A þeirri grein er það sem hér fer á eftir að veru- legu leyti byggt — i bland við ýmislegar vangaveltur aðrar.) Fyrst var rakið það sem höfundi fannst jákvætt við þessar breyt- ingar. Það var þetta: — Aukið frelsi og minna áhrifavald fullorðinna. — Fleiri feður reyna að axla sinn hluta af ábyrgð foreldra (Þetta er reyndar eitt af þvi sem erfitt væri að sanna svart á hvitu.). — Likamlegar refsingar eru sjaldgæfari (Sum riki i okkar hluta heims eru reyndar enn mjög illa á vegi stödd i þessum efnum, og má þar um visa til um- ræðu i sæmilegum vestur-þýskum blöðum um hábölvaða meðferð á börnum). — Betri húsakynni. — Aukin þekking um börn. — Fleiri og betri möguleikar til leikja og samskipta við jafnaldra. — Meira efnahagslegt öryggi. Mínusar En þar á móti komu svo ýmis- konar neikvæðar breytingar. Til dæmis: — óljósari hegöunarmynstur, fyrirmyndir og fyrirmæli um breytni sem oft stangast á. Þetta er svo tengt: Fleiri árekstrum milli fullorö- inna um hlutverkaskipti i barna- uppeldi (þarna mun vikið bæði að breyttum' aðstæöum i fjöl- skyldum og svo óvissu um það, til Þetta er ekki ófróðlegur listi, og sjálfsagt má lengi við hann bæta. En upptalningar af þessu tagi svara ekki þeirri spurningu, hvað það sé, sem mestu skipti að þvi er varðar breytingu á högum barna í samfélagi. Er það kannski svo- kölluð upplausn fjölskyldnanna? Eða breytt þekking á þroskaferli barna? Eða heppnaðar og mis- heppnaðar ráðstafanir samfé- lagsins i skólamálum og allskon- ar stofnanasmiðum fyrir börn? Allt hefur þetta sina þýðingu. En kannski er þaö allt annaö sem skiptir mestu i samfélagi af okkar gerð, sem tekur fyrst af öllu mark á arðsemi og gróða og hagvexti og neyslustigi svonefndu. Borgar sig ekki Og þar er blátt áfram átt viö það, að börn hafa miklu minni efnahagslega þýðingu fyrir sam- félag fullorðinna en þau áður höfðu. Og eins og allir vita hefur kapitaliskt samfélag mikla til- hneigingu til að láta lönd og leið allt það sem ekki hefur efnahags- lega þýðingu. Samanber afdrif siðgæðisvitundar og heiðarleika i viðskiptum manna, sem nú sjást með heldur betur hrikalegum hættii okkar margslungnu mafiu- málum. hvers er ætlast af skólum og hvers ekki). — Fleiri slysahættur vegna umferðar, vélvæðingar, mengun- ar og annars af þvi tagi. — Óhagstæöara umhverfi úti við. Smærri fjölskyldur, færri syst- kini. — Minna sálrænt öryggi, vegna ringulreiðar i samskiptum for- eldra. TIL HVERS ERU BÖRN?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.