Þjóðviljinn - 16.05.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Qupperneq 9
Sunnudagur 16. mai 1976. þjóDVILJINN — SÍÐA 9 Rauðskeggur Japönsk mynd frá 1965 Leikstjóri: Akira Kurosawa Kvikmyndagagnrýnendur á Vesturlöndum uppgötvuðu jap- anska kvikmyndalist árið 1951, þegar mynd Akira Kurosawa, „Rashomon” hrifsaði til sin öll verðlaun á hátiðinni i Feneyjum. Japanir voru þá löngu orðnir eitt af stórveldunum i kvikmynda- framleiðslu, gerðu hundruð mynda á ári hverju, en fæst af þeirri framleiðslu hafði komið fyrir augu Vesturlandabúa. „Rashomon” ruddi brautina, siðan höfum við margsinnis barið augum frábær japönsk listaverk, bæði eftir Kurosawa og aðra snillinga. Þessar myndir hafa verið nýstárlegar bæði að formi og innihaldi. Hvað formið snertir er japönsk kvikmyndalist afkom- andi þeirrar myndlistar, sem þróast hefur þar i landi gegnum árþúsundin: hnitmiðuð og full- komin i látlausri formfestu sinni. Leikararnir búa einnig yfir þúsund ára hefð, still þeirra hefur margt fengið að erfðum frá No leikhúsinu forna. Þessi föstu form, þessi.hefðbundni still.hafa reynst japönum farsæll tjáningarmáti til að túlka mikið mannlif, miklar ástriður. Er ekki þarna komin enn ein sönnun fyrir þeirri kenningu, að til þess að geta talist alþjóðleg þurfi listin að vera þjóðleg, standa djúpum rótum i jarðvegi þjóðlegrar menningar? Tilheyra stað og jafnvel stundu, vera lifandi hluti ákveðinnar tilveru? Þá, og aðeins þá, er hægt að segja: listin þekkir engin landamæri. Kurosawa hefur oftar en einu sinni leitað til rússneskra bók- mennta um efni i kvikmyndir sinar. Hann hefur kvikmyndað Idjótinn eftir Dostojefski og Nátt- bólið (I djúpinu) eftir Gorki. Einsog nærri má geta er hér ekki um tilviljun að ræða. Kurosawa á það sameiginlegt með þessum körlum að vera heimspekingur og móralisti i list sinni. Honum er ekki nóg að segja sögu, hann vill lika kenna okkur að lifa. Siðrænn boðskapur hans er jafneinfaldur og hann er sterkur: Vandamál okkar eru fyrst og fremst þjóðfélagsleg. Maðurinn er i eðli sinu góður, það er óréttlátt þjóðfélagið sem gerir hann vondan. Ungur læknir, Yasumoto, kemur á fátækrasjúkrahús sem yfirlæknirinn Rauðskeggur stýrir. Honum list illa á sig þar, enda hefur hann háar hugmyndir um sjálfan sig og lækningakúnstir sinar, einsog nýliða er háttur. í fyrstu ætlar hann að fara, en það reynist óframkvæmanlegt. Þá ætlar hann að hegða sér illa og fá Rauðskegg til að reka sig. Barna leg hegðun hans hefur engin áhrif á yfirlækninn og smám saman dregst Yasumoto inni lif sjúkra- hússins með öllum þess nöpru hörmungum. t lok myndarinnar býðst Yasumoto það sem hann þráði i upphafi: að verða læknir höfðingjanna, rikur og frægur En hann kýs heldur að verða eftir og hjálpa Rauðskeggi að hjálpa þeim fátæku. Þessi söguþráður tengir saman ótal ólikar sögur, sögur sjúklinganna. Hver einasti maður, hversu litilfjörlegur sem okkur kann að virðast hann við fyrstu sýn, á sina sögu að baki. Úr Kauðskegg Kurosawa Hver einasti einn hefur elskað og þjáðst. I hverjum og einum býr göfug sál, þótt hún hafi ekki alltaf fengið tækifæri til að glitra og skina. Sögurnar eru allar átakanlegar og minnisstæðar. Persónurnar eru allar lifandi og tala til okkar á máli sem sker i hjartað og rótar i tilfinningunum án þess að rugla heilasellurnar i riminu. Einhverra hluta vegna hafa Otayo og Chobo orðið mér eftir- minnilegust: litla stelpan sem Rauðskeggur bjargaði af hóru- húsinu og þjófurinn sem færði henni sleikipinna og tók svo inn eitur ásamt foreldrum sinum og bræðrum. Kurosawa kann að láta börn