Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976.
TIL LIÐS
VIÐ ÁLFA-
KÓNGINN
Jónas Arnason- Leiklistaráhuginn fyrir-
boöi menningarlegra stórtiöinda.
Rætt við Jónas
Árnason
um Skjaldhamra,
Jörund og
íslenskt leikhús
Sextugasta sýning á leik-
riti Jónasar Árnasonar,
Skjaldhömrum, verður nú
á þriðjudaginn i Iðnó.
Skjaldhamrar hafa verið
sýndir fyrir fullu húsi
siðan i haust, og verður svo
sjálfsagt enn um sinn, því
ekkert lát er á aðsókninni.
Leikritið hef ur verið þýtt
á enska tungu, og unnið er
að þýðingum á sænsku og
frönsku. Þá er i ráði að það
komist á fjalirnar á
Bretlandseyjum innan tíð-
ar.
Leikrit Jónasar um
Jörund Hundadagakonung,
sem sýnt var i Vasa í
Finnlandi i fyrra, verður
væntanlega sýnt bæði í
Austur- og Vestur-Berlín á
þessu ári, og ef til vill tekið
upp í sjónvarpi í Vestur-
Þýskalandi. Þar kemur
það einnig út á bók. Þjóð-
viljinn innti Jónas Árnason
nánar eftir þessum tiðind-
um og spjallaði við hann
um boðskap Skjaldhamra
og íslenskt leikhús.
Sanbýlið
við náttúruna.
— Sumir höfundar eru ákaf-
lega tregir að segja sina skoðun á
boðskap verka sinna. Nú þegar
leikrit þitt Skjaldhamrar hefur
gengið siðan i haust i Iðnó mætti
kannski segja nokkur orð um
hvað það fjallar?
— Þeim sem bera virðingu
fyrir hernaðarbrölti finnst ef til
vill mest áberandi, að i leikritinu
er skopast að hermennsku.
Það er þó ekki aðaltr. i verk-
inu. Leikritið fjallar stutt og lag:
gott um hamingju þá sem menn
geta öðlast af eðlilegu sambýli við
náttúruna og þá prýði sem ein-
staklingar geta haftaf einföldu og
tilgerðarlausu lífi. Ég er að reyna
að vekja athygli á þvi hvaða
þýðingu samræmið milli manns-
ins, dýranna, fuglanna og náttúr-
unnar allrar hefur fyrir allt
venjulegt fólk, og einnig að minna
á ýmis gömul verðmæti, sem allt-
of viða hafa þokastút af skynsviði
nútimamanna.
Og svo er náttúrlega sýnt
framá að utanaðkomandi fólk,
sem ekki þekkir þessi verðmæti,
getur læknast af sinni tilgerð.
Þannig heillast tveir breskir her-
menn, sem á Skjaldhömrum
dveljast um hrið, af lifinu þar,
sjálfum sér til mikillar sálubótar.
Af ásettu ráði eru atriðin, þar
sem hermennskan og hennar
fáránlegu tilburðir, koma til sög-
unnar, gerð að farsa. Og það er
lika af ásettu ráði að þau atriði,
sem snerta þann efnisþátt, sem
gildastur er i leikritinu, verða i
augum margra svo rómantisk aö
„raunsæismönnum” blöskrar
óraunsæið.
Þennan heim sem þeir sjá fyrir
sér á sviðinu telja þeir svo óra-
fjarri öllum veruleika. Ég held
þvi hinsvegar fram að veruleik-
inn sé einmitt upp á sviðinu, og ef
maður væri þar heimamaður og
liti út i veröldina utan sviðs, til
dæmis framan i hörðustu raun-
sæismenninga, gæti eitthvað
þessu likt hrokkið upp úr manni:
Skelfing er þetta fáránlega
óraunverulegur heimur.
Hávaðinn af
stórveldunum.
— Það fer þó ekki hjá þvi að
hernaðarbrölti breta og banda-
rikjamanna hér séu gerð napur-
leg skil i leikritinu. Hvað vakti
helst fyrir þér i þessu sambandi?
