Þjóðviljinn - 16.05.1976, Side 10

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mai 1976. RÁÐLEGGING ÓLAFS GUNNLAUGSSONAR TIL PÁFASTÓLS 1857 Endurreisum á íslandi þjóölega kaþólska kirkju Kristin kirkja er sam- of in sögu íslensku þjóðar- innar í meira en 9 aldir af þeim 11 sem landið hefir verið byggt norrænum mönnum. Þetta heyrum við öðruhverju ásamt við- eigandi útleggingu af munni vorra ágætu þjóð- kirkjupresta. Oftar en ekki vill það þó gleymast að hinn lútherski siður sem nú játum vér, á sér snöggtum skemmri sögu í landinu en sú heilaga al- menna kirkja sem hefir páfann í Rómi fyrir sinn stýrimann. Trúarlíf lúth- erskunnar hefir skilað miklu minni og fáskrúð- ugri ávöxtum en kaþólskan gerði, og er því þá ekki gleymt að séra Hallgrímur stóð með Lúther. íslendingasögur og aðrar fornbókmenntir eru gegnsýrðar af kaþólskum siðaboðskap, einnig þau verk sem geyma fornlegust minni. Það var auðvitað engin hætta á því að klaustrin veittu skjól einhverjum gróðri sem andstæður væri Iíf sviðhorf um kirkjunnar. . Gífurlegt magn helgisagna og lof- kvæða um Mariu mey og aðra helga menn er til frá kaþólskum tíma, og er það raunar ýmissa manna mál að þar hafi * ekki verið hugað að sem skyldi. Kaþólskur siður hef ir að vísu verið endur- reistur í landinu, en í smáum stíl og án sýni- legra tengsla við hina gömlu arfleifð þjóðlegra kaþólskra verðmæta. Svo virðist vera sem siðari sendimenn páfa hafi ekki haft skilning á þeim við- horfum sem Olafur Gunnlaugsson brýndi fyrir kardinálaráðinu nokkrum áratugum áður en kaþólskur söfnuður var stofnaður hér á ís- landi á ný að Jóni Arasyni höggnum. Þaö sem hér fer á eftir er unniö uppúr grein i SÖGU, timariti Sögufélagsins, nýlega útkomnu hefti. Þar er birt „Álitsgerð Ólafs Gunnlaugs- sonar” frá 1857 i þýðingu Gunnars T. Guömundssonar, og ritar hann einnig nokkur for- málsorð, sem hér er.stuðst við. Ólafur Gunnlaugsson var sonur Stefáns Gunnlaugssonar sem gegndi embætti lands- og bæjarfógeta um áratugsskeiö laust fyrir miöja 19. öld. Var hann settur til mennta og nám við háskólann i Kaupmanna- höfn. Um þetta leyti barst kaþólskt trúboð til Norðurlanda og lét Ólafurskirast. Gekk hann i þjónustu Djúnka þess, sem Gröndal segir frá i Dægradvöl sinni, og sumarið 1857 aöstoöaöi hann Bernharð prest við að Prestarnir stundi búskap og haldi betri skóla en stjórnin, — kirkjan byggi á þjóðlegum bókmenntum frá kaþólska tímanum veita frönskum sjómönnum á Austfjöröum andlega þjónustu og um leiö að undirbúa jaröveg- inn fyrir trúboð meðal islend- inga. Hvarf þá Ólafur til Róms og samdi um haustið skýrslu um trúboðshorfur sem leggja skyldi fyrir yfirmenn trúboðsnefndar- innar, kardinálaráðið. Ólafur, og einnig Bertel bróðir hans, stundaði um skeið nám við há- skólann i Leuven (Louvain) i Belgiu, sneri sér siðar að stjórn- málum og gerðist ritstjóri franska blaðsins Le Nord sem þekkt var viöa um Evrópu. Hefst nú endursögnin á skýrslu ólafs Gunnlaugssonar, en hún er varðveitt i skjalasafni Vati- kansins, afrit hjá erkibiskups- stólnum I Reykjavfk. Lútherstrú og Kaupinhafnar- háskóli Fyrst rifjar Ólafur upp að allar samgöngur við nyrstu lönd Evrópu hafi að þvi er páfa- stól áhrærði veriö rofnar i þrjár