Þjóðviljinn - 16.05.1976, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 16. mai 1976. Umsjón: Vilborg Haröardóttir © Ein al lorvigiskonum kvenna- baráttunnar, Simone de Beau- voir. sú sem skrifaöi fyrir nokkr- um áratugum bækur sem mörk- uðu timamót, um ,,hitt kynið” hefur nýlega haldið fram, að mjög litið hafi áunnist i baráttu kvenna og að konur séu i raun og veru i dag alveg jafn undirokaðar og i næstum þvi sömu aðstöðu og þær voru fyrir 30—40 árum. Nú myndi efalaust einhver halda þvi fram, að það sem hafi skort á i kvennabaráttunni sé, að hún sé i eðli sinu pólitisk og ná- skyld stéttabaráttu og að það verði að viðurkenna og vinna út frá þeim staðreyndum ef eigi að fást einhverju áorkað. Slagorðið ,,engin kvennabarátta án stétta- baráttu” hefurá siðastliðnum ár- um verið notkþ mikið i kvenna- baráttunni, en 'það hefur i sjálfu sér ekki sagt sérstaklega mikið og litið verið við þgð annað en að vera ágætt slagorð, þvi hvað felur slik staðhæfing eiginlega i sér? Kvennabarátta og stéttabarátta Þegar fjallað er um það, að kvennabaráttan og stéttabarátt- an séu náskyld fyrirbrigði, þá er oft bent á, að konur hafi samskon- ar stéttarlega aðstöðu og til dæm- is verkamenn, þvi að þessir hópar séu báðir undirokaðir og eigi sér einn og sama óvin sem sé auð- valdsskipulagið. í þessu sam- bandi er hins vegar sjaldan bent á að þessi samanburður sé ekki al- veg réttmætur vegna þess að undirokun kvennanna er oftast tvöföld. Út af þessari tvöföldu undirok- un hafa konurnar algera sér- stöðu. Þar sem má halda þvi fram að verkamenn séu stétt sem sé undirokuð af þjóðfélaginu sem sliku. þá eru konur bæði kúgaðar af þjóðskipulaginu og af þvi fjöl- skyldumynstri sem rikir innan kerfisins, sem sé kjarnafjölskyld- unni, þar sem karlmaðurinn er hinn rikjandi aðili. Þetta á jafnt við hvaða stéttir sem mönnum kann að vera skipt i. Hins vegar eiga konur margt sameiginlegt með ýmiskonar minnihlutahóp- um, þæ.r geta haft samskonar sér- stöðu og þeir hópar. Þetta kemur til dæmis oft fram á timum at- vinnuleysis, þegar sumir hópar þjóðfélagsins verða harðar úti en aðrir. Þegar atvinnuleysi rikir hefur það oft komið i ljós að konur hafa sérstöðu miðað við karl- menn. Það eru þær sem verða aö vikja fyrstar. Þær eru hinir illa menntuðu og lægst launuðu, og hafa ekki bundist samtökum i nægilegum mæli. Þær eru taldar vera óstöðugur vinnukraftur, og verða þar með að vikja fyrstar. 1 samræmi við atvinnuleysi eða efnahagsástand hvers tima legg- ur hið opinbera einatt niður eða reisir stofnanir eins og dagheimili og vöggustofur, eftir þvi hvort vöntun er á ódýrum vinnukrafti eða ekki. Eftir þessu hefur það ýmist verið reynt að hafa konuna ánægða heima, það sagt henni og börnum hennar fyrir bestu, eða reynt að gera hana óánægða með heimilisstarfið og sagt það börn- um hennar miklu hollara þegar fram i sækir að hafa verið a.m.k. hluta úr deginum á stofnunum þar sem þau geta verið i tengslum við önnur börn i stað þess að hanga daglangt i pilsfaldi móður- innar. Hvort sem fyrri eða siðari röksemdafærslunni hefur verið Guðfinna Eydal: Konan — karlmaðurinn beitt, þá hafa visindalegar rann- sóknir iðulega verið notaðar, eða réttara sagt misnotaðar, til að leggja áherslu á það sem er áiitið æskilegt i hvert skipti. Takmarkið i sjálfu sér pólitískt Það að engin kvennabarátta verði án stéttabaráttu er eins og að framan greinir, ágætt sem slagorð, en ég tel það ekki segja sérstakíega mikið til um það hvernig sé hægt að ná lengra i kvennabaráttunni. Að minum dómi eru þessi tvö fyrirbrigði skyld en reynslan sýnir hinsvegar að slikur skyldleiki hefur ekki komið að miklu gagni i kvenna- baráttunni. Það hefur komið vel i ljós i hinum svokölluðu sósialisku löndum, ef til vill að Kúbu og Kina undanteknu, að það hefur ekki verið tekið tillit til sérstöðu kon- unnar innan verkamannaflokka, og að það hefur ekki verið nóg að breyta hagkerfi landsins til að konur fengju af sjálfu sér meira jafnrétti. Þegar barátta kvenna verður lengra á veg komin en hún er nú, kemur að þvi að hún fer að