Þjóðviljinn - 16.05.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Page 6
(i StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mai 1976. Enginn islendingur hefur á sið- ustu mánuðum komist hjá þvi að leiða hugann að þeirri auðlind, sjávaraflanum, sem gert hefur okkur bjargálna og suma vel megandi á nokkrum áratugum. Minnkandi afli þrátt fyrir vax- andi sókn og tæknivæðingu og óvissan um ástand og fram- leiðslugetu fiskstofnanna á næstu árum undirstrikar nauðsyn þess, að þjóðin nái tökum á meðferð þessarar auðlindar, út á við með fullum umráðarétti yfir miðunum og inn á við með þeirri sóknar- temprun, sem tryggi eðlilegan viðgang og arðsemi fiskstofnanna um langa framtið. Það ætti að vera fremsta viðfangsefni stjórnvalda i iandinu þessa dagana að beita öllum til- tækum ráðum til að bægja frá þeirri hættu, sem efnahag okkar stafar af áframhaldandi sókn út- lendinga i sjávarafla við landið, þvi að á meðan að vörn landhelg- innar er ekki unnið á sannfærandi hátt, er erfitt um vik að knýja fram þá sjálfsögun, sem nauðsynleg er á meðan fiskstofn- arnir eru að rétta við. Þrátt fyrir deiga rikisstjórn, sem nú situr, hljótum við aö treysta þvi, að er til lengdar lætur reynumst við menn til að halda svo á fiskveiðilögsögumálum okkar i heild, að sjávarútveg- urinn nái að blómgast og verða áfram undirstöðugrein i þjóðar- búskapnum. En jafnframt þurfum við að hyggja að öðrum auðlindum og landkostum og hag- nýta þá til að renna fleiri stoðum undir islenskt efnahagslif með skynsamlegri samþættingu við hefðbundna atvinnuvegi. Þar ber hæst orkulindir landsins, sem ásamt lifrænúm auðlindum eiga að geta tryggt gróandi þjóðlif á tslandi um langa framtið, ef rétt er á haldið. Landhelgi orkulindanna Kostir þessara auðlinda, lif- keðju hafsins, frjómagns moldar, vatnsafls og jarðvarma, eru ekki sist i þvi fólgnir að þær endur - nýjast á stuttum tima, lúta náttúrubundnu hringferli og þola nýtingu að vissu marki, hver með sinum hætti, án þess hringrásin raskist eða rofni. Þjóð sem býr við siika kosti og kann að færa sér þá i nyt af hófsemi er betur sett til lengdar en sú, sem reisir efnahag sinn á þverranlegum auðlindum, eldsneyti og hráefnum, eins og nú erum flest iðnriki. Það eru þessir kostir ásamt skynsamlegri fólks- fjölgun i landinu horft til langs tima, sem við islendingar þurfum að þróa, en það gerum við þvi aðeins að við ráðum þessum gæðum sjálfir og höfum fulla stjórn á ráðstöfun þeirra. Þvi er á þetta minnt hér, að mörgum vill gleymast i hita núverandi baráttu, að landhelgi okkar taki yfir annað og fleira en hafsvæðin að 200 milum og ásókn útlendinga takmarkist við fisk- veiðar. Þar er ásóknin auðsæ og dæmið einfalt. Hitt má ekki gleymast, að sókn útlendinga I þá auðlind, sem næst gengur fisk- stofnunum, vatnsafl og jarð- varma, er þegar hafin og úr þeirri átt verður efnahagslegu sjálf- stæði okkar fyrst og fremst hætta búin eftir að innlend yfirráð eru tryggð yfir fiskimiðunum og eðli- leg nýting þeirra. Varsla orkulindanna gegn er- lendri ásókn samhliða hag- nýtingu þeirra er fióknara og lik- lega vandasamara verkefni i reynd en að gæta hafsvæðanna eftir að þau innan skamms verða komin örugglega undir okkar lög- sögu. Veiðiþjófarnir i Iandhelgi orkulindanna