Þjóðviljinn - 31.10.1976, Page 19
Sunnudagur 31. október 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 19
Haraldur
Framhald af 18. siðu.
Islenskra blaða til aö kynna
Mikka mús hérlendis, Sigurður
þýddi textann en myndamótin
fengum við að utan. Léttar og
spennandi framháldssögur
þóttu ómissandi i þá daga
Fyrsta veturinn vorum við td.
með Helskipiö eftir Traven,
ágæt saga en þýðingin varð
dálitið ósamstæð þvi allir þýdd-
um við hana á vixl, og stundum
gripu aðkomumenn i verkiö!
Opnara nú
Ýmislegt sem þótti eðlilegt
þá, verkar sjálfsagt undarlega á
nútimafólk. Blööin voru ákaf-
lega lokuö fyrir pólitiskum and-
stæðingum. Það var undir
hælinn lagt, aö hægt væri aö fá
inni með ritdóm um höfund sem
bendlaöur var viö hina flokkana
nema það væru eintómar
skammir. Sigurður Nordal gat
ekki fengið birtan i Morgun-
blaðinu ritdóm um bók eftir
Laxness, Heimsljós, að ég held,
nema umsögn um Sólon Island-
us væri látin fylgja með!
Hætta á
hentistefnu!
— Ekki þarf ég aö kvarta yfir
ritskoðun af hálfu flokksins á
Þjóðviljanum á þesum tima.
Við höfum liklega veriö svona
góðir á linunni sjálfir! Brynj-
ólfur Bjarnason sem hafði stýrt
Verkalýðsblaðinu kom aldrei
nálægt Þjóðviljanum nema
hann skrifaöi grein og grein.
Ugglaust hefur hann þó rætt
málefrii ’blaðsiris viö Einár,
enda var með þeim fullur sam-
hugur. Þó man ég einu sinni eft-
ir þvi, meðan ég var á Þjóðvilj-
anum, að Brynjólfur kom aö rit-
skoða. Þannig var að Guðrún
Lárusdóttir þingmaður, kona
Sigurbjörns i Asi, hafði drukkn-
að voveiflega i Tungufljóti.
Þótti tilhlýðilegt að rita
greinarstúf til minningar um
hana, þetta var að sumarlagi og
Einar i Utlöndum. Brynjólfur
las greinina yfir og gerði enga
athugasemd, en hann mun hafa
viljað koma i veg fyrir allan
strákskap. Það er svona þegar
maður á bágt með að bera fulla
respekt fyrir tilverunni og er
kannske dálitið tækifærissinn-
aöur gagnvart dægurmálum.”
Svo mælir fyrsti blaða-
maöur Þjóðviijans úr sæti sinu
innan viö múrvegginn og tekur
siðan að huga á ný að bókum og
kortum.
I MIÐPUNKTI
Q
VIDSKIPTANNA
Rauðararstig 18
Vetrarverö i sólar-
hring með morgunveröi:
Eins manns kr. 2.500
2ja manna kr. 4.200
Vetrarverð i viku
meö morgunverði:
Eins manns kr. 13.500
2ja manna kr. 22.600
HÓTEL HOF
b PðSTSENDUM
TROLOFUNARHRINGA
3lol)iiniifs ILrifsson
IL.mrv.iurai 30
.. éNim 10 209 •
Bjarni Benediktsson frá Eftir átökin 30. mars 1949. Lögregluþjónar með kyifur og brotnar rúður i alþingishúsinu.
Hofteigi
Einn af svipmestu
blaðamönnum Þjóðvilj-
ans á 40 ára göngu blað-
sins er Bjarni Benedikts-
son frá Hofteigi. Hann
var í föstu starfi hjá
Þjóðviljanum á árunum
1950 til 1957, en bæði á
undan og eftir ritaði hann
i blaðið að staðaldri.
Bjarni var lengi aðalrit-
dómari Þjóðviljans, en
hann þurfti einnig að
sinna almennri blaða-
mennsku, og ritaði
pólitískar greinar. Bjarni
var afkastamikill
þýðandi og skáldverka-
höfundur, en hann lést
langt f yrir aldur f ram ár-
ið 1968.
Hér fer á eftir grein eftir
Bjarna er birt var á æskulýðs-
siðu Þjóðviljans árið 1951 i til-
efni þess að liöin voru 2 ár frá
hinum minnisstæða degi, 30.
mars, þegar lögreglu og hvit-
liðum var sigað á friðsaman
mannfjölda á meðan meirihluti
þingmanna var að samþykkja
inngöngu i Atlantshafsbanda-
lagið. Þess má geta að Bjarni
tók saman kver um þá atburði
og nefndist það „Þjóðin og
kylfan”. Greinin sem hér fer á
eftir bar fyrirsögnina Minning
og spá
Vetur á Alþingi.