bein- ast inn á pólitiskari braut, og hún mun lika snúast um það hvernig óánægja kvenna um stöðu sina er orðin tii út frá stéttalegu sam- hengi. Hið endanlega takmark kvennabaráttunnar er i sjálfu sér pólitiskt, af þvi að það snýst um það hvers konar þjóðfélag menn æskja að byggja upp. Ef það er t.d. talið æskilegt að feður taki vjrkan þátt i uppeldi barna sinna, og að afkasta- og samkeppnis- þjóðfélagið sé ósamræmanlegt markmiðum kvennabaráttunnar, að hið hefðbundna hlutverk kon- unnar i þjónustustörfum utan og innan heimilis sé óæskilegt, þá verðurað gera grundvallarbreyt- ingu á þjóðfélaginu, sem er i eðli sinu pólitisk. Barátta kvenna fyr- ir jafnrétti þýðir yfirleitt jafnrétti á við karlmenn. En það hvers konar jafnrétti er óskað eftir er pólitiskt atriði. Konan i dag Þegar talað er um konuna i dag og almennt um málefni kvenna er sjaldan greint á milli aldurshópa. Þó að konur sem heild eigi mörg atriði sameiginleg og þó að það sé hægt að alhæfa mörg atriði kvennabaráttunnar á konur sem heild, er oft nauðsynlegt að greina á milli ungra og eldri kvenna, af þvi að þessir hópar eiga við ólik vandamál að striða. Ungar konur eru i heild betur meðvitaðar um stöðu sina en hin- ar eldri, og óhræddari við að Yfirlit um ástand kvenna- baráttunnar SÍÐARI HLUTI heyra um og ræða um stöðu sina en eldri kynslóðin, og það sem skiptir mestu: þær hafa liklega meiri tök á að breyta einhverju og þar með að fá einhverju áorkað um stöðu sina, af þvi að þær eru ekki eins bundnar af fortið sinn-i og eldri kynslóðin. Þær konur sem hafa verið aldar upp i að æðsta hlutverk þeirra hér i tilverunni hafi verið að hugsa um mann, heimili og börn, eiga að sjálfsögðu bæði erfitt með að lita með öðrum augum á, að hlutverk þeirra hafi getað verið öðruvisi og lika að gagnrýna það hlutverk sem þær hafa innt af hendi. Mörgum konum finnst að það sé hreinn ósigur að viður- kenna fyrir öðrum, að þær hafi ekki verið sérstaklega ánægðar með sitt hlutskipti og finnst að til- verugrundvellinum sé kippt und- an þeim ef þær létu eitthvað af ó- ánægju sinni i ljósi. Margar konur eiga lika erfitt með að líta inn á við og viðurkenna fyrir sjáifum sér, að þær hefðu viljað að hlut- irnir hefðu verið öðruvisi, þvi að það kallar fram hræðslu sem er þeim óskiljanleg og sem þær ráða ekki einar við. Það er hinsvegar mjög mikil- vægt fyrir kvennabaráttuna að læra af þessum konum, að fá þær til að opna sig og láta af varnar- stöðu sinni og þora að láta ó- ánægju sina i ljósi. Það gæti hjálpað kvennabaráttunni eitt skref áfram og komið i veg fyrir að sömu skyssurnar væru endur- teknar frá kynslóð til kynslóðar. Á öllum timum kvennabarátt- unnar hafa konur reynt að hjálpa hver annarri til að komast að raun um hver af vandamálum þeirra séu persónulegs eðlis og hver séu almenns eðlis. Við slfka sameiginlega sjálfsgreiningu hef- ur tekist að komast að þvi, að mörg þeirra vandamála sem kon- ur fram til þessa hafa álitið vera sin persónulegu vandamál og al- gjörlega einstaklingsbundin, séu I almenns eðlis og konum sameig- inleg og að þau eigi rætur sinar að rekja til félagslegra og sálfræði- legra afla innan hvers heimilis og úti i atvinnulifinu. Skilningur á slikum hlutum hef- ur aftur haft i för með sér, að kon- ur hafa gagnrýnt meira og meira hvað þær hafa hingað tii tekið upp mikið af leikreglum karlmanna- samfélagsins, og þær hafa gagn- rýnt, að þær hafa likt sér við karl- manninn, tekið upp hugmyndir hans um hvert sé eðli konunnar og hvað sé æskilegt liferni. Það sem hefur einkennt slikar um- ræður er, að kvenmenn skirskota ekki sifellt til eðlis karlmannsins i sambandi við hegðun karlmanna, heldur reyna að kalla hlutina sinu rétta nafni með þvi að tala um karlmanninn sem einskonar milligöngumann um samfélags- skapaðar reglur sem kúga kon- una. Þannig hefur allt tal um kúgun kvenna orðið að einskonar vixl- verkun á milii samfélagsskap- aðra þarfa og hvernig einstakl- ingurinn, i þessu tilliti karlmað- urinn miðlar þeim áfram, svo að skilja að mörg þeirra afla sem kúga konuna er að finna i