leika, en það er sjaldgæfur og dýrmætur eiginleiki leikstjóra. Rauðskeggur er leikinn af Toshiro Mifune, þeim mikla leikara. Þetta er flókin persóna, hrjúf á yfirborðinu en gullhjarta slær þar undir, hugsjónamaður sem hefur helgað allt sitt lif bar- áttunni gegn fátækt, fáfræði og sjúkdómum meðbræðra sinna. Leikaranum tekst að koma þessu til skila án þess að úr verði kyn- laus engilvera. Þessi heilagi maður tekur þátt i hrottalegum slagsmálum við hóp melludólga og fanta og snýr þá alla niður á hinn snilldarlegasta máta. Siðan gengur hann um vigvöllinn og tautar: þetta má maður ekki gera, ofbeldi er ekki rétta leiðin. Hann veit framhjáhald uppá lög- reglustjórann og notar sér þá vit- neskju til fjárkúgunar. Pening- arnir fara til fátækrar móður sem hefur drepið mann sinn — hinn versta fant — og misst föð- ur sinn úr krabbameini og á nú engan að nema þrjú banhungruð börn. Rauðskeggur er mánudags- mynd Háskólabiós, og mun sýningin á morgun vera sú siðasta Þeir sem ekki hafa séð myndina ennþá ættu að bregða sér i bió á morgun. 2 sovéskar kvikmyndir t næstu viku gefst reyk- vikingum kostur á að sjá tvær nýlegar sovéskar kvikmyndir. Fimmtudaginn 20. mai verður sýnd i Háskólabiói kvikmyndin „Flóttinn”. Höfundar hennar eru tveir leikstjórar, Alov og Naúmov, sem gert hafa margar góðar myndir saman. „Flóttinn” byggist á leikriti eftir þann merka og umdeilda sovéska rithöfund Mihail Búlga- Kov og fjallar um flótta hvitliða og flygdarliðs þeirra útúr Rússlandi eftir að bolsévikkar höfðu náð völdum. Myndin lýsir mætavel þeirri skelfingu og ringulreið sem rikti meðal heldra fólksins og hvitliðanna á flóttanum og meðan beðið var siðustu skipsferðanna til Istanbúl. Margar sterkar persónulýsingar eru i myndinni. Af leikurum má nefna Alexei Batalov, sem frægur varð fyrir leik sinn i myndunum „Trönurnar fljúga” og „Konan með litla hundinn”. 21. mai verður svo sýnd i Laugarásbiói myndin „Hvitt sólskin eyðimerkurinnar”. Leik- stjórier Vladimir Motil. Aðalleik- arinn i þessari mynd, Anatoli Kúsnetsov, mun væntanlegur hingað til lands i tilefni þessarar sýningar. „Hvitt sólskin eyðimerkur- innar” gerist á svipuðum tima og „Flóttinn”, þ.e. rétt eftir byltingu, en staðurinn er Túrkestan i Mið-Asiu. Þar hafa bolsévikkar einnig náð völdum, en barátta er enn háð við ribbaldaflokka sem vaða uppi og drepa fólk. Kúsnetsov leikur hermann úr Rauða hernum, sem er á heimleið til Rússlands eftir að hafa særst i striðinu, verið læknaður og útskrifaður úr hernum. Leið hans liggur yfir eyðimerkursanda Túrkestan. Lendir hann þar i miklum ævin- týrum. Hann er settur til að gæta kvennabúrs, sem banditt nokkur átti. Þetta eru niu undurfagrar konur, sem bandittinn hefur hótað að leita uppi og drepa Myndin er atburðarik i meira Slagsmál i „Hvitt sólskin lagi, en um leið er i henni angur vær kimni, rússnesk frammi fingurgóma. Sovéskar, myndir eru sjald eyOimerKunnnar séðar i kvikmyndahúsum hér, og vafalaust munu kvikmynda unnendur gripa þetta tækifæri fegins hendi. siávarfréttir Sjávarfréttir er fjórum sinnum útbreiddara en nokkurt annað blað á sviði sjávarútvegsins. Sjávarfréttir f jalla um útgerö, fisk- iðnað, markaösmál rannsóknir — vlsindi, tækni og nýjungar, skipasmiðar og fl. Gerist áskrifendur að Sjávarfréttum. Sjávarfréttir kosta kr. 330 og eru eingöngu seldar i áskrift. Askriftarsiminn er 82300. 1 Til Sjávarfrétta, Laugavegi 178 pósthólf | 1193. Rvik. Óska eftir áskrift. I Nafn ________________________________ I Heimilisfang Simi .sjóvarfrétfir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.