Þjóðviljinn - 21.11.1976, Síða 7
Sunnudagur 21. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
lagst eindregið gegn slikum
iðnaði hérlendis vegna um-
hverfisáhrifa og mengunar-
hættu og hefur si'ðan verið
hljótt um málið.
Súrál er hráefni álbræðslua
eins og verksmiðjunnar i
Straumsvik en 120 þús. t. ál-
bræðsla þarf um 300 þús. t. af
súráli, þannig að 600 þús. t.
nægja i tvær stórar álbræðslur.
Súrál er unnið úr baxit-álleir
og rekur Alussuisse eina slika
verksmiðju við námur, sem
auðhringurinn á við Gove i
Norður-Astraliu (framleiðsla
um 1 milljón t/ári).
Rannsókn á vatnsafli á Austur-
landi (svæði Austurlands-
virkjunar)
A ágústmánuði 1975 ferðaðist
„nefnd” sérfræðinga frá
Alusuisse (Widmer, Willi,
Kaufmann) og islenskra
virkjunarsérfræðinga (Páll
Flygenring, Haukur Tómas-
son, Leifur Benediktsson) um
svæði „Austurlandsvirkjunar”
norðan Vatnajökuls til að
kanna stöðu rannsókna vegna
virkjana, leggja á ráðin og
áætla kostnað um framhald
þeirra. Fóru þeir að boði
iðnaðarráðuneytisins og Við-
ræðunefndar um orkufrekan
iðnað og var þyrla landhelgis-
gæslunnar notuð að hluta i
vettvangsskoðun.
Skýrsla um niðurstöðu hóps-
ins mun liggja fyrir, en henni
hefur ekki verið dreift til opin-
bérra stofnana enn sem komið
er, enda sú „samvinna” sem
hér um ræðir einstæð og að
vonum feimnismál. Látið hef-
ur verið undan kröfu Alusuisse
um að fá aðstöðu til úttektar á
stærstu virkjunarkostum
landsins og auðhringnum
þannig hleypt i verkefni sem
islenskir sérfræðingar eru ein-
færir um að leysa. Verður
þetta ekki skýrt á annan hátt
en sem forboði þess að núver-
andi stjórnvöld kunni aö opna
fyrir alvöru leið fyrir auð-
hringinn að vatnsaflinu, ann-
arri aðalauðlind landsmanna,
með einu eða öðru móti. Hér
var greinilega ekki um neina
kurteisisheimsókn að ræða.
Ódýrar námur (hráefna-
lindir) og ódýr orka eru lykill-
inn að gróða þeirra auðhringa,
sem mata krókinn i orkufrek-
um iðnaði. Hugmynd Alusuisse
um að koma hér upp súrál-
bræðslu, sem nægt gæti nokkr-
um meðalstórum álverum,
segir glöggt, hvert hugurinn
stefnir, þvi að varla er
meiningin að flytja báxitleir
hingað frá Afriku og Astrallu
fyrir eitt frumvinnslustig.”
Af þessu má ljóst vera að nú-
verandi rikisstjórn lætur hvar-
vetna undan fyrir erlendu auð-
magni um leið og hún hefst ekki
að i þvi að treysta skipulag is-
lenskra raforkumála i eina sam-
fellda heild, meðan ákvarðanir
hennar eru tilviljanakenndar og
óákveðnar inn á við, beygir hún
sig i duftið fyrir útlendingum,
einkum viðreisnarauðhringnum,
Alusuisse.
Það er andspænis þessari
stefnu sem Alþýðubandalagið
ákvað að leggja höfuðáherslu á að
vinna itarlegt yfirlit um orkumál-
,in sem gæti orðið grundvöllur
ákvarðanatektar á vegum flokks-
ins — ekki einasta um orkumál,
heldur einnig um atvinnugreinar
þær sem styðjast við orkufram-
leiðsluna að einhverju eða miklu
leyti. Ef tekst að fylkja al-
menningi um stefnu Alþýðu-
bandalagsins i orkumálum er von
til þess að unnt verði að kveöa
„viðreisnardrauginn” niður — en
hann gengur nú ljósum logum um
sali islenska stjórnarráðsins i
orkumálum sem öðrum mála-
flokkum.
Vatn hreinsað
með rafmagni
1 Leningrad hafa menn fundið
upp handhægt tæki til þess að
hreinsa drykkjarvatn áður heldur
en þvl er dælt inn i vatnsleiðslurn-
ar. Er tækið knúið rafstraumi.
