Þjóðviljinn - 07.03.1976, Qupperneq 12
12 SiÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976.
„Þessir
skór
mínir
kosta
42,500
krónur”
— Sennilega gerir fólk
sér ekki grein fyrir þeim
ógnar erfiðleikum, sem
eru því samfara að vera
2.40 m að hæð. Menn segja
kannski sem svo. Jú, það
hlýtur að vera erfitt að
komast inní bil eða að
þurfa að beygja sig þegar
maður gengur i gegnum
dyr. Þetta eru þó hrein-
ir smámunir á móti
hinu, að bókstaflega
allt sem maður þarf á
að halda verður að búa til
sérstaklega, borð og stóla,
einkabifreið, rúm, skó, föt,
já hreinlega allt sem venju
legt fólk getur gengið að
vísu í einhverri verslun-
inni. Og sem dæmi get ég
nefnt þér að ég hef alltaf
síðan ég var tvitugur, þurft
að láta sérsmíða skóna
mina, og þessir sem ég
geng i núna kostuðu 250$
eða sem svarar 42.500
krónum íslenskum. Þá eru
ótaldir þeir erfiðleikar
sem ég átti i með að finna
einhvern í Bandaríkjunum
sem enn kann að sérsmíða
skó, ég hef aðeins fundið
einn slíkan vestra á síðustu
árum og hann ekki góðan.
Það er Jóhann „risi” Pétursson
Svarfdælingur sem þetta segir, en
blaðamaöur Þjóðviljans heim-
sótti hann i vikunni sem leið upp
að Reykjalundi þar sem Jóhann
dvelst nú við æfingar og endur-
hæfingu, en hann hefur verið á
Landsspitalanum siðan um mitt
siðasta ár.
— Svo ég haldi aðeins áfram
með það sem ég var að segja þér
áðan. Auðvitað hef ég þurft aö
láta klæðskerasauma öll min föt,
nærföt, skyrtur, jakkaföt og
frakka. Það er þó ekkert á móti
þvi að þurfa að láta sérsmiða
skóna. Sjáðu til. Hér fyrrum voru
alls staðar til skósmiðir sem
smiðuðu skó eftir máli, en fjölda-
framleiðslu-verksmiðjur hafa
nær algerlega útrýmt þeirri stétt
manna, og i mörg ár hefur það
verið eitt mitt mesta vandamál
að fá skó á fæturna. Já, þau eru
mörg vandamálin sem fylgja
þessari hæð minni.
Æskuár
— Segðu mér aðeins, Jóhann,
frá æsku þinni.
— Já, ég er fæddur á Akureyri
9. febrúar 1913 og er þvi kominn á
sjötugsaldurinn. Ég flutti svo 3ja
mánaða gamall með móöur minni
að bænum Ingvörum i Svarfaðar-
dal, en hún var ættuð úr dalnum,
frá bænum Brekkukoti. Þarna
var að sjálfsögðu fátækt eins og
viðast hvar á Islandi i þá daga, og
maður var látinn fara að vinna
eins fljótt og hægt var.Þannigvar
það með alla unglinga hér á landi
i þá daga og lengi frameftir, það
er of kunn saga til þess að ég bæti
nokkru við það, sem svo margur
hefur lýst. Nema hvað, ég var
settur til sjóróöra uppúr fermingu
og stundaði sjómennsku fram-
undir tvitugt.
— Varstu strax óvenju hávax-
inn sem barn?
— Nei, þaö er nú það merki-
lega, að alveg fram til 12-13 ára
var ég aiveg eðlilegur á vöxt, ná-_
kvæmlega eins og gengur og gerir
með börn. En þegar ég var á 13.
árinu byrjuðu þessi ósköp og ég
hélt áfram að vaxa fram yfir tvi-
tugt. Ég hygg að ég hafi verið að
stækka allt til 22ja ára aldurs og
var þá orðinn um 2.40 , að hæð.