Ennþá man ég sólskinið yfir
Islandi fyrir tveimur árum.
Snjór var af jörðu, og við geng-
um frakkalaus i sunnanblænum.
Það var tekiö að vora i noröur-
höfum.
En þaö var vetur á Alþingi
Islendinga. Og það rikti nótt i
hugum flestra sem þar bjuggu.
Þvi þar var setið á svikráöum
viö vorið okkar og sólina, og
frelsi okkar brugguð fjörráö.
Miðvikudagurinn 30. marz 1949
rann upp hlýr og heiður. En sið-
an eru þungir skuggar og sortn-
uð sól tengd nafni hans og minn-
ingu.
Bjarni
Benediktsson
frá
Hofteigi:
Hinn
sól-
bja rti
svarti-
dagur
Kunni til verks
Ennþá vitjar hann min oft,
þessi dagur: skuggi hans yfir
söguna bak viö dýrð náttúrunn-
ar. Klukkan fjögur, þegar orust-
unni var lokiö, fór ég heim með
strætisvagninum. Hægri hand-
leggur minn var nær aflvana,
þvi þar hafði sá slegið sem
kunni til verks sins — og ég virði
hann fyrir það. En ég var lika
meö kúlu i hnakkanum, og ein-
hvern veginn hafði ég tapaö
nokkru af skinninu á nefinu. 1
staðinn týndi heimdellingurinn
kylfu sinni, og ef hann skyldi
sakna hennar skal ég visa hon-
um á hana. Ég fór aftur i bæinn
um kvöldið, og hitti Einar
Braga á Miðgarði. Við gengum
þaðan niður i miðbæ, og bárum
gæfu til að vera hundeltir með
táragassprengjukasti eftir
Austurstræti, yfir Hótel tslands-
grunninn, eftir Aðalstræti og út
að Tjörn. Þvi þennan dag var
hver maöur i Reykjavik annað-
hvort virkur stuðningsmaður
laga og réttar i landinu eða
virkur fjandmaður þeirra. Við
austanmenn vorum fjandmenn
þeirra, eins og gefur að skilja,
og þá er ekki um annað að gera
fyrir vinina en kenna okkur að
lifa. Með lögum skal land
býggja.
Hinn þröngi stígur.
Gasgrátriir reikuðum við suð-
ur með Tjörn, og hugðumst
ganga eftir Frikirkjuvegi til
baka inn i bæinn. En það eru
einmitt trúarbrögðin sem vara
mann við hinum breiða vegi og
benda manni á þann þrönga
sem til lifsins liggur. Og það var
einmitt i námunda guðshússins
sem okkur varð ljóst að breiða
gatan til bæjarins var ófær
grátnum augum okkar. Gasský-
in stigu upp af bænum, og það
var mikið uppstreymi, enda
heiöur himinn og stjörnur á
lofti. Ég hef sjaldan sér skáld-
legri sýn, enda verður minning-
in um 30. mars arfgeng með
islenskum kynslóðum, og skáld
framtimans munu varpa á þann
dag enn sterkara sannleiksljósi
en við erum máski fær um. —
Og þess vegna snerum við af
leiö og tókum hinn þrönga
Skálholtsstig sem liggur á
brekkuna. Við vorum enn lengi
á ferli — og i staðinn fyrir gas
lögreglunnar stigu til lofts
þykkir reykir úr brennandi
grindahjalli borgaralegs sið-
ferðis á tslandi — og borgara-
legs þjóðskipulags. Liðinn dag-
ur hvarf úr huga okkar, en viö
hlýddum þeirri spá um
framtiðina sem hann þuldi okk-
ur i opin eyru.
Til sjálfs sín barna
Stórveldi og þjóðniðingar geta
barið og fangelsað eina smáþjóð
eins og ekkert sé. Þeir geta leitt
hana inn i morðfélag gegn öðr-
um þjóðum. Þeir geta gert
unglinga að manndrápurum.