Fyrir áhrif rafsviðsins sem
myndast i vatninu festast ryk-
agnirnar sem eru i vatninu sam-
an og falla til botns þar sem þær
setjast. Er hreinsunin siðan til
lykta leidd með útfjólublárri
geislun. APN
MANNA
SIÐIR
Aðdáendur Flosa Ólafssonar
ráku margir upp stór augu 13.
þ.m. þegar rithöfundurinn sagði
i vikuskammti sinum af apa
sþilí: — Flestir þekkja hinar
óhugnanlegu staðreyndir um
þrælaflutninga milli heimsálfa
ásautjándu,átjándu og nitjándu
öld, en talið er að fjórar miljón
irnegra hafi komið lifandi i höfn
i Ameríku eftir volkiö yfir hafið,
en að enn fleiri hafi dáið drottni
sinum um borð i portúgölskum,
hollenskum og breskum þræla-
skipum. —
Flosi er stúdent dr M.A. og
má vera að kennslan þar hafi
verið svona, — en annað var
kennt I M.R., og gamlir nem
endurLærða skólans vilja koma
leiðréttingu á framfæri. Vitna
þeir fyrst i bók Martins Lind-
says M.B.E. -B. Mus. sem lika
er stúdent og raunar rektor i
Edinborgarskóla. Hann segir að
fyrsta þrælaskip til Norður-
Ameriku hafi lagst að bryggju i
Jamestown i Virginiu-riki árið
1619, en gefur þó i skyn að fjór-
um árum áður hafi Coleman
skipstjóri landað þrælum á
Kúbu, og fengið gott verö fyrir
farminn. Þessari arðbæru
verslun var haldiö áfram hátt á
þriðju öld, og lauk ekki fyrr en
upp úr borgarastriðinu i Banda-
rikjunum. Þá var fjórum
milljónum svertingja þar f landi
veitt „frelsi” og er augljóst að
þessi siðari tala hefur ruglað
norðan-stúdentínn i riminu.
Aldrei fæst úr þvi skorið hve
mörgum manneskjum var rænt
i Afríku þessar tæpu þrjár aldir,
athafnamennirnir frændur okk-
ar, hinir ljós-fjólurauðu skip-
stjórar og verslunarmenn,
höföu lag á aö týna lagabókum
og farmskrám, — fræðimenn
flestir telja að sennilega hafi að
i minnsta kosti 50 milljónir verið
I hlekkjaðar um borð við Afriku-
strönd, — sumir fara allt upp i
hundrað milljónir. A leiðinni
vestur um haf lést þriðji hver
maður að þvi er talið er, en
þrátt fyrir það var þetta frjálsa
framtak ábatasamt, það sýna
skýrslur sem fundist hafa.
Þrælaskipið La Fortuna kom i
höfn i Havana á Kúbu um miðja
átjándu öld meö 217 negra sem
skipstjóri hafði keypt á 8
sterlingspund stykkiö i
Dahomey. Hann fékk 77.469
pund fyrir farminn, og græddi
þó nokkur pund i viöbót. Skipið
hafði hann fengiö fyrir 3.700
pund, en seldi þaö aö loknum túr
fyrir 3.950. Um hálfri öld siðar
gortaði herra Lamar i
Savannah-borg af þvi að hafa
hirt 480 þúsund sterlingspund f
einni ferð. Þetta var áður en
verðbólgan kom til sögunnar.
Þrælasalar gættu Itrustu
sparsemi i starfi, og kostnaður
við aöbúnað svertingjanna um
borö mjög skorinn við nögl. —
Pestin af þrælaskipunum var
kæfandi i fimm milna fjarlægö
segir i breskri loggbók frá 19.
öld. Alræmdur þrælapiskari
Theodore Canot segir frá fyrstu
ferð sinni: Þeir voru 108 og mér
var ómögulegt að láta þá alla
sitja — ég varð að láta þá liggja
og raðaði þeim vandlega eins og
sardinum i dós. — Það var siður
að láta þrælana sitja hlekkjaða
saman á hækjum sinum, fyrr-
nefndur Theodore segir : 1
þeirri stellingu sinnir fólk þörf-
um nátturunnar. — Bandarikja-
menn bönnuðu þrælaverslun ár
ið 1808. Nokkrum árum siðar tók
Bullen sjóliðsforingi brasiliskt
briggskipá miðju Atlantshafi og
gefur flotamálaráöuneytinu i
Washington skýrslu: Um borð
voru 525 þrælar. Margar konur
voru með börn á brjósti og öll-
um var hrúgað saman i þykkum
saur. Margir þjáðust af blóð-
kreppusótt, og 67 höfðu látist,
þótt ekki væri nema hálfur
mánuður siðan lagt var úr höfn.
