Þjóðviljinn - 31.10.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Síða 7
Sunnudagur 31. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Aldrei brýnni þörf fyrir gott blaö en nú Sú gamla verkalýðskempa, Jón Rafnsson, bjó enn i Vest- mannaeyjum, þegar Þjóðviljinn kom fyrst út en það var tveim árum áður en Jón hóf að ferðast útum allt land fyrir Kommún- istaflokkinn og i þágu verklýðs- hreyfingarinnar. Þegar við heimsóttum Jón nú fyrir skömmu á heimili sinu i húsi öryrkjabandalagsins i Reykjavik minntist hann þess með ánægju, hve mikil liðsbót það hefði verið á sinum tima, þegar Verkalýðsblaðið breyttist i dagblað — Þjóðviljann. — Það kostaði mikið starf i flokknum og meðal verka- manna að koma sér upp dag- blaði, sagði Jón. Ma. þurfti að safna áskrifendum bæði i Reykjavik og úti á landi og ég man, að okkur tókst að fá tals- vert marga nýja áskrifendur i Vestmannaeyjum. Með tilkomu Þjóðviljans fengum við nýtt vopn, sem við notuðum óspart og það hefur ekki brugðist von- um okkar. — Hvað er þér efst i huga nú, þegar blaðið okkar er orðið fer- tugt? — A þessum timamótum er mér einkum tvennt i huga: Allt frá þvi er Þjóðviljinn hóf göngu sina hefur hann verið leiðandi afl i daglegri kjarabar- áttu alþýðunnar og aldrei vikið frá málstað hennar. Þetta verð- ur ekki sagt um önnur islensk dagblöð. I annan stað hefur Þjóðviljinn verið eina dagblaðið he'rlendis sem aldrei hefur vikið hárs- breidd frá kröfunni um brottför hers af islenskri grund og al- geru hlutleysi tslands gagnvart hverskyns hernaðarbandalög- um. Um þessar mundir býr islensk auðstétt sig undir alvarlega árás á samtakafrelsi alþýðunn- ar með lagasetningu og hefur þvi islensk alþýða aldrei haft brýnni þörf fyrir gott dagblað en einmitt nú. — Megi Þjóðviljinn verða sem best hlutverki sinu vaxinn i þeirri hörðu baráttu sem framundan er, fyrir lifs- hagsmunum og samtakarétti is- lenskrar alþýðu! —vl Úrvalið er á efri hæðiimi Við bjóðum yður að koma og skoða eitt glæsilegasta húsgagnaúrval landsins, sem við sýnum á efri hæð verzlunar okkar í Skeifunni 15. HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Sími 82898 Einstök kjör í boði. í mörgum tilvikum 20% út og eftirstöðvar greiðist á 18 mán- uðum. Skeifan 17 s. 84515 — 84516 Endurbyggjum bílvélar Við endurbyggjum flestar gerðir benzín- og dieselvéla. Rennum sveifarása. Plönum hedd og vélarblokkir. Borum vélarblokkir. Rennum ventla og ventilsæti. Eigum ávallt varahluti í flestar gerðir benzín- og dieselvéla. ■ ■ ■ Launagreiðendur Valdið starfsmönnum yðar ekki óþægindum. Gerið skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar. PÓSTGÍRÓSTOFAN Orlofsdeild Smfðum Neon- og plastljósaskilti. Einnig ýmis konar hluti úr Acríl plasti. Neonþjónustan hf. Smiðjuvegi 7. Sími 43777

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.