aldir, en nú hafi tveim árum fyrr verið sett á stofn postullegt umdæmi norðurheimskautsins. „Undirritaður hefur orðið svo gæfusamur að hafa hlotið köllun til að þekkja sannleikann, enda þótt hann hafi fæðst i lútherskri trú og stundað nám við háskól- ann i Kaupmannahöfn". Telji hann sér skylt að láta i té upp- lýsingar um land sitt og leggja til ráð er stuðlað gætu að endur- reisn kaþólsku kirkjunnar þar. Sérstakar aðstæður, sérstakar þarfir Ólafur hefir glöggt auga fyrir pólitikinni i málinu og segir: „Vegna hinna sérstöku að- stæðna á tslandi er nauðsynlegt að gera i fyrstu grein fyrir á hvern hátt kirkjunni var komið á fót I þessu iandi, þvi að sama aðferð er ennþá að mestu leyti nothæf. Hinir vitru háttvirtu biskupar sem lögðu grunninn að kirkjunni á Norðurlöndum, og sá árangur sem þeir náðu, færa okkur reyndar heim sanninn um að þeir hafi hagað störfum sinum i samræmi við þarfir hvers lands og haft til að bera djúpstæða þekkingu á eðli hverrar þjóðar”. utlendíngar fá engu áorkað Ólafur segir i stuttu en skýru máli frá kristnitöku og erfið- leikum kristninnar i upphafi: „Þá hafði landið enn ekki is- íenskan prest og fyrstu biskuparnir voru allir út- lendingar”. „ókleift var að stunda trúboð á meðan klerkar i landinu voru eingöngu út- lendingar. Kristin trú var þvi ekki á tslandi nema að nafninu til þangað til fyrsti islenski biskupinn, tsleifur,”...vigðist. Sameina veraldlega og trúarlega fræðslu Ólafur segir frá fræðslu- starfsemi tsleifs og annarra biskupa: „Kennslan var ekki eingöngu trúarleg.þvi að flestir nemendanna áttu siðar eftir að gegna opinberum störfum..Þessi tilraun biskups- ins til að sameina veraldlega og trúarlega fræðslu tókst svo vel að eftir 50 ár yoru næstum allir embættismenn landsins valdir úr Skálholtsskóla. Fyrir atfylgi biskupanna og þessara manna sem meðtekið höfðu anda kirkjunnar, þó að þeir væru leikmenn, læsti kristnin sig brátt um lif þjóðarinnar, lög landsins og stofnanir”. Klausturbókmenntir enn til gagns Siöan er getið fleiri biskupa og minnst á stofnun Hólastóls og á skólann þar. „Meira að segja stóðu allmargir mjög áhrifa- miklir leikmenn fyrir útbreiðslu trúarinnar og trúfræðanna með þvi að koma upp skólum efir fyrirmynd biskupanna. A þennan hátt varð fjöldi lærðra manna brátt svo mikill að is- lendingar gátu á 12. öld séð norömönnum fyrir nokkrum biskupum, en norðmenn virðast ekki hafa farið eins að”. „Klaustrin sem voru 10 fyrir siðaskipti veittu einnig mikils- verða kennslu i þjóðlegum og kaþólskum fræðum á íslandi. Frá þessum klaustrum hefur komið stór hluti miðaldabók- mennta á tslandi og geta þær enn verið kirkjunni til mikils gagns á Norðurlöndum”. Vera Idarvafstur presta Ólafur leggur sig i lima við aö reyna að sannfæra páfastól um það að kaþólsk kirkja á tslandi þurfi að vera þjóðleg stofnun og tengd lifi fólksins: „Landshættir og enn frekar stofnanir sem tengdar voru lýð- veldinu lögðu þær skyldur á prestana að taka oft þátt i op- inberu lifi. Þessi þátttaka i stjórnmálum og opinberum máium var prestunum ekki ávallt þægileg, en þó má segja að hún hafi verið þeim nauðsyn- leg til að gæða lög og stofnanir landsins anda trúarinnar”. Lok lýðveldis, hnignun kirkjunnar Eftir