Þjóðviljinn - 21.11.1976, Side 10

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976 Svört ský Þorvaldur Skúlason Undanfarinn hálfan mánuð hefur Þorvaldur Skúlason sýnt 38 gvass- túsk- og krítarmyndir í sýningarsalnum Loftinu við Skólavörðustíg, gerðar á árabilinu 1962-1975. bað er nú liðinn um það bil heill áratugur siöan borvaldur Skúla- son hélt sina siðustu einkasýn- ingu. Nú hefur hann sett saman sýningu á gvass- túsk- og kritar- m-yndum frá timabilinu 1962-1975 og er sýningin forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Hér getur m.a. að lita ýmsar formhug- myndir, sem hann hefur siöan yfirfært i oliu, og gefið þeim þar annáð gildi, svo hér má m.a. fá ákveðna innsýn i vinnuaðferðir hans og formrænar kannanir. bó þessi hlið sýningarinnar sé vissulega áhugaverö þá væri það I raun mikill misskilningur að lita á þessar myndir einungis i skjóli hinna fullgerðu oliuverka. bvert á móti er hér i flestum tilvikum um að ræöa algerlega sjálfstæð og fullgild verk, sem hafa sitt eig- ið sérstaka gildi mótað af þeim eiginleikum efnisins, sem þau eru gerð af. Rikur formheimur bar sem þessar myndir ná yfir 10 ára timabil gefst hér jafnframt ágætt tækifæri til að skoða þær Nafnlaus formrænu breytingar sem átt hafa sér stað i verkum hans á þessu timabili. í þeim elstu er þaö samhljómur geómetriskra flata, sem ræður meginsvip, hvort sem þeir eru felldir inn i rólega lóö- rétta stuðlun ellegar settir i kraft- mikla og agaða hringbyggingu. 1 þeim verkum, sem næst koma á eftir, beinist viðleitni hans m.a. ÓLAFUR KVARAN SKRIFAR UM MYNDLIST Fagra veröld að þvi að brjóta upp þenn- an harða samhljóm, og að losa þess i stað um hvert form og veita þeim rikari þenslu og ,f'lug. Myndrúmið allt verður opnara og mýkra, hvort sem teflt er sam- an hörðum og lifrænum formum eða mjúkt samofið linuspil bindur allan flötinn i eina órofa heild. 1 yngstu myndunum er það gjarna létt flug svifforma og þandar við- kvæmar linur sem gripa um iif- ræn form sem setja meginmark þá formgerðina. bessi margvis- legi forheimur borvalds sýnir vel þá miklu formrænu breidd, sem list hans býr yfir og þá einsstæöu hnitmiðun og kunnáttusemi i handbragðinu sem ávallt er til staðar i verkum hans. Olafur Kvaran. ...iiiiniii""11 wjm-f-' Lágnætti Beðið eftir bátunum. Veturliði Gunnarsson Veturliði Gunnarsson sýnir þessa dagana að Kjarvalsstöðum 134 verk unnin í olíu, vatnslit og krít og spanna þau yfir tíma- bilið 1950—1976. Þorpsmyndir. Veturliði Gunnarsson hefur nú dregið saman að Kjarvalsstöðum sýningu á verkum sinum yfir ára- bilið 1950—1976, svo eflaust má fá dágott yfirlit um listrænan feril höfundar á þessu timabili. 1 elstu verkunum á sýningunni frá 1950 sækir hann einatt myndefnið á æskustöðvar sinar, sjávarþorp á Vestfjörðum. Hér er það fyrst og fremst samlif mannfólksins innbyröis og við umhverfi sitt sem um er fjailað. Hann fellir gjarna saman i eina myndræna heild ýmsar hliðar þorpslifsins og sérhver myndefnisþáttur er markaöur svartri útlínuteikningu sem er ekki einungis afmarkandi, heldur ber einnig uppi ákveöið litagildi á fletinum. bessi verk eru gjarna bundin saman i eina samþjappaða til- finningalega heild, er þungir og dimmir litir gefa myndefninu þann þunglyndislega einmana- leikablæ sem m!a. verður eitt mégininntak þessara verka. Framhald þessara mynda, síöar á sjötta áratugnum.er að timi og rúm þorpsins eru þurrkað út og hinar ýmsu hliðar þess taka nú á sig táknmyndir, sem hann dreifir frjáislega yfir allan myndflötinn. Hér er gjarna teflt saman ýmsum náttúruformum eða brotum hlut- lægra forma sem hann bindur oft saman á sannfærandi hátt með einum heiium litafleti. Tassismi og bátamyndir. begar sýning Veturliða er skoð- uö i heild sinni, þá eru það þessi áðurnefndu verk frá sjötta áratugnum, sem tvimælalaust eru sterkasti og heillegasti hluti sýningarinnar. Sá óhlutlægi ex- pressjónismi eða tassismi, sem er að mestu ráðandi i verkum hans upp úr 1960, þar sem sterk nátt- úruhrif liggja til grundvallar hafa þegar best lætur einungis ákveðna ljóðræna vidd, þó oftar slái yfir i ósamstillta og tilvilj- unarkennda litanotkun. betta abstrakta skeið i list Veturliða stóð reyndar stutt, þar eð hann hefur á ný mörg undan- farin ár sótt myndefni sin að mestu i þorpsliíið og landslag viðsvegar af landinu, sem hann útfærir á expressjóniskan hátt, en útkoman er óneitanlega ansi mis- jöfn. Annars vegar eru nokkur áhugaverð verk, þar sem hann bindur myndefnið i eina sam- ræmda litaheild með samlifi dökkra litaflata, en hins vegar er fjöldi verka þar sem óyfirveguð og handahófsleg vinnubrögð eru ráðandi. Á það sér eflaust þá skýringu að höfundi virðist tamt að feta spor hins kappsfuila framleiðanda sem setur magn of- ar gæðum. Ólafur Kvaran.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.