birtast ekki á afmörkuðum fleytum með net sin, farvegir þeirra liggja um duldar leiðir og kima i völundar- húsi fjármálalifs og fjölþjóða- hringa, þar sem vandratað er fyrir gæslumenn smáþjóðar. Samningarnir við Alusuisse um álverið við Straumsvik (ISAL), bæði fyrr og siðar, bera órækan HJORLEIFUR GUTTORMSSON: Orkumál og samþætt nýting auðlinda Stóriðjuverkefni, sem nýtt gætu innlend aðföng (orku og hráefni) Hráefni Framleiðslu- Orkubörf Starfs- Framleiðsla nagn t/ári rafafl MW jarðvarmi t/klst lið itburður, innanl.þörf Sjdefnavinnsla: vatn,loft 35 Salt, NaCl jarðsjór 250 000 1 250 130 Kals íumklorf ð,kalí jarðsjdr 85 000 Mapnesíumkldríð Sddi, Na^COj salt,sjdr,skeljs sanduj magnesfumklóríð Í~110 000 120 000 3 150 150 Natríumkldrat salt 20 000 15 20 85 Kldr salt 90 000 ' 40 Kldrkolvetni (PVC) kldr, olía 200 000 90 XÍ6I2 400 Magne s íummálmur mágnesíumklóríð 27 000 60 480 Natríum-málmur salt 20 000 30 20 250 Goaefni perlust.,basalt 4 390 Ylrækt,33,5 ha. land,áburður 14 1000 260 Graskögglar,6000 ha. land,áburður 20 000 30 ? Heyþurrkun/fiskimjöl ? Þungt vatn vath 400 40 370 130 Vetni .larðsufur?. vatn? Alls skv.áætlunum: 322 MW 1850 t/klst 2275 manns Meginheimild:. Skýrsla Iðnþrdunarnefndar,júní 1975. Aætiaöur stofnkostnaöur nefndra verksmiö.ja gæti samtals veriö á bilinu 75 - loo miljaröar icróna á mfverandi gengi. Stóriðjuverkefni, sem nýtt gætu innlend aðföng (orku og hráefni) vott um að oddvitar innlendrar borgarastéttar eru ekki einu sinni færir um að gæta einfaldra fjár- málalegra hagsmuna okkar, eins og ákvæði þeirra samninga um orkuverð eru ljósast dæmi um, þótt á þeim hafi fengist nokkur ieiðrétting nýlega. Með álverinu haslaöi sér völl hér i fyrsta sinn erlent stórfyrirtæki, sem hefur sérstöðu gagnvart islenskum lögum i veigamiklum atriðum og lýtur ekki islenskum dóms- stólum, ef á reynir. Fjölþjóða- hringur þessi, sem breiöir yfir sig sakleysislegt nafn smárikis (Sviss), hyggst engan veginn láta staðar numið við Straumsvik, eins og ferðir sérfræðinga á hans vegum um virkjunarsvæði á Austurlandi sl. sumar bera m.a. vott um, og tengsl umboðsmanna hans við innlenda valdamenn kunna að vera orðin nánari en hollt er smáriki. Vinstri stjórn og orkumál A árum vinstri stjórnar 1971—74 var undir forystu Magn- úsar Kjartanssonar, iðnaðarráð- herra, breytt um stefnu i orku- og iðnaðarmálum I veigamiklum atriðum, þótt ekki tækist að lög- festa nema hluta af þeim merku nýmælum, sem Alþýðubanda- lagið átti þá frumkvæði að og flutti inn á Alþing. Samkvæmt málefnasamningi og siðari stefnumótun vinstri stjórnarinnar skyldi hagnýta inn- 1enda orkugjafa þar sem við væri komið, jafnt til húshitunar, almennra nota og i atvinnu- rekstri. — Stefnt skyldi að sam- tengingu raforkukerfa i öllum landshlutum og að öll meginraf- orkuvinnsla og raforkuflutningur yrði i höndum eins aðila. — Hugsanlegur orkufrekur iðnaður skyldi að meirihluta verða i eigu islenska rikisins og viðkomandi fyrirtæki lúta islenskri lögsögu, jafnframt þvi sem raforka yrði seld á arðbæru verði og þaö aðeins bundiö til skamms tima. — Stefnt skyldi að jöfnun raforku- verös og unnið samkvæmt áætlun að rafvæðingu i sveitum. — Komið var á samstarfi opinberra aðila (Iðnaðarráðuneytis og náttúruverndarráðs) um