— Leikritið gerist einmitt á þvi
andartaki sögunnar, þegar stór-
veldið úr vestri, með hernámi
sinu á tslandi, stigur fram til
þeirra áhrifa sem það hefur siðan
haft hér i Evrópu og i öllum
heimi. Það stórveldi sem var hér
fyrir með her var að missa öll sin
tök. Og þá gerist það einnig að
stórveldið i austri stigur fram.
Siðan hefur orðið af þessum
stórveldum býsna mikill hávaði i
lifi friðsamra smáþjóða. Kannski
ekki ósvipað þeim hávaða, sem
leikhúsgestir heyra i lok Skjald-
hamra.
— Baráttan gegn hernáminu
hefur staðið lengi. Kveður ekki
við bölsýnistón i Skjaldhömrum?
— Einn ágætur mývetningur,
frændi minn Böövar á Gautlönd-
um, kom til min daginn eftir að
hann haföi séð leikritið. Hann
sagöist hafa fariö út úr leikhúsinu
meö beyg i brjósti, en svo hefði
hann hugsaö máliö nánar. Niður-
staðan hefði orðiö þessi: Að á
sama hátt og Ingunn huldukona
hefði séð um bretann, myndi álfa-
kóngurinn gömlu konunnar á
Skjaldhömrum sjá um amerikan-
ann.
Ég sagðist geta fallist á þessa
niðurstöðu, en þó þvi aðeins að
sem flestir islendingar gættu þess
sjálfir að truflunin af hávaðanum
i lokin stæði ekki of lengi á þessu
landi.
Svo maður noti nú táknmál,
mætti kannski segja, að okkur sé
það lifsnauðsyn að ganga til liðs
við þann álfakóng, sem Böðvar
talar þarna um. Og vissulega er
það mér tilefni til nokkurrar
bjartsýni að hann og fleiri frænd-
ur minir þar nyrðra hafa lengi
verið handgengnir kóngi þessum.
— Ertu með þessu að segja að
þú trúir á huldufólk?
— Þvi miður geri ég það ekki
sjálfur. En ég trúi á fólk sem trúir
á huldufólk. 1 huldufólkstrúnni
kemur fram sú virðing fyrir land-
inu og sú óspillta ást á þvi, sem
ein gæti bjargað islensku þjóöinni
úr þeirri hættu sem við erum i
vegna umsvifa stórveldanna,
sem Ólafur Jóhann nefndi rétti-
lega „böl heimsins” i þeirri frá-
bæru ræðuj sem hann flutti, er
hann tók við bókmenntaverðlaun-
um Norðurlandaráðs. Raunar má
segja að Ólafur Jóhann hafi i
þessari ræðu sagt nákvæmlega
sama og það sem ég vildi segja
með Skjaldhömrum.
— Það er ómögulegt að tala við
rithöfund öðruvisi en að spyrja:
Hvað kemur næst?
— Ég vil helst halda áfram i
sama dúr. Ég hef svolitið prófaö
nútimalegri vinnubrögð i stil og
formi, en i dag kæri ég mig ekkert
um aö fara lengra á þeirri braut.
Þaö hæfir einhvernveginn ekki
efninu. Kannski er það vegna
þess að boðskapur minn er svo
gamaldags. En ég er sannfærð-
ur um að hann er jafngóður fyrir
þvi. Allt veltur á þvi aö við áttum
okkur á hvar raunverulega ham-
ingju er að finna og að peninga-
og hernaðaröflin, með sin stóru
áform um stóriðju, erlent kapital
og hernaðarbrölt, eru i algjörri
andstöðu við þau grindvallarvið-
horf, sem tryggt geta satt og
óspillt mannlif.
Margt á döfinni
— Hér er ekki um að ræða neitt
sérislenskt mál. Eiga Skjald-
hamrar erindi til erlendra
manna?
— Ég vona það, og satt að segja
hafa margir góöir menn lagt tölu-
vert á sig til aö koma leikritinu á
framfæri erlendis.