— Arið 1842 var portúgalskt
þrælaskip tekið á Karibahafi.
Dekkið var tvöfalt og 52 senti-
metrar milli þilja. Þar voru
geymdir i hlekkjum 250
svertingjar - meðalaldur sjö ár.
Það eru ekki nema 134 ár siö-
an þetta gerðist, og er okkur
norrænum göfugmennum hollt
að hafa það i huga þegar fjallað
er um „kynþáttavandamál”, —
svo og að negrar þekkja sina
sögu svipað og viö íslendingar.
Bandariskir blökkumenn vita,
að ekki tók betra við, þegar
komið var á áfangastað á bú-
görðum hvitra rnanna í Suöur-
rikjunum, — ævilangur þræl-
dómur og andleg kúgun, þar
sem „eigendur” beittu öllum
ráðum til að berja niður allar
minnstu hræringar i frelsisátt,
— og ekki sist til að afmá meö
öllu forna menningu afriku-
manna. Auðvitaö tókst það
aldrei - ekki alveg — alltaf bætt-
ust i hópinn nýir þrælar frá
Afriku, og i 300 ár var menning
þeirra endurnýjuö jafnóðum
sjálfkrafa. Tónlist er einn
meginþáttur i lifi afrikumanna,
öllum timamótum er fagnað
með söng og dansi, allt frá þvi
barn tekur fyrstu tönn og þar til
góðir andar eru ákallaðir en illir
hraktir á brott nieð trumbu-
slætti við andlátið. t þúsundir
ára hefur tónlist þessa fólks
þróast rýtmiskt, hrynurinn er
fjölbreyttur og hefur á 20. öld
gætt æ meiri tónlist annarra
kynþátta, — það er önnur saga
og skemmtilegri og veröur ekki
sögð hér.
Svo sitja Islendingar eitt
kvöld við sjónvarpið og Jimmy
Rodgers gengur eftir Austur-
strætiog ber af öðrum mönnum.
Hann segir okkur að oft verði
hann fyrir aðkasti ýmisskonar,
menn ausi yfir hann svivirðing-
um og fullir strákar gefi honum
á kjaftinn og sparki i hann á
samkomum. Það er skiljanlegt,
körfuboltakappinn ber af þeim
öllum. Dálitið erfiðara er að
skilja hversvegna fólk veitist að
islenskum mæðrum svartra
barna, við erum alin upp með
lýðræði, jafnrétti og bræðralag
á vörunum, — en sjónvarpsþátt-
urinn á dögunum sýndi ótvirætt,
að eitthvað er bogið við það upp-
eldi. Bágstaddir húseigendur
sem ekki vilja leigja fólki af
öörum kynþáttum hafa sina af-
sökun, — þeir óttast eflaust
réttilega að eignir þeirra lækki i
verði ef negrum verður hleypt
þar inn fyrir dyr.
Eru þá kynþáttafordómar
þáttur islendingseölisins? —
Þaö skyldi þó ekki vera. Tæp-
lega ersamthægt að telja gaml-
ar sagnir af blámönnum i þeim
dúr, —ogþegarfrægthótelhér i
höfuðborginni reyndi að banna
blökkumönnum aðgang fyrir
nokkrum áratugum og lfmdi
upp fyrirmæli þess efnis i sala-
kynnum sinum, þurfti ekki
nema einn gamaldags islending
til að rifa þau boð i tætlur, —
málið þar með úr sögunni.
Landsölumenn sem sömdu við
bandariska herráðið um Kefla-
vikurflugvöll voru að sjálfsögðu
sannfærðir um yfirburði sina og
hvita kynstofnsins, — það liggur
i hlutarins eðli. Kanar skildu
manna best frómar óskir þess-
ara lýðræðis-unnenda og urðu
við þeim,— aldrei skulu óæðri
menn verja ísland. Er ekki að
vita nema þessi mygla i þjóðar-
sálinni eigi rætur sinar á svona
gerðslum stað i sögu lýð
veldisins.
Fyrir mörgum árum birti Al-
þýðublaðið niðurstöður rann-
sókna bandarisks mannfræð-
ings, sem reiknað hafði út að um
árið 2100 yrði ekki einn einasti
hvitur maður eftir i Banda-
rikjunum, svo hratt blönduðust
kynþættirþar i landi. Það er þvi
ekki seinna vænna fyrir okkur
norrænar hetjur af konungakyni
að hefja lækningará fyrrnefndri
geðtruflun og læra mannasiði,
— gildir þá einuhvort menn eru
norðan-stúdentar eða sunnan,
austan eða vestan, eða eitthvað
annað.