Siðan geta þeir bannað þessari
þjóð að reisa yfir sig kofa. Þeir
geta svipt hana hverju verkefn-
inu á fætur öðru, heilum at-
vinnugreinum, svo hún missi i
einu bæði brauðið og siðferðis-
þrekið. Þeir geta fengið afurða-
söluna i hendur þjófum og ræn-
ingjum og stolið frá henni mörk-
uðum eins og fara gerir. Og þeir
geta gert sjálfa sig að skóþurrk-
um og snýtuklútum útlendinga
Það liða nokkur ár. Og þjóðin
þegir, og okið þyngist. En þó eru
það ekki ónýt ár. Þvi undir
niðri, i þögn og skugga, elnar
þjóðinni þungur móður, eins og
eldur getur geisað i iðrum jarð-
ar þótt Hekla sé köld. Smátt og
smátt skilst þjóðinni að hún hef-
ur verið svikin, frelsi hennar
týnt. Einn dag ris hún upp — ef
til vill i siðustu forvöð, en þó
nógu snemma til að bjarga þvi
sem bjarga þarf. Hinn sólbjarti
svartidagur 1949 minnti okkur á
þann forna sannleik að sá herra
sem ber sina þjóð verður ekki
langlifur i landinu, enda eru
verk hans ekki hliðholl honum.
Spáin sem lá i loftinu þetta
marskvöld I hittiðfyrra var
þessi: Nú er borgaralegt
þjóðskipulag á íslandi feigt.
Þeir berja okkur til sjálfs sin
bana. —
Tveimur árum nær
Tvö ár eru liðin. Það er ennþá
sama sólskinið yfir Islandi. En
þeir sem böröu okkur árið 1949
eru tveimur árum nær endalok-
um sinum áriö 1951. Svona
nákvæmlega telur timinn stund-
ir þeirra. En fólkið á Islandi er
þeim mun nær sigri sinum. Þvi
timinn telur einnig þær stundir.
Spáin okkar fer að rætast, hún
sem kvaddi okkur á fund sinn
frá sorg þessa myrka kvölds.
Þeir mega kalla þaðhótun, hinir
dauðadæmdu, ef þeir viija. Mér
er það hugstæöust og gleðilegust
sannreynd um örlög þjóöar
minnar undir sumarmálin i ár.
Hin eilífu vötn íslands
Ritdómar Bjarna Bene-
diktssonar frá Hofteigi
voru með mjög persónu-
legum blæ, hann lagði í þá
heitar tilfinningar og
mikla boðun. Hann boðaði
ást á íslandi og lausn al-
þýðu úr ánauð, þetta var
honum eitt. Vel sjást
þessi einkenni í ritdómi
sem hann nefndi „Við
lindirnar" og hér birtist
hluti af:
„Ég man að þegar ég kom
heim úr skólanum á vorin var
niöur Jökulsár á Brú þungur og
sterkur i eyrum mér og fyllti
Bjarni
frá
Hofteigi
um
Kristin
Andrésson
allan dalinn upp á brúnir. Eftir
nokkra daga var hann hljóön-
aður og mikil þögn i dalnum. Að
lesa bók Kristins Andréssonar,
Eyjuna hvitu, er eins og að vera
kominn heim á vori, heim til Is-
lands frá önn dagsins, og heyra
nið fjótsins fylla byggðina, nið-
inn af hinum eilifu vötnum Is-
lands. Þvi Kristinn Andrésson
situr undir fjallinu þar sem Is-
land kemur upp, hjá steininum
þar sem ljóðið er ort og frelsis-
óskin rikir. Viö lindir tslands,
kaldavermslin sem ekki geta
frosið.
Er nokkur stefna réttari i lif-
inu en sú að vera trúmaöur og
verkamaður nýrrar mannfé-
lagsskipanar á jörð og i landi,
starfa aö upplýsingu fátækrar
alþýðu, vera þátttakandi i þján-'
ingu og draumi heimsins, en
skilja þó verklegri skilningi að
ættjöröin er vinnustaöur manns
og sérgrein. Kristinn Andrésson
er sósialisti og hefur fullskyggnt
auga fyrir einingu heimsins og
samstöðu gjörvallrar alþýðu.
En eins og öðrum góðum marx-
istum bæði fyrr og siðar varð
honum sá skilningur enn frekari
hvatning til að ljúka sem
stærstu dagsverki á þeim stað i
heiminum sem örlögin kjöru
honum ættjörð. Sýn yfir veröld-
ina af sjónarhóli heimalandsins,
sýn yfir heimalandið af sjónar-
hóli veraldarinnar — það er hin
skyggna sýn sem sér i gegnum
hlutina. Heimurinn er einn. En
hér er okkar vinnustaður. Við
skiljum tsland fyrir heiminn, og
heiminn i tákni Islands’.’ (Þjv.
24. júni 1951).