Þjóðviljinn - 07.03.1976, Síða 20
20 StDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976.
Tæki ekki
viðConcorde
að gjöf
Segir forstjóri Lufthansa
,,Ég tæki ekki við henni
þótt mér væri gef in hún",
sagði Herbert Culmann
forstjóri Lufthansa þegar
blaðamaður spurði hann
hvort félagið ætlaði ekki
að kaupa hina hljóðfráu
Concorde-farþegaþotu.
Þaö var tímaritið Spiegelsem
nýlega átti viðtal við forstjór-
ann. Lufthansa er eitt þeirra fáu
flugfélaga af stærri gerðinni
sem skila ágóða. Vestur-þýska
rikið á stærsta hlutann i Luft-
hansa.
Eru ekki í
gjaldeyrisleit
Blaðamaðurinn spurði hvers
vegna rekstur félagsins gengi
betur en flestra annarra.
Culmann taidi meginástæðuna
þá að Lufthans einbeitti sér að
efnahagslegu hliðinni en reyndi
ekki að hefja þjóðfánann á loft,
eins og hann orðaði það.
— Við leggjum enga áherslu á
að lokka erlenda ferðamenn til
Þýskalands eða færa sem
mestan gjaldeyri heim, sagði
forstjórinn. Hann kvað Swissair
vera eina félagið sem starfaði
lika að þessu markmiði auk
Lufthansa.
Þá var Culmann spurður
hversvegna Lufthansa gengi vel
reksturinn á hinum alþjóðlegu
flugleiðum. Hann kvað ástæð-
urnar margar, m.a. þær að fé-
lagið starfaði af varkárni og
fengi ekki óvænta stórhópa til
flutnings. Lufthansa hefði að
vísu keypt Jumbo-þotu til að
gripa til, en 'aðeins vegna þess
að hún var boðin félaginu á sér-
staklega lágu verði. Concorde-
þotan kæmi hins vegar alls ekki
til greina þvi að útilokaö væri aö
reka hana með hagnaði.
Culmann forstjóri Lufthansa: Atlantshafsflugið *‘r firnalegt
myrkviði.
Hvaöan kemur
hagnaöurinn
. Aöspurður sagði Culmann að
tap væri á flugleiðum Lufthansa
innanlands þrátt fyrir 25%
hækkun fargjalda á siðustu
árum. Sömuleiðis væri tap á
flugleiðinni yfir Atlantshaf.
Hvaðan kemur þá hinn hreini
hagnaður flugvélagsins, sem
var 64,5 miljónir marka árið
1974? — Jú, það er Evrópuþjón-
ustan svokallaða sem færir
gróðann, þ.e. flugið milli hinna
ýmsu Evrópulanda.
Þá var Culmann spurður um
hin margvislegu fargjöld á
milli Evrópu og Ameriku. Hann
kvað ógerning að botna i þeim
fargjaldafrumskógi sem væri á
Atlantshafsleiðinni. IATA-flug-
vélögin tækju áreiðaniega ekki
meira fyrir ferðina en þau
þyrftu og löglegt væri. Þau flug-
félög sem byðu lægri fargjöld,
gerðu það á kostnað skattborg-
aranna i heimalöndum sinum.
Fyrsta „Trick":
fljúga með Loftieiöum
Að lokum spurði blaðamaður-
inn Culmann hvaða ráð hann
vildi gefa sér til að ná i ódýran
farmiða til Ameriku.
— Þér þekkið áreiðanlega al-
gengustu brögðin sem menn
nota til þess, sagði Culmann. —
Þér getið til dæmis farið til
Luxemburg og flogið með Loft-
leiðum. Annar kostur er að
fljúga með einhverju austur-
landaflugfé1agi fyrir
,,dumping”-verð. 1 fjórða lagi
er hægt að ferðast ódýrt eftir
krókaleiðum gegnum Austur-
Berlin. 1 fimmta lagi getið þér
prettað flugfélagið eða prettað
IATA með hjálp einhvers flug-
félags.
*13F y^MSí- %*inJh! S
FikJLL/R-EnJ hAJi-' \
b&ILUR&U þfyQ-
-------
þd^ei- ekKi bi'lC^jöwiiiwn i
sá Kenns si l'vnkýr .
hjiiCfc G>dýr3*l?.^lL.
—. Mú aecúm viif ekicr
ve>i'o rweí lernjjr. £f
Vid«io,Wnrj a
33X
E'i.v^o Íi5li)(n
r*t a 30 ksjpo
Kort af Gambiu.
Þaö er
sitthvaö
gæfa og
gjaldeyrir
Gambia heitir litið og mjótt
land á Vesturströnd Afriku. Það
er þannig til komið, að bretar áttu
sér nýlendu á bökkum ár einnar,
sem skarst inn i frönsku nýlend-
una Senegal. Þessi tilviljun hefur
siðan skapað rikið, sem telur að-
eins um hálfa miljón ibúa og er i
hópi allra fátækustu landa heims.
Gambiumenn hafa eins og
margir aðrirsem eiga fá úrræði i
gjaldeyrismálum gripið til þess
að magna upp túrisma. A
skömmum tima hafa þeir komið
aðstreymi túrista upp i 25
þúsundir manna á ári og búist er
við þvi, að hröð aukning haldi
áfram. Þessi ferðam.straum-
ur er að þvi leyti sérkennilegur,
að gestirnir eru að yfirgnæfandi
meirihluta danir eða sviar. En
norðurlandamenn halda uppi _
leiguflugi til höfuðborgarinnar
Banjul og hótelin eru mörg i
þeirra höndum.
En þegar norðanmenn þessir
koma i fátækt gambiumanna
með fullar hendur fjár, þá gerast
heldur dapurlegir hlutir. t höfuð-
borginni búa ekki nema um 40
þús. manns og áhrif ferðamanna-
straumsins eru þvi mjög áber-
andi. Vændi hefur orðið til i stór-
um stil og allskonar smá-
glæpamennska sem þrifst i kring-
um hótelin og hefur tilhneigingu
til að stækka i sniðum. Ástandið
hefur leitt til þeás, að lögreglan
verður að ganga um baðstrend-
urnar til að flæma á brott hórur af
báðum kynjum, og gaddavir
hefur verið strengdur utan um
sum hótelin.
Innbornir menn segja að hegð-
un ferðalanganna sé mjög mikill
þáttur af þeim vanda sem skap-
ast hefur. „Þeir hafa alls enga
siðferðiskennd”, segir háttsettur
embættismaður — það eina sem
þeir hugsa um er ódýrt fylliri og
ódýr kynferðisreynsla af svörtu
holdi.
Lasergeisla-
mælingar
gegn jarö-
skjálftum
HUNTSVILLE Alabama.
Bandariskir geimfcrðasér-
fræðingar hafa sctt saman gervi-
hnöttsem setja á á loft siðar á ár-
inu. Ilann inun mæla minnstu
hreyfingar á yfirborði jarðar mcð
lasergeislum, og cr von manna,
að þessar mælingar geti leitt til
þcss, að unnt vcrði að segja fyrir
um jarðskjálfla svipaða þeim og
nýlega ollu miklu manntjóni i
Guatemala.
Visindamenn vona, að með þvi
að fylgjast með minnstu
hreyfingum á vissum punktum
geti þeir komist að þvi hvaða
ótiðinda er að vænta úr neðri
jarðlögum. Sérstakar linsur á
gervihnettinum munu taka við
lasergeislum frá vissum stöðum á
jörðu niðri og endurkasta þeim
niður til jarðar. Með þessu móti
er hægt að reikna út minnstu
hræringar á þessum punktum.