Þjóðviljinn - 21.11.1976, Page 11

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Page 11
Sunnudagur 21. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Hvernig líkar yður viðvestur- þjóðverja? i vesturþýska blaðinu Stern var nýlega gerð grein fyrir niðurstöð- um skoðanakannanir um álit breta og frakka á þjóðverjum. Mönnum þótti að vonum forvitni- legt að vita hvaða breytingar hafa orðið á þvi rnati á þvi 31 ári rúmu sem liðið er frá þvi að nasisminn og striðsrekstur llitler hafði leikið orðstir þjóðverja eins grátt og hægt er að hugsa sér. Það kemur fram i könnuni.nni að frakkar þekkja meir til vesturþjóðverja og stjórnmála þeirra en bretar, og taka virkari afstöðu til þeirra. Til dæmis er Willy Brandt langsamlega þekkt- astur þýskur stjórnmálamaður erlendis, hann þekktu 68% breta og 74% frakka og um 40% likaði ágætlega við hann. Aftur á móti höfðu ekki nema 45% breta heyrt getið um Helmut Schmidt, núver- andi kanslara, en 71% frakka. Vinsældir hans voru nokkru minni. Þriðji i röðinni á frægðar- listanum var Franz-Josef Strauss (um 20%), en hann þótti miklu skuggalegri maður en þeir sem fyrst voru nefndir. 46% breta og 45% frakka sögðu að þeir kynnu vel við vesturþjóðverja. Aðeins 10% breta likaði ilia við þá, en hvorki meira né minna 36% frakka. 44% breta og 19% frakka létu sér á sama standa. 23% breta töldu að álit sitt á þjóðverjum hefði batnað á undanförnum fimm árum, en 14% frakka voru þeirrar skoðunar. Flestir voru hlutlausir i þessu máli og aðeins 2—3% sögðu að álit þeirra á þjóðverjum hefði versnað. Fróðleg spurning hljómaði á þessa leið: Vestur-Þýskaland er efnahagslega sterkt riki. Finnst yður það kostur eða ókostur fyrir yðar eigið land? Kostur sögðu 32% breta en 13% frakka. ókostur sögðu 32% breta og 35% frakka. Hvorki né sögðu 7% breta og 21% frakka. Um 30% vissu ekki hverju svara skyldi. Ríkir og fátækir Ef aö þeir 31000 bretar sem rikastir eru skiptu auði sinum jafnt sin á milli kæmi í hlut hvers og eins 625.000 pund/ sem mun nálægt 190 miljónum króna. Kemur þetta fram í athugun á tekju- og eigna- skiptingu i Bretlandi sem stjórnarnefnd hefur sett saman. Samkvæmt skýrslu nefndar- innar hefur aðeins dregið úr hlut þeirra rikustu i skiptingu eigna á seinni árum, en þrátt fyrir ýmis- konar tryggingastarfsemi og kjarabaráttu verkalýðs hefur skipting nettótekna litið breyst. A árunum 1961 og 1963 fengu þeir tiu af hverju hundraöi sem mestar tekjur höfðu 23,5% allra' tekna, en tiu árum siðar var hlutur þeirra 23,4%. Þau 5% landsmanna sem mestar eigur áttu eiga nú 48% allra eigna, en áttu 51% fyrir fimmtán árum. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) „Raskat” Fyrir nokkrum vikum birtist litil klausa hér i Þjóðviljanum. Þar segir i stuttu máli frá þvi tiltæki Dags Sigurðarsonar að gefa út pinulitið kver, og var látið að þvi liggja i fréttaklaus- unni, að Dagur gerði þetta til að striða kollegum sinum sem þutu upp á nef sitt út af þvi, að Dagur hlaut nokkra umbun fyrir annað litið kver sem hann kallaði „Meðvitaða breikkun á raskati.” Siðan hefur ekki linnt bréfa- flaumi sem rennur frá klausu þessari, og er ýmsum bréfritur- um svo mikið niðri fyrir, að það erengu likara en að örfáar linur um sárasakiaust tiltæki Dags væri menningarháski á borð við herinn á Miðnesheiði. Magnar siðan hver i öðrum hugarvilið þar til komið er i fullkomnar ógöngur. Og endar þetta með þvi, að þeir Matthias og Indriði vappa i kring og þykjast heldur betur hafa séð i fyrrnefndri klausu vitnisburð ágætan um markvissa niðurrifsstarfsemi Klám, subbuskapur og fleira skemmtilegt kommúnista á islenskri menn- ingu. Hvað er klám? Hvað eftir annað hefur verið talað um klám i