Þetta þótti auðvitað alveg ógnar-
legt og menn stóðu agndofa hér á
landi. Ég hélt samt áfram á sjón-
um meðan ég gat, en varð svo að
hætta eins og áður segir um tvi-
MYNDIR OG TEXTI S.dór
Jóhann Pétursson SvarfdælTngur,
tugt vegna þess að ég var kominn
með svo mikil sár á fæturna sem
ekki vildu gróa, og ástæðan var
einfaldlega áralöng vera i alltot
litlum skóm eða stigvélum til
sjós.
Kaupmanna-
hafnarferö
— Ég var sendur suður til
Reykjavikur til lækninga og var
um 2ja ára skeiö á Landsspitalan-
um, og lengi vel leit út fyrir að'
þessi sár ætluðu ekki að gróa. Það
tókst samt sem betur fer að lækna
þetta. Svo var það árið 1935 að
Steingrimur Matthiasson læknir
fór á læknaþing til Kaupmanna-
hafnar og tók mig með sér til þess
að sýna mönnum á þinginu þetta
lifandi undur veraldar. Siöan fór
ég að leita mér að atvinnu i Kaup-
mannahöfn. Þaö er nú ekki auð-
velt fyrir svona stóran mann að fá
atvinnu við sitt hæfi. 1 dag er það
ef til vill ekki svo erfitt, en þá var
það erfitt. Þarna i Kaupmanna-
höfn komst ég svo að við sirkus-
sýningu á Dyrehavsbakken, þeim
fræga staö, og vann þar i tvö sum-
ur. Það var slæm vist.
— Sá, sem ég réði mig hjá haföi
þá klásúlu i samningi okkar, aö
ég mátti ekki láta sjá mig útá
götu eða á almannafæri. Hann
hafði keypt réttinn til að sýna
„hæsta mann heimsins” og hann
vildi ekki að fólk fengi að sjá hann
útá götu fyrir ekki neitt. Ef ég
bryti þennan saming átti ég að
greiða 2500 kr. i sekt, sem var
margra vikna kaup hjá mér. Þetta
var þvi einskonar fangavist
meöan sýningar stóðu yfir. Mér
fannst þetta einhver versta vist
§em ég man eftir. Árið 1937 fór ég
svo til Frakklands og var þar við
sýningar i sirkus i tæpt ár. Þar
var vistin heldur skárri, en það
var ekki vel séð að ég flæktist
mikið um til að sýna mig fólki
ókeypis. En betri vist var þetta en
hjá dönskum. Þegar ég svo hætti i
Frakklandi var ég ákveðinn i að
halda heim til Islands og með það
fyrir augum hélt ég af stað til
Danmerkur.
Þýskalandsdvöl
— Ég fór i gegnum Þýskaland,
um Hamborg, en einmitt þar
komst ég i samband við mann
sem vildi fá mig I sirkus og ég
stóðst ekki boðið. Ég réð mig svo
til hans, mig minnir nú að ég hafi
haft það sæmilegt fjárhagslega.
Allavega fékk ég allar ferðir og
uppihald fritt og eitthvert
kaup. Þarna var ég svo i tvö ár,
en þá skall striðið á, og mér, eins
og fleirum, fannst oröið erfitt aö
vera i Þýskalandi og ákvað þvi að
halda til Danmerkur. En það var,
að ég hafði fest kaup á bifreið, en
skuldaöi eina afborgun af henni
þegar ég lagði af stað til Dan-
merkur. Ég var þvi skithræddur
um að ég yröi stöðvaður á landa-
mærunum. Þegar þangað kom,
greip ég til þess ráös að draga
upp úrklippualbúm, sem ég var
með frá Þýskalandsdvölinni, og
sýna landamæravöröunum, til að
dreifa athygli þeirra. Þetta tókst.
Þarna voru i úrklippur úr frægum
þýskum blöðum, jafnvel af forsið-
um þeirra, og maður sem fékk
birtar af sér myndír i slikum
blöðum og ef að auki var eitthvað
gott um hann sagt, hann hlaut að
vera merkilegur i augum þessara
manna. Þeir skoðuðu mig i krók
og kring og fannst mikið til þess-
arar miklu hæðar koma, kölluöu á
félaga sina og sögðu þeim að
koma og sjá þetta undur. Nema
hvað, þeir gleymdu sér nógu
mikið til þess að ég slapp með
minn bil yfir til Danmerkur. Og
þaöan sendi ég svo siöustu
greiðsluna af bilnum til Þýska-
lands.
Stríðsárin í
Danmörku
— Ekkert varö af þvi að ég
færi til íslands þegar til Dan-
merkur kom. Striðið var skollið á
og lif manna farið úr skorðum
eins og alkunna er og ég ætla ekki
að rifja upp hér. Ég dvaldist svo i
Danmörku næstu 6 árin, skemmti
svolitið stöku sinnum, en vann
annars sem vaktmaður hjá Bur-
meister og Wain skipasmiðastöð-
inni. Það var engin leið að lifa af
þvi sem fékkst fyrir að koma
fram og sýna á þessum tima. Á
þessum árum kynntist ég leikur-
unum frægu Fi og Bi eða Litla og
Stóra eins og þeir voru nefndir
hér og skemmti dálitið með þeim.
Þeir voru feyki-vinsælir i Dan-
mörku og viöar fyrir strið, og
margir hér á landi hafa skemmt
sér viö að horfa á þá á hvita tjald-
inu. Eins kom ég fram i leikhús-
um smávegis og á barnasýning-
um. Einu sinni settum við upp
barnasýningu byggða á sögunni
af Gulliver i Putalandi til ágóða
fyrir munaðarlaus börn, það var
danska blaðið Politiken sem
gekkst fyrir henni. Mér fannst
mjög gaman að leika Gulliver
fyrir börnin, og sýningin þótti
takast vel. Ég hef alltaf haft
mikla ánægju af að umgangast
börn og skemmta fyrir þau...
— Þau hafa ekki hræðst „ris-
ann”?
— Nei, ööru nær, ég hef átt létt
með að hæna að mér börn, og
haft ánægju af samvistum með
þeim.
Vesturför
— Hvað tók svo við eftir strið
hjá þér?
— Ég hélt loks heim til tslands.
Eins ,og ég hef áður tekið fram
hafði ég oft veriö á leiðinni heim,
en alltaf strandað vegna ein-
hvers. En svo 1945 fór ég heim
með Esjunni, sem send var eftir
islendingum sem höfðu orðið inn-
lyksa erlendis vegna striösins. Ég
var þá staðráðinn i að setjast að
hér á landi og var hér i tvö ár. Það
gekk hinsvegar illa hjá mér að fá
vinnu við mitt hæfi, og ég gafst
upp og hélt til Bandarikjanna
1947, og þar hef ég starfað við
sirkus siðan, allt til ársins 1973,
að ég varð að hætta vegna heilsu-
brests.
— Var ekki mikill munur á að
starfa i sirkus vestra eða i
Evrópu?
— Jú, munurinn var mikill.
Sunnudagur 7. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13
Þetta var allt svo stórt i sniðum
vestra. Það var hinsvegar mun
betra að starfa þar. Ég komst að
hjá einum stærsta og glæsilegasta
sirkus vestra, Ringling brothers,
og vann hjá þeim i mörg ár, en
siðan hjá hinum og þessum sirk-
usum uns ég setti á stofn minn
eigin sýningarflokk og var með
hann þar til ég hætti 1973, ég var
með þennan flokk i ein 10 ár. Það
var aldrei mikið uppúr þessu
starfi að hafa, mér hefur aldrei
græðst fé. Maður hafði til hnifs og
skeiðar,' stundum rúmlega það,
stundum tæplega eins og gengur,
en þetta var nú einu sinni mitt
lifsstarf og þvi hef ég ekki snúið
mér að öðru.
Rabbað við
Jóhann Pétursson
Svarfdæling
um hinn sérstæða
æviferil hans
hjá mér að ræða. I fyrsta lagi á
palli með hópi dverga sem
„stærsti maður heims” og siðan i
allskonar skemmtiatriðum. Ég
man til að mynda eftir einu atriði
sem gerði miklu lukku. Þá ók ég
fólksbifreið inná sviðið. Þegar
hún stansaði komu 14 trúðar út úr
bilnum, siðan komu dvergar með
lifandi asna og siöast kom svo
þessi stóri maður útúr bilnum og
allt ætlaði vitlaust að veröa af
hlátri og undrun. Ef iólk hefði að
eins vitað hversu hræðilega erfitt
var að koma þessu atriði á og
sýna það, þá efast ég um að það
hefði hlegið. En það var aldrei
spurt um slikt i sirkus, aðeins að
framkvæma góð atriði hvað sem
það kostaði mikla erfiðleika.
Sirkuslíf
— Nú er sirkus og sirkuslif litt
þekkt hér á landi, nánast óþekkt,
hvernig lif er sirkuslifið, dæmt
frá sjónarhóli sveitadrengs norð-
an af lslandi?
— Það er von þú spyrjir, þetta
er vissulega framandi islending-
um. Sirkuslifið er erfitt, sifellt
puð. Nú, maður kynnist þar alla-
vega fólki frá mörgum þjóðlönd-
um. Þetta erauðvitað upp og ofan
fólk, gott fólk og slæmt fólk og allt
þar i milli. Fólk sem starfar i
sirkusum, og á það þó frekar viö
hér fyrr á árum, átti ekkert fast
heimili nema húsvagninn sem
það hafði til umráða hjá sirkusn-
um. Þar býr fjölskyldan allt árið,
foreldrar með börn sin, og þessu
fylgja einlif ferðalög um landið
þvert og endilangt. Æfingar og
aftur æfingar frá morgni til
kvölds. Það kostar mikla vinnu og
mikið erfiði að vera góður lista-
maður. Nú siðari árin hefur
sirkuslifið breyst mjög mikiö.
Fyrst voru það þessir vagnar sem
dregnir voru af bifreiðum eða
dráttarvélum, siðan tóku stærstu
sirkusarnir uppá þvi að hafa eigin
járnbrautarlestar. Það kom til af
þvi, að sirkusar voru> orönir svo
stórir að það var ekki fjárhags-
legur grundvöllur fyrir þvi að
halda sýningar nema i stærstu
borgum New York, Boston eöa
borgum af slikri stæröargráðu.
En svo kom sjónvarpið til sög-
unnar og dró mjög úr aðsókn aö
sirkussýningum. Þá urðu flestir
að draga verulega saman seglin.
Ég get nefnt þér sem dæmi að
sirkus Ringling-bræðra hafði 45
fila i sinni sýningu fyrir utan allt
annað. Marga tugi hesta og ann-
arra dýra. Og þú getur rétt séð aö
það hefur þurft nokkuð til að
halda sliku fyrirtæki gangandi.
Stóru sirkusarnir voru með risa-
stór sýningatjöld, með þremur
hringsviðum sem sýnt var á sam-
timis, og þegar sjónvarpið fór
fyrir alvöru að segja til sin, dró
mjög úr aðsókn að sirkussýning-
um eins og ég nefndi áðan, og þá
breyttist sirkuslifið enn einu
sinni. Þá var hætt við sýningar-
tjöldin. Þess i stað var farið að
sýna i stórum húsum i milljóna-
borgunum. Fjáraflamenn voru
fljótir að sjá þarna möguleika á
ábatasömu fyrirtæki, og þannig
hefur þetta nú verið siöari árin,
og sirkusarnir flytjast á milli
stórborganna og sýna þar langan
tima i senn. Þá um leið breyttist
lif sirkusfólksins. Það gat tekið
sér ibúðir á leigu mánuðum
saman, annað hvort á hótelum
eða i öörum leiguhúsum.
„Stærsti
maður heims”
— Hvernig hafa þin sýningar-
atriði veriö byggð upp?
— Þegar ég var að byrja minn
sirkusferil i Evrópu var eingöngu
um sýningu á „stærsta manni
heims” aö ræða. Siðan smá-
breyttist þetta. Ég fór að sýna
með dvergum og trúðum. Það
voru til hundruð leiða að setja upp
skemmtileg sýningaratriði meö
þessum miklu andstæðum. En I
Þýskalandi fyrir strið mátti ekki
>ýna svona nokkuð. Þar varð
illt að vera listrænt, og þá var
>essu hætt. Eftir að ég kom
'estur til Ameriku var aðallega
im tvennskonar sýningaratriöi
Hér má nokkuð marka hæð Jóhanns, þaö er venjuleg hurð aö baki hans.
— Minnir mig ekki rétt að þú
hafir leikið i kvikmynd vestra?
— Jú, jú, hvort nú var. Ég lék i
einni slikri, fornaldarrisa i heldur
lélegri kvikmynd en nokkuð vel
gerðri tæknilega séð. Mér bauðst
að halda áfram slikri iðju, en
kaupið sem þeir vildu greiða var
svo lágt að ég hafnaði þvi. Þá
höfðu verið sett á einhver verð-
stöðvunarlög i Bandarikjunum
sem bönnuðu kauphækkanir,
sögðu þeir, en lofuðu að hækka
kaup mitt verulega þegar þeim
lögum linnti. Ég sagði þeim á
móti að ég yrði að lifa þar til
þessum lögum aflétti og gæti ekki
beðið og fór mina leið. Annars var
nokkuð gaman að leika i mynd-
inni. en tæknibrellurnar sem not-
aðar voru við gerð hennar voru
svo miklar að maður undraðist
þegar myndin var fullkomin og
maður fékk að sjá hana. Það var
varla að maður kannaðist við
nokkurn hlut. Mér er eitt atriði
sérlega minnisstætt þar sem ég
risinn barðist viö tigrisdýr og
hryggbraut með berum hönd-
um. Það atriði var býsna vel
gert. Ég sá aldrei neitt tigrisdýr
þegar verið var að taka þetta upp,
allt var skeytt og samsett á
skemmtilegan máta.
Aldrei hitt
hærri mann
— Ef við snúum okkur aðeins
að öðrum hlutum, Jóhann.
hefurðu hitt þér hávaxnari
mann?
— Nei, það hef ég ekki gert. ég
hitti að visu finna i Þýskalandi
fyrirstrið sem var jafn-stór mér.
Hann var einnig i sirkussýning-
um. en hávaxnari mann hef ég
ekki hitt. Mér er sagt að heims-
metabókin breska segi frá banda-
riskum pilti sem hafi verið
hávaxnasti maður sem vitað er
að hafi verið til. Hann var rúm-
iega tveir og hálfur metri, en varð
skammlifur, dó um tvitugt. Ég
hef oft heyrt minnst á þennan
mann vestra, en hann var uppi
fyrir mitt minni. Ég hef sjálfur
verið i þessari heimsmetabók
sem hávaxnasti núlifandi maður i
heimi, en bókin er svo óáreiðan-
leg að það er ekkert að marka
hana, og vissulega geta verið til
stærri menn en ég, þótt ég hafi
ekki hitt þá, en þeir eru nú sjálf-
sagt ekki margir. Ég á þá við
þegar ég var hvað hæstur, 2.40 m.
Nú er ég orðinn gamall og farinn
að kýtast og lækka. Ætli ég sé
meira en 2.30 m i dag, ég hugsa
ekki.
— Ertu nú alkominn heim. Jó-
hann?
— Ég veit það ekki. Ég ætlaði
að koma alkominn til Islands
fyrir 3 árum þegar ég missti
heilsuna. en mér leist ekkert á
ástandið hér og list þvi siður á það
i dag. Ég get ekki unnið fyrir
miljón á ári hér á Islandi til að
geta lifað. Það litla sem ég á er
vestur i Flórida. ég á þar bil og
litla ibúð. það er allt sem ég á. og
eins og málin standa nú veit ég
hreint ekkert hvað ég geri. Ég
kom heim sl. sumar til að leggjast
á spitala. og nú er ég i endurhæf-
ingu hjá á Reykjalundi. Nei. ég
get ekki svarað þessari spurn-
ingu. Framtiðin hjá mér hefur
alltaf verið heldur óviss. og hún
er það enn, þótt ég sé kominn á
sjötugsaldurinn.
— S.dór