Hvernig? Ekki er rétt að reiða
sig á íorystu þjóðkirkjunnar,
hvita lúterska kirkjan hefur
fram að þessu verið lokuð svert
ingjum i USA og sama er að
segja um S-Afriku, þar ráða nú
bænheitir mótmælendur ríkj-
um. Kaþólska kirkjan er ekki
nægilega öflug hér á landi til að
sinna göfugu verkefni sinu, — i
henni er kynþáttamismunun
dauðasynd. Múhameð karlinn
afgreiddi kynþáttavandamál i
eitt skipti fyrir öll, og Allah er
ekki mjúkhentur við kynþátta-
hatara. Það sem sést og heyrist
i borgarapressunni og rikisfjöl-
miðlum um þessar mundir vek-
ur ekki bjartsýni, — þar eru
aðalheimildarmenn um atburði
i Afriku svonefndir lögreglu-
þjónar Ians Smiths og Vorsters,
— þeir herrar hafa safnaö
saman i rikjum sinum argasta
fasistaskril sem fyrirfinnst i
viðri veröld, til að gæta laga og
réttar.
Sósialistar hafa hér verk aö
vinna sem og annarsstaðar, og
blað okkar, — Þjóðviljinn — á að
hafa forystu og fjalla um þessi
mál án afláts, — og ekki bara i
vikuskömmtum eins og Flosi, —
heldur miklu oftar, og helst gefa
þá inn daglega.
JMA.
Meö báli
og brandi
Bókaútgáfan örn og örlygur
hcfur gefið út skáldsögu eftir Joe
Poyer, sem á siðustu árum hefur
verið að ryðja sér til rúms á
erlendum skáldsagnamarkaði og
má til marks um -það nefna ‘lem
dæmi, að hinn -kunni Alisiair
Maclean sagöi fyrstu bók
Poyers, North Cgpe, að hún væri
besta ævintýraskáldsaga sem
hann hefur lesið um árabil.
Hin nýja bók nefnist Meö báli
og brandi og segir frá Kristófer
nokkrunti Boyd, fyrryerandi flug-
manni i bandariska flughernum,
er rekur flutningafyrirtæki T smá-
um stil. Hann gerist aðstoðar-
maður Interpol og tekst að hafa
upp á aðaltekjulind nýnasistanna
i Mið-Evrópu.
Atburðarásin kemur viða við,
hún hefst i Júgóslaviu og sveigist
til Mið-Austurlanda. Lokaátökin
eiga sér stað i Burma og kemur
þar til harðra átaka. — Bókin er
sett i Prentstofu G. Benediktsson-
ar, prentuð I Preritsmiðjunni
Viðey h.f. og bundin i Arnarfelli.
Káputeikningu gerði Hilmar Þ.
Helgason.
Hitastig eld-
fjalla mælt
Flugmenn á vegum jarðfræði-
stofnunarinnar i Leningrad hafa
gert ýmsar rannsóknir á loftinu
yfir Kúrileyjum og Kamtsjakka,
þarsem „hitasviðið” yfir eldfjöll-
um hefur verið mælt með skrán-
ingu innrauðra geisla. Þessar
eftirlitsmælingar gera það kleift
að mæla nákvæmar en áður hita-
breytingar i iðrum jarðar og að
spá fyrir um eldgos á grundvelli
þessarar mælinga. Sérfræðing-
arnir atla lika að framkvæma
mælingar úr gervihnöttum á
braut um jörðu. Þá er einnig hægt
með mælingum úr flugvélum að
finna hei|ar uppsprettur. APN.
Moskva undir-
býr OL 1980
Forma^ur undirbúnings-
nefndar fýjrir Ólympiuleikana i
Moskvu 1$80, Ignati Novikof,
sagði i viðtaSi við sovéska vikurit-
ið um alþjóðamálefni, Novoje
Vremja (Nýir timar) að nákvæm
athugun á tilhögun undangeng-
i inna leika sýndi að þörf væri á
endurskoðun fyrri ákvaröana
með það fyrir augum að einfalda
og draga úr byggingaráætluninni
i sambandi viö leikana i Moskvu.
Novikof sagði ennfremur, að
afturhaldssöm öfl ynnu nú að
þvi að eyðileggja Ólympiuhreyf
inguna með þvi að fylkja sér um
kröfuna um breytingar á
Ólympiusáttmálanum. Undir-
búningsnefndin litur á það sem
verkefni sitt að stuðla að fram-
gangi iþrótta og taka þátt i þjálf-
un þátttakenda frá þrounar-
löndunum, sem þarfnast hennar.
\