könnun á umhverfisáhrifum orku- og iðjuvera á undirbúningsstigi. — Þá störfuðu ýmsar nefndir á vegum iðnaðarráðuneytisins að könnun á innlendum hráefnum til nýiðnaðar og sérstök iðnþróunar- nefnd vann mikið starf. Ýmis þessara atriða hlutu óbliðar viðtökur þáverandi stjórnarandstöðu, einkum Sjálf- stæðisflokksins, og þá ekki sist fyrirhuguð samtenging raforku- kerfa milli landshluta, sem hamast var gegn. Nokkur mikils- verð mál dagaði hins vegar uppi vegna andstöðu eða tregðu sam- starfsflokkanna, svo sem stefnu- markandi þingsályktunaritllaga um raforkumál (202. mál 1971— 72), tillaga um breytingu á orkulögum, sem tryggja átti rikinu rétt til umráða og hag- nýtingar jarðhita á háhita- svæðum landsins (flutt tvivegis 1972— 74 og siðar) og frumvarp um Iðntæknistofnun Islands. Uppkast að samningi um járn- blendiverksmiðju i Hvalfirði með þátttöku auðfélagsins Union Car- bide kom ekki til lokaafgreiðslu á tima vinstri stjórnarinnar, en um það voru um skeið deildar mein- ingar innan Alþýðubandalagsins. Snerist flokkurinn alfarið gegn frumvarpi um járnblendiverk- smiðju, er það kom til kasta Alþingis 1975, m.a. vegna brýnni verkefna i þágu húshitunar með innlendum orkugjöfum og sam- tengingar orkuveitusvæða, sem hafa ættu forgang um fjármagn og orku. — Hins vegar voru lögin um járnblendiverkmsiðjuna sniðin eftir þeim grundvallar- sjónarmiðum um orkufrekan iðnað, sem vinstri stjórnin hafði markað, og þannig hafði stefnu- mótun hennar i þessu efni ákvarðandi þýðingu til hins betra, ekki sist ef borið er saman við samninginn um álverið við Straumsvik. Handahóf hægri stjórnar Handahóf og skipulagsleysi núverandi ihaldsstjórnar á sviði orku- og iðnaðarmála þarfnast ekki sérstakrar kynningar hér, svo rækilega sem sú málsmeðferð hefur verið gagnrýnd á opin- berum vettvangi að undanförnu af ýmsum stjórnarsinnum ekki siður en stjórnarandstöðu svo og forsvarsmönnum iðnrekenda. Kröfur um breytt vinnubrögð á þessu sviöi eiga þannig ríkan hljómgrunn með þjóðinni, og þrengri fjárhagur hins opinbera og samdráttur i sjávarútvegi um skeið undirstrikar nauðsyn þess að haldið sé af fyllstu hagsýni á þessum málum og fram haldið þeirri iðnþróunarstefnu, sem markvisst var undirbúin á valda- skeiöi vinstri stjórnarinnar. Víötæk stefnu- mótun undirbúin Eftir að Alþýðubandalagið hvarf úr rikisstjórn hefur verið unnið áfram að upplýsingasöfnun og stefnumótun um orkumál og orkunýtingu á vegum flokksins og munu tillögur þar að lútandi verða til umfjöllunar i stofnunum flokksins siðar á þessu ári, en nokkrar meginhugmyndir hafa þegar verið kynntar i miðstjórn hans. Hér verður vikið að fáeinum atriðum, sem rædd hafa verið i orkunefnd Alþýðubanda- lagsins og miklu varða fyrir þróun þessara mála, en flokk- urinn heur þó ekki tekið formlega afstöðu til þeirra enn sem komið er: 1. Orkulindir landsmanna, vatns- afi og jarðvarmi, verði almannaeign, en nýtingar- réttur landaeigenda takmarkist við fjárhagsgetu og eigin rekstur. 2. Orkulindirnar verði hagnýttar af landsmönnum sjálfum en ekki ráðstafað til útlendra fyrirtækja. 3. Rikt tillit verði tekið til um- hverfisverndar við orkuvinnslu og iðnað (innra og ytra umhverfi) og framtiðarþarfa Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.