endalok islenska lýðveldissins (sem oss er tamara að kalla þjóðveldi) varð „ástand kaþólsku kirkjunnar á Islandi afleitt”, segir Ólafur. Konungur setti hingað útlenda biskupa og hafði það „hinar hörmulegustu afleiðingar”. Þvi næst segir frá siða- skiptum og andstöðu lands- Landakotskirkja i Reykjavik. — Er 120 ára gömul trúboðsskýrsla Ólafs Gunniaugssonar ekki hin þarfasta áminning til kaþólsku kirkjunnar á tslandi i dag um að gæta nú vel þjóölegs arfs I starfi sinu? Hvar eru útgáfur Landakosts á biskupasögum, Márfuvlsum, dýrlingasögum og öðrum þýðingum helgum? mmm wm I manna við hinn nýja sið sem spratt af þvi einu að „konungur ætlaöi einfaldlega að leggja undir sig allar eignir kirkjunnar sem voru ekki svo litlar”. Ólafur Gunnlaugsson segir siöan ýmislegt sem hér verður ekki rakið um leifar kaþólsks anda i trúarlifi og siðum is- lendinga. Kaþólk kirkja og íslenskt sjálfstæði Og enn heldur Ólafur áfram að reka áróður fyrir kirkju- skipan er ýti undir sjálfstæði is- lendinga og segir um dönsku stjórnina: „ „Stjórnin skildi mjög vel áhrifamátt kennslunnar og hún færði sér i nyt einokun I fræðslu- málum og verslun til að tengja tsland i Danmörku og mót- mælendatrú. Verslunarein- okunin sem ekki var numin úr gildi fyrren fyrir fáeinum árum lagði bann við þvi að nokkur þjóð stundaði verslun hér á landi og var þannig mjög skað- leg efnalegri velferð landsins. Fræðslan var skilyrðislaust sett undir stjórn lúthersku biskupanna. Nauðsynlegt var að nema við háskólann i Káup- mannahöfn til þess að geta orðið embættismaður”. Fordæmi i veraldlegum efnum Hvernig á nú að boða is- lendingum réttan kaþólskan sið að nýju? að mati ólafs. Ekki með farandprédikurum, allra sist útlendingum, heldur með þvi að fara að dæmi fyrstu kaþólsku biskupanna: „Fyrst komu þeir á fót miðstöð, upp- sprettulind, sem kenningarnar smám saman bárust frá og út- breiddust með uppfræðslu”. Nauðsynlegt er, segir Ólafur, „að trúboðið fái fast aðsetur þar sem prestarnir munu búa og stunda jaröyrkju til að gefa is- lendingum gott fordæmi i veraldlegum efnum.. Þeir eiga að laða til sin æskuna með þvi að veita henni fræðslu sem er sam- bærileg og jafnvel betri en sú er fæst við lærða skólann i Reykja- vik sem skipulagður er eftir danskri fyrirmynd og sifellt að verða óvinsælli.” Hlúa að rótum kaþólskrar menningar „Onnur afarmikilvæg aðferð tilað hafa áhrif á islensku þjóð- ina er aö endurprenta kaþólskar bókmenntir. Það gefur auga leið aö uppbyggilegar erlendar bækur sem alls ekki eru alltaf vel þýddar munu ekki gera sama gagn og þjóðlegar kaþólskar bókmenntir. Miklar bókmenntir hafa sprottið af rótum kaþólskrar menn- ingar á Islandi á 12., 13. og 14. öld. Mikill hluti þeirra hefur enn ekki verið gefinn út og mun eftilvill glatast i söfnum á Noröurlöndum án þess að vinna málstað kirkjunnar gagn, ef ekki verður brátt fundið ráð til að gefa þær út. Efni þeirra er fjölbreytilegt: saga leikmanna og kirkju á Norðurlöndum, veraldlegur og trúarlegur skáldskapur, dýrlingasögur, bækur um trúmál, lofsöngur um heilaga Mariu mey osfrv.” Ljúkum vér svo þessari upp- rifjun á kaþólskri trúboðs- skýrslu frá árinu 1857. — hj—

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.