yfir- byggingu þjóðfélagsins, en þau komast til skila gegnum undir- bygginguna. Börnin og kvenna- baráttan Það hefur lengi verið talið eins- konar náttúrulögmál, að börn væru á yfirráðasvæði konunnar, og það er gjarnan bent á, að það sé eðli konunnar að sjá um börn- in. Menn hafa i þessu sambandi talað um að eðli mannsins sé eitt- hvað sem allir ættu að vita hvað er og hlut sem sé óumflýjanlegur og ekki þarft að skilgreina. Þetta er óbreytt i dag og enn er það kon- unnar að sjá um börnin, bæði þeirrar sem vinnur úti og þeirrar sem vinnur ekki úti. Sá timi er ekki heidur liðinn, að konur sem vinna úti hafa sifellt samviskubit út af þvi að vanrækja börn sin, þvi að þær bera vist ábyrgðina á þeim og börnin eru einkamál þeirra. Það að börn hafa hingað til ver- ið einskonar einkamál kvenna, hefur verið eitt af höfuðatriðum kvennabaráttunnar. Börn hafa lika i óhugnanlegum mæli — lika af konum — verið notuð sem vopn gegn kvennabaráttunni og þau hafa verið ein af stærstu hömlum gegn þvi, að konur gætu notið frelsis á við karlmenn. Hvað börnum viðvikur, þá hefur ekki vantað á, að menn skirskotuðu til eðlis konunnar i sambandi við börn og barnauppeldi. Allt þaö tal um eðli kvenmannsins hefur falið i sér og verið vel fallið til að hilma yfir það sem málið hefur i raun og veru snúist um og það eru hags- munaárekstrar hinna ýmsu þjóð- félagshópa, i þessu tilfelli kven- manna og karlmanna. Að konur sjái aðallega um uppeldi og öll störf i sambandi við börn hefur falið i sér, að þær hafa ekki getað staðið sig til jafns við karlmenn, hvorki i atvinnulifinu eða á menntunarsviðinu. Afleiðingin hefur orðið sú, að þær hafa orðið einskonar óvirkir áhorfendur i samfélagsþróuninni. Konur hafa lika fram til þessa orðið að sjá um börnin til þess, að karlmenn gætu haldið samfélag- inu i gangi, og þeir hlutir hafa eins og kunnugt er ekki alveg samræmst þörfum barna og barnauppeldi. Hitt er annað mál, að fæstir karlmenn vildu i dag taka á sig þau verkefni i alvöru, þvi hvaða umbun gefur það þeim, og hvernig myndu þeir þá standa sig i atvinnulifinu og samkeppn- inni við kynbræður sina? Það hef- ur heldur aldrei komið mönnum i álit að sjá um smábörn og þar með er málið komið i hring, og komið að hinum raunverulegu gagnstæðu hagsmunum kvenna og karla. Margar konur hafa vegna kvennabaráttunnar komist að raun um, að ef þær ættu að taka afleiðingum kvennabaráttunnar, þá yrði vissum frumskilyrðúm að vera fullnægt og þar koma öll störf i sambandi við börn og barnauppeldi efst á blaði. Þess vegna hafa margar konur farið að gera þá kröfu á hendur eigin- mönnum sfnum eða sambýlis- mönnum, að þeir taki virkan þátt i uppeldi barna sinna, og á ná- kvæmlega sama hátt og þær hafa orðið að gera og það hefur komið i ljós, að þær hafa orðið að borga tiltækið dýru verði, þvi að afleið- ingin hefur oft orðið skilnaður. Þegar fór að reyna á gagnstæða hagsmuni og áhugasvið, var grundvöllurinn fyrir sambúð horfinn. t slikum tilvikum hefur ekki verið hægt að nota hið mark- lausa tal um eðli konunnar i sam- bandi við barnauppeldi, þvi að það hefur reynt á raunverulega og ósamræmanlega árekstra á milli manna, þar sem sálfræði- legt eðli hefur ekki skipt máli, enda er slikt tal oftast notað i um- ræður til þess að komast hjá meiri skilningi á hlutunum. Hvaö varö af barninu? Af hverju allt þetta tal um börn og eðli konunnar? 1 lok kvenna- ársins var þessari spurningu oft varpað fram: Hvað varð eigin- lega af barninu á kvennaárinu? Og menn hafa bent á, að það hafi gjörsamlega vantað umtal um eitt af mikilvægustu málefnum kvennabaráttunnar, en það eru börn og staða þeirra. Ennfremur hafa margir bent á, að börnunum hafi verið sleppt i umræðunum af þvi að þau komi við kaunin á málefnum kvennabaráttunnar. Það er nefnilega svo auðvelt að nota börn til að selja konur á sinn stað með þvi að visa til móður- hvata þeirra. Þeim konum sem hafa ekki hingað til viljað eiga börn hefur lika gjarnan verið núið Framhald á bls. 22 Gleymdist barnið á kvennaári?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.