Þjóðviljinn - 07.03.1976, Page 9
Sunnudagur 7. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN'— SÍÐA 9
BRÉF UM
BARNA-
LEIKRIT
Þaö er ekki alltaf auðvelt fyrir
fullorðið fólk að geta sér til um
tilfinningar barna, t.d. af hverju
þeim þykir gaman eða ekki.
Foreldrar og aðrir uppalendur,
þeirra á meðal fóstrur og kennar-
ar hafa tækifæri til að athuga við-
brögð barnanna við hinar marg-
vislegustu aðstæður.
Siðustu árin hafa kennsluform i
ýmsum greinum tekið þeim
breytingum, að börn eru hvött til
að starfa sjálfstætt, eða vinna
saman i smáhópum. Þau skila úr-
Kolrassa á kústskafti er
prýðileg skemmtun
lausnum sinum á ýmsan hátt
m.a. með leikrænni tjáningu eða
dramik.
I mannfélagsfræði reyna börnin
að setja sig i spor hinna fjarlæg-
ustu þjóðflokka. t íslandssögu eru
löngu horfnir kappar endurlifgað-
ir. I móðurmálskennslu fá sagn-
orð og lýsingarorð sýnilega
merkingu osfrv.
Leikræn tjáning sem kennslu-
form lifgar upp á kennslu, hvetur
börnin til samvinnu, hvetur þau
til að tjá sig með likamanum,
með svipbrigðum og i mæltu
máli.
Auk þess eflir þetta sjálfstraust
nemendanna og vekur gleði þegar
sæmilega tekst til.
Þessi formáli er til Utskýringar
á þvi, hversu hrifin ég varð þegar
ég sá Kolrössu á kUstskaftinu i
Iðnó.
Þar finnst mér leikarar og
höfundar stiga Ut Ur hinum hefð-
bundna ramma og nálgast börnin
sem skynsamar verur, en höfða
um leið sterkt til imyndunarafls
þeirra og ævintýraþrár. Og nota
leikararnir m.a. þau vinnubrögö
sem ég minntist á að reynt væri
að fá börnin til að nota i skólan-
um.
Kolrassa sjálf er ævintýra-
persóna, sem hrifur meö sér
ósköp venjulega litla stUlku og
ósköp venjulega stóra stUlku eitt-
hvað Ut i buskann.
Með hjálp ljósa og hljóma
þeysa þær á kUsti til fjarlægra
landa og meira að segja um aldir
aftur á bak i timatalinu.
Leiktjöldin eru einföld og
sýningin öll þannig að börnin sjá
kannski sina eigin möguleika til
listsköpunar eftir að hafa horft á
svona leiksýningu.
„Kolrassa á kUstskaftinu” er
þvi hin ákjósanlegasta skólasýn-
ing og væri óskandi að sem flest
börn á barnaskólaaldri fengju
tækifæri til að sjá þessa sýningu
Leikfélags Reykjavikur.
Með bestu þökk fyrir skemmti-
lega, athyglisverða og nýstárlega
sýningu.
Bryndis Gunnarsdóttir, kennari.
ÓDÝR OG GÓÐUR
Bragðgóður á
brauði, enda gerður úr
Gouda og Óðalsosti.
Skerið hann helst .með
strengskera.
Bráðnar vel og því
hentugur til matargerðar.
Byggjum upp borðum
ost.
ostur
evkurorku
léttír hmd
'»- v-
Bökamarkaóurinn
Í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ
INGÓLFSSTRÆTI
Aðalfundur
Byggingasamvinnufélags starfsmanna
rikisstofnana verður haldinn á skrifstofu
félagsins, Hverfisgötu 39, fimmtudaginn
11. mars n.k. og hefst kl. 17. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsstjórnin.
EINANGRUN
Tilboð óskast i efni til pipueinangrunar (vatnsvarin stein-
ull eða Polyuretan) fyrir Hitaveitu Suðurnesja.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Tilboð verða opnuð 26. mars 1976, kl. 11:00f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
gili °\
/S