Aian Boucher hefur gert frá-
bæra enska þýðingu á leikritinu
og hefur hún farið viða og verið
lesin af leikhúsfólki i nokkrum
löndum. t Lundúnum er áhuga-
samt fólk að þreifa fyrir sér um
sýningu á Skjaldhömrum og
kunningi minn, Ted Willis, rithöf-
undur og lávarður, hefur mikinn
hug á að koma verkinu á fjalirnar
þar.
Það sem ákveðnast er á döfinni
i augnablikinu er að ieikritið
verði sýnt á leiklistarhátið á
trlandi I vor. Forstjóri þessarar
hátiðar hefur griðarmikinn áhuga
á að það verði sýnt þar, en irarnir
vilja eðlilega láta flytja verkið á
ensku. Framkvæmdin getur þvi
orðið vandkvæðum háð og kostn-
aðarhliðin erfið.
Jónina ólafsdóttir, leikkona,
sem dvelst i London,er með ýmis-
legt á prjónunum varðandi
Skjaldhamra og hefur fengið
góðar undirtektir hjá leikhúsfólki
þar. Hún hefur einnig völ á
æfingaaðstööu. Kostnaðarvand-
inn við að færa leikritið á svið i
London hefur þó ekki enn verið
leystur. En verði af þessu, hvort
heldur á tslandi eða i London,
segja mér fróðir menn að þetta
verði i fyrsta sinn sem islenskt
leikrit er sýnt á þessum slóðum.
Jörundur í
Þýskalandi.
— Hundadagakonungurinn var
sýndur i Finnlandi i fyrra við
Norrænir
iönfræöslustyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Sviþjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa
islendingum til náms við iðnfræðslustofnanir i þessum
löndum. Er stofnað til styrkveitinga þessara á grundvelli
ályktunar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráðstafanir til að
gera islenskum ungmennum kleift að afla sér sérhæfðrar
starfsmenntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum
ætlaðir
1. þeim, sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri
starfsmenntun á íslandi, en óska að stunda fram-
haldsnám i grein sinni,
2. þeim, sem hafa hug á að búa sig undir kennslu i iðn-
skólum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sér
framhaldsmenntunar, og
3. þeim, sem óska að leggja stund á iðngreinar, sem
ekki eru kenndar á Islandi.
Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekiö fram,
að bæði koma til greina nokkurra mánaöa námskeið og
lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokið hafa sveinsprófi
eða stundað sérhæfð störf i verksmiöjuiönaði, svo og nám
við listiðnaöarskóla og hliðstæðar fræðslustofnanir, hins
vegar ekki tæknifræðinám. Hugsanlegt er, að i Finnlandi
yrði styrkur veittur til náms i húsagerðarlist, ef ekki bær-
ust umsóknir til náms á þeim sviðum, er aö framan grein-
ir.
Styrkir þeir, sem I boði eru, nema I Danmörku 10.000.
d.kr., i Noregi 8.100 n.kr., i Sviþjóð 6.000 s.kr. og i Finn-
landi 6.000 mörkum og er þá miðað við styrk til heils
skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tima, breytist
styrkfjárhæöin i hlutfalli við timalengdina. Til náms I
Danmörku eru boðnir fram fjórir fullir styrkir, þrír i
Finnlandi, fimm i Noregi og jafnmargir I Sviþjóð.
Umsóknum um framangreinda styrki skal komiö til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyr-
ir 10. april n.k. í umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og
starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækjandi
hyggst stunda, hversu lengi og viö hvaða námsstofnanir.
Fylgja skulu staöfest afrit prófskirteina og meðmæli. Um-
sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
4. mars 1976.
Jörundur: Hann átti i vandræðum með óuppdregna undirsáta sina. Frá
v. Þorsteinn Gunnarsson, Guðmundur Pálsson, Pétur Einarsson og
Helgi Skúlason. Baksvipinn þekkjum við ekki.