bréfum þess- um, þar skilst mér að menn hafi mestar áhyggjur af orðinu „raskat”. Vissulega er klám til af ýmsum tegundum, en nenni menn að skoða málið nánar þá er klám og „andlegur subbuskapur” ekki bundið ákveðnum orðum fyrst og fremst heldur samhengi. Þjóð- skáld rússa, Púsjkin, talar i skemmtilegu háðkvæði um greifa einn sem eigi sæti i Visindaakademiunni af þeirri ástæðu einni að hann hafi „rass- gat að sitja á.” Þykir ágætt, af þvi það er Púsjkin. „Meðvituð breikkun á raskati” er ekki „klám” hjá Degi Sigurðarsyni, heldur að þvi best ég man, kenning. Kenning sem merkir bill. Ég vona ekkióvitlaus kenn- ing fyrir þá sem hafa litlar mæt- ur á bilum. Ef mönnum finnst það „and- legur subbuskapur” að taka upp á skringilegum hlutum, þá gætu þeir sömu vinstrisinnar kannski i leiðinni hugleitt það, hvort helsta skáld rússnesku byltingarinnar, Majakovski, hafi einnig verið úrkynjaður og borgaralegur og aumingi og guð má vita hvað, en hann hafði mikið gaman af að hrella menn, stundum með hlutum sem eng- inn islenskur grallari mundi eftir leika. Bókmenntir og frystihús En nóg um það Ég veit vel, að þessar bréfaskriftir eru tengdar flóknu máli sem við getum sett upp i eina keðju: alþýða, bók- menntir, menntamenn. Eitt- hvað i þá veru. Einn bréfritari mun hafa ráðlagt þjóðvilja- mönnum að hlusta eftir þvi sem sagt er um bækur á vinnustöð- um, til dæmis frystihúsum. Ég segi fyrir sjálfan mig, ég mun hvorki segja illt né gott um þær umræður. Ef ég færi að hrósa fyrirfram þvi sem þar er talað, t.d. um bækur, þá værí ég að „snobba niður á við” eins og það er kallað, og er ekki hótinu betra en að „snobba upp á við”. Þegar ég vann i frystihúsi gat dæmið litið út á þessa leið: tveir þrirstrákar voru að spyrja hver annan um það sem þeir höföu lesið, og þeir höfðu samúð eins og tveggja bókelskra verka- manna á miðjum aldri. Aðrir fóru sjaldan inn á þá hluti, en klæmdust þeim mun meir, og það án allra gæsalappa. Kannski hefur þetta breyst til batnaðar, hvort sem væri i frystihúsi eða á skrifstofu (en þar gat auðvitað verið alveg sama ástand). Vonandi. En hvernig sem hlutfall er milli bóka og blautlegs flims á vinnu- stöðum, þá er ekki verið að sýna neinum fyrirlitningu með þvi að tala um ástandið eins og það er, en ekki eins og það ætti að vera. Þegar áðurnefndur Majakovski var skammaður fyrir það i Rússlandi að „bænd- ur og verkamenn skilja yður ekki” þá mótmælti hann með svofelldum hætti. Setjið fram slika staðhæfingu þá fyrst, þeg- ar búið er að veita fólki tima, upplýsingu, bókakost og aðrar forsendur fyrir þvi, að það velji og hafni. En lýsið ekki yfir þvi, að smekkur þess og áhugi sé heilagur eins og hann er i dag. Mér finnst eðlilegt að þeir sem telji sig vinstrisinna setji málin fram einmitt á þennan hátt. Klofningur 1 þverstæöufullri dagskrár- grein fyrr i haust talaði Böðvar Guðmundsson um það, að menn gæfu þvi ekki nægan gaum i bókaskrifum, að afstaða til bók- mennta væri stéttskipt. Þetta er rétt, að þvi marki, að vissulega fer ýmislegt i þjóðfélagsádeilu i taugarnar á borgaralegu fólki. Hitt er svo annað mál, að borgaraskapurinn islenski sýnist ekki sérlega áhugasamur um það sem skrifað er á þessu landi, liklega er flestum úr þeim flokki nokkuð sama um þá sem skrifa nema hvað það er skylt að frukta fyrir þeim sem bera stór nöfn. Aftur á móti er það ljóst, að vinstrisinnar og sósialistar af ýmsum tegundum eru með þeim ósköpum fæddir, að mjög margir þeirra láta sér annt um það sem skrifað er á þessu landi, taka þaðnærri sér, ef svo mætti segja. Og það er einnig alveg ljóst, að þetta fólk er alls ekki sammála um afstöðu til höfunda og strauma. Ég man vel þá tið að Landneminn, blað Æskulýðsfylkingarinnar, birti þó nokkuð af atómskáldskap svonefndum. Félagar minir i þeim samtökum skiptust mjög i tvö hörn: annar hópurinn hafði gaman af, var að minnsta kosti forvitinn, hinn formælti óspart þessari „borgaralegu úrkynj- un” i málgagni ungsósialista. Og álengdar stóð ihaldið og var yfirleitt visst um að „atóm- skáldskapur” væri kommúnisk niðurrifsstarfsemi. (Það þarf ekki aðminna á að „atómskáld- in” eru núna komin i skóla- ljóðin). Og einhver slikur klofningur hefur i raun verið við lýði siðan: þegar vikið er að frumleika eða óskiljanlegu hrognamáli Thors Viíhjálms- sonar, að túlkun á táknamáli Svövu Jakobsdóttur, að verð- leikum og göllum lykilskáld- sagnanna i byrjun siðasta ára- tugs, að hugviti eða ósvifni Guð- bergs Bergssonar — og svo mætti lengi telja. Tveir hópar Stundum sýnist mér, að þessa tvo hópa megi i stórum dráttum einkenna með röðum orða og hugtaka sem þeir bera sér gjarnan i munn sjálfir. Annar hópurinn einkennist af: rimi og stuðlum, söguljóði, raunsæis- legri skáldsögu, þjóðlegum fróðleik, stéttvisi, varúð gagn- vart annarlegum fyrirbærum, hann er gegn „lausung”, „skripalátum”, „óskiljanlegu bulli” og „klámi”. Hinn hópurinn er á þessum slóðum: nútimastefna, tilraun- ir, ný viðleitni, endurnýjun, miskunnarlaus krufning, for- vitni fram á ystu nöf, hann er gegn „einföldun hlutanna”, „lágkúru”, „rimhnoði”, ,,ihaldssemi”, „þröngsýni”. Vitanlega eru ekki nema fáir „hreinræktaðir” i hverri teg- und, mynstur fyrir hvem og einn getur verið blandað marg- vislega úr báðum hugtaka- röðum. Engu að siður er hætt á að setja þetta dæmi svona upp, þvi að um raunverulega skiptingu er að ræða, sem ekki þýðir annað en að viðurkenna. Friðsamleg sambúð Það eina sem hægt er að gera af skynsemi i málinu er að prédika friðsamlega sambúð eins og það heitir. Mæla með þvi við hvern og einn, að hann ekki magni með sér heift til öðruvisi viðhorfa, heldur reyni að leggja eitthvað brúartetur milli bakka — og haldi þó hver sinu. Það er rúm fyrir lýgilega mikla fjöl- breytni i veröldinni, og það ætti að minnsta kosti að vera sæmi- leg vinstrimennska að telja hana æskilegri en stöðnunina. Af hverju þurfa menn að afskrifa bókmenntaverk fyrir það að þeim finnst það ekki viö alþýðu skap? Það mun finna sina lesendur ef það er þess virði. Og önnur verk verða skrifuð sem eru aðgengilegri (Ef að erfiður texti á að jafn- gilda „menntahroka”, ættu róttæklingar að minnast þess, að Marx karlinn var sjálfur flestum pólitiskum höfundum erfiðari, og lét óspart vita af bæði yfirgripsmikilli lesningu sinni og málakunnáttu). Og það er heldur engin ástæða til aö fyrirlita skrif og yrkingar, sem eru mjög i hefðbundnu formi fara i tropnar slóðir — þó ekki væri nema af þvi, að við stökkv um ekki sögulausir og allslausir út i okkar nútið. Brúarsmiöir Menn munu að sjálfsögðu haida áfram að aðhyllast mjög misjöfn viðhorf i þessum mál- um. Það gerir ekkert til — ef menn vilja umgangast önnur viðhorf með virðingu fyrir sjálf- um sér og öörum. Sjálfur skal ég játa að ég hefi nokkrar mætur á þeim, sem með einum eða öðrum hætti eru brúar- smiðir. Til dæmis höfundur, sem stendur bæði traustum fót- um i fortið, hefð, sögu málsins, þjóðsagnaminnum og um leið fæst við samtimaefni með nýstárlegum hætti eins og Þór- steinn frá Hamri. Mér er lika hugsað til fordæmis ágæts vinnufélaga mins i bæjarvinn- unni. Þessi verkamaður fór gjarna með brot úr kvæðum Buðmundar Böðvarssonar sér og öðrum til hressingar — og hann kunni lika að finna púðrið i Astarsögu Steinars Sigurjóns- sonar, eins þeirra höfunda sem vistrisinnaðir móralistar munu skrifa harla lágt